Ríkasti hluti ríkasta prósentsins á langmest af öllum auði heimsins

original_big.jpg
Auglýsing

Ójöfn­uð­ur, sér­stak­lega vegna mis­skipt­ingar auðs, er á ný orðin mið­punktur stjórn­mála víða í heim­in­um. Bar­áttan gegn honum er kjarn­inn í stefn­u Jer­emy Cor­byn, nýkjör­ins for­manns breska verka­manna­flokks­ins, og mál­flutn­ingur Bernie Sand­ers, sem sæk­ist eftir því að verða for­seta­efni Demókra­ta­flokks­ins í Banda­ríkj­un­um, hefur hverfst um það að stans­laust hafi verið grafið undan milli­stétt lands­ins síð­ast­lið­inn 40 ár með auk­inni mis­skipt­ingu.

Bók franska hag­fræð­ings­ins Thomas Piketty, Capi­tal in the Twenty-First Cent­ury, sem náði efsta sæti á met­sölu­listum bæði vestan og austan hafs þegar hún kom út á ensku árið 2014, fjall­aði m.a. um þá stað­reynd aukin hag­vöxtur auki ójöfn­uð. Á mánu­dag fékk svo skoski hag­fræð­ing­ur­inn Angus Deaton Nóbels­verð­launin í hag­fræði. Eitt hans helsta verk, The Great Escape sem kom út árið 2013, fjallar um hvernig ójöfn­uður í heim­inum hefur þró­ast á síð­ustu 250 árum.

Ójöfn­uður er því á sann­ar­lega á dag­skrá. Hann er enda stað­reynd. Hinir ríku er sífellt að verða rík­ari og á hverju ári safn­ast mun meiri auður upp hjá þeim en hjá rest mann­kyns. Þetta var stað­fest í nýrri úttekt Credit Suisse, sem var gerð opin­ber í vik­unni, og ­sýndi að rúm­lega helm­ingur af öllum auði í heim­inum væri í eigu rík­asta eins pró­sents jarð­ar­búa. Það þýðir að hin 99 pró­sentin skipta á milli sín 49,6 pró­sent af auði heims­ins. Það þýðir að tæp­lega 50 millj­ónir manna (út­tektin nær ein­ungis til full­orð­inna) á meiri auð en rúm­lega 4,7 millj­arðar manna.  Þessar tölur segja hins vegar ekki alla sög­una.

Auglýsing

Rík­asti hluti rík­asta pró­sents­ins



World Economic Forum sam­tökin hafa rýnt nánar í úttekt Credit Suisse. Á meðal þess sem þar kemur fram er að það þurfi að eiga um 760 þús­und dali, um 95 millj­ónir króna, til að til­heyra rík­asta pró­senti mann­kyns. Þegar ein­ungis þeir sem eiga yfir milljón dali, um 124,5 millj­ónir króna, eru skoð­aðir kemur í ljós að þeir eru 0,7 pró­sent mann­kyns og þeir eiga sam­tals rúm­lega 45 pró­sent allra eigna. Í þessu hópi eru um 34 millj­ónir ein­stak­linga.

Innan efsta pró­sents­ins eru hins vegar einnig um 123 þús­und full­orðnir ein­stak­lingar sem eru stór­kost­lega rík­ir, en þeir eiga yfir 50 millj­ónir dala, um 6,2 millj­arðar króna. Þar af eiga 44.900 ein­stak­lingar meira en 100 millj­ónir dala hver, eða 12,4 millj­arða króna. Og 4.500 manns eiga yfir 500 millj­ónir dala, 62,3 millj­arða króna, hver.

Úttekt Credit Suisse á skiptingu auðs í heiminum hefur vakið mikla athygli. Úttekt Credit Suisse á skipt­ingu auðs í heim­inum hefur vakið mikla athygl­i.

Í úttekt­inni kemur einnig fram að 71 pró­sent jarð­ar­búa eigi sam­tals um þrjú pró­sent af auði heims­ins og að helm­ingur manna eigi eignir sem eru undir þrjú þús­und döl­um, 373.500 krón­um. Rúmur fimmt­ung­ur, 21 pró­sent manna, á eignir á bil­inu tíu til hund­rað þús­und dali, 1.245 þús­und krónur til 12.5 millj­ónir króna. Hins vegar eigi 8,1 pró­sent jarð­ar­búa sam­tals 84,6 pró­sent alls auðs sem til er í heim­in­um.

