Mynd: Úr einkasafni

„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“

Það heyrir til undantekninga nú til dags ef út kemur sjónvarpsþáttaröð án þess að henni fylgi hlaðvarp. Þetta á jafnt við erlendis sem hérlendis. Kjarninn settist niður með ritstjóra hlaðvarpa RÚV sem segir svokölluð fylgivörp rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár.

Ófærð, Game of Thro­nes, Ver­búð­in, The Bachelor, Stranger Things eða Vitj­an­ir. Óháð titli eða upp­runa­landi sjón­varps­þátt­ar­ins má fast­lega gera ráð fyrir einu: Það er til hlað­varp um þátta­röð­ina, svo­kallað fylgi­varp (e. Companion podcast), eins og Anna Marsi­bil Clausen, rit­stjóri hlað­varpa á RÚV, hefur þýtt listi­lega.

En hvað er fylgi­varp og af hverju nýtur það vin­sælda?

„Ég held að þetta sé rök­rétt fram­hald af kaffi­stofu­um­ræð­unni á tímum ólínu­legrar dag­skrár,“ segir Anna Marsi­bil í sam­tali við Kjarn­ann.

Það virð­ist ekki skipta máli hvort um klass­íska sjón­varps­þátta­röð, líkt og Sein­feld eða The Sopranos, er að ræða eða þátt­araðir sem eru enn í fram­leiðslu, líkt og The Crown og Stranger Things, þeim fylgir fylgi­varp. Þró­unin hefur einnig náð til Íslands þar sem RÚV hefur farið mik­inn í fylgi­varpa­gerð um þætti sem það kemur að fram­leiðslu. Fylgi­vörp um eldri íslenska klass­íska þætti, á borð við Fóst­bræður eða Vakta­ser­í­urn­ar, hafa þó ekki verið gerð­ir, svo Kjarn­inn viti til.

Anna Marsi­bil segir fylgi­vörpin eðli­lega þróun á afþr­ey­ingu á tímum ólínu­legrar dags­r­kár. „Hlað­vörp bæta svo miklu við fyrir fólk sem er að njóta þess að horfa á sjón­varpið og vill síðan tala um þætt­ina sem það fílar í botn við vini sína en það eru kannski ekk­ert allir að horfa á sama þátt­inn á sama tíma. Við sjáum það til dæmis með hlað­vörpum eins og því sem fjallar um Gilmore Girls frá upp­hafi, ekki bara nýju ser­í­una. Það var risa fylgi­varp.“

Ein leið til að fjölga eða halda í áskrif­endur streym­isveita

Banda­rískur fylgi­varpa­mark­aður virð­ist ná jafnt til nýrra sem eldri þáttar­aða og nefnir Anna Marsi­bil The Sopranos og The Wire sem dæmi. „Þetta eru þátt­araðir sem eru löngu hættar í sýn­ingu, löngu bún­ar, en fólk er ennþá að horfa og getur þá ennþá notið þess að hlusta á hlað­varp með­fram því og þannig fengið útrás fyrir kaffi­stofu­spjall­ið. Því að þó að maður sé ekki að tala við fólkið í hlað­varp­inu líður manni stundum eins og fólkið í hlað­varp­inu séu vinir manns að tala við mann.“

Sjón­varps­fram­leið­endur á borð við HBO hafa ráð­ist í fram­leiðslu af þessu tagi og það fer ekk­ert á milli mála hvert end­an­legt mark­mið er: Að fá hlust­endur til að kaupa, eða að við­halda, áskrift að streym­isveitu HBO. Og það virð­ist virka.

Fylgivarp, hlaðvarp um sjónvarpsþætti, er að ná mikilli útbreiðslu, allt frá Seinfeld til Walking Dead.
Skjáskot: Discover pods

Fylgi­vörpin hafa náð mik­illi útbreiðslu, óháð því hvort þau koma frá sjón­varps­fram­leið­end­unum sjálfum eða áhuga­fólki. Þar spilar inn í hversu ein­falt það er í raun og veru að gera hlað­varp.

„Hlað­vörp eru orðin eins og inter­net­ið. Ef þér getur dottið það í hug þá getur þú googlað það og það er til. Hlað­vörp eru eig­in­lega orðin þannig líka. Ef þú átt áhuga­mál, sama hversu jað­ar­kennt áhuga­málið er, þá er til hlað­varp um það. Þannig sjón­varps­þættir eru mjög eðli­legir hlutir til að fjalla um í hlað­varpi, af því að mörg hlað­vörp eru í þessu formatti, það er vinir að spjalla. En hvað eiga þessir vinir að vera að spjall um? Það er mis­mun­andi eftir hlað­vörp­um.“

Fylgi­vörpin eiga að dýpka upp­lifun­ina

Anna Marsi­bil er fyrsti rit­stjóri hlað­varpa hjá RÚV, en fleiri fjöl­miðlar og streym­isveitur hafa tekið upp þennan starfs­tit­il, til að mynda Spotify og The Atl­ant­ic. Stefna RÚV í fylgi­varpa­gerð felst í leiðum til að bæta upp­lifun almenn­ings af sjón­varps­þátt­unum sem RÚV fram­leið­ir.

„Hlað­varps­þætt­irnir hjá RÚV eru hugs­aðir sem við­bót sem dýpka upp­lifun­ina, þeir koma kannski ekki í stað­inn fyrir en bæta við þessa kaffi­stofu­upp­lifun,“ segir Anna Marsi­bil.

Fylgi­vörpin eru frekar ný fyr­ir­bæri en Anna Marsi­bil segir til­valið að bera þau saman við fót­bolta­hlað­vörp, sem eru meðal vin­sæl­ustu hlað­varpa hér á landi, til að átta sig betur á umfang­inu.

„Nú hlusta ég ekki á fót­bolta­hlað­vörp þar sem ég hef tak­mark­aðan áhuga á fót­bolta. Ég hef kynnt mér þau eitt­hvað en hlusta ekki á það að stað­aldri. En góður maður sem horfir mikið á fót­bolta og hlustar á fót­bolta­hlað­vörp útskýrði þetta fyrir mér. Þegar maður hefur áhuga á fót­bolta getur maður horft á fót­bolta­leik sem er 90 mín­útur og svo hlustað á fjóra sex­tíu mín­útna þætti um þennan sama leik, af því að maður hefur bara það mik­inn áhuga á því. Svo getur maður kannski líka talað um það í vinn­unni. Fót­bolti er ástríðu­efni fyrir marga, en hvort til­teknir sjón­varps­þættir séu ástríðu­efni fyrir jafn marga og fót­bolti er hér á land­i?“ segir Anna Marsi­bil spyrj­andi og bætir svo við: „En maður fær hluti á heil­ann, maður fær sjón­varps­þætti á heil­ann, alveg eins og ákveð­inn hópur sam­fé­lags­ins er með fót­bolta á heil­an­um.“

RÚV hefur verið með ýmis­legt á heil­an­um, sem er einmitt sam­nefn­ari fylgi­varpa stofn­un­ar­inn­ar. Fyrst var það Ófærð og síðan Ver­búð­in, sem naut mjög mik­illa vin­sælda. Með Söngvakeppn­ina á heil­anum fjall­aði um Söngvakeppni sjón­varps­ins þar sem fram­lag Íslands í Eurovision þetta árið var valið og um pásk­ana hófu Með Vitj­anir á heil­anum göngu sína.

„Ólík dag­skrár­efni kalla á ólíka nálg­un. Það er áhuga­vert hvernig þær voru unnar ólíkt. Þetta er fólk að tala um upp­á­halds þætt­ina sína en það er ekki endi­lega konseptið sem við vorum að vinna með,“ segir Anna Marsi­bil.

Það hafi vissu­lega verið gert í Ófærð, þar sem auð­velt var að velta því fyrir sér eftir hvern þátt hver væri morð­ing­inn. En með næstu þátta­röð á eft­ir, Ver­búð­ina, varð nálg­unin önn­ur. „Við vildum dýpka umfjöll­un­ina, skipta henni í tvennt og ann­ars vegar taka fyrir sögu­lega þátt­inn og reyna að dýpka skiln­ing­inn á ein­hverju sögu­legu sem var að ger­ast í þætt­in­um, en hins vegar tala við fólkið á bak­við tjöldin í þætt­in­um.“

Með Verbúðina á heilanum er gott dæmi um fylgivarp. Mynd: RÚV

Hlust­unin á fylgi­vörp­unum hefur verið góð og hefur fylgj­endum RÚV á hlað­varð­sveitum farið fjölg­andi.

„Ver­búð­in, sér­stak­lega, gekk ofboðs­lega vel, sem er kannski ekki að undra, þetta var vin­sælasta sjón­varps­efnið á Íslandi, það er eðli­legt að hlað­varpið hald­ist í hendur við það. Á sama tíma hefur Ófærð oft verið tals­vert vin­sælli en hlað­varpið gekk mjög vel og það voru sumir sem höfðu orð á því að þætt­irnir væru skemmti­legri þegar maður hlust­aði líka á hlað­varp­ið, það gerði mjög mikið fyrir þætt­ina,“ segir Anna Marsi­bil.

RÚV var þó ekki að finna upp hjólið í fylgi­varpa­gerð, síður en svo.

Fleiri fram­leið­endur hafa gert hlað­vörp um sjón­varps­þætti, sem dæmi má nefna hlað­varps­þætti um Svörtu sanda sem birtir voru á Vísi.

„Það var áhuga­vert að vera með tvær stórar íslenskar ser­íur í gangi á sama tíma og báðar hlað­varpss­er­í­urn­ar, þar sem farnar voru ólíka leið­ir, virk­aði bæði. Það voru nógu margir að horfa á báðar ser­íur og nógu margir sem höfðu áhuga á að hlusta til þess að þessi hlað­vörp voru á topp tíu list­anum hjá Spotify þessar vikur sem þætt­irnir voru í sýn­ing­u,“ segir Anna Marsi­bil.

Raun­veru­leika­sjón­varp er líka vin­sælt við­fangs­efni fylgi­varpa og hér á landi má finna fleira en eitt fylgi­varp um The Bachelor og The Bachelor­ette. Sím­inn stökk á þann vagn og fram­leiðir nú sína eigin umræðu­þætti með­fram hverri þátta­röð af pip­ar­svein­inum eða pip­ar­meyj­unni.

Íslandsferð piparsveinsins Claytons voru gerð góð skil í fylgivörpum, hérlendis sem erlendis, eðlilega.
Skjáskot: Reddit

„Ég vil ekki kynja þetta of mikið en við getum alveg verið raun­hæf með það að það eru fleiri karl­menn sem hlusta á fót­bolta­hlað­vörp og fleiri konur sem hlusta á Bachelor-hlað­vörp. Ég held að fyrir þennan áhorf­enda­hóp Bachelor-þátt­anna þá eru mjög margar þeirra til í að hlusta á tvö, þrjú hlað­vörp. Ekki allar kannski,“ segir Anna Marsi­bil.

Hlað­vörp að vissu leyti eins og bloggin

Spreng­ing á hlað­varps­mark­aði hefur einnig með það að gera hversu auð­velt það er í raun og veru að ráð­ast í hlað­varpa­gerð. „Auð­vitað eru hlað­vörp að ein­hverju leyti líka eins og blogg­in. Það getur hver sem er verið með hlað­varp um hvað sem er. Og það er rosa gaman að vera með hlað­varp alveg eins og það var gaman að blogga um öll sín hugð­ar­efni en þegar uppi er staðið nennir maður þessu ekki nema að ein­hver sé að hlusta, nema ein­hver sé að lesa blogg­ið. Það er byrjað að ger­ast, held ég, að smám saman er fólk að droppa út úr hlað­varps­gerð þegar það upp­götvar að þetta er kannski meiri vinna en það hélt, að það er kannski erf­ið­ara að koma sér á fram­færi og það eru kannski færri að hlusta en þú hél­st,“ segir Anna Marsi­bil.

Fylgi­vörp­in, að hennar mati, eru þó lík­lega komin til að vera. „Ég veit að við á RÚV myndum fagna því ef ein­hver annar væri að gera hlað­varp um efnið okk­ar. Og á sama tíma þá hlað­varp sem er fram­leitt af óháðum aðila og getur verið tals­vert frjáls­legra, á fleiri en einn hátt, sem getur verið rosa skemmti­leg­t.“

Frá kaffi­stofu­spjalli, til fylgi­varps og umræðu­hópa

Þró­unin heldur einnig áfram, til að mynda á sam­fé­lags­miðlum þar sem spretta upp hópar um fylgi­vörp­in. „Mikið af þessum hlað­vörpum búa til Face­book-hópa og svo kannski er verið að ræða á kaffi­stof­unni það sem var sagt í Face­book-hópnum um það sem gerð­ist í hlað­varp­inu um það sem gerð­ist í sjón­varps­þætt­in­um. Hlað­vörp eru annað lag í umræð­una. Og það er bara gam­an.“

En munu fylgi­vörp fylgja öllum nýjum sjón­vars­þátta­röðum hér eft­ir?

„Nei, ég held ekki. Svona ser­íur eins og við viljum vinna þær eru vinna, og eru auð­vitað vinna í öllum til­vik­um. En til þess að við getum haldið uppi gæða­stuðli sem við viljum halda uppi þá þurfum við aðeins að velja og hafna. Núna erum við í fasa þar sem við reynum að vera með fylgi­varp með sem flestum stóru sjón­varps­við­burð­unum okk­ar. En svo erum við líka að læra eftir því sem fram vindur og það á eftir að koma í ljós.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiViðtal