Sex sjóðandi heitar staðreyndir um hitabylgjuna

Hann er runninn upp, dagurinn sem verður að öllum líkindum sá lang heitasti hingað til í sögu Bretlands. Hann kemur í kjölfar heitustu nætur sem sögur fara af. Banvæn hitabylgja sem geisar í Evrópu afhjúpar margt – meðal annars stéttaskiptingu.

Kæling í vatnsúða í Andalúsíu.
Kæling í vatnsúða í Andalúsíu.
Auglýsing

Hita­bylgjan sem geisar víða í Evr­ópu fer í sögu­bæk­urn­ar. Hún hefur legið eins og mara yfir Suð­ur- og Vest­ur­-­Evr­ópu en mun í dag ná norðar og aust­ar. Til Hollands, Belgíu og Þýska­lands til dæm­is. Hita­met hafa þegar verið slegin víða, sam­göngur hafa farið úr skorðum og þús­undir hekt­ara lands brunnið í skóg­ar­eld­um.

Það er af mörgu að taka varð­andi þessi ósköp öll en Kjarn­inn valdi sex stað­reyndir sem kveikt hafa á við­vör­un­ar­bjöllum í hugum margra.

Auglýsing

Heitasta nóttin – heit­asti dag­ur­inn

Hita­met hafa fallið á að minnsta kosti 188 stöðum víðs vegar um heim­inn í ár. Af þeim hafa fimm­tíu fallið und­an­farna viku. Til sam­an­burðar hafa aðeins átján kulda­met fallið á þessu ári.

Þetta ójafn­vægi er til marks um lofts­lags­breyt­ingar af manna­völd­um. „Þetta er sú hnatt­ræna hlýnun sem búast má við vegna auk­inna gróð­ur­húsa­loft­teg­unda,“ hefur CNN eftir Gabriel Vecchi, lofts­lags­fræð­ingi og pró­fessor við Princeton-há­skóla. „Þetta er nú sá veru­leiki sem við búum í.“

Veðurspá BBC í morgun. Enn meiri hita er nú spáð.

Hiti mæld­ist víða ekki undir 25 gráðum í Bret­landi í nótt. Þar með er hita­met að næt­ur­lagi í land­inu slegið en það eldra er frá því í ágúst árið 1990.

Klukkan 10 í morgun var hit­inn þegar kom­inn í 35 gráður í London. Í dag er spáð heitasta degi allra tíma. Og rétt eftir hádegið var hita­met lands­ins slegið er hiti mæld­ist 39,1 stig í Sur­rey. Gamla metið var 38,7 gráð­ur.

En þetta var aðeins byrj­un­in. Fyrst sagði veð­ur­stofan að von væri á 39 gráð­um. Svo 40. Þá 41. Nú, um hádegi að íslenskum tíma, er talið að hit­inn á Bret­landseyjum geti farið í 42 gráð­ur.

Á morg­un, mið­viku­dag, er spáð þrumu­veðri og hefur breska veð­ur­stofan gefið út við­var­anir vegna þess.

Lofts­lags­breyt­ingar „drepa“

Vís­inda­menn segja að öfgar í hita jafnt sem öðrum veð­ur­fars­legum þáttum megi rekja til lofts­lags­breyt­inga af manna­völd­um. „Lofts­lags­breyt­ingar drepa,“ sagði Pedro Sánchez, for­sæt­is­ráð­herra Spánar í gær er hann heim­sótti þrjú svæði þar sem stjórn­lausir skóg­ar­eldar geisa. „Lofts­lags­breyt­ingar drepa fólk, þær drepa vist­kerfi og líf­breyti­leika.“

Spánn hefur orðið mjög illa úti í hita­bylgj­unni síð­ustu daga. Allt landið er nán­ast undir og hiti víða mælst yfir 40 gráð­um.

Sum­arið 2020 fengu breskir vís­inda­menn á bauk­inn fyrir að draga upp mynd af því hvernig veð­ur­kort fram­tíð­ar­innar kynni að líta út vegna lofts­lags­breyt­inga. Þeir birtu spá­kort fyrir 23. júlí 2050 sem margir hlógu hrein­lega að. Spá­kort dags­ins í dag er slá­andi líkt því sem sér­fræð­ing­arnir sögðu að gæti átt sér stað eftir tæpa þrjá ára­tugi, segir Simon Lee, lofts­lags­sér­fræð­ingur við Col­umbina-há­skóla. „Það sem ger­ist á þriðju­dag veitir inn­sýn í það sem koma skal í fram­tíð­inn­i.“

Þessi þriðju­dagur er nú runn­inn upp.

Barist við skógarelda í Frakklandi. Mynd: EPA

Bráðnuð flug­braut og æðandi eldar

Hita­bylgjan hefur mörg and­lit. Eitt þeirra er að mal­bikið á flug­braut á Luton-flug­velli í London hrein­lega bráðn­aði. Þar fór hit­inn upp í 37 gráður í gær.

