Seðlabanki Íslands í baktjaldamakki með kröfur á Sparisjóðabankann

15367564864-a2c806a43e-z.jpg
Auglýsing

Seðla­banki Íslands vill ekki upp­lýsa um hvort hann sé raun­veru­legur eig­andi um 80 pró­sent sam­þykktra krafna í bú Spari­sjóða­banka Íslands sem banda­ríski stór­bank­inn Morgan Stanley keypti í jan­úar síð­ast­liðn­um. Morgan Stanley vill ekki segja hver eig­andi krafn­anna sem hann keypti er og ber fyrir sig banka­leynd. Slita­stjórn Spari­sjóða­bank­ans hafa ekki borist nein fram­söl á umræddum kröfum og getur því ekki skráð við­skiptin í kröfu­hafa­skrá.

Þetta var staðan þegar fram fór kröfu­hafa­fundur hjá þrota­búi Spari­sjóða­bank­ans, sem nú heitir SPB ehf., á mið­viku­dag í síð­ustu viku.

Morgan Stanley kaupir kröfur á Spari­sjóða­bank­ann



Þann 23. jan­úar 2015 barst kröfu­höfum í þrotabú Spari­sjóða­bank­ans til­boð frá banda­ríska stór­bank­anum Morgan Stanley. Í til­boð­inu fólst að bank­inn var til­bú­inn að skipta á kröfum á Spari­sjóða­bank­ann fyrir kröfur á þrotabú Kaup­þings. Sam­kvæmt til­boð­inu skyldi það telj­ast sam­þykkt og bind­andi samn­ingur kom­inn á ef eig­endur krafna að lág­marki 55 millj­arða króna tækju til­boð­inu.

Morgan Stanley sendi síðan öllum kröfu­höfum Spari­sjóða­bank­ans til­kynn­ingu 30. jan­úar þar sem stað­fest var að skil­yrði til­boðs­ins hefðu verið upp­fyllt og við­skipti því orð­ið.

Auglýsing

Seðla­bank­inn langstærsti kröfu­haf­inn



Spari­sjóða­bank­inn var tek­inn til slita­með­ferðar í mars 2009. Eigna­safn Seðla­banka Íslands, betur þekkt sem ESÍ, lýsti hæstu kröf­unum í búið, alls upp á 225 millj­arða króna. Kröf­urnar eru að mestu til komnar vegna end­ur­hverfra við­skipta, oft kölluð ást­ar­bréfa­við­skipti, sem Spari­sjóða­bank­inn átti við Seðla­bank­ann. Slita­stjórn SPB hafn­aði stærstum hluta krafna ESÍ og lengi hefur staðið til að það mál yrði leitt til lykta fyrir dóm­stól­um, enda ekki hægt að ljúka nauða­samn­ingi bús­ins þegar stærsti hluti krafna í það er enn í ágrein­ingi. Til stóð að mál­flutn­ingur færi loks fram snemma í mars 2015. Áður en af því varð, og eftir hið skyndi­lega til­boð Morgan Stan­ley, lagði ESÍ hins vegar fram tvö sátta­til­boð.

Það fyrra var lagt fram 2. febr­úar síð­ast­lið­inn og fól í sér að krafa ESÍ yrði við­ur­kennd sem almenn krafa upp á 149,3 millj­arða króna og sam­hliða yrði minna máli lokið með því að ESÍ myndi end­ur­greiða þrota­búi Spari­sjóða­bank­ans 1,6 millj­arð króna. Þessu til­boði var hafnað af slita­stjórn þar sem það þótti alls ekki við­un­andi. Hún hefur talið að virði kröf­unnar ætti að vera mun lægra.

Til að setja stærð kröfu ESÍ í sam­hengi þá er nafn­virði ann­arra sam­þykktra almennra krafna í búið um 85 millj­arðar króna.

Bandaríski stórbankinn Morgan Stanley leikur lykilhlutverk í fléttu með kröfur í bú Sparisjóðabankans. Banda­ríski stór­bank­inn Morgan Stanley leikur lyk­il­hlut­verk í fléttu með kröfur í bú Spari­sjóða­bank­ans.

Nýtt sátt­ar­til­boð



ESÍ var ekki af baki dottið og sendi inn nýtt sátt­ar­til­boð, dag­sett 23. febr­úar 2015. Það hljóð­aði upp á að krafa félags­ins yrði metin á 132 millj­arða króna og að ESÍ myndi end­ur­greiða tvo millj­arða króna vegna minna máls­ins. Slita­stjórn Spari­sjóða­bank­ans var enn ekki sátt og taldi, sam­kvæmt bréfum til kröfu­hafa sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, að til­boðið væri ekki nógu hátt.

Til­boð­inu var hins vegar ekki hafnað og slita­stjórn Spari­sjóða­bank­ans sam­þykkti, að beiðni for­svars­manna ESÍ, að kynna það á skipta­fundi og bera undir atkvæði kröfu­hafa. Í kjöl­farið var boðað til kröfu­hafa­fundar til að greiða atkvæði um til­boðið og fór sá fundur fram á mið­viku­dag í síð­ustu viku, 25. mars.

Er ESÍ á bak­við kaup Morgan Stan­ley?



Ljóst var að Morgan Stanley hefði átt að vera ráð­andi í þeirri atkvæða­greiðslu, enda hafði bank­inn keypt um 80 pró­sent allra sam­þykktra almennra krafna í bú Spari­sjóða­bank­ans með því að skipta á þeim og kröfum á Kaup­þing í jan­ú­ar.

Við und­ir­bún­ing kröfu­hafa­fund­ar­ins kom hins vegar babb í bát­inn. Engin fram­söl höfðu borist til slita­stjórnar Spari­sjóða­bank­ans sem stað­festu að Morgan Stanley væri orð­inn rétt­bor­inn eig­andi krafn­anna sem bank­inn hafði til­kynnt um að hann hefði keypt. Og slita­stjórn Spari­sjóða­bank­ans getur ekki upp­fært kröfu­hafa­skrá nema að fram­söl liggi fyr­ir. Atkvæða­greiðsla um sátt­ar­til­boð ESÍ myndi alltaf fara fram á grund­velli kröfu­hafa­skrá­ar.

Í bréfi til kröfu­hafa, sem slita­stjórnin sendi 20. mars og Kjarn­inn hefur undir hönd­um, kemur fram að slita­stjórnin óskaði eftir frek­ari upp­lýs­ingum um við­skiptin frá Morgan Stanley og ESÍ. Ástæða þess að leitað var einnig til ESÍ var sú að flestir sem að mál­inu koma telja blasa við að ESÍ hafi staðið á bak­við við­skipti Morgan Stanley. Banda­ríski bankaris­inn hafi bara verið milli­liður fyrir þetta eigna­um­sýslu­fé­lag Seðla­bank­ans. Morg­un­blaðið hefur til að mynda fjallað ítar­lega um þennan anga máls­ins.

Slita­stjórnin fór fram á að vita hvert umfang við­skipt­anna hafi ver­ið, hver hefði átt kröf­urnar á Kaup­þing sem nota átti til að skipta á kröfum á Spari­sjóða­bank­ann og tengsl við­skipt­anna við ESÍ og það sátt­ar­til­boð sem félagið hafði lagt fram.

sparisjoda

Vildu ekki upp­lýsa hver ætti kröf­urnar



Morgan Stanley og ESÍ var gef­inn viku­frestur til að svara spurn­ing­unum og varpa þar með ljósi á eign­ar­hald krafn­anna. Í bréfi slita­stjórn­ar­innar til kröfu­hafa seg­ir: „ESÍ svar­aði ekki erindi slita­stjórnar SPB og Morgan Stanley veitti engin svör við þeim spurn­ingum er voru sendar og vís­aði ein­ungis til banka­leynd­ar.“

Þar sem engin svör bár­ust ákvað slita­stjórnin að ekk­ert yrði af fyr­ir­hug­aðri atkvæða­greiðslu um sátt­ar­til­lögu ESÍ á kröfu­hafa­fund­inum í síð­ustu viku.

En af hverju vill ESÍ, félag í eigu Seðla­banka almenn­ings, ekki upp­lýsa um umrædd við­skipti? Hvaða hag hefur félagið af því? Ein ástæða sem nefnd hefur verið er sú að ef ESÍ er raun­veru­legur eig­andi þeirra krafna sem Morgan Stanley keypti í jan­úar þá hefði félagið ekki mátt kjósa um sátt­ar­til­boð sitt á kröfu­hafa­fund­inum sökum van­hæf­is­reglu í gjald­þrota­lög­um.

Máttu ekki greiða atkvæði



Þeir sem fóru með umboð kröfu­hafa á kröfu­hafa­fund­inum í síð­ustu viku lýstu yfir ein­dregnum vilja til að taka sátt­ar­til­boði ESÍ. Slita­stjórn Spari­sjóða­bank­ans er hins vegar nokkur vandi á hönd­um. Hennar hlut­verk er aug­ljós­lega ekki að standa gegn meiri­hluta­vilja kröfu­hafa, en hún þarf að vita hverjir raun­veru­legir eig­endur krafna eru áður en hún getur tekið ákvörðun um hvort að sá meiri­hluta­vilji sé til stað­ar, að teknu til­liti til van­hæf­is­reglu gjald­þrota­laga sem heim­ilar ESÍ ekki að taka afstöðu til síns eig­ins sátt­ar­til­boðs.

Þess má geta að íslenska fjár­mála­fyr­ir­tækið Arct­ica Fin­ance var ráðið af Morgan Stanley til að sjá um sam­skipti við íslensku kröfu­haf­ana sem áttu kröf­unar sem bank­inn keypti í jan­ú­ar. Á meðal þeirra sem komu að þeirri vinnu fyrir hönd Arct­ica Fin­ance var Agnar Hans­son, for­stöðu­maður mark­aðsvið­skipta fyr­ir­tæk­is­ins. Hann var banka­stjóri Spari­sjóða­bank­ans þegar hin kostn­að­ar­sömu end­ur­hverfu við­skipti hans við Seðla­bank­ann áttu sér stað fyrir banka­hrun.

Seðla­bank­inn neitar að svara spurn­ingum



Kjarn­inn hefur reynt að fá svör frá Seðla­banka Íslands, sem á og starf­rækir ESÍ, vegna máls­ins frá því snemma í febr­ú­ar. Fyrsta fyr­ir­spurn vegna þessa var send 4. febr­ú­ar. Seðla­bank­inn hefur ekki viljað svara neinum spurn­ingum um málið.

Kjarn­inn hefur reynt að fá svör frá Seðla­banka Íslands, sem á og starf­rækir ESÍ, vegna máls­ins frá því snemma í febr­ú­ar. Fyrsta fyr­ir­spurn vegna þessa var send 4. febr­ú­ar. Seðla­bank­inn hefur ekki viljað svara neinum spurn­ingum um mál­ið, en meðal þess sem spurt var um var:

Er ESÍ end­an­legur eig­andi þeirra krafna á sem Morgan Stanley keypti á þrotabú SPB?

Hver var eig­andi þeirra krafna á Kaup­þing sem not­aðar voru til að greiða fyrir kröfur á þrotabú SPB?

Ef ESÍ er end­an­legur kaup­andi þess­arra krafna, af hverju var félagið að kaupa þær?

Sam­ræm­ist það hlut­verki félags­ins að kaupa kröfur með þessum hætti?

Einu svörin sem feng­ist hafa frá Seðla­bank­anum eru þau að ef ein­hver við­skipti muni eiga sér stað sem vert sé að skýra frá þá komi það í ljós í fyll­ingu tím­ans.

Af hverju leyni­makk?



En af hverju þetta leyni­makk? Af hverju er ekki hægt að skýra frá því hvort félag í eigu Seðla­banka almenn­ings sé að skipta á kröfum á einn fall­inn banka fyrir kröfur á ann­an? Ein kenn­ingin er sú að Seðla­bank­inn vilji fyrir alla muni, af ein­hverjum ástæð­um, losna við að ágrein­ingur um kröfu hans í bú Spari­sjóða­bank­ans fari fyrir dóm­stóla. Þá myndi fara fram efn­is­leg með­ferð þar sem fjöl­margir þyrftu að bera vitni um inn­tak og eðli „ást­ar­bréfa­við­skipt­anna“ sem eru ástæða krafna bank­ans í bú Spari­sjóða­bank­ans.

Ef ESÍ tekst að kom­ast yfir þorra almennra krafna í bú Spari­sjóða­bank­ans, og sam­þykkja í krafti þess mikla meiri­hluta útistand­andi kröfu sína í búið, verður hægt að ljúka skiptum fljót­lega og renna eignum bús­ins undir ESÍ eða dótt­ur­fé­lag þess Hildu.

Svör fást hins vegar ekki á meðan að Seðla­banki Íslands neitar að tjá sig um hvernig hann er að stunda við­skipti með kröfur í þrotabú fall­ins banka sem Seðla­bank­inn hafði sjálfur verið í miklum við­skiptum við.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None