Rússar blása til frekari sóknar á norðurslóðum

Ómar Þorgeirsson
The-Arctic_Vladimir-Smirnov-1.jpg
Auglýsing

Aðgerðir Rússa í Úkra­ínu hafa verið í brennid­epli síð­ustu miss­eri og valdið mik­illi ólgu í alþjóða­sam­fé­lag­inu. Nú hyggja Rússar hins vegar á frek­ari land­vinn­inga, á norð­ur­slóð­um.

Sergey Donskoy, ráð­herra umhverf­is- og auð­linda­mála Rúss­lands, greindi frá fyr­ir­hug­uðum áætl­unum Rússa á norð­ur­slóðum á blaða­manna­fundi á síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. „Við munum leggja fram nýja kröfu okkar um land­svæði til land­grunns­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna á þessu ári,” er haft eftir Donskoy í við­tali við TASS frétta­stof­una.

Um er að ræða 1,2 milljón ferkílómetra svæðiFyrir liggur að gríð­ar­legar nátt­úru­legar auð­lindir eru í húfi á umræddu svæði en Donskoy stað­festi að hinn svo­kall­aði Gakk­el-hrygg­ur, neð­an­sjáv­ar­hryggur í Norð­ur­-Ís­haf­inu á milli Græn­lands og Síber­íu, væri að hluta til innan þess svæðis sem Rússar munu fal­ast eft­ir. „Við teljum að krafa okkar sé rétt­mæt og nið­ur­stöður nýrra rann­sókna okkar munu und­ir­strika hana. Krafan inni­heldur Gakk­el-hrygg­inn að hluta til en við munum halda rann­sóknum áfram og okkur er frjálst að bæta skjölum við kröf­una á meðan land­grunns­nefndin fer yfir hana,” sagði Donskoy en núver­andi krafa Rússa hljóðar upp á um það bil 1,2 mill­ljón fer­kíló­metra svæði.

Ekki nóg að stinga niður fánaKrafa Rússa er vit­an­lega ekki ný af nál­inni en Rússar hafa lengi reynt að færa rök fyrir því að fyrr­nefnd svæði í Norð­ur­-Ís­haf­inu séu í raun fram­leng­ing á land­grunni Rúss­lands og ættu því með réttu að falla undir rúss­neska lög­sögu. Rússar gengu raunar svo langt í við­leitni sinni að þeir skipu­lögðu leið­angur sem stakk niður fána Rúss­lands á hafs­botn­inn á norð­ur­pólnum í ágúst árið 2007. Verkn­að­ur­inn vakti vissu­lega heims­at­hygli en enn þann dag í dag standa Rússar frammi fyrir þeirri áskorun að sýna fram á óyggj­andi jarð­fræði­legar sann­anir til grund­vallar mál­stað sín­um.

Artur Chilingarov sést hér, en hann fór fyrir leiðangrinum fræga sem stakk rússneska fánanum á hafsbotninn á norðurpólnum í ágúst árið 2007 og heldur einmitt á mynd af fyrrnefndum fána. Mynd: Ómar. Artur Chil­ing­arov sést hér, en hann fór fyrir leið­angrinum fræga sem stakk rúss­neska fán­anum á hafs­botn­inn á norð­ur­pólnum í ágúst árið 2007 og heldur einmitt á mynd af fyrr­nefndum fána. Mynd: Ómar.

Auglýsing

Hvernig sem Rússum mun svo takast að sann­færa land­grunns­nefnd­ina og hin fjögur ríkin sem eiga land­svæði að Norð­ur­-Ís­haf­inu; Kana­da, Dan­mörk fyrir hönd Græn­lands, Noreg og Banda­ríkin - út frá jarð­fræði­legum grund­velli, þá verður laga­legt umhverfi norð­ur­slóða­svæð­is­ins jafn­vel enn stærri hindr­un. Enda hags­muna­að­il­ar, án nokk­urs vafa, hver og einn með sína túlkun á laga -og reglu­verk­inu sem nú er gild­andi á svæð­inu. Í því sam­hengi er einnig vert að minn­ast á RAIPON-­sam­tökin en þau berj­ast fyrir rétt­indum rúss­neskra norð­ur­slóða­frum­byggja og hafa fram til þessa staðið í ströngu gagn­vart rúss­neskum stjórn­völd­um.

Ljóst þykir í það minnsta að hags­muna­bar­áttan á Norð­ur­slóðum á eftir að fær­ast í auk­ana á kom­andi árum. Inn­limun Rússa á Krím­skaga hefur ekki aðeins hrist veru­lega við stoðum fyrir fram­tíð­ar­sam­starfi norð­ur­slóða­ríkja - heldur einnig gefið mögu­lega vís­bend­ingu um hvað koma skal í „kapp­hlaup­inu” um norð­ur­slóð­ir.

Rússar sem fyrr stórhuga á norðurslóðumRússar hafa þegar gefið út að þeir ætli að auka umsvif sín á norð­ur­slóða­svæð­inu til muna. Í októ­ber á síð­asta ári til­kynnti Varn­ar­mála­ráðu­neyti Rúss­lands um áætl­anir Rússa um að byggja á næst­unni 13 nýja her­flug­velli og 10 nýjar rad­ar­stöðvar á svæð­inu. Auk þess sem til stendur að árið 2016 verði til­búið til notk­unar fljót­andi kjarn­orku­ver, sér­stak­lega hannað fyrir veru á norð­ur­slóð­um. Dmi­try Rogozin, aðstoð­ar­for­sæt­is­ráð­herra Rúss­lands, til­kynnti á nýlegu þingi um þróun á norð­ur­slóðum að Rússar áætli að fjár­hags­á­ætlun norð­ur­slóða­mála fyrir næstu fimm ár geri ráð fyrir kostn­aði upp á um það bil 4,27 millj­arða doll­ara. „Rússar ætla að styrkja stöðu sína á norð­ur­slóð­um, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Mestu máli skiptir að við gerum það sem er hag­kvæm­ast fyrir okkar þjóð,” er haft eftir Rogozin á vef TASS.

Hags­munir ÍslandsSam­fara þróun um vax­andi mik­il­vægi norð­ur­slóða í augum Rússa er óhætt að full­yrða að önnur ríki hugsi sér þar einnig gott til glóð­ar­innar - sér­stak­lega aðilda­ríkin átta að Norð­ur­skauts­ráð­inu, sem stofnað var árið 1996. Ísland er þar á meðal en sér­stök ráð­herra­nefnd um mál­efni norð­ur­slóða var skipuð í Íslandi í októ­ber árið 2013 til þess að draga saman heild­stætt mat á hags­munum Íslands á norð­ur­slóð­um. Í drögum að skýrslu nefnd­ar­inn­ar, sem birt voru um miðjan mars á þessu ári, kemur fram að hags­munir Íslands séu ómet­an­legir þegar kemur að bar­átt­unni gegn nei­kvæðum áhrifum lofts­lags­breyt­inga enda tæki­færin gríð­ar­lega mörg fyrir Ísland á norð­ur­slóð­um. Augjós­lega tengj­ast tæki­færin nýt­ingu nátt­úru­auð­linda á borð við líf­ríkis sjávar og vinnslu olíu og gass, en einnig gagn­vart þjón­ustu hvers kon­ar. Þá fel­ast tæki­færin einnig í auknu vægi mál­efna norð­ur­slóða á alþjóða­vett­vangi þar sem Ísland sé fyrir í innsta hring, ef svo megi að orði kom­ast.

Höf­undur er sagn- og við­skipta­fræð­ing­ur, búsettur í Moskvu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None