Allar slitastjórnirnar boðaðar á fund stjórnvalda á þriðjudag

forsíðumynd-á-kröfuhafastöff.jpg
Auglýsing

Slita­stjórnir Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans hafa verið boð­aðar á fund ráð­gjaf­ar­nefndar um losun fjár­magns­hafta næst­kom­andi þriðju­dag klukkan 14, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Fund­ur­inn mun fara fram á Grand hótel í Reykja­vík og á honum eiga slita­stjórn­irnar að kynna afstöðu sinna til þeirra skil­yrða sem stjórn­völd setja fyrir veit­ingu und­an­þága frá fjár­magns­höft­um, sem er for­senda þess að hægt verði að klára nauða­samn­inga búanna og slíta þeim. Allir full­trúar slita­stjórn­anna eiga að funda með ráð­gjafa­hópnum í einu.

Slita­stjórn­unum var til­kynnt um þetta bréfleiðis síð­asta þriðju­dag. Í bréf­inu var ekki til­greint hver skil­yrði stjórn­valda fyrir und­an­þágum verði, en líkt og Kjarn­inn greindi frá fyrr í kvöld þá á að kynna þau fyrir efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþingis á mánu­dags­morg­un. Búist er við að áætlun stjórn­valda um afnám fjár­magns­hafta verði gerð opin­ber í kjöl­farið og að slita­stjórn­irnar fái þá að vita hvaða skil­yrðum þær eigi að mæta. Afstöðu sína til þeirra eiga þær síðan að kynna dag­inn eft­ir. Þau skil­yrði sem slita­stjórn­irnar þurfa að upp­fylla til að hljóta und­an­þágu, og geta þar með slitið búinu, eru efna­hags­leg, þjóð­hags­leg og eiga að stuðla að jafn­ræði allra sem eru fastir milli hafta, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Lands­bank­inn var fyrsta skrefiðFyrr í dag var til­kynnt um að Seðla­banki Íslands hefði veitt slita­búi gamla Lands­bank­ans und­an­þág­u frá fjár­magns­höft­u­m til að greiða for­gangs­kröfum sínum í kjöl­far sam­komu­lags sem slita­búið gerði við nýja Lands­bank­ann um breytta skil­mála skulda­bréfa þeirra á milli. Slita­búið fær því að greiða um 400 millj­arða króna af for­gangs­kröfum til kröfu­hafa gegn því að lengja í skulda­bréfum sem nýi Lands­bank­inn skuldar því. Umfang þeirra er um 228 millj­arðar króna. Loka­greiðsla verður nú árið 2026 í stað árs­ins 2018.

Skrifað var undir nýtt samkomulag milli nýja og gamla Landsbankans í maí 2014. Seðlabankinn samþykkti fyrr í dag að veita slitabúi Landsbankans undanþágu frá fjármagnshöftum. Skrifað var undir nýtt sam­komu­lag milli nýja og gamla Lands­bank­ans í maí 2014. Seðla­bank­inn sam­þykkti fyrr í dag að veita slita­búi Lands­bank­ans und­an­þágu frá fjár­magns­höft­u­m.

Auglýsing

Til­kynn­ingin var fyrsta skrefið í aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda um losun fjár­magns­hafta sem nú hafa verið við lýði í sex ár á Íslandi.

Flatur útgöngu­skattur mögu­legurEkki liggur full­kom­lega ljóst fyrir hverjar áherslur stjórn­valda verða en í fjöl­miðlum hefur verið fjallað um að lík­lega verði um að ræða svo­kall­aðan flatan útgöngu­skatt á eign­ir.

Ef kröfu­hafar vilji út þurfi þeir að greiða flatan skatt af öllu fjár­magni sem þeir fái að fara með út úr íslensku efna­hags­kerfi. Morg­un­blaðið greindi meðal ann­ars frá því að skatt­ur­inn gæti verið allt að 35 pró­sent.

Sam­hliða verði kynntar hug­myndir um hvernig leyst verði úr eign­ar­haldi Íslands­banka og Arion banka, sem í dag eru báðir í eigu erlendra kröfu­hafa.

Gangi kröfu­haf­arnir ekki að þessu muni stjórn­völd vera til­búin að halda þeim áfram í höftum á meðan að öllum öðrum: t.d. íslenskum líf­eyr­is­sjóð­um, heim­il­um, fyr­ir­tækj­um, verði hleypt út.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eru kröfu­hafar þrota­bú­anna búnir að und­ir­búa sig fyrir ýmis konar útkomur, en ólík­legt þykir að þeir verði til­búnir með við skil­yrðum stjórn­valda ein­ungis sól­ar­hring eftir að þeir fái að vita hver þau eru.

Eftir miklu að slægj­astLjóst er að eftir miklu er að slægj­ast. Eignir þrota­bús Glitnis eru 944 millj­arðar króna. Eignir þrota­bús Kaup­þings eru 789 millj­arðar króna. Þrotabú Lands­bank­ans á um 218 millj­arða króna í eignum umfram for­gangs­kröf­ur.  AL­MC, áður þrotabú Straums Burða­r­áss fjár­fest­inga­banka, á eignir upp á 97 millj­arða króna.  Eignir SPB hf., sem áður hét Spari­sjóða­bank­inn/Ice­bank, eru 106 millj­arðar króna. Svo fátt eitt sé nefnt.

Hund­ruð millj­arðar króna gætu því setið eftir í rík­is­sjóði gangi áætlun stjórn­valda eft­ir.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None