Þriðji stærsti flokkurinn í Danmörku vill ekki í ríkisstjórn

h_51084455-1.jpg
Auglýsing

Krist­ian Thulesen Dahl for­maður Dansk Fol­ke­parti, Danska Þjóð­ar­flokks­ins er í dönskum fjöl­miðlum stundum kall­aður þriðji mað­ur­inn. Nafn­giftin á þó ekk­ert skylt við heims­fræga kvik­mynd Orson Welles heldur er nafnið dregið af því að Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn er þriðji stærsti stjórn­mála­flokkur lands­ins. Sam­kvæmt nýj­ustu spám fær flokk­ur­inn 33 þing­menn í þing­kosn­ing­unum 18. júní næst­kom­andi, fékk 22 full­trúa í kosn­ing­unum 2011. Gangi þessar spár eftir er flokk­ur­inn sann­kall­aður hástökkvari í dönskum stjórn­mál­um, en hann sæk­ist ekki eftir aðild að rík­is­stjórn.

Stofn­end­urnir komu úr Fram­fara­flokki Glistr­ups



Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn varð til haustið 1995. Stofn­end­urnir voru fjórir fyrr­ver­andi félagar úr Fram­fara­flokki Mog­ens Glistr­ups. Í Fram­fara­flokknum hafði allt logað í ill­deil­um, eins og reyndar oft áður, sem lauk með því að vara­for­mað­ur­inn Pia Kjærs­gaard sagði skilið við flokk­inn ásamt Krist­ian Thulesen Dahl og tveimur öðrum þing­mönnum flokks­ins. Pia Kjærs­gaard fór með for­mennsku í Fram­fara­flokknum á meðan stofn­and­inn Mog­ens Glistrup afplán­aði fang­els­is­dóm vegna skattsvika en hana greindi á við for­mann­inn um fjöl­mörg mál. Brott­hvarf fjór­menn­ing­anna mark­aði upp­hafið að enda­lokum Fram­fara­flokks­ins.

Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn (DF) bauð fyrst fram til þings árið 1998 og fékk þá 13 þing­menn af þeim 179 sem sæti eiga á Fol­ket­inget. Pia Kjærs­gaard var fyrsti for­maður flokks­ins og gegndi því starfi til hausts­ins 2012. Í kosn­ing­unum 2001 fékk flokk­ur­inn 12 pró­sent atkvæða og 22 þing­menn kjörna. Var þar með orð­inn þriðji stærsti flokkur lands­ins. Þrátt fyrir þessa vel­gengni taldi flokks­for­ystan sig þó engan veg­inn til­búna til rík­is­stjórn­ar­þátt­töku en gerð­ist hins­vegar stuðn­ings­flokkur minni­hluta­stjórnar Ven­stre (sem er hægri miðju­flokk­ur) og Íhalds­flokks­ins Konservati­ve, undir for­ystu And­ers Fogh Rasmuss­sen.

Pia Kjærsgaard stillir sér upp ásamt eiginmanni sínum í útgáfuhófi. Mynd: EPA Pia Kjærs­gaard stillir sér upp ásamt eig­in­manni sínum í útgáfu­hófi. Mynd: EPA

Auglýsing

 

Þótt DF styddi rík­is­stjórn­ina sýndi flokks­for­ystan þó klærnar þegar svo bar und­ir. Árið 2006 bar stjórn­ar­and­staðan upp van­traust­s­til­lögu á Lars Bar­foed, sem þá var ráð­herra neyt­enda­mála. Van­traustið tengd­ist kjöt­hneyksl­inu svo­kall­aða og sner­ist um dag­stimpla á kjöti og slöku mat­væla­eft­ir­liti. Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn studdi ekki van­traustið en eftir að skýrsla rík­is­end­ur­skoð­unar vegna máls­ins leit dags­ins ljós skömmu síð­ar, dró flokk­ur­inn stuðn­ing sinn við ráð­herr­ann til baka og hann neydd­ist til að segja af sér.

Stjórn Ven­stre og Íhalds­flokks­ins, hélt velli í kosn­ing­unum 2005 og 2007 og sat til árs­ins 2011, allan tím­ann með stuðn­ingi Danska Þjóð­ar­flokks­ins, sem fékk 25 þing­menn í kosn­ing­unum 2007 en missti þrjá í sept­em­ber­kosn­ing­unum 2011. Stjórn Ven­stre og Íhalds­flokks­ins féll í þeim kosn­ingum og við tók stjórn undir for­ystu Helle Thorn­ing-Schmidt for­manns Sós­í­alde­mókrata.

Nýr for­maður árið 2012



Pia Kjærs­gaard sagði af sér for­mennsku í Danska Þjóð­ar­flokknum árið 2012 og Krist­ian Thulesen Dahl tók við. Hann er 45 ára og með háskóla­próf í við­skipta­fræði og lög­um, varð þing­maður Fram­fara­flokks­ins árið 1994 en stofn­aði ári síðar Danska Þjóð­ar­flokk­inn ásamt Piu Kjærs­gaard og fleir­um.

