Enginn verðmiði kominn á upplýsingar um eignir í skattaskjólunum

319-Tortola-Road-Town-Blick-von-Kammstrasse.jpg
Auglýsing

Við­ræður við aðil­ann sem vill selja íslenskum yfir­völdum upp­lýs­ingar um eignir Íslend­inga í skatta­skjólum eru ekki komnar á það stig að hann hafi sett upp ákveðið verð fyrir upp­lýs­ing­arn­ar, segir Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri. Í kjöl­far yfir­lýs­ingar fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins í gær, þar sem skatt­rann­sókn­ar­stjóra var heim­ilað að kaupa gögnin að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um, er emb­ættið að stilla því upp hvernig næstu sam­skiptum við þann sem vill selja upp­lýs­ing­arnar verði hátt­að. Bryn­dís segir að það liggi á að klára mál­ið, en vill ekki nefna sér­stök tíma­mörk í því sam­bandi.

Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri. Bryn­dís Krist­jáns­dótt­ir, skatt­rann­sókn­ar­stjóri.

Í gær til­kynnti  Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið að „meti skatt­rann­sókn­ar­stjóri það svo að gögnin geti nýst emb­ætt­inu við úrlausn mála sem það sinnir og að mögu­legt sé að skil­yrða greiðslu til selj­anda gagn­anna þannig að þær nemi að hámarki til­teknu hlut­falli af inn­heimtu þeirra skatt­krafna sem af gögn­unum leiðir er ráðu­neytið reiðu­búið að tryggja þær fjár­heim­ildir sem nauð­syn­legar eru til að ráð­ast í öflun umræddra gagna, með eðli­legum fyr­ir­vörum um sar­máð áður en til skuld­bind­inga er geng­ið.“

Auglýsing

Mik­ill áhugi einka­að­ila á að kaupa gögninBryn­dís segir að bolt­inn sé því kom­inn aftur til emb­ættis henn­ar. „Við munum kanna hvort þessi skil­yrði séu upp­fyllt, sem er þá gert í við­ræðum við þennan aðila sem er að selja gögn­in. Og hins vegar er það gert með því að fara betur yfir gögnin og setja fram nánar hvernig unnið yrði  úr þeim“.

Við munum kanna hvort þessi skil­yrði séu upp­fyllt, sem er þá gert í við­ræðum við þennan aðila sem er að selja gögn­in. Og hins vegar er það gert með því að fara betur yfir gögnin og setja fram nánar hvernig unnið yrði  úr þeim

Kjarn­inn hafði áhuga á að vita hver verð­mið­inn væri með það fyrir augum að kanna hvort hann gæti sjálfur keypt upp­lýs­ing­arn­ar. Hóp­ur ein­stak­linga hafði lýst yfir áhuga á við Kjarn­ann um að taka þátt í slíkum kaup­um. Að sögn Bryn­dísar hafa fjöl­margir einka­að­ilar líka sett sig í sam­band við emb­ætti hennar með það fyrir augum að fjár­magna kaupin á gögn­un­um.

Fleiri hund­ruð aðilarEmb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra fékk nöfn 50 íslenskra aðila síð­asta sumar sem vís­bend­ingar eru um að hafi stundað skattaund­an­skot og komið fyrir eignum í skatta­skjól­um. Upp­lýs­ing­arnar komu frá manni sem bauð emb­ætt­inu gögnin til sölu. Um var að ræða um tíu pró­sent þeirra gagna sem hann seg­ist vera með undir höndum og var þeim ætlað að vera sýn­is­horn fyrir íslensk stjórn­völd. Til að fá öll gögn­in, sem inni­halda mörg hund­ruð nöfn íslenskra aðila, vildi mað­ur­inn fá greitt. Bryn­dís segir hann hins vegar ekki hafa sett upp ákveðið verð. „Hugs­an­lega kann það að taka mið af þeim fjár­munum sem myndu inn­heimtast, en dæmi eru um það.“

Í lok sept­em­ber sendi emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra grein­ar­gerð til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins eftir að hafa farið yfir sýn­is­hornin 50, enda bentu þau sterk­lega til þess að skattaund­an­skot hafi átt sér stað. Ráðu­neytið til­kynnti í gær að skatt­rann­sókn­ar­stjóri réði því hvort hann keypti gögn­in, að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um.

Ráðu­neytið svar­aði ekki fyr­ir­spurnKjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á upp­lýs­inga­full­trúa fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins þann 28. októ­ber síð­ast­lið­inn þar sem óskað var eftir því að fá upp­lýs­ingar um hvers konar vinna væri í gangi í ráðu­neyt­inu vegna skatta­skjóls­upp­lýs­ing­anna. Kjarn­inn óskaði sömu­leiðis eftir því að fá upp­lýs­ingar um hvenær væri von á að þeirri vinnu myndi ljúka. Þrátt fyrir fjöl­margar ítrek­anir þá hefur upp­lýs­inga­full­trú­inn ekki svarað fyr­ir­spurn Kjarn­ans, sem var send fyrir meira en mán­uði síð­an. Til­kynn­ing ráðu­neyt­is­ins, sem var birt í gær, svar­aði henni að hluta til.

Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, hefur heimilað embætti skattrannsóknarstjóra að kaupa gögn um eignir Íslendinga í erlendum skattaskjólum. Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, hefur heim­ilað emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra að kaupa gögn um eignir Íslend­inga í erlendum skatta­skjól­u­m.

Bæði banda­rísk og þýsk stjórn­völd hafa farið þá leið að kaupa gögn um skattaund­an­skot þegna sinna frá aðilum sem hafa boðið þau til sölu. Þýsk stjórn­völd greiddu til að mynda um 20 millj­ónir evra fyrir slík gögn á árunum 2006 til 2012. Sam­kvæmt frétt Der Spi­egel um kaupin var ávinn­ingur þýska rík­is­ins vegna kaupanna marg­fald­ur, eða um tvö þús­und millj­ónir evra.

