Samkomulagið birt: Tchenguiz hefur bara greitt eina milljón punda

h_01514355-1.jpg
Auglýsing

Vincent Tchenguiz hefur ein­ungis greitt eina milljón punda, um 200 millj­ónir króna, af þeirri upp­hæð sem honum var gert að greiða þrota­búi Kaup­þings vegna sam­komu­lags frá sept­em­ber 2011. Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu átti Tchenguiz að greiða háar fjár­hæðir til bús­ins, gang­ast í háar per­sónu­legar ábyrgðir vegna lána sem hann og félög tengd honum áttu að greiða, falla frá öllum kröfum á hendur Kaup­þingi og tjá sig aldrei um inni­hald sam­komu­lags­ins.

Nú hefur Vincent Tchenguiz brotið sam­komu­lagið og segir það vera vegna þess að sam­komu­lagið hafi verið gert á ólög­mætum for­send­um. Kaup­þing og tengdir aðilar hafi borið ábyrgð á umfangs­mik­illi rann­sókn bresku efna­hags­brota­deild­ar­inn­ar, Special Fraud Office (SFO), á Tchenguiz sem náði hámarki með hand­töku hans í mars 2011. Tchenguiz vill meina að Kaup­þing og tengdir aðilar hafi notað rann­sókn á meintum glæpum hans til að knýja hann til að semja um mál­efni sín. Þess vegna þurfi hann ekki að virða skil­mála sam­komu­lags­ins sem var gert í sept­em­ber 2011.

Þetta kemur fram í 95 blað­síðna stefnu Vincent Tchenguiz gegn slita­stjórn Kaup­þings, Grant Thornton UK, Jóhann­esi Rún­ari Jóhanns­syni, sem situr í slita­stjórn Kaup­þings, og tveimur starfs­mönnum Grant Thornton UK, þeim Hossein Hamed­ani og Stephen John Akers. Í stefn­unni fer Tchenguiz fram á um 440 millj­arða króna í bæt­ur. Kjarn­inn hefur stefn­una undir höndum og birti ítar­lega frétta­skýr­ingu um hana 29. des­em­ber síð­ast­lið­inn.

Auglýsing

Rann­sókn SFO á Tchenguiz var hætt sum­arið 2012, hann beð­inn afsök­unnar á henni og honum greiddar hund­ruð millj­óna króna í bætur frá emb­ætt­inu.

Hand­tek­inn, rann­sókn hætt og bætur greiddarÍ byrjun des­em­ber 2009 til­kynnti Vincent Tchenguiz og sjóð­ur­inn The Tchenguiz Family Trust (TFT) að þeir myndu lýsa kröfum í bú Kaup­þings upp á 1,6 millj­arða punda, um 320 millj­arða króna. Kaup­þing hafn­aði kröf­unni og henni var vísað til íslenskra dóm­stóla. Um mitt ár 2010 hófst síðan einka­rekstur nokk­urra félaga sem tengd­ust Tchenguiz bræðrum gegn Kaup­þingi fyrir breskum dóm­stól­um. Stefna þess efn­ist var birt 20. júlí 2010.

Í stefnu Vincent Tchenguiz á hendur Kaup­þingi kemur fram að hann telji að á sama tíma og þessi mál voru að fara af stað hafi Kaup­þing komið fölskum ásök­unum um meint lög­brot hans til Special Fraud Office (SFO) í Bret­landi. Á meðal þess sem komið hefði fram í þeim ásök­unum var að Tchenguiz hefði veð­sett eignir fyrir lánum sem hann fékk hjá Kaup­þingi sem hefðu þegar verið veð­settar öðr­um. Þá hafi virði veða sem sett hafi verið fyrir lán­unum verið upp­blásið og að hann hafi nýtt hluta þeirra lána sem félög hans fengu hjá Kaup­þingi til per­sónu­legra nota.

Vincent Tchenguiz hefur stefnt Kaupþingi, Grant Thornton UK í Bretlandi og þremur starfsmönnum þeirra. Hann vill fá 440 milljarða króna í bætur. Vincent Tchenguiz hefur stefnt Kaup­þingi, Grant Thornton UK í Bret­landi og þremur starfs­mönnum þeirra. Hann vill fá 440 millj­arða króna í bæt­ur.

Á grund­velli þeirra upp­lýs­inga sem Kaup­þing og ráð­gjafa­fyr­ir­tækið Grant Thornton UK í Bret­landi, sem starf­aði fyrir Kaup­þing, veittu SFO var Vincent Thenguiz hand­tek­inn í mars 2011. Sam­hliða voru fram­kvæmdar hús­leitir á skrif­stofu hans og heim­ili. Hand­takan varð helsta frétta­mál þess dags í Bret­landi, enda Vincent, og bróðir hans Robert sem var lika hand­tek­inn, á meðal umsvifa­mestu eig­enda fast­eigna í Bret­landi á þessum tíma.

Rann­sókn SFO á Tchenguiz var hætt í júní 2012. Tchengu­iz-bræð­urnir höfð­uðu í kjöl­farið mál á hendur SFO og kröfð­ust um 200 millj­óna króna, tæp­lega 1,4 millj­arða króna, í skaða­bætur vegna rann­sókn­ar­inn­ar. Þeir komust síðar að sam­komu­lagi um bæt­ur. Í þeim fólst að SFO baðst opin­ber­lega afsök­unnar á rann­sókn­inni og greiddi Vincent Tchenguiz þrjár millj­ónir punda í miska­bætur og sömu upp­hæð í lög­manns­kostn­að. Umreiknað í íslenskar krónur er sú upp­hæð um 1,2 millj­arðar króna. Robert bróðir hans fékk auk þess 1,5 millj­ónir punda, um 300 millj­ónir króna, í miska­bætur og auk þess sem lög­manns­kostn­aður hans vegna SFO-­rann­sókn­ar­innar var greidd­ur.

Í stefnu Tchenguiz seg­ir: Til­gangur sam­sær­is­ins á þessum tíma var að valda Vincent, CBG og TFT fyr­ir­tækj­unum [í eigu Tchenguiz fjöl­skyld­unn­ar], eins miklum álits­hnekki og mögu­legt var og að setja mikla fjár­hags­lega pressu á hann og aðra. Þetta átti að neyða hann til að falla frá einka­mál­inu í Bret­landi og kröfu­deil­unni fyrir íslenskum dóm­stólum til að skapa stöðu fyrir Kaup­þing til að gera gott sam­komu­lag fyrir sig.“

Leyni­sam­komu­lag opin­berað í fyrsta sinnÞann 17. sept­em­ber 2011 var til­kynnt um að sam­komu­lag hefði náðst milli Tchenguiz Family Trust og þrota­bús Kaup­þings. Sam­komu­lagið hefur aldrei verið gert opin­bert.

Í því fólst að Tchenguiz Family Trust, sjóður undir stjórn Vincent Tchengu­iz, myndi falla frá öllum kröfum sínum á þrota­bú­ið. Við það féllu einka­málin sem hann rak gegn búinu í Bret­landi og Íslandi nið­ur, auk allra krafna sem gerðar höfðu verið í þrotabú Kaup­þings, sem metnar voru á um 1,6 millj­arða punda, um 320 millj­arða króna. Hluti af sam­komu­lag­inu fólst líka í að hvor­ugur aðil­inn, Vincent Tchenguiz og for­svars­menn þrota­bús Kaup­þings, mættu ræða um inni­hald sam­komu­lags­ins. Auk þess kom fram í því að Tchenguiz og tengd félög myndu falla frá öllum frek­ari máls­höfð­unum á hendur Kaup­þingi eða tengdum aðil­um.

Nú hefur Vincent Tchenguiz brotið það sam­komu­lag. Í stefnu sinni á hendur þrota­búi Kaup­þings, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, upp­lýsir hann um inni­hald samkomulagsins.

Nú hefur Vincent Tchenguiz brotið það sam­komu­lag. Í stefnu sinni á hendur þrota­búi Kaup­þings, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, upp­lýsir hann um inni­hald þess. Þar kemur fram að Vincent Tchenguiz hafi sam­þykkt að greiða Kaup­þingi þrjár millj­ónir punda, um 600 millj­ónir króna. Ein milljón punda, um 200 millj­ónir króna, átti að greið­ast strax og tvær millj­ónir punda, um 400 millj­ónir króna, til við­bótar áttu að greið­ast innan árs frá því að sam­komu­lagið var gert.

Auk þess gekkst hann í tíu milljón punda, um tveggja millj­arða króna, per­sónu­lega ábyrgð vegna útistand­andi skuld­bind­inga og hið svo­kall­aða Penn­yrock-lán, eina lánið sem Vincent Tchenguiz tók hjá Kaup­þingi á Íslandi, var end­ur­skipu­lagt og átti að vera til greiðslu fyrir sept­em­ber­lok 2013. Lánið var upp­haf­lega upp á 100 milljón pund, um 20 millj­arða króna á gengi dags­ins í dag.

Hefur ein­ungis greitt 200 millj­ónirAf þeim greiðslum sem Vincent Tchenguiz átti að greiða þrota­búi Kaup­þings vegna sam­komu­lags­ins hefur ein­ungis ein milljón pund, um 200 millj­ónir króna, verið greidd. Seinni greiðslan, upp á tvær millj­ónir punda, um 400 millj­ónir króna, hefur aldrei verið greidd. Þá hefur ekki verið gengið á tíu milljón punda, um tveggja millj­arða krona, per­sónu­lega ábyrgð Tchenguiz á Penn­yrock-lán­inu sem átti að vera til greiðslu í sept­em­ber 2013, en hefur ekki verið greitt í sam­ræmi við sam­komu­lag­ið. Kaup­þing hefur ekki reynt að ná þessum fjár­munum sem búið á rétt á sam­kvæmt sam­komu­lag­inu.

Í stefn­unni segir að það sé lík­lega vegna þess að Kaup­þing og tengdir aðilar geri sér grein fyrir því að sam­komu­lagið hafi verið gert á ólög­mætum for­send­um, enda hafi þá verið í gangi rann­sókn SFO, sem Tchenguiz segir að hafi verið að und­ir­lagi Kaup­þings, og sú rann­sókn hafi í raun knúið fram sam­komu­lag­ið.

Telja að málið geti haft áhrif á slit Kaup­þingsHinir stefndu í mál­inu feng­u frest til 19. des­em­ber til að bregð­ast við. Það hafa þeir gert og slita­stjórn Kaup­þings og Jóhannes Rúnar Jóhanns­son hafa farið fram á að mál­ið, sem var höfðað fyrir breskum dóm­stól­um, verði rek­ið ­fyrir íslenskum dóm­stól­um. Þeir áttu að skila grein­ar­gerðum vegna deil­unnar um lög­sögu máls­ins síð­ast­lið­inn föstu­dag, þann 16. jan­ú­ar. Búist er við því að sá angi þess verði tekin fyrir síð­sum­ars 2015. Mála­rekst­ur­inn allur mun vænt­an­lega taka mörg ár.

Jóhannes Rúnar Jóhannsson, sem situr í slitastjórn Kaupþings, segir ásakanirnar sem settar eru fram í stefnunni haldlausar. Honum er stefnt persónulega í málinu. Jóhannes Rúnar Jóhanns­son, sem situr í slita­stjórn Kaup­þings, segir ásak­an­irnar sem settar eru fram í stefn­unni hald­laus­ar. Honum er stefnt per­sónu­lega í mál­in­u.

Tchenguiz fer fram á 2,2 millj­arða punda, um 440 millj­arða króna, í skaða­bætur vegna þess tjóns sem hann telur sig hafa orðið fyr­ir. Lög­menn hans telja að, í ljósi þess að upp­hæðin er svona há (heild­ar­eignir þrota­bús Kaup­þings eru um 800 millj­arðar króna) gæti málið haft mikil áhrif á slita­með­ferð bank­ans. Vinni Tchenguiz málið gæti bótakrafa hans orðið svokölluð búskrafa sem myndi þá njóta for­gangs. Ef greitt yrði út úr búi Kaup­þings nú telja lög­menn­irnir að þá þyrfti að gera það með fyr­ir­vara um að kröfu­hafar myndu mögu­lega þurfa að end­ur­greiða miklar fjár­hæðir ef Tchenguiz myndi vinna bóta­málið í fyll­ingu tím­ans. Talið er að mála­rekst­ur­inn muni taka mörg ár.

Kjarn­inn leit­aði til Kaup­þings og bað um við­brögð við því að inni­hald sam­komu­lags­ins frá því í sept­em­ber 2011 yrði birt. Þrota­búið kaus að bæta engu við fyrri yfir­lýs­ing­ar. Áður hafði slita­stjórn Kaup­þings svarað fyr­ir­spurn Kjarn­ans um stefnu Tchenguiz með eft­ir­far­andi hætti:  „Lög­menn Kaup­þings hf. í Englandi hafa yfir­farið vand­lega þær ásak­anir sem lýst er í stefnu sem gefin hefur verið út af Vincent Tchenguiz og tengdum aðilum á hendur Kaup­þingi hf. og Jóhann­esi Rúnar Jóhanns­syni hæsta­rétt­ar­lög­manni. Jóhannes Rúnar á sæti í slita­stjórn Kaup­þings. Að lok­inni þeirri skoðun er það ótví­ræð nið­ur­staða lög­manna Kaup­þings hf. og slita­stjórnar að ekk­ert sé hæft í  ásök­unum um að Kaup­þing eða Jóhannes Rúnar hafi átt þátt í meintu sam­særi eða hafi hagað sér með óeðli­legum hætti að öðru leyti.  Þessar ásak­anir Vincent Tchenguiz og tengdra aðila eiga sér enga stoð og munu Kaup­þing hf. og Jóhannes Rúnar halda uppi ítr­ustu vörnum vegna máls­ins. Þar sem málið er fyrir rétti í Englandi hyggst Kaup­þing ekki tjá sig frekar að svo stödd­u.”

 

 

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None