Rannsókn á spillingu truflar ekki undirbúning Rússa fyrir næsta heimsmeistaramót

Blatter-and-Putin_Bloomberg.jpg
Auglýsing

Hvorki skyndi­leg afsögn Sepp Blatt­er, for­seta alþjóða­knatt­spyrnu­sam­bands­ins FIFA, né fregnir þess efnis að bæði sviss­nesk yfir­völd og banda­ríska alrík­is­lög­reglan FBI séu nú að rann­saka hvort heið­ar­lega hafi verið staðið að kosn­ing­unni um rétt­inn til að halda heims­meist­ara­mótið árið 2018 - virð­ast hafa hreyft mikið við gest­gjöf­unum til­von­andi, Rúss­um.

"Við gerum ráð fyrir því að herra Blatter muni sinna skyldum sínum fram að næsta þingi alþjóða knatt­spyrnu­sam­bands­ins. Við munum því halda áfram sam­starfi okkar og það sem mestu máli skipt­ir, halda áfram und­ir­bún­ingi okkar fyrir heims­meist­ara­mótið 2018,” er haft eftir tals­manni Pútíns Rúss­lands­for­seta í rúss­neskum fjöl­miðlum í kjöl­far þeirrar “spill­ing­ar­öldu” sem gengið hefur yfir alþjóða knatt­spyrnu­heim­inn síð­ustu daga.

Pútín tjáði sig reyndar sjálfur um aðgerðir Banda­ríkja­manna í nýlegu við­tali við RT sjón­varps­stöð­ina og furð­aði sig þá á hinum langa armi lag­anna í Banda­ríkj­un­um. “Þetta er enn ein til­raun þeirra til þess að þröngva eigin lög­gjöf upp á aðrar þjóð­ir. Það er aug­ljós­lega verið að þrýsta á Blatter til að taka heims­meist­ara­mótið 2018 af Rússum,” sagði Pútín ómyrkur í máli.

Auglýsing

Kynþáttahatur er alvarlegt vandamál á knattspyrnuvöllum í Rússlandi. Á myndinni sjást stuðningsmenn Spartak Moskvu með nasistafána. MYND: Str/AP Kyn­þátta­hatur er alvar­legt vanda­mál á knatt­spyrnu­völlum í Rúss­landi. Á mynd­inni sjást stuðn­ings­menn Spar­tak Moskvu með nas­ista­fána. MYND: Str/AP

Spill­ing á spill­ingu ofan



Ásak­anir um spill­ingu eru vit­an­lega engin nýlunda þegar kemur að FIFA. Kosn­ingar um rétt­inn til að halda heims­meist­ara­mót virð­ast þar sér­stak­lega vera kjör­inn vett­vangur fyrir ólög­mæta hegð­un. Banda­ríkja­mað­ur­inn Chuck Blaz­er, fyrrum stjórn­ar­með­limur hjá FIFA, við­ur­kenndi nú á dög­unum að hafa verið á meðal “nokk­urra” aðila sem þegið höfðu mútur í skiptum fyrir atkvæði sitt í aðdrag­anda kosn­inga um rétt­inn til að halda heims­meist­ara­mótið árið 1998 ann­ars vegar og árið 2010 hins veg­ar. Upp­ljóstrun Blazer var því raunar fyrst og fremst frek­ari stað­fest­ing á því sem þegar var vitað um spill­ing­una innan FIFA.

