Sjálfboðatúristar – meiri skaði en gagn?

School-Kids.jpg
Auglýsing

Á undanförnum árum hefur atvinnugrein, sem gæti útlagst á íslensku sem sjálfboðaliða ferðamennska eða sjálfboðatúrismi (á ensku: „volunteer tourism” eða  „voluntourism”) vaxið gríðarlega. Hundruð þúsunda ósérhæfðra ungmenna frá Vesturlöndum auk annarra fara á hverju ári út um allan heim til að leggja sitt að mörkum í þróunarlöndum, oftar en ekki með því að kenna, byggja skóla eða aðstoða á munaðarleysingjaheimilum. Árið 2007 velti iðnaðurinn um og yfir tveimur milljörðum dollara á heimsvísu. Óhætt er að fullyrða að flestir séu sammála um að iðnaðurinn hafi vaxið enn frekar síðan þá.

Í fljótu bragði virðist þetta vera göfug og óeigingjörn leið til að hjálpa fátækasta fólki heimsins. Staðreyndin er því miður sú að í fæstum tilfellum er málið svo einfalt og í mörgum landanna er sjálfboðatúrismi beinlínis skaðlegur, án þess að nokkur ætli sér að valda skaða. Það þarf ekki nema að gúgla„voluntourism” til að sjá að sjálfboðatúrismi hefur sætt gríðarmikilli gagnrýni undanfarin ár, t.d. hér, hér og hér.

Gagnrýnin virðist helst beinast að þeim sem hjálpa munaðarleysingjum og Richter og Norman (2010) segja að skammtíma -sjálfboðaliðar á munaðarleysingjaheimilum geti magnað upp neikvæð áhrif uppeldis á slíkum stofnunum.

Borga fyrir að hjálpa


Sá sem vill gerast sjálfboðatúristi getur valið að fara nánast hvert sem er, hvort sem það er til að kenna ensku í skóla í Mósambík eða vinna á munaðarleysingjaheimili í Gana. Oftast fer fólk á vegum samtaka eða fyrirtækja eins og AUS, Kilroy og Nínukots, sem veita slíka þjónustu á Íslandi. Algengt er að fólk gerist sjálfboðaliðar og borgi frá um 1.000 og jafnvel yfir 10.000 krónur á dag og hafa þá yfirleitt ákveðið öryggisnet, húsnæði og fæði á meðan á dvöl stendur. Flug, bólusetningar, vegabréfsáritanir tryggingar og ýmislegt annað er ekki innifalið. Þetta eru talsverðar upphæðir þegar þær eru settar í samhengi við að fátæktarmörk Alþjóðabankans er rúmar 150 krónur. Talið er að um milljarður manna lifi á innan við 150 krónum á dag. Þar sem sjálfboðatúristar vinna yfirleitt í mjög fátækum samfélögum er því ljóst að það er eftir miklu að slægjast. Í þessu felst gríðarlega stór hvatavandi.

Auglýsing

Sá sem vill gerast sjálfboðatúristi getur valið að fara nánast hvert sem er, hvort sem það er til að kenna ensku í skóla í Mósambík eða vinna á munaðarleysingjaheimili í Gana. Oftast fer fólk á vegum samtaka eða fyrirtækja eins og AUS, Kilroy og Nínukots, sem veita slíka þjónustu á Íslandi. Algengt er að fólk gerist sjálfboðaliðar og borgi frá um 1.000 og jafnvel yfir 10.000 krónur á dag. Sá sem vill gerast sjálfboðatúristi getur valið að fara nánast hvert sem er, hvort sem það er til að kenna ensku í skóla í Mósambík eða vinna á munaðarleysingjaheimili í Gana. Oftast fer fólk á vegum samtaka eða fyrirtækja eins og AUS, Kilroy og Nínukots, sem veita slíka þjónustu á Íslandi. Algengt er að fólk gerist sjálfboðaliðar og borgi frá um 1.000 og jafnvel yfir 10.000 krónur á dag.

Það getur slitið tengslin milli raunverulegrar þarfar þiggjenda aðstoðar og sjálfboðatúrista að þeir síðarnefndu borgi fyrir að gerast sjálfboðatúristar og fái að velja hvar. Það skapar hvata til að horft sé á ferðamenn í leit að því að gera góðverk einungis sem viðskiptatækifæri. Því verða til verkefni á forsendum ferðamanna, en ekki þeirra sem þurfa aðstoð eða þiggja hana. Ef eitthvað selur, þá mun einhver reyna að selja það. Og það að vinna á munaðarleysingjaheimili með krúttlegum og fátækum börnum á paradísareyjunni Zanzibar, alveg óháð því hvort það sé í raun einhverjum öðrum en sjálfum þér til góðs, selur svo sannarlega.

 Vantar þekkingu ekki vinnuafl


Það sem er þó ef til vill mikilvægara er að í fátækustu löndum heims vantar alls ekki vinnuafl, heldur er skortur á þekkingu, hæfni og fjármagni það sem stendur þróun fyrir þrifum. Oft eru þeir sem gerast sjálfboðatúristar nýkomnir úr menntaskóla, með litla sem enga þekkingu eða reynslu af t.d. kennslu og enn síður þekkingu á samfélaginu þar sem þeir vinna. Í ofanálag er algengast að sjálfboðatúristar starfi í fáeinar vikur. Því blasir við spurningin: Hvernig getur slíkur einstaklingur unnið að uppbyggingu samfélags á sjálfbæran hátt frekar en heimamaður? Samtök og fyrirtæki í þessari atvinnugrein virðast í það minnsta almennt ekki hafa miklar áhyggjur, því sérfræðiþekking og þekking á menningu er sjaldan skilyrði fyrir því að gerast sjálfboðatúristi.

Hvaða skilaboð sendir slíkt til samfélagsins? Ef hvíti sjálfboðaliðinn frá Íslandi í Masaka héraði í Úganda á að vera betri kennari en menntaði heimamaðurinn, þrátt fyrir að hafa aldrei kennt, þekkja lítið til menningar Baganda ættbálksins og tala ekki Luganda, sendir það frekar niðurlægjandi skilaboð til heimamannsins.

Hvaða skilaboð sendir slíkt til samfélagsins? Ef hvíti sjálfboðaliðinn frá Íslandi í Masaka héraði í Úganda á að vera betri kennari en menntaði heimamaðurinn, þrátt fyrir að hafa aldrei kennt, þekkja lítið til menningar Baganda ættbálksins og tala ekki Luganda, sendir það frekar niðurlægjandi skilaboð til heimamannsins. Ein helsta gagnrýnin sem þróunaraðstoð hefur fengið er sú að hún dragi úr hvötum fólks til að hjálpa sér sjálft og það er auðvelt að sjá hvernig er hægt að heimfæra það á túrista sem koma með peninga og vinna störf sem heimamenn geta í flestum tilvikum vel unnið sjálfir.

Nýlega talaði greinarhöfundur við ungan sjálfboðaliða sem starfar sem kennari í Tansaníu, án menntunar, mikillar reynslu og talar ekki svahílí-tungumálið. Hún sagði frá því að kennarar í skólanum hennar rifust um það hver fengi að láta „mzungu” (þýðir yfirleitt Evrópubúi og er víða notað í Austan og Sunnanverðri Afríku) kenna sínum bekk. Ástæðan er sú að kennararnir gera ráð fyrir því að þessi sjálfboðatúristi sé betri kennari en þær sjálfar, einungis vegna þess að hún er sjálfboðaliði frá Vesturlöndum. Einfalt er að sjá hvernig slík viðhorf geta dregið úr hvatningu og því sjálfstrausti sem þarf til að vinna sig upp úr fátækt.

Margir þeirra sem fara í sjálfboðastörf kenna börnum í fjarlægum löndum án þess að búa yfir neinni sérstakri þekkingu til þess að gera það. Margir þeirra sem fara í sjálfboðastörf kenna börnum í fjarlægum löndum án þess að búa yfir neinni sérstakri þekkingu til þess að gera það.

Virðingavert en gæti valdið skaða


Sjálfboðaliðastarf getur almennt séð verið frábær leið til að láta gott af sér leiða og allflestum þykir virðingarvert þegar fólk leggur eitthvað á sig til að hjálpa þeim sem minna mega sín. Því miður gerir þó góðmennskan lítið ein og sér til að hjálpa þeim fátækustu í heiminum. Með hana eina að vopni er hætta á að valda skaða. Klassískt dæmi er um foreldra í Kambódíu sem fá borgað fyrir að senda börnin sín munaðarleysingjaheimili þar sem hjartahlýir ferðamenn og sjálfboðaliðar dreifa gjöfum, faðma börnin og borga aðgang, rétt eins og um dýragarð væri að ræða. Þessi vandi sjálfboðatúrisma á líka við um þróunaraðstoð að vissu leyti. T.d. þegar íbúar í „slömm-um” á Indlandi eyðileggja vatnsleiðslur í þeim tilgangi að teljast nógu fátækir til að eiga rétt á þróunarfé, eða árveitur í Tansaníu sem hafa meðal annars þurrkað upp votlendi, eyðilagt fiskistofna og minnkað rafmagnsframleiðslu.

Í þróunaraðstoð er lykilatriði að vandað sé til verka og það sé á hreinu að allt sé gert í samráði við þau samfélög sem unnið er í.

Í þróunaraðstoð er lykilatriði að vandað sé til verka og það sé á hreinu að allt sé gert í samráði við þau samfélög sem unnið er í. Dæmi um sóun og skaða þar eru ótalmörg, en til eru einnig ógrynni af dæmum um hvernig þróunaraðstoð hefur bætt líf f miður virðist sem góðmennska oga jhvernig veð m phæðirátækra til hins betra. Bókin Poor Economics eftir Abhijit Banerjee og Esther Duflo ber vitni um það, rétt eins og þróunasamvinna okkar Íslendinga.

Það sama á líklega við um sjálfboðatúrisma og þróunaraðstoð - þeir sem vilja bæta heiminn, þurfa að íhuga vel hvaða áhrif þeir hafa og vinna heimavinnuna sína. Hér og hér eru nokkur ráð fyrir þá sem hafa áhuga á að fara í sjálfboðavinnu og í raun bæta líf fólks. Ef til vill er þó mun meiri hjálp fólgin í því við að ferðast til fátækra landa og/eða versla vörur og þjónustu af þeim fátæku. Það ýtir undir vöxt atvinnuvega sem skapa raunveruleg verðmæti - ekkert hjálpar löndum meira við að brjótast út úr fátækt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None