80 rík­ustu eiga meira en helm­ingur mann­kyns



Fyrir þá sem fylgj­ast með skipt­ingu auðs í heim­inum þá kemur ekki á óvart að þró­unin hafi verið í þessa átt. Aukin auð­myndun hjá hinum allra rík­ustu hefur reyndar verið aðeins hrað­ari en búist var við.

Í jan­úar birtu mann­úð­ar­sam­tökin Oxfam nið­ur­stöðu rann­sóknar sinnar sem sýndi að 80 rík­ustu ein­stak­ling­arnir í heim­inum ættu meira en fátæk­ari helm­ingur mann­kyns. Auður þessa litla hóps jókst um 50 pró­sent á fjórum árum, eða um 600 millj­arða dala. Það gera 74.700 millj­arðar króna. Þessir 80 ein­stak­lingar auðg­uð­ust því um tæp­lega 38 árlegar lands­fram­leiðslur Íslands á fjórum árum. Með­al­auðs­aukn­ing hvers og eins í hópnum á umræddu ára­bili var 934 millj­arðar króna. Á sama tíma minnk­uðu eignir þess helm­ings mann­kyns sem var fátæk­astur um 750 millj­arði dala, 93.375 millj­arða króna. Þorri þess sem hinir fátæk­ustu töp­uðu rataði því til rík­asta eins pró­sents­ins.

Þar kom einnig fram að árið 2009 hafi rík­asta eitt pró­sent íbúa í heim­inum átt 44 pró­sent alls auðs og að það hlut­fall hafi verið komið upp í 48 pró­sent árið 2014. Oxfam spáði því að fyrir lok árs 2016 myndi rík­asta eitt pró­sent heims­ins eiga meira en helm­ing alls auðs. Sú spá reynd­ist van­á­ætluð sam­kvæmt nið­ur­stöðu Credit Suisse úttekt­ar­inn­ar. Efsta pró­sentið á nú þegar meira en helm­ing­inn af öllum auði.

Spá Oxfam gerir ráð fyrir því að þetta gat ójöfn­uðar sé ekki að fara að minnka. Þvert á móti búast sam­tökin við því að rík­asta pró­sent heims­ins muni eiga um 54 pró­sent af auði hans innan fimm ára.

Mis­skipt­ing auðs eykst hratt á Íslandi



Það er ekki bara út í hinum stóra heimi sem auður hinna ríku er að vaxa hratt. Kjarn­inn hefur rýnt í þau gögn sem birt eru opin­ber­lega hér­lendis og sýna hvernig sú þróun er á Íslandi. Í lok sept­em­ber greindi Kjarn­inn frá því að sá fimmt­ung­ur Ís­lend­inga sem hafði hæstar tekjur á árinu 2014, alls tæp­lega 40 þús­und manns, jók hreina eign sína um 142,2 millj­arða króna á því ári. Tæpur helm­ingur aukn­ingar á auði íslenskra heim­ila á síð­asta ári féll í skaut þessa hóps.



Tekju­hæsta tíund lands­manna, 19.711 manns, sá auð sinn vaxa um 88,2 millj­arða króna á árinu 2014. Á sama tíma óx hrein eign þess helm­ings þjóð­ar­innar sem er með lægstu tekj­urn­ar, alls um eitt hund­rað þús­und manns, um 72 millj­arða króna, eða 16,2 millj­arða króna minna en rík­asti hluti þjóð­ar­inn­ar. Þetta mátti lesa út úr tölum Hag­stofu Íslands um eignir og skuldir ein­stak­linga í árs­lok 2014 sem birtar voru 29. sept­em­ber síð­ast­lið­inn.

Auk þess á rík­asta tíund þjóð­ar­innar yfir helm­ing allra verð­bréfa, en virði þeirra í þess­ari sam­an­tekt er á nafn­virði. Mark­aðsvirði þeirra verð­bréfa, sem eru til dæmis hluta­bréf í fyr­ir­tækjum lands­ins, er mun hærra en upp­gefið nafn­virði. Og hluta­bréf hafa hækkað gríð­ar­lega mikið í verði það sem af er þessu ári, eða 34 pró­sent. Því er eigið fé þessa hóps, alls 19.711 ein­stak­linga, því lík­lega mun meira en tölur Hag­stofu Íslands gefa til kynna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None