Í aðdrag­anda kosn­ing­ar­innar um rétt­inn til að halda heims­meist­ara­mótið árið 2018, sem var haldin sam­tímis kosn­ing­unni um mótið árið 2022, voru einmitt tveir af tutt­ugu og fjórum stjórn­ar­mönnum FIFA á kjör­skrá sviptir kosn­inga­rétti sínum fyrir meinta mútu­þægni. Aðrir þrír stjórn­ar­menn FIFA til við­bótar voru enn­fremur nafn­greindir og ásak­aðir um spill­ingu í þætt­inum “FIFA’s Dirty Secrets” sem breska rík­is­sjón­varpið BBC sýndi aðeins nokkrum dögum fyrir kosn­ing­arn­ar. Við nán­ari athugun kemur svo reyndar í ljós að af þeim tutt­ugu og tveimur aðilum sem tóku þátt í kosn­ing­unum - hefur alla vega helm­ingur kjós­end­anna verið sterk­lega bendl­aður við spill­ingu, á einn eða annan hátt, í stjórn­ar­tíð sinni hjá FIFA.

Hvernig sem því líður þá til­kynnti Blatter um sigur Rúss­lands þann 2. des­em­ber árið 2010, en Sviss­lend­ing­ur­inn hefur síðar ekki farið leynt með stuðn­ing sinn við Rússa og þá sér­stak­lega við Pútín. Rússar fengu sem sagt níu atkvæði í fyrstu umferð atkvæða­greiðsl­unnar á meðan sam­eig­in­legt fram­boð Spán­verja og Portú­gala fékk sjö atkvæði, en tólf atkvæði þurfti til að vinna kosn­ing­una. Eng­lend­ingar voru aftur á móti neðstir með aðeins tvö atkvæði í fyrstu umferð­inni og féllu strax úr leik, en ein­hverjir kenndu heim­ild­ar­þætti BBC þar um með því að skapa fram­boði Eng­lend­inga óvild. Rússar lönd­uðu svo sigrinum nokkuð sann­fær­andi í annarri umferð atkvæða­greiðsl­unnar með þrettán atkvæðum gegn sjö atkvæðum Spán­verja og Portú­gala.

Katar vann sam­dæg­urs bar­átt­una um rétt­inn til að halda heims­meist­ara­mótið árið 2022 en í umræð­unni síð­ustu daga hefur miklu frekar verið ræddur mögu­leik­inn um að Katar missi rétt sinn frekar en Rússar til móts­halds,  ef færðar verða sönnur á að ólög­mætar kosn­ingar hafi átt sér stað. Enda Rússar komnir langt á veg með und­ir­bún­ing sinn fyrir mótið árið 2018.

Gríðarlegar endurbyggingarframkvæmdir standa nú yfir á Luzhniki-leikvanginum en bæði opnunarleikur og úrslitaleikur heimsmeistaramótsins árið 2018 verða spilaðir þar. MYND: Stadiumdb.com Gríð­ar­legar end­ur­bygg­ing­ar­fram­kvæmdir standa nú yfir á Luzhnik­i-­leik­vang­inum en bæði opn­un­ar­leikur og úrslita­leikur heims­meist­ara­móts­ins árið 2018 verða spil­aðir þar. MYND: Stadi­umd­b.com

Pólitískar hótanir og kynþátta­fordómar



Þrátt fyrir að ólík­legt verði að telj­ast að rann­sókn sviss­neskra og banda­ríska stjórn­valda eigi eftir að koma í veg fyrir að Rússar muni halda næsta heims­meist­ar­mót - þá eru önnur eld­fim mál­efni sem gætu leitt til þess að ákveðnar þjóðir neiti alfarið að taka þátt í mót­inu.

Inn­limun Rússa á Krím­skaga og áfram­hald­andi póli­tískar þving­anir í garð Rússa í kjöl­farið gætu mögu­lega þró­ast í þá átt að ein­hverjar þjóðir ákveði að snið­ganga heims­meist­ara­mótið 2018. Í þessu sam­hengi er vert að minn­ast þess að Banda­ríkja­menn leiddu hóp þjóða sem ákvað að snið­ganga sum­ar­ólymp­íu­leik­ana í Moskvu árið 1980 til að mót­mæla inn­rás Sov­ét­ríkj­anna inn í Afganistan sem hófst árið áður. Sov­ét­menn og banda­menn þeirra svör­uðu svo með því að snið­ganga sum­ar­ólymp­íu­leik­ana í Los Ang­eles fjórum árum síð­ar.

