Reynir við unga fólkið með því að lofa að lækka skólagjöldin

h_51817652-1.jpg
Auglýsing

Í ræðu sem Ed Mili­band, for­maður Verka­manna­flokks­ins, hélt í lok vik­unnar lof­aði hann að lækka skóla­gjöld í háskólum á Englandi. Þar eru hæstu skóla­gjöld sem þekkj­ast innan Evr­ópu­sam­bands­ins og þau fimmtu hæstu innan landa OECD. Þar að auki er kostn­að­ar­þátt­taka náms­manna á Englandi há miðað við önnur lönd í Norður og Vest­ur­-­Evr­ópu, þó margir nýti sér náms­lána­kerfið sem býður nokkuð hag­stæð kjör miðað við almennan mark­að.

Hvert svæði innan Bret­lands, það er England, Skotland, Wales og Norð­ur­-Ír­land, hefur svig­rúm til að stjórna upp­hæð skóla­gjalda og styrkja sem fylgja nem­end­um. Þannig eru skóla­gjöld á Englandi almennt hærri en á öðrum svæðum innan Bret­lands.

Frá árinu 2009 hafa þó verið gerðar miklar breyt­ingar á háskóla­kerf­inu í Englandi og dæmi eru um að skóla­gjöld hafi tvö- og þre­fald­ast í sumum háskólum í kjöl­far breyt­ing­anna. Þær hafa verið afar umdeildar og eru nú aftur í umræð­unni í tengslum við þing­kosn­ingar sem fara fram í maí. Aðgengi að náms­lána­kerf­inu í Bret­landi er þó, að mati sér­fræð­inga OECD, ein af ástæðum þess að ólík­legt megi telj­ast að mikið dragi úr tæki­færum til náms líkt og gerst hefur í Banda­ríkj­unum sam­hliða hækkun skóla­gjalda.

Auglýsing

Lofar að lækka skóla­gjöld



Mili­band telur kerfi núver­andi skóla­gjalda­kerfi rík­is­stjórnar vera í óreiðu og lofar að breyta því. Hann lof­aði í ræðu sinni á föstu­dag að flokk­ur­inn myndi lækka skuldir náms­manna og skatt­greið­enda, „Frá sept­em­ber á næsta ári ætlar næsta stjórn Verka­manna­flokks­ins lækka skóla­gjöld úr 9.000 pundum (1,8 millj­ónir króna) í 6.000 pund (1,2 millj­ónir króna) og mæta þannig skuld­bind­ingum okkar við kom­andi kyn­slóð­ir.“ Hann lof­aði því að ef flokk­ur­inn kæm­ist inn í rík­is­stjórn myndu breyt­ing­arnar ná strax til þeirra sem munu hefja nám næsta haust og einnig til þeirra sem nú þegar eru við nám.

Þetta er breyt­ing sem myndi að með­al­tali skila sér í 9.000 punda (1,8 milljón króna) lækkun á ein­stak­ling, miðað við náms­mann í hefð­bundnu þriggja ára grunn­námi. Þá breyt­ingu ætlar flokk­ur­inn að fjár­magna með því að leggja af skatta­af­slátt á líf­eyr­is­sparnað og almennan sparn­að. Rétt er að geta þess að þessar breyt­ingar á upp­hæð skóla­gjalda myndu ein­ungis ná til breskra náms­manna og þeirra sem koma frá löndum ESB en ekki frá löndum þar fyrir utan, líkt og margir náms­menn frá Íslandi, Nor­egi, Sviss og Liechten­stein falla und­ir.

Náms­lána­kerfið veitir fólki svig­rúm



Rætt var við Vince Cable, við­skipta­ráð­herra og þing­mann Frjáls­lyndra demókrata, á föstu­dag og er hann ósam­mála þessum hug­myndum Mili­band. Hann telur núver­andi kerfi virka vel og að sönnun þess sé að vax­andi fjöldi ungs fólks sæki nú í háskóla­nám og að sama skapi hafi fjöldi nema sem kemur frá efna­minni heim­ilum farið vax­andi síð­ustu ár. Þeir sem nýta sér náms­lána­kerfið hafi gott svig­rúm til end­ur­greiðslu, en eftir útskrift greiðir fólk í sam­ræmi við tekj­ur. Þeir sem eru með tekjur undir 21.000 pundum þurfa ekki að byrja að greiða til baka lán sín, en þeir sem eru með hærri tekjur greiða í hlut­falls­legu sam­ræmi við það.

Cable telur einnig að háskólar í land­inu séu vel fjár­magn­aðir og að kerfið standi undir sér, „Það hefur verið lofað af OECD sem hugs­an­lega það besta í Vest­ur­-­Evr­ópu. Verka­manna­flokk­ur­inn vill eyði­leggja það með popúl­ískum hug­myndum sem þeir telja að höfði til náms­manna, sem ég tel þó að gangi ekki því náms­menn skilja vel að núver­andi kerfi virk­ar.“ Hann telur almennt að for­svars­menn flokks­ins skorti þekk­ingu á fjár­mála­læsi, bæði í tenglum við útgjöld til mennta­mála sem og önnur útgjöld rík­is­ins.

Vince Cable, viðskiptaráðherra Bretlands, gefur lítið fyrir hugmyndir breska verkamannaflokksins og segir núverandi námslánakerfi vera ásættanlegt. Vince Cable, við­skipta­ráð­herra Bret­lands, gefur lítið fyrir hug­myndir breska verka­manna­flokks­ins og segir núver­andi háskóla­kerf­i standa undir sér­.

Núver­andi skóla­gjalda­kerfi að springa



Þessu eru þó ekki allir sam­mála og sagði Chris Leslie, þing­maður Verka­manna­flokks­ins og skugga­ráð­herra, að núver­andi skóla­gjalda­kerfi væri að springa innan frá. Greg Clark, ráð­herra háskóla­mála og þing­maður Íhalds­flokks­ins, telur þó að skatt­greið­endur muni standa uppi með reikn­ing­inn ef hug­myndir Verka­manna­flokks­ins yrðu að veru­leika. Sú breyt­ing sem flokk­ur­inn leggur til muni valda skatta­hækk­unum ásamt auk­inni skulda­söfn­una og muni koma hvað verst niður á „þeim sem hafa unnið hart, lagt til hliðar og gert það sem er rétt að gera“ líkt og Clark sagði í við­tali í vik­unni.

Höfðar til ungra kjós­enda



Skóla­gjalda­málið virð­ist að ein­hverju leiti drifið áfram af þeim sem vilja ná til yngri kjós­enda, en hækkun skóla­gjalda hefur síð­ustu ár verið reglu­lega mót­mælt af náms­mönnum í land­inu. Kosn­inga­þátt­taka ungs fólks (18-24 ára) í Bret­landi, er líkt og í flestum öðrum Evr­ópu­lönd­um, afar dræm og hefur verið það síð­ustu ára­tugi sam­an­borið við aðra ald­urs­hópa. Eurobarometer könnun Fram­kvæmda­stjórnar ESB gefur til kynna að ungt fólk í Bret­landi taki lít­inn þátt í stjórn­málum miðað við jafn­aldra í öðrum löndum Evr­ópu.

Gæti fjölgað ungum kjós­endum



Ný­legar skoð­ana­kann­anir sýna það skýrt að meiri líkur er á að ungt fólk gefi Verka­manna­flokknum eða Græn­ingjum atkvæði sitt og er talið að skóla­gjalda­málið muni ýta enn frekar undir þá þró­un. Lík­legt er að stuðn­ingur Frjáls­lyndra demókrata við núver­andi skóla­gjalda­kerfi muni fæla unga kjós­endur frá flokkn­um, en það er þó talið hafa minni áhrif á unga kjós­endur Íhalds­flokks­ins. Hug­myndir Mili­band og Verka­manna­flokks­ins gætu drifið stærra hlut­fall ungra kjós­enda á kjör­stað, en ljóst má vera að atkvæði ungs fólks gætu haft nokkur áhrif á úrslit kosn­ing­anna í maí.

Þar gæti líka spilað inn í hvort stjórn­mála­menn nái að kynna fleiri mál sem höfða til þessa hóps kjós­enda á næstu vik­um. Spurn­ingin er þó hvort það dugi til að hvetja ungt fólk til að skrá sig til kosn­inga og mæta á kjör­stað, og breyta þannig dræmri kosn­inga­þát­töku hóps­ins síð­ustu ára­tugi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None