Krist­ian Thulesen Dahl nýtur mik­ils álits og þykir koma vel fyrir í fjöl­miðl­um. Fylgi flokks­ins tók stökk upp á við eftir að hann sett­ist í for­manns­stól­inn og er spáð 33 þing­mönnum í kom­andi kosn­ing­um. Mesta fylgi frá upp­hafi.

Hvers konar flokkur er Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn?



Þótt Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn hafi verið stuðn­ings­flokkur rík­is­stjórnar Ven­stre og Íhalds­flokks­ins frá 2001 til 2011 er hvorki hægt að draga hann í vinstri eða hægri dilk í dönskum stjórn­mál­um. Flokk­ur­inn er fylgj­andi ströngum reglum um inn­flytj­end­ur, lætur sig mál­efni og vel­ferð aldr­aðra og þeirra sem standa höllum fæti miklu varða, vill herta refsi­lög­gjöf og er gagn­rýn­inn á Evr­ópu­sam­bands­sam­starfið sem flokk­ur­inn styður þó.

Sumt í stefnu flokks­ins fellur vel að stefnu Sós­í­alde­mókrata enda segir Krist­ian Thulesen Dahl að flokkur sinn sé á sumum sviðum lengra til vinstri en Sós­í­alde­mókrat­ar. Ýmis stefnu­mál flokks­ins eru hins­vegar lík­ari þeim sem Ven­stre hafa á sinni stefnu­skrá. Krist­ian Thulesen Dahl hefur að und­an­förnu lagt áherslu á að flokkur sinn sé hreint ekki neinn hægri­flokkur og hefur lýst vilja til að starfa með Sós­í­alde­mókröt­umí fram­tíð­inni, án þess þó að útskýra það frek­ar.

Helle Thorning Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrata, háir nú harða kosningabaráttu til að halda völdum í landinu. Mynd: EPA Helle Thorn­ing Schmidt, for­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur og for­maður Sós­í­alde­mókrata, háir nú harða kosn­inga­bar­áttu til að halda völdum í land­inu. Mynd: EPA

Við erum ekki til­búin í rík­is­stjórn segir for­mað­ur­inn



Á þessu ári verða liðin 20 ár frá stofnun Danska Þjóð­ar­flokks­ins. Þótt kannski sé það ekki eins­dæmi er sjald­gæft að jafn stór flokkur sem hefur auk þess haft úrslita­á­hrif á stjórn­ar­myndun oftar en einu sinni, sæk­ist ekki eftir rík­is­stjórn­ar­setu. Hvað veldur er spurt.

Svar flokks­for­yst­unnar hefur alla tíð verið að flokk­ur­inn sé ein­fald­lega ekki til­bú­inn og hafi auk þess meiri áhrif með sterkri stöðu utan stjórnar en inn­an. En getur svona stór flokkur enda­laust skotið sér undan þeirri ábyrgð sem fylgir setu í rík­is­stjórn og er ekki hætt við að kjós­endur snúi á end­anum baki við flokki sem ekki hefur metnað til að stýra lands­mál­un­um, nema þá úr aft­ur­sæt­inu? Krist­ian Thulesen Dahl segir að kjós­endur flokks­ins viti vel að hann reyni ekki að skjóta sér undan ábyrgð og hafi aldrei gert.

Hvenær verður Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn til­bú­inn?



Þessa spurn­ingu lagði blaða­maður Week­enda­visen fyrir for­mann­inn Krist­ian Thulesen Dahl fyrir nokkrum dög­um. Svar for­manns­ins var á þá leið að sá dagur nálg­að­ist. Svo bætti hann við að fyrir nokkrum árum hefði hann sagt að á því yrði all löng bið. En eng­inn fengi stöðvað tím­ans rás og ef flokk­ur­inn yrði jafn stór eftir kosn­ing­arnar og kann­anir sýna nú yrði flokks­for­ystan vita­skuld að hugsa sinn gang.

For­mað­ur­inn hefur þó ætíð verið mjög gæt­inn í orðum þegar talið hefur borist að hugs­an­legri stjórn­ar­þátt­töku og litlu svar­að. Það er hins­vegar talið til marks um að afstaða flokks­for­yst­unnar sé að breyt­ast að Pia Kjærs­gaard fyrr­ver­andi for­mað­ur, sem enn er þar í innsta hring, hefur í tvígang und­an­farna daga sagt í blaða­við­töl­um, að „það væri nú gaman að verða menn­ing­ar­mála­ráð­herra.“ Þetta hafa margir frétta­menn túlkað sem stefnu­breyt­ingu og að kannski sé þess skammt að bíða að Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn eign­ist sína fyrstu ráð­herra. Hvort þetta gengur eftir verður ekki svarað fyrr en að loknum kosn­ingum sem nú nálg­ast óðfluga

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None