000-Mvd6652500.jpg
Auglýsing

Hugs­an­lega má hægja á hlýnun Jarðar með því að minnka magn sól­ar­ljóss sem berst niður á yfir­borð plánet­unn­ar. Það eru í það minnsta til­lögur til­tölu­lega smás hóps vís­inda­manna sem vilja leggj­ast í rót­tækar aðgerðir til að koma í veg fyrir auknar og æ hrað­ari lofts­lags­breyt­ing­ar.

Lofts­lags­ráð­stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna (COP 20) stendur nú yfir í Lima í Perú. Ráð­stefnan er talin vera mik­il­vægur hlekkur til að ná mark­miði alþjóða­sam­fé­lags­ins um laga­lega bind­andi samn­ing milli ríkja um tak­mörkun á losun koltví­oxíðs út í and­rúms­loft­ið. Gest­gafinn þetta árið vill að texti sam­komu­lags liggi fyrir í lok ráð­stefn­unn­ar.

Eini laga­lega bind­andi sam­ing­ur­inn sem gerður hefur verið um losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er Kyoto-­bók­unin sem gerð var árið 1997 og tók gildi í des­em­ber 2005. Sá samn­ingur rann hins vegar út í lok árs 2012. Hlutar samn­ings­ins hafa verið fram­lengdir en ítrek­aðar við­ræður um nýjan samn­ing hafa allar silgt í strand.

Auglýsing

Á fund­inum í Lima mun að öllum lík­ind­um ­skýr­ast hvernig sam­komu­lagið mun á end­anum líta út.

Á lofts­lags­ráð­stefn­unni í Lima er nýr samn­ingur und­ir­bú­inn og reynt að finna sam­eig­in­lega fleti milli ríkj­anna fyrir ráð­stefnu næsta árs í París þar sem mark­miðið er að skrifa undir og ganga frá sam­komu­lagi. Á fund­inum í Lima mun að öllum lík­ind­um ­skýr­ast hvernig sam­komu­lagið mun á end­anum líta út.

Allir þurfa að vera meðBanda­ríkin og Kína eru ­föst á þeirri stefnu sinni að ætla ekki að skrifa undir laga­lega bind­andi samn­ing. Banda­ríkin vilja ekki taka þátt í slíkum sátt­mála því banda­ríska þingið mun að öllum lík­indum ekki sam­þykka hann. Ríkin tvö, auk Evr­ópu­sam­bands­ins, losa mest magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda út í and­rúms­loftið en hafa öll sett sér mark­mið til að minna losun sína. Kjarn­inn greindi frá því í nóv­em­ber að Banda­ríkin og Kína hefðu gert með sér sam­komu­lag um minni útblást­ur.

Önnur ríki sem losa mikið magn hafa ekki sett sér mark­mið. Rúss­land, Ástr­al­ía, Ind­land eru þar lyk­il­ger­endur enda þurfa öll ríki að koma að sam­komu­lag­inu eigi lofslags­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna að nást með þessum leið­um.

Við­ræður um sam­komu­lag hafa áður hrun­ið, þrátt fyrir að góður vilji hafi verið meðal allra þjóða og skiln­ingur á mark­mið­inu. Skemmst er að minn­ast ráð­stefn­unn­ar í Kaup­manna­höfn 2009, sem Svan­dís Svav­ars­dóttir þáver­andi umhverf­is­ráð­herra sótti fyrir hönd Íslands.

Nú hafa sér­fræð­ingar mestar áhyggjur af því að „hinar rík­ari þjóð­ir“ muni standa í vegi fyrir að sam­komu­lag náist.

Mak­mið ráð­stefn­unnar 2009 var að útbúa samn­ings­drög (eins og stefnan er í ár í Lima) en þegar á leið urðu ráð­stefnu­gestir óánægðir með hvernig haldið var á mál­um. Ekk­ert varð af sam­komu­lag­inu 2010. Þá voru það þró­un­ar­ríki sem stóðu í einna helst í veg fyrir sam­komu­lagi eftir að hafa séð samn­ings­drögin sem þau töldu hygla rík­ari þjóð­um. Nú hafa sér­fræð­ingar mestar áhyggjur af því að „hinar rík­ari þjóð­ir“ muni standa í vegi fyrir að sam­komu­lag náist.

Hér að neðan má heyra hlað­varps­þátt The Guar­dian um ráð­stefn­una í Lima. Þar er meðal ann­ars rætt við Susan Gold­en­berg, lofts­lags­frétta­mann Guar­dian í Lima. Hún útskýrir meðal ann­ars hvaða nið­ur­staða hægt er að vænta af ráð­stefn­unni í Perú.

[em­bed]htt­p://audi­o.thegu­ar­di­an.tv/audi­o/kip/global-develop­ment/series/global-develop­ment-podcast/1417689033804/3452/gdn.glo.141204.mh.lima-COP14-clima­te.mp3[/em­bed]

Aðrar lausnir mögu­leg­ar?Vís­inda­menn hafa talið til margar tækni­legri lausnir til að hægja á hlýnun jarð­ar. Þær eru þó misvæn­legar til árang­urs. Í grein sem birt­ist í vís­inda­tíma­rit­inu Philosophical Transact­ions of the Royal Soci­ety A fyrir skömmu voru ýmsar leiðir til­greindar sem gætu nýst sem fyrsta skrefið í þá átt að tak­marka magn sól­ar­geisla sem ber­ast til yfir­borðs Jarð­ar.

Mas­hable greinir frá þessum leiðum vef sínum í dag. Meðal þeirra leiða sem til­greindar eru er að gera skýja­hul­una hvít­ari með því að speyja sjó upp í loftið (e. mar­ine cloud brighten­ing). Eðl­is­fræð­ing­ur­inn John Lat­ham lagði þetta fyrst til árið 1990. Þannig myndu vind­knúin skip sigla um hafið og spreyja söltum sjónum upp í loftið svo hann bland­ist skýj­un­um. Þannig verður skýja­hulan hvít­ari og end­ur­kastar meira af geislum sólar aftur út í him­inn­geim­inn.

Kenningu sinni til stuðnings hefur Latham bent á að útblástur stórra skipa sjáist á gervitunglamyndum. Kenn­ingu sinni til stuðn­ings hefur Lat­ham bent á að útblástur stórra skipa sjá­ist á gervi­tungla­mynd­um.

Lat­ham hefur ritað margar fræði­greinar um þessa hug­mynd sína og segir vís­bend­ingar um að leiðin gæti virk­að. Hann bendir til dæmis á að útblástur frá stórum skipum megi sjá á gervi­hnatta­mynd­um.

Þá hafa verið nefndar hug­myndir sem fela í sér að spreyja súlfat-­dögg í heið­hvolfið til að hindra sól­ar­geisla. Áhrif þessa lausnar yrði í lík­ingu við það sem ger­ist þegar gosmökkur eld­fjalla stígur upp í heið­hvolfið og berst með hálofta­vind­um.

Vís­inda­menn telja jafn­framt hægt að breyta svoköll­uðum kló­sigum (teg­und háskýja) svo þau myndu fram­leiða fleiri ískrist­alla. Þetta yrði gert til að geisl­arnir sem lág­skýin end­ur­varpa aftur út í geim kæmust alla leið út úr loft­hjúpi Jarð­ar, og yrði ekki end­ur­varpað til Jarðar á ný af kló­sig­un­um.

„Sumir eru hræddir við þetta og halda að við séum að þykj­ast vera Guð.“

Þessar hug­myndir hafa hins vegar verið gagn­rýndar harð­lega. Aðrir vís­inda­menn telja engar líkur á því að þessar lausnir muni virka. Matt Watson, rann­sak­andi við Bristol-há­skóla, lét hafa eftir sér í við­tali við BBC að honum fynd­ust svona lausnir ógn­vekj­andi. „En við verðum að bera saman mögu­legar lausnir við það sem við erum að gera núna, þegar allt gengur sinn vana gang í átt til fjög­urra gráðu heit­ari heims.“

John Lat­ham segir svona lausnir aðeins vera til skamms tíma og til þess að hægja á þró­un­inni svo mann­kynið geti fengið meiri tíma til að und­ir­búa var­an­lega lausn. „Sumir eru hræddir við þetta og halda að við séum að þykj­ast vera Guð,“ segir Lat­ham. „En ÞAð sem við erum að reyna að gera er að end­ur­heimta þær aðstæður sem væru hér ef við hefðum ekki brennt jarð­efna­elds­neyti í auknum mæli í 100 ár.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None