Sjálfboðatúristar – meiri skaði en gagn?

School-Kids.jpg
Auglýsing

Á und­an­förnum árum hefur atvinnu­grein, sem gæti útlagst á íslensku sem sjálf­boða­liða ferða­mennska eða sjálf­boða­túrismi (á ensku: „volun­teer tourism” eða  „voluntouris­m”) vaxið gríð­ar­lega. Hund­ruð þús­unda ósér­hæfðra ung­menna frá Vest­ur­löndum auk ann­arra fara á hverju ári út um allan heim til að leggja sitt að mörkum í þró­un­ar­lönd­um, oftar en ekki með því að kenna, byggja skóla eða aðstoða á mun­að­ar­leys­ingja­heim­il­um. Árið 2007 velti iðn­að­ur­inn um og yfir tveimur millj­örðum doll­ara á heims­vísu. Óhætt er að full­yrða að flestir séu sam­mála um að iðn­að­ur­inn hafi vaxið enn frekar síðan þá.

Í fljótu bragði virð­ist þetta vera göfug og óeig­in­gjörn leið til að hjálpa fátæk­asta fólki heims­ins. Stað­reyndin er því miður sú að í fæstum til­fellum er málið svo ein­falt og í mörgum land­anna er sjálf­boða­túrismi bein­línis skað­leg­ur, án þess að nokkur ætli sér að valda skaða. Það þarf ekki nema að gúgla„voluntourism” til að sjá að sjálf­boða­túrismi hefur sætt gríð­ar­mik­illi gagn­rýni und­an­farin ár, t.d. hér, hér og hér.

Gagn­rýnin virð­ist helst bein­ast að þeim sem hjálpa mun­að­ar­leys­ingjum og Richter og Norman (2010) segja að skamm­tíma -sjálf­boða­liðar á mun­að­ar­leys­ingja­heim­ilum geti magnað upp nei­kvæð áhrif upp­eldis á slíkum stofn­un­um.

Auglýsing

Borga fyrir að hjálpa



Sá sem vill ger­ast sjálf­boða­túristi getur valið að fara nán­ast hvert sem er, hvort sem það er til að kenna ensku í skóla í Mósam­bík eða vinna á mun­að­ar­leys­ingja­heim­ili í Gana. Oft­ast fer fólk á vegum sam­taka eða fyr­ir­tækja eins og AUS, Kil­roy og Nínu­kots, sem veita slíka þjón­ustu á Íslandi. Algengt er að fólk ger­ist sjálf­boða­liðar og borgi frá um 1.000 og jafn­vel yfir 10.000 krónur á dag og hafa þá yfir­leitt ákveðið örygg­is­net, hús­næði og fæði á meðan á dvöl stend­ur. Flug, bólu­setn­ing­ar, vega­bréfs­á­rit­anir trygg­ingar og ýmis­legt annað er ekki inni­falið. Þetta eru tals­verðar upp­hæðir þegar þær eru settar í sam­hengi við að fátækt­ar­mörk Alþjóða­bank­ans er rúmar 150 krón­ur. Talið er að um millj­arður manna lifi á innan við 150 krónum á dag. Þar sem sjálf­boða­túristar vinna yfir­leitt í mjög fátækum sam­fé­lögum er því ljóst að það er eftir miklu að slægj­ast. Í þessu felst gríð­ar­lega stór hvata­vandi.

Sá sem vill gerast sjálfboðatúristi getur valið að fara nánast hvert sem er, hvort sem það er til að kenna ensku í skóla í Mósambík eða vinna á munaðarleysingjaheimili í Gana. Oftast fer fólk á vegum samtaka eða fyrirtækja eins og AUS, Kilroy og Nínukots, sem veita slíka þjónustu á Íslandi. Algengt er að fólk gerist sjálfboðaliðar og borgi frá um 1.000 og jafnvel yfir 10.000 krónur á dag. Sá sem vill ger­ast sjálf­boða­túristi getur valið að fara nán­ast hvert sem er, hvort sem það er til að kenna ensku í skóla í Mósam­bík eða vinna á mun­að­ar­leys­ingja­heim­ili í Gana. Oft­ast fer fólk á vegum sam­taka eða fyr­ir­tækja eins og AUS, Kil­roy og Nínu­kots, sem veita slíka þjón­ustu á Íslandi. Algengt er að fólk ger­ist sjálf­boða­liðar og borgi frá um 1.000 og jafn­vel yfir 10.000 krónur á dag.

