Allar slitastjórnirnar boðaðar á fund stjórnvalda á þriðjudag

forsíðumynd-á-kröfuhafastöff.jpg
Auglýsing

Slita­stjórnir Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans hafa verið boð­aðar á fund ráð­gjaf­ar­nefndar um losun fjár­magns­hafta næst­kom­andi þriðju­dag klukkan 14, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Fund­ur­inn mun fara fram á Grand hótel í Reykja­vík og á honum eiga slita­stjórn­irnar að kynna afstöðu sinna til þeirra skil­yrða sem stjórn­völd setja fyrir veit­ingu und­an­þága frá fjár­magns­höft­um, sem er for­senda þess að hægt verði að klára nauða­samn­inga búanna og slíta þeim. Allir full­trúar slita­stjórn­anna eiga að funda með ráð­gjafa­hópnum í einu.

Slita­stjórn­unum var til­kynnt um þetta bréfleiðis síð­asta þriðju­dag. Í bréf­inu var ekki til­greint hver skil­yrði stjórn­valda fyrir und­an­þágum verði, en líkt og Kjarn­inn greindi frá fyrr í kvöld þá á að kynna þau fyrir efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþingis á mánu­dags­morg­un. Búist er við að áætlun stjórn­valda um afnám fjár­magns­hafta verði gerð opin­ber í kjöl­farið og að slita­stjórn­irnar fái þá að vita hvaða skil­yrðum þær eigi að mæta. Afstöðu sína til þeirra eiga þær síðan að kynna dag­inn eft­ir. Þau skil­yrði sem slita­stjórn­irnar þurfa að upp­fylla til að hljóta und­an­þágu, og geta þar með slitið búinu, eru efna­hags­leg, þjóð­hags­leg og eiga að stuðla að jafn­ræði allra sem eru fastir milli hafta, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Lands­bank­inn var fyrsta skrefiðFyrr í dag var til­kynnt um að Seðla­banki Íslands hefði veitt slita­búi gamla Lands­bank­ans und­an­þág­u frá fjár­magns­höft­u­m til að greiða for­gangs­kröfum sínum í kjöl­far sam­komu­lags sem slita­búið gerði við nýja Lands­bank­ann um breytta skil­mála skulda­bréfa þeirra á milli. Slita­búið fær því að greiða um 400 millj­arða króna af for­gangs­kröfum til kröfu­hafa gegn því að lengja í skulda­bréfum sem nýi Lands­bank­inn skuldar því. Umfang þeirra er um 228 millj­arðar króna. Loka­greiðsla verður nú árið 2026 í stað árs­ins 2018.

Skrifað var undir nýtt samkomulag milli nýja og gamla Landsbankans í maí 2014. Seðlabankinn samþykkti fyrr í dag að veita slitabúi Landsbankans undanþágu frá fjármagnshöftum. Skrifað var undir nýtt sam­komu­lag milli nýja og gamla Lands­bank­ans í maí 2014. Seðla­bank­inn sam­þykkti fyrr í dag að veita slita­búi Lands­bank­ans und­an­þágu frá fjár­magns­höft­u­m.

Auglýsing

Til­kynn­ingin var fyrsta skrefið í aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda um losun fjár­magns­hafta sem nú hafa verið við lýði í sex ár á Íslandi.

Flatur útgöngu­skattur mögu­legurEkki liggur full­kom­lega ljóst fyrir hverjar áherslur stjórn­valda verða en í fjöl­miðlum hefur verið fjallað um að lík­lega verði um að ræða svo­kall­aðan flatan útgöngu­skatt á eign­ir.

Ef kröfu­hafar vilji út þurfi þeir að greiða flatan skatt af öllu fjár­magni sem þeir fái að fara með út úr íslensku efna­hags­kerfi. Morg­un­blaðið greindi meðal ann­ars frá því að skatt­ur­inn gæti verið allt að 35 pró­sent.

Sam­hliða verði kynntar hug­myndir um hvernig leyst verði úr eign­ar­haldi Íslands­banka og Arion banka, sem í dag eru báðir í eigu erlendra kröfu­hafa.

Gangi kröfu­haf­arnir ekki að þessu muni stjórn­völd vera til­búin að halda þeim áfram í höftum á meðan að öllum öðrum: t.d. íslenskum líf­eyr­is­sjóð­um, heim­il­um, fyr­ir­tækj­um, verði hleypt út.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eru kröfu­hafar þrota­bú­anna búnir að und­ir­búa sig fyrir ýmis konar útkomur, en ólík­legt þykir að þeir verði til­búnir með við skil­yrðum stjórn­valda ein­ungis sól­ar­hring eftir að þeir fái að vita hver þau eru.

Eftir miklu að slægj­astLjóst er að eftir miklu er að slægj­ast. Eignir þrota­bús Glitnis eru 944 millj­arðar króna. Eignir þrota­bús Kaup­þings eru 789 millj­arðar króna. Þrotabú Lands­bank­ans á um 218 millj­arða króna í eignum umfram for­gangs­kröf­ur.  AL­MC, áður þrotabú Straums Burða­r­áss fjár­fest­inga­banka, á eignir upp á 97 millj­arða króna.  Eignir SPB hf., sem áður hét Spari­sjóða­bank­inn/Ice­bank, eru 106 millj­arðar króna. Svo fátt eitt sé nefnt.

Hund­ruð millj­arðar króna gætu því setið eftir í rík­is­sjóði gangi áætlun stjórn­valda eft­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None