Þá eru kyn­þátta­for­dómar á knatt­spyrnu­völlum orðnir mjög alvar­legt og djúp­stætt vanda­mál í Rúss­landi. Sam­kvæmt skýrslu Fare network -og SOVA centre-­sam­tak­anna voru til­greind yfir tvö hund­ruð atvik tengd kyn­þátta­for­dómum á knatt­spyrnu­völlum lands­ins frá maí 2012 til maí 2014. Í skýrsl­unni er enn­fremur tekið skýrt fram að þessi atvik séu ekki tæm­andi taln­ing og bæði knatt­spyrnu­sam­band Rúss­lands og rúss­nesk stjórn­völd eru ein­dregið hvött til að taka þetta vanda­mál fast­ari tök­um.

Knatt­spyrnu­sam­bandið svar­aði skýrsl­unni með því að koma á lagg­irnar vinnu­hóp sem hefur það verk­efni að gefa skýrslu um öll atvik kyn­þátta­for­dóma hjá stuðn­ings­mönnum félaga í rúss­nesku deild­inni. Knatt­spyrnu­sam­bandið refsar svo við­kom­andi félögum í kjöl­far­ið. Félagið Torpedo Moskva var til að mynda í fjór­gang dæmt til að greiða sektir og var í tvígang dæmt til að spila heima­leiki sína fyrir luktum dyrum vegna kyn­þátta­for­dóma stuðn­ings­manna þess á nýaf­stöðnu tíma­bili. Harðn­andi aðgerðir af þessu tagi eru vissu­lega til marks um við­leitni rúss­neska knatt­spyrnu­sam­bands­ins til að upp­ræta kyn­þátta­for­dóma á knatt­spyrnu­völlum en ljóst þykir að ennþá sé langt í land hvað það varð­ar.

Fangar notaðir sem ódýrt vinnu­afl?



Efna­hags­vanda­mál Rúss­lands hafa verið í sviðs­ljós­inu upp á síðkastið og því myndu eflaust margir telja að und­ir­bún­ingur heims­meist­ara­móts­ins gæti reynst þungur fjár­hags­legur baggi fyrir Rússa að bera. Rúss­nesk stjórn­völd ákváðu því nýverið að skera niður kostnað um 70 millj­ónir doll­ara í und­ir­bún­ingi fyrir mótið og heild­ar­kostn­að­ar­á­ætlun hljóðar núna upp á um það bil 12,7 millj­arða doll­ara.

Fregnum þess efnis að Rússar ætli sér að nota fanga til að halda niðri kostn­aði í miklum bygg­inga­fram­kvæmdum tengdum heims­meist­ara­mót­inu hefur reyndar verið haldið á lofti í vest­rænum fjöl­miðlum síð­ustu daga. Alex­ander Khinshtein, með­limur neðri deildar rúss­neska þings­ins, Dúmun­ar, er þar sagður vera að und­ir­búa til­lög­una í sam­starfi við fang­els­is­yf­ir­völd í Rúss­landi. Engar mark­tækar stað­fest­ingar liggja þó fyrir um mál­ið.

Meðal þeirra bygg­inga­fram­kvæmda sem ráð­ist var í er umfangs­mikil end­ur­bygg­ing á hinum fræga Luzhnik­i-­leik­vangi í Moskvu en bæði opn­un­ar­leikur og úrslita­leikur móts­ins fer þar fram. Heims­meist­ara­mótið mun fara fram á alls tólf leik­vöngum í ell­efu borgum Rúss­lands. Að öllu óbreyttu verður svo dregið í riðla fyrir und­ankeppni heims­meist­ara­móts­ins við hátíð­lega athöfn í Pét­urs­borg þann 25. júlí næst­kom­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None