Það getur slitið tengslin milli raun­veru­legrar þarfar þiggj­enda aðstoðar og sjálf­boða­túrista að þeir síð­ar­nefndu borgi fyrir að ger­ast sjálf­boða­túristar og fái að velja hvar. Það skapar hvata til að horft sé á ferða­menn í leit að því að gera góð­verk ein­ungis sem við­skipta­tæki­færi. Því verða til verk­efni á for­sendum ferða­manna, en ekki þeirra sem þurfa aðstoð eða þiggja hana. Ef eitt­hvað sel­ur, þá mun ein­hver reyna að selja það. Og það að vinna á mun­að­ar­leys­ingja­heim­ili með krútt­legum og fátækum börnum á para­dísareyj­unni Zanz­i­bar, alveg óháð því hvort það sé í raun ein­hverjum öðrum en sjálfum þér til góðs, selur svo sann­ar­lega.

 Vantar þekk­ingu ekki vinnu­afl



Það sem er þó ef til vill mik­il­væg­ara er að í fátæk­ustu löndum heims vantar alls ekki vinnu­afl, heldur er skortur á þekk­ingu, hæfni og fjár­magni það sem stendur þróun fyrir þrif­um. Oft eru þeir sem ger­ast sjálf­boða­túristar nýkomnir úr mennta­skóla, með litla sem enga þekk­ingu eða reynslu af t.d. kennslu og enn síður þekk­ingu á sam­fé­lag­inu þar sem þeir vinna. Í ofaná­lag er algeng­ast að sjálf­boða­túristar starfi í fáeinar vikur. Því blasir við spurn­ing­in: Hvernig getur slíkur ein­stak­lingur unnið að upp­bygg­ingu sam­fé­lags á sjálf­bæran hátt frekar en heima­mað­ur? Sam­tök og fyr­ir­tæki í þess­ari atvinnu­grein virð­ast í það minnsta almennt ekki hafa miklar áhyggj­ur, því sér­fræði­þekk­ing og þekk­ing á menn­ingu er sjaldan skil­yrði fyrir því að ger­ast sjálf­boða­túristi.

Hvaða skila­boð sendir slíkt til sam­fé­lags­ins? Ef hvíti sjálf­boða­lið­inn frá Íslandi í Masaka hér­aði í Úganda á að vera betri kenn­ari en mennt­aði heima­mað­ur­inn, þrátt fyrir að hafa aldrei kennt, þekkja lítið til menn­ingar Bag­anda ætt­bálks­ins og tala ekki Lug­anda, sendir það frekar nið­ur­lægj­andi skila­boð til heimamannsins.

Hvaða skila­boð sendir slíkt til sam­fé­lags­ins? Ef hvíti sjálf­boða­lið­inn frá Íslandi í Masaka hér­aði í Úganda á að vera betri kenn­ari en mennt­aði heima­mað­ur­inn, þrátt fyrir að hafa aldrei kennt, þekkja lítið til menn­ingar Bag­anda ætt­bálks­ins og tala ekki Lug­anda, sendir það frekar nið­ur­lægj­andi skila­boð til heima­manns­ins. Ein helsta gagn­rýnin sem þró­un­ar­að­stoð hefur fengið er sú að hún dragi úr hvötum fólks til að hjálpa sér sjálft og það er auð­velt að sjá hvernig er hægt að heim­færa það á túrista sem koma með pen­inga og vinna störf sem heima­menn geta í flestum til­vikum vel unnið sjálf­ir.

Nýlega tal­aði grein­ar­höf­undur við ungan sjálf­boða­liða sem starfar sem kenn­ari í Tansan­íu, án mennt­un­ar, mik­ill­ar ­reynslu og talar ekki sva­hí­lí-tungu­mál­ið. Hún sagði frá því að kenn­arar í skól­anum hennar rifust um það hver fengi að láta „mzungu” (þýðir yfir­leitