Sex flokka kosningabandalag til höfuðs Orbán

Sex stærstu flokkarnir í ungversku stjórnarandstöðunni ætla sér að bjóða sameinaðir fram krafta sína gegn Fidesz-flokki Viktors Orbán í komandi þingkosningum. Skoðanakannanir gefa til kynna að engu muni á kosningabandalagi andstöðunnar og flokki Orbáns.

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands.
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands.
Auglýsing

Útlit er fyrir að Viktor Orbán, for­sæt­is­ráð­herra Ung­verja­lands og leið­togi Fidesz-­flokks­ins, fái snar­aukna sam­keppni í þing­kosn­ing­unum sem fram fara í land­inu á næsta ári.

Stjórn­ar­and­staðan hefur tekið sig saman og myndað sex flokka kosn­inga­banda­lag, sem mun bjóða fram gegn Orbán og flokki hans í öllum kjör­dæmum lands­ins. Vonir stjórn­ar­and­stöð­unnar standa til þess að sam­einuð nái hún nægum slag­krafti til þess að velta Fidesz-­flokknum og leið­toga hans úr sessi, í fyrsta sinn síðan 2010.

Jafn­vel þrátt fyrir að það myndi ekki takast standa vonir stjórn­ar­and­stöð­unnar til þess að sam­einað fram­boð myndi minnka ægi­vald Fidesz-­flokks­ins á þing­inu. Þrátt fyrir að flokkur Orbáns hafi „ein­ung­is“ fengið rúm 49 pró­sent atkvæða á lands­vísu fékk hann 133 þing­sæti af þeim 199 sem eru í boði á þjóð­þing­inu í Búda­pest og þar með auk­inn meiri­hluta.

Flokk­arnir sex sem bjóða fram gegn stjórn­ar­flokknum fengu um 46 pró­sent atkvæða, en það skil­aði þeim litlu. Skoð­ana­kann­anir sýna að nær eng­inn munur er á fylgi kosn­inga­banda­lags­ins og Fidesz-­flokks­ins um þessar mund­ir.

Sveigja kosn­inga­kerfið sér í vil

Stjórn­ar­and­stæð­ingar hafa und­an­farin ár gagn­rýnt þær breyt­ingar sem stjórn Orbáns hefur gert á kosn­inga­kerf­inu í land­inu á umliðnum ára­tug og sagt þær veita hlut­falls­lega of mörg þing­sæti til ráð­andi afla.

Sam­ein­uðu fram­boði stjórn­ar­and­stæð­inga er ætlað að reyna að jafna leik­inn, en ein­ungis einn fram­bjóð­andi verður val­inn fyrir hönd stjórn­ar­and­stöð­unnar í öllum 106 ein­menn­ings­kjör­dæmum lands­ins til þess að bjóða fram gegn fram­bjóð­endum stjórn­ar­flokks­ins.

Auglýsing

Fyrir kosn­ing­arnar árið 2018 kom upp umræða í Ung­verja­landi um hvort mögu­legt væri að ná auknum árangri á lands­vísu með sam­einaðri stjórn­ar­and­stöðu, en for­dæmi eru fyrir því að stjórn­ar­and­staðan hafi sam­ein­ast í borg­ar­stjóra­kosn­ingum og haft bet­ur, jafn­vel í borgum þar sem Fidesz er alla jafna langstærsti flokk­ur­inn, rétt eins og á lands­vísu.

Á síð­asta ári ræddu flokk­arnir sex mán­uðum saman um sam­starf í kosn­ingum næsta árs og lögðu þeir síðan í upp­hafi þessa árs fram grunn að kosn­inga­stefnu sinni.

Núna er ferli farið af stað til að velja for­sæt­is­ráð­herra­efni sam­einaðrar stjórn­ar­and­stöðu.

Fyrri umferðin fór fram dag­ana 18.-28. sept­em­ber og þar hlaut Klára Dobrev, vara­for­seti Evr­ópu­þings­ins og full­trúi tveggja frjáls­lyndra flokka í stjórn­ar­and­stöð­unni, flest atkvæði eða tæp 35 pró­sent.

Klára Dobrev er varaforseti Evrópuþingsins. Ef hún yrði leiðtogi stjórnarandstöðunnar og hefði betur gegn Orbán yrði hún fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Ungverjalands. Mynd: EPA

Til stóð að hún myndi etja kappi við þá Gerg­ely Karác­sony, sem er full­trúi þriggja flokka sós­í­alde­mókrata og græn­ingja og Péter Már­ki-Zay, sem býður sig óháður fram, í síð­ari umferð for­vals stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, sem fram fer dag­ana 10.-16. októ­ber.

Að morgni dags þann 8. októ­ber bár­ust þó fréttir um að Karác­sony, sem er borg­ar­stjóri í Búda­pest, væri hættur við að fara fram og hefði lýst yfir stuðn­ingi við Már­ki-Zay, sem verður því einn í fram­boði gegn Dobrev.

Karác­sony og Már­ki-Zay fengu 27 og 20 pró­sent atkvæða í fyrri umferð for­vals­ins, þar sem alls fimm val­kostir voru í boði.

Val um meira af Orbán eða góð tengsl við Evr­ópu

Dobrev ræddi við frétta­menn um hið sam­ein­aða fram­boð stjórn­ar­and­stöð­unnar á dög­unum og í frétt Reuters er haft eftir henni að kosn­ing­arnar í apríl á næsta ári muni snú­ast um val á milli „Or­bán eða Evr­ópu“ – ef kjós­endur vilji að Ung­verja­land haldi góðum tengslum við Evr­ópu­sam­bandið þurfi þeir að greiða sam­einaðri stjórn­ar­and­stöð­unni atkvæði sitt.

Dobrev sagði enn­fremur að ef Orbán héldi áfram deilum sínum við Evr­ópu­sam­band­ið, sem meðal ann­ars snúa að frelsi fjöl­miðla og mál­efnum fólks að flótta, myndi einn dag­inn koma að því að Ung­verjar yrðu sviptir styrk­veit­ingum úr sam­eig­in­legum sjóðum sam­bands­ins.

Fréttin var upp­færð með nýjum upp­lýs­ingum um brott­hvarf Karác­sony úr for­vals­bar­átt­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar