Rússar blása til frekari sóknar á norðurslóðum

Ómar Þorgeirsson
The-Arctic_Vladimir-Smirnov-1.jpg
Auglýsing

Aðgerðir Rússa í Úkra­ínu hafa verið í brennid­epli síð­ustu miss­eri og valdið mik­illi ólgu í alþjóða­sam­fé­lag­inu. Nú hyggja Rússar hins vegar á frek­ari land­vinn­inga, á norð­ur­slóð­um.

Sergey Donskoy, ráð­herra umhverf­is- og auð­linda­mála Rúss­lands, greindi frá fyr­ir­hug­uðum áætl­unum Rússa á norð­ur­slóðum á blaða­manna­fundi á síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. „Við munum leggja fram nýja kröfu okkar um land­svæði til land­grunns­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna á þessu ári,” er haft eftir Donskoy í við­tali við TASS frétta­stof­una.

Um er að ræða 1,2 milljón ferkílómetra svæði



Fyrir liggur að gríð­ar­legar nátt­úru­legar auð­lindir eru í húfi á umræddu svæði en Donskoy stað­festi að hinn svo­kall­aði Gakk­el-hrygg­ur, neð­an­sjáv­ar­hryggur í Norð­ur­-Ís­haf­inu á milli Græn­lands og Síber­íu, væri að hluta til innan þess svæðis sem Rússar munu fal­ast eft­ir. „Við teljum að krafa okkar sé rétt­mæt og nið­ur­stöður nýrra rann­sókna okkar munu und­ir­strika hana. Krafan inni­heldur Gakk­el-hrygg­inn að hluta til en við munum halda rann­sóknum áfram og okkur er frjálst að bæta skjölum við kröf­una á meðan land­grunns­nefndin fer yfir hana,” sagði Donskoy en núver­andi krafa Rússa hljóðar upp á um það bil 1,2 mill­ljón fer­kíló­metra svæði.

Ekki nóg að stinga niður fána



Krafa Rússa er vit­an­lega ekki ný af nál­inni en Rússar hafa lengi reynt að færa rök fyrir því að fyrr­nefnd svæði í Norð­ur­-Ís­haf­inu séu í raun fram­leng­ing á land­grunni Rúss­lands og ættu því með réttu að falla undir rúss­neska lög­sögu. Rússar gengu raunar svo langt í við­leitni sinni að þeir skipu­lögðu leið­angur sem stakk niður fána Rúss­lands á hafs­botn­inn á norð­ur­pólnum í ágúst árið 2007. Verkn­að­ur­inn vakti vissu­lega heims­at­hygli en enn þann dag í dag standa Rússar frammi fyrir þeirri áskorun að sýna fram á óyggj­andi jarð­fræði­legar sann­anir til grund­vallar mál­stað sín­um.

Artur Chilingarov sést hér, en hann fór fyrir leiðangrinum fræga sem stakk rússneska fánanum á hafsbotninn á norðurpólnum í ágúst árið 2007 og heldur einmitt á mynd af fyrrnefndum fána. Mynd: Ómar. Artur Chil­ing­arov sést hér, en hann fór fyrir leið­angrinum fræga sem stakk rúss­neska fán­anum á hafs­botn­inn á norð­ur­pólnum í ágúst árið 2007 og heldur einmitt á mynd af fyrr­nefndum fána. Mynd: Ómar.

Auglýsing

Hvernig sem Rússum mun svo takast að sann­færa land­grunns­nefnd­ina og hin fjögur ríkin sem eiga land­svæði að Norð­ur­-Ís­haf­inu; Kana­da, Dan­mörk fyrir hönd Græn­lands, Noreg og Banda­ríkin - út frá jarð­fræði­legum grund­velli, þá verður laga­legt umhverfi norð­ur­slóða­svæð­is­ins jafn­vel enn stærri hindr­un. Enda hags­muna­að­il­ar, án nokk­urs vafa, hver og einn með sína túlkun á laga -og reglu­verk­inu sem nú er gild­andi á svæð­inu. Í því sam­hengi er einnig vert að minn­ast á RAIPON-­sam­tökin en þau berj­ast fyrir rétt­indum rúss­neskra norð­ur­slóða­frum­byggja og hafa fram til þessa staðið í ströngu gagn­vart rúss­neskum stjórn­völd­um.

Ljóst þykir í það minnsta að hags­muna­bar­áttan á Norð­ur­slóðum á eftir að fær­ast í auk­ana á kom­andi árum. Inn­limun Rússa á Krím­skaga hefur ekki aðeins hrist veru­lega við stoðum fyrir fram­tíð­ar­sam­starfi norð­ur­slóða­ríkja - heldur einnig gefið mögu­lega vís­bend­ingu um hvað koma skal í „kapp­hlaup­inu” um norð­ur­slóð­ir.

Rússar sem fyrr stórhuga á norðurslóðum



Rússar hafa þegar gefið út að þeir ætli að auka umsvif sín á norð­ur­slóða­svæð­inu til muna. Í októ­ber á síð­asta ári til­kynnti Varn­ar­mála­ráðu­neyti Rúss­lands um áætl­anir Rússa um að byggja á næst­unni 13 nýja her­flug­velli og 10 nýjar rad­ar­stöðvar á svæð­inu. Auk þess sem til stendur að árið 2016 verði til­búið til notk­unar fljót­andi kjarn­orku­ver, sér­stak­lega hannað fyrir veru á norð­ur­slóð­um. Dmi­try Rogozin, aðstoð­ar­for­sæt­is­ráð­herra Rúss­lands, til­kynnti á nýlegu þingi um þróun á norð­ur­slóðum að Rússar áætli að fjár­hags­á­ætlun norð­ur­slóða­mála fyrir næstu fimm ár geri ráð fyrir kostn­aði upp á um það bil 4,27 millj­arða doll­ara. „Rússar ætla að styrkja stöðu sína á norð­ur­slóð­um, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Mestu máli skiptir að við gerum það sem er hag­kvæm­ast fyrir okkar þjóð,” er haft eftir Rogozin á vef TASS.

Hags­munir Íslands



Sam­fara þróun um vax­andi mik­il­vægi norð­ur­slóða í augum Rússa er óhætt að full­yrða að önnur ríki hugsi sér þar einnig gott til glóð­ar­innar - sér­stak­lega aðilda­ríkin átta að Norð­ur­skauts­ráð­inu, sem stofnað var árið 1996. Ísland er þar á meðal en sér­stök ráð­herra­nefnd um mál­efni norð­ur­slóða var skipuð í Íslandi í októ­ber árið 2013 til þess að draga saman heild­stætt mat á hags­munum Íslands á norð­ur­slóð­um. Í drögum að skýrslu nefnd­ar­inn­ar, sem birt voru um miðjan mars á þessu ári, kemur fram að hags­munir Íslands séu ómet­an­legir þegar kemur að bar­átt­unni gegn nei­kvæðum áhrifum lofts­lags­breyt­inga enda tæki­færin gríð­ar­lega mörg fyrir Ísland á norð­ur­slóð­um. Augjós­lega tengj­ast tæki­færin nýt­ingu nátt­úru­auð­linda á borð við líf­ríkis sjávar og vinnslu olíu og gass, en einnig gagn­vart þjón­ustu hvers kon­ar. Þá fel­ast tæki­færin einnig í auknu vægi mál­efna norð­ur­slóða á alþjóða­vett­vangi þar sem Ísland sé fyrir í innsta hring, ef svo megi að orði kom­ast.

Höf­undur er sagn- og við­skipta­fræð­ing­ur, búsettur í Moskvu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None