Bretar hafa verið hvattir til að halda sig heima yfir heitasta tíma dags­ins og eru varaðir við notkun almenn­ings­sam­gangna að nauð­synja­lausu. Eng­inn vill vera fastur í óloft­kældri neð­an­jarð­ar­lest í þessum hita. „Verið með vatn á ykk­ur,“ segja sam­göngu­yf­ir­völd í London. Hægt hefur verið á öllum lest­um. Svona mik­ill hiti getur valdið skemmdum á alls konar bún­aði, ekki síst raf­magn­s­köplum og lín­um.

Tug­þús­undir hafa þurft að flýja undan skóg­ar­eldum í Frakk­landi, á Spáni og í Portú­gal. Í Frakk­landi hafa tæp­lega 40 þús­und manns þurft að yfir­gefa heim­ili sín vegna elda sem loga á þremur svæð­um. Tveir þeirra hafa logað í nokkra daga og sá þriðji kvikn­aði í morg­un. Þykkur reykur yfir borg­inni Bor­deaux í morg­un. Gríð­ar­legt álag er á neyð­ar­þjón­ustu, m.a. vegna þús­unda sím­tala frá skelfdum borg­ur­um.

Að minnsta kosti 20 þús­und hekt­arar lands hafa brunnið í þeim sem lengur hafa log­að.

Skraufaþurr jarðvegur er víða vegna hitanna. Mynd: EPA

Mann­fall

Talið er að hita­bylgjan í Suð­ur- og Vest­ur­-­Evr­ópu hafi þegar kostað yfir 1.100 manns líf­ið. Dag­ur­inn í dag ógnar áfram lífi fólks, sagði í til­kynn­ingu bresku veð­ur­stof­unn­ar. „Ef fólk á við­kvæma ætt­ingja eða nágranna, núna er rétti tím­inn til að ganga úr skugga um að þeir séu að beita við­eig­andi aðgerðum til að fást við hit­ann,“ sagði tals­maður veð­ur­stof­unn­ar. „Ef spáin í dag gengur eftir gæti líf fólks verið í hætt­u.“

Stétta­skipt­ing

BBC hefur beitt ýmsum aðferð­um, m.a. gervi­tungla­mynd­um, til að kom­ast að því hverjir það eru sem eiga á hættu að verða verst úti í hita­bylgj­unni. Nið­ur­staðan er sú að fólk í fátæk­ustu hverf­unum hvort sem er á Englandi, Wales eða Skotlandi, er tvö­falt lík­legra til að búa við umtals­vert meiri hita en nágrannar þeirra. Þetta skýrist af fyr­ir­brigði sem kall­ast „urban heat island effect“ – heitar borg­areyjur – sem skýrist af því mikla magni steypu og mal­biks á afmörk­uðum svæðum sem gleypa í sig hita úr sól­ar­ljós­inu. Í hverfum efna­meira fólks eru fleiri og stærri græn svæði sem draga úr þessum áhrif­um.

Þetta getur skipt gríð­ar­legu máli. Í fyrra komst BBC að því að í einu hverfi var hit­inn 5 gráðum heit­ari en mæld­ist í almenn­ings­garði skammt frá.

BBC telur að sex millj­ónir manna búi á þessum heitu borg­areyjum í Bret­landi.

Akrar í Þýskalandi vökvaðir. Mynd: EPA

Kæl­ingin

Árið 2018 er talið að loft­kæl­ing­ar­bún­aður hvers konar hafi nýtt 10 pró­sent af allri raf­orku sem fram­leidd var í heim­in­um. Þá voru Jap­anir og Banda­ríkja­menn langstærstu not­endur slíks bún­aðar en reikna má með að um 90 pró­sent heim­ila í Banda­ríkj­unum noti slíkt, bæði búnað sem kælir loftið (AC) eða viftur til að kæla það með hreyf­ingu. Hins vegar bjuggu aðeins um 8 pró­sent af fólki á heit­ustu svæðum jarðar við slíkan munað árið 2018.

Og núna þegar sumrin á flestum vest­ur­löndum eru aug­ljós­lega að verða heit­ari er spreng­ing í notkun á loft­kæl­ingum í upp­sigl­ingu. Talið er að eft­ir­spurn eftir raf­orku til að kæla sig eigi eftir að meira en þre­fald­ast til árs­ins 2050.

Þetta er auð­vitað víta­hringur sem þarf að brjóta. Vís­inda­menn benda á að ýmsar leiðir séu færar til að kæla hýbýli. Það megi t.d. læra af þjóðum sem búa við Mið­jarð­ar­haf­ið. Hanna þarf hús með þetta í huga. Svo hægt sé að koma hreyf­ingu á loftið með því að opna glugga og kom­ast í skugga.

Græn svæði í borgum gera líka mikið gagn. Þeim þarf að fjölga, ekki fækka.

Eft­ir­far­andi eru líka góð ráð:

Drekktu eitt vatns­glas auka­lega á hverjum klukku­tíma.

Bleyttu fötin þín

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar