Pólitísk refskák endar með heimaskítsmáti

000-DV1920331.jpg
Auglýsing

Ef marka má yfir­lýs­ingar sænskra stjórn­mála­manna und­an­farið munu kosn­ing­arnar sem boðað hefur verið til í mars á næsta ári, aðeins hálfu ári eftir síð­ustu þing­kosn­ing­ar, snú­ast um ábyrgð. Ábyrgð á rík­is­fjár­mál­um, ábyrgð á inn­flytj­enda­stefnu, ábyrgð á atvinnu­mál­um, ábyrgð á skóla- og heil­brigð­is­kerfi og auð­vitað ábyrgð á stjórnun lands­ins. Sem er merki­legt því ef eitt­hvað hefur skort síð­ustu vikur er það einmitt að stjórn­mála­menn beri þessa umtöl­uðu ábyrgð.

Tæki­færi Sví­þjóð­ar­demókratannaÍ síð­ustu viku greiddu Sví­þjóð­ar­demókratar (SD) atkvæði með fjár­laga­frum­varpi mið-hægri banda­lags­ins og felldu þannig til­lögur rík­is­stjórnar Stefan Löf­vens. Þegar ljóst varð að ekki væri grund­völlur fyrir frek­ari samn­inga­um­leit­unum boð­aði Löf­ven til þing­kosn­inga, þótt hann geti að vísu ekki gert það form­lega fyrr en 29. des­em­ber þegar rík­is­stjórn hans hefur náð til­skyldum þremur mán­uðum á valda­stóli. Ákvörðun SD er sögu­leg og markar nýja tíma í sænskum stjórn­mál­um.

Hún kemur hins vegar ekki á óvart. Frá því að SD náði inn á þing í kosn­ing­unum 2010 hafa þeir leynt og ljóst stefnt að því að ná lyk­il­stöðu í sænskum stjórn­málum og það mark­mið náð­ist í kosn­ing­unum í sept­em­ber. Ástæðan er blokkapóli­tík­in, en sam­kvæmt gam­alli hefð er fáheyrt að flokk­arnir vinni saman yfir hina póli­tísku miðju. Stærstan hluta tutt­ug­ustu aldar stjórn­uðu Jafn­að­ar­menn með stuðn­ingi Vinstri flokks­ins og það var ekki fyrr en Fred­rik Rein­feldt sam­ein­aði mið og hægri flokk­ana í Banda­lagið eða Alli­an­sen árið 2004 sem valda­jafn­vægið raskað­ist veru­lega. Rík­is­stjórn Stefan Löf­ven sam­anstendur af Jafn­að­ar­mönnum og Umhverf­is­flokknum með stuðn­ingi Vinstri flokks­ins, en í Banda­lag­inu eru fjórir flokk­ar, Modera­terna sem er stærst­ur, Krist­demókrat­ar, Þjóð­ar­flokk­ur­inn og Mið­flokk­ur­inn. Banda­lagið var í rík­is­stjórn 2006-2014 en seinni fjögur árin hafði það ekki meiri­hluta þing­sæta á bak við sig. Svíar eru alvanir minni­hluta­stjórnum en hingað til hafa þeir treyst því að flokk­arnir fylgi ákveðnum leik­regl­um. Það breytt­ist í síð­ustu viku. Þar sem hvorug blokkin hefur meiri­hluta þing­sæta er SD í lyk­il­hlut­verki á sænska þing­inu, sem hann hefur nú nýtt sér með fyrr­greindum afleið­ing­um.

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar ræðir við fréttamenn. Stefan Löf­ven, for­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóðar ræðir við frétta­menn.

Auglýsing

Kjósa með sínum mál­um, en ekki á móti málum hinnaÞað er ástæða til að ræða aðeins um hefðir og siði í sænska þing­inu. Lík­lega eiga margir erfitt með að skilja hvers vegna það veki athygli að stjórn­ar­and­stöðu­flokkur kjósi með öðrum stjórn­ar­and­stöðu­flokkum til að klekkja á stjórn­inni. Er það ekki einmitt það sem stjórn­ar­and­staðan ger­ir? Nei, ekki í Sví­þjóð. Við fjár­laga­frum­varps­gerð leggja flokkar fram til­lögur í eigin nafni eða í sam­vinnu með öðrum flokk­um. Venjan er sú að flokkar reyni að fá stuðn­ing ann­arra fyrir sínum eigin til­lög­um, en náist hann ekki reyna þeir ekki að koma í veg fyrir að til­lögur ann­arra nái fram að ganga. Ef þess­ari venju hefði verið fylgt hefði SD kosið með sínum eigin fjár­laga­frum­varps­til­lögum og svo setið hjá þegar kosið var á milli til­lagna stjórn­ar­innar og Banda­lags­ins. Til­laga rík­is­stjórn­ar­innar hefði þá náð fram að ganga, með minni­hluta atkvæða á þing­inu á bak við sig. Skrýt­ið? Já kannski. En lyk­ill­inn að því að minni­hluta­stjórnir geti starf­að.

„Þetta þref um það hver hafi brugð­ist og hverjum hafi borið að láta að kröfum hinna hefur engu skilað nema stjórnarkreppu.“

Á þriðju­dag til­kynnti SD að hann hyggð­ist bregða út af venj­unni og kjósa með Banda­lag­inu, gagn­gert til þess að fella fjár­lög stjórn­ar­innar og þar með í raun rík­is­stjórn­ina. Löf­ven boð­aði Banda­lagið á fund sama kvöld og freist­aði þess að ná sam­komu­lagi um að fjár­lögin færu aftur í nefnd. Við vildum semja, sagði Löf­ven, en Banda­lagið tók ekki ábyrgð á stöð­unni. Löf­ven hefur aldrei viljað semja í raun og veru, sagði Banda­lag­ið, og hann því ekki tekið ábyrgð á stöð­unni. Þetta þref um það hver hafi brugð­ist og hverjum hafi borið að láta að kröfum hinna hefur engu skilað nema stjórn­ar­kreppu. Og allt spilar þetta upp í hend­urnar á SD.

Græða alltaf á stjórn­ar­kreppuSví­þjóð­ar­demókratar hafa verið harðir á því að þeir muni alltaf græða á þeirri stöðu sem er komin upp. Þeirra helsta tak­mark er að breyta inn­flytj­enda­stefnu Svía, sem er með þeim frjáls­leg­ustu í heimi, og þeir hóta því að fella öll fjár­lög sem falli ekki að þeirra stefnu. Þeir lýstu því einnig yfir að Umhverf­is­flokk­ur­inn væri höf­uð­and­stæð­ingur þeirra og að þeir myndu alltaf vinna gegn rík­is­stjórn sem leiddi þann flokk til áhrifa. Lík­legt er að inn­flytj­enda­mál verði áber­andi í kosn­inga­bar­átt­unni. Fjöl­miðlar geta auð­vitað ekki gengið fram­hjá þriðja stærsta flokki lands­ins með um 13% fylgi í síð­ustu kosn­ingum, flokk­inn sem er ástæða þess að kjósa þarf aft­ur. Nýlegar kann­anir benda svo til þess að SD muni ganga vel í mars. 83% kjós­enda hans segj­ast lík­lega munu kjósa hann aftur og aðeins 5% íhuga alvar­lega að skipta um flokk. Af þeim sem kusu Banda­lagið í síð­ustu kosn­ingum og geta hugsað sér að skipta um flokk, segj­ast um 30% íhuga að styðja SD. Talan er öllu lægri vinstra meg­in, en þó um 20%. Því gæti vel farið svo að SD bæti við sig fylgi í vor.

Eins og staðan er núna má allt eins gera ráð fyrir að Krist­demókratar nái ekki inn á þing í kosn­ing­un­um. Þeir fengu aðeins 4,57% síð­ast en mörkin til að ná inn á þing eru 4%. Þeir mæl­ast ítrekað undir þessum mörkum og könn­unin sem vísað var til hér á undan sýnir að um helm­ingur kjós­enda flokks­ins íhugar að kjósa annan flokk. Enda hefur lítið sést til Krist­demókrata síð­ustu vikur og margir sem velta fyrir sér hvaða erindi hann eigi eig­in­lega í sænsk stjórn­mál. Leið­togi Mið­flokks­ins, Annie Lööf, hefur verið her­ská í mál­flutn­ingi sínum frá því að Löf­ven tók við og það virð­ist falla vel í kramið hjá kjós­end­um. Við þetta bæt­ist að flokk­ur­inn á um einn og hálfan millj­arð sænskra króna í sjóðum eftir að hann seldi dag­blöð í sinni eigu árið 2005. Hann er því vel í stakk búinn til að borga kosn­inga­bar­áttu vors­ins en sjóðir hinna flokk­anna eru ekki jafn digr­ir. Þó hafa atvinnu­rek­endur lýst því yfir að þeir muni leggja ýmis­legt á sig til að tryggja gott gengi hægri flokk­anna. Þeir segja sporin hræða og að fjár­laga­frum­varp Löf­vens hefði komið niður á atvinnu­líf­inu.

Stóru flokk­arnir í erf­ið­leikumStóru flokk­arnir tveir, Jafn­að­ar­menn og Modera­terna, eiga í tölu­verðum erf­ið­leik­um. Tveir helstu leið­togar Modera­terna og um leið sænskra stjórn­mála hættu eftir kosn­inga­ó­sig­ur­inn í haust. Spor Fred­rik Rein­feldt og And­ers Borg eru vand­fyllt en þó telja flestir lík­leg­ast að Anna Kin­berg Batra verði eft­ir­maður Rein­feldts á for­manns­stóli. Anna er gift David Batra sem er þekktur uppi­stand­ari og leik­ari í Sví­þjóð. Hann er fæddur í Sví­þjóð en faðir hans er af ind­verskum upp­runa.

Hér að neðan má sjá David Batra rök­ræða við for­mann SD Jimmie Åkes­son.

Ólík­legt er að Anna Batra breyti inn­flytj­enda­stefnu Modera­terna en innan flokks­ins hafa margir sagt að hann þurfi að bregð­ast við upp­gangi SD. Það getur aðeins þýtt harð­ari stefnu gegn inn­flytj­endum og að Sví­þjóð taki við færri flótta­mönn­um. Til stóð að hafa for­manns­kosn­ingar í mars en þeim hefur nú verið flýtt fram í byrjun jan­ú­ar. Á næstu vikum kemur í ljós hvort hún fái mót­fram­boð en hún á mikið verk óunnið að sanna sig sem for­sæt­is­ráð­herra­efni Banda­lags­ins.

„Sú ákvörðun Löf­ven að boða til kosn­inga hefur komið mörgum á óvart. Hann tók hana að loknum fundi með Banda­lag­inu á þriðju­dags­kvöld og nú þegar deila menn um hvað var sagt fyrir aftan þessar frægu luktu dyr.“

Löf­ven glímir við ann­ars konar vanda­mál. Fylgi Jafn­að­ar­manna hefur minnkað jafnt og þétt og jafn­vel þótt þeir hafi lýst yfir sigri í síð­ustu kosn­ingum er 31% fylgi mjög lágt í sögu­legu sam­hengi og var langt frá 35% mark­inu sem flokk­ur­inn setti sér. Löf­ven hefur einnig verið legið á hálsi fyrir að lesa póli­tík­ina ekki mjög vel. Bak­grunnur hans er úr verka­lýðs­hreyf­ingu þar sem fylk­ingar takast á en ná alltaf sam­komu­lagi að lok­um. Í póli­tík geta menn grætt á að gera ekki sam­komu­lag. Stjórn­mála­skýrendur velta nú fyrir sér hvort hann hafi áttað sig á þessu í ref­skák und­an­far­inna vikna. Löf­ven gengur til kosn­inga með það á bak­inu að hafa mis­tek­ist að koma fjár­lögum í gegn og stýrt einni skamm­líf­ustu rík­is­stjórn sænskra stjórn­mála. Frá því í kosn­inga­bar­átt­unni hefur hann ítrekað lýst því yfir að hann sé reiðu­bú­inn að vinna með öllum flokkum nema SD en erfitt er að átta sig á hversu mikil alvara er að baki þessum orð­um. Ef marka má Banda­lagið var raun­veru­legur vilji aldrei fyrir hendi.