Eiga um 1.500 millj­arða króna erlendisÁ góð­ær­is­tím­anum var lenska að geyma eign­ar­hald fyr­ir­tækja, og pen­inga, á fram­andi slóð­um. Útibú eða dótt­ur­fé­lög íslensku bank­anna settu upp allskyns félög fyrir við­skipta­vini sína í Lúx­em­borg, Hollandi, á Kýp­ur, Mön og eyj­unum Jersey og Guernsey þar sem banka­leynd var, og er, rík.

Auk þess var mikið um það að stofnuð væru félög á Bresku Jóm­rú­areyj­unum fyrir við­skipta­vini þeirra, nánar til­tekið á Tortóla-eyju. Félögin skiptu hund­ruðum og lang­flest þeirra voru stofnuð í Kaup­þingi í Lúx­em­borg, sem hélt sér­stakar kynn­ingar fyrir við­skipta­vini sína til að sýna fram á hag­ræðið sem fékkst af því að geyma t.d. ávinn­ing af hluta­bréfa­sölu í aflands­fé­lög­unum og greiða sér síðan arð úr þeim. Þannig komust þeir aðilar sem áttu þessi félög meðal ann­ars hjá því að greiða skatta á Íslandi.

Í lok síð­asta árs, rúmum fimm árum eftir banka­hrun og setn­ingu gjald­eyr­is­hafta, áttu Íslend­ingar enn tæpa 1.500 millj­arða króna í erlendri fjár­muna­eign. Um er að ræða annað hvort eigið fé eða lán­veit­ingar á milli aðila í sömu eigu.

Í lok síð­asta árs, rúmum fimm árum eftir banka­hrun og setn­ingu gjald­eyr­is­hafta, áttu Íslend­ingar enn tæpa 1.500 millj­arða króna í erlendri fjár­muna­eign. Um er að ræða annað hvort eigið fé eða lán­veit­ingar á milli aðila í sömu eigu. Á meðal þess sem kemur fram í töl­unum er að Íslenskir aðilar eigi 28,5 millj­arða króna eignir á Tortóla-eyju. Eignir Íslend­inga þar hafa snar­auk­ist að raun­virði síðan fyrir hrun, en í árs­lok 2007 áttu þeir 8,4 millj­arða króna á eyj­un­um. Geng­is­fall krón­unnar skýrir aukn­ing­una að ein­hverju leyti.

Mest af erlendum auði Íslend­inga er í Evr­ópu, rúmir 1.000 millj­arðar króna. Tæp­lega 400 millj­arðar króna eru í Amer­íku­álf­unum og um 30 millj­arðar króna ann­ars­staðar í heim­in­um.

Stór hluti eign­anna, 651,2 millj­arður króna, er vistaður í eign­ar­halds­fé­lög­um. Til sam­an­burðar eru eignir þeirra sem stunda fram­leiðslu, til dæms í mat­væla- eða efna­iðn­aði, 491 millj­arður króna. Eignir sem vistaðar eru í eign­ar­halds­fé­lögum hafa vaxið mjög á und­an­förnum árum. Árið 2007 nam virði þeirra til að mynda 287 millj­örðum króna.

Byrj­aði með skatta­hag­ræðiStofnun félaga á Tortóla-eyju hófst um miðjan tíunda ára­tug­inn þegar íslensk fjár­mála­fyr­ir­tæki fóru að bjóða stórum við­skipta­vinum sínum að láta sölu­hagnað af hluta­bréfa­við­skiptum renna í slík félög. Á þeim tíma voru skatta­lög á Íslandi þannig að greiddur var tíu pró­sent skattur af slíkum sölu­hagn­aði upp að 3,2 millj­ónum króna. Allur annar hagn­aður umfram þá upp­hæð var skatt­lagður eins og hverjar aðrar tekj­ur, sem á þeim tíma þýddi 45 pró­sent skatt­ur.

Þótt banka­reikn­ing­ar, eða verð­bréf í þeirra eigu, séu skráð á félög á stöðum eins og Tortóla, þá eru fjár­mun­irnir þó ekki raun­veru­lega geymdir þar. Í til­felli Íslend­inga er oft­ast um að ræða banka­reikn­inga eða félög sem stofnuð voru af gömlu íslensku bönk­unum í Lúxemborg.

Lögum um skatt­lagn­ingu fjár­magnstekna var hins vegar breytt um ald­ar­mótin og eftir þá breyt­ingu var allur sölu­hagn­aður af hluta­bréfum skatt­lagður um tíu pró­sent. Við það varð íslenskt skattaum­hverfi afar sam­keppn­is­hæft og skatta­hag­ræðið af því að geyma eignir inni í þessum félögum hvarf. Frá þeim tíma voru ný félög því aðal­lega stofnuð til að fela raun­veru­legt eign­ar­hald eða til að dylja tekjur eða eignir sem eitt­hvað athuga­vert var við hvernig mynd­uð­ust.

Þótt banka­reikn­ing­ar, eða verð­bréf í þeirra eigu, séu skráð á félög á stöðum eins og Tortóla, þá eru fjár­mun­irnir þó ekki raun­veru­lega geymdir þar. Í til­felli Íslend­inga er oft­ast um að ræða banka­reikn­inga eða félög sem stofnuð voru af gömlu íslensku bönk­unum í Lúx­em­borg. Fjár­mun­irnir sjálfir voru og eru síðan geymdir þar þótt þeir séu skráðir til heim­ilis á fram­andi slóð­um.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None