Tvær kenn­ingar eru uppi um árangur stóru flokk­anna í vor. Ann­ars vegar að þeim muni ganga vel, því kjós­endur vilji frekar öryggið sem fylgi þeim. Hins vegar að þeim verði refsað fyrir að leysa ekki vanda­málin sem upp komu í haust.

Hvers vegna nýjar kosn­ingar en ekki afsögn?Sú ákvörðun Löf­ven að boða til kosn­inga hefur komið mörgum á óvart. Hann tók hana að loknum fundi með Banda­lag­inu á þriðju­dags­kvöld og nú þegar deila menn um hvað var sagt fyrir aftan þessar frægu luktu dyr. For­maður Þjóð­ar­flokks­ins, Jan Björk­lund, segir að þar hafi tals­maður Umhverf­is­flokks­ins vakið máls á því að Banda­lagið mynd­aði stjórn ef þeirra fjár­lög yrðu sam­þykkt. Þessu harð­neitar tals­mað­ur­inn sem segir að Björk­lund ætti að þrífa eyrun áður en hann mæti á svona fundi. Björk­lund bætti svo um betur og sagði að létt­ara hefði verið fyrir Löf­ven að ná sam­komu­lagi við Banda­lagið ef hann sliti sam­starf­inu við Umhverf­is­flokk­inn og Vinstri flokk­inn. Hvað svo sem var sagt er ljóst að rík­is­stjórn Banda­lags­ins hefði alltaf þurft að treysta á stuðn­ing Sví­þjóð­ar­demókrata til að ná málum í gegn. Og sú staða er ekki ákjós­an­leg.

Sænskir stjórnmálaleiðtogar (frá vinstri) Goran Hagglund formaður Kristdemókrata,  Anna Kinberg Batra formaður Moderaterna, Jan Björklund formaður Þjóðarflokksins, og Annie Loof leiðtogi Miðflokksins, á blaðamannafundi. Sænskir stjórn­mála­leið­togar (frá vinstri) Goran Hagglund for­maður Krist­demókrata,

Anna Kin­berg Batra for­maður Modera­terna, Jan Björk­lund for­maður Þjóð­ar­flokks­ins, og Annie Loof leið­togi Mið­flokks­ins, á blaða­manna­fund­i.

Líkur á óbreyttri stöðu í vorEf vika er langur tími í póli­tík eru 4 mán­uðir heil eilífð, sér­stak­lega í þeirri óvissu sem nú rík­ir. Þótt skoð­ana­kann­anir gefi til kynna að Sví­þjóð­ar­demókratar haldi stöðu sinni eftir kosn­ing­arnar sem þriðji stærsti flokk­ur­inn getur auð­vitað margt gerst. Lík­leg­ast er hins vegar að hvorug blokkin nái meiri­hluta atkvæða og þar með verði nákvæm­lega sama staða eftir kosn­ing­arnar í mars. Þessu átta menn sig á og hafa full­trúar blokk­anna tveggja tekið vel í samn­inga­við­ræður um það hvernig eigi að bregð­ast við slíkri stöðu. Nauð­syn­legt sé að gera minni­hluta­stjórnum kleift að starfa í fram­tíð­inni.

Rétt er að taka fram að til 29. des­em­ber er ennþá mögu­leiki fyrir flokk­ana að ná sam­komu­lagi og hætta við kosn­ing­arn­ar. Yfir­lýs­ingar síð­ustu daga benda þó til að menn séu komnir í kosn­inga­ham. Það á ekki síst við um sam­fé­lags­miðla sem strax hafa fyllst af flokks­gæð­ingum með lof­ræður og skít­kast á víxl. Það eru spenn­andi tímar í sænskum stjórn­mál­um. Ekki er að fullu ljóst hvar sú veg­ferð endar en ljóst er að Sví­þjóð­ar­demókratar munu þar leika lyk­il­hlut­verk. Og það er hættu­leg til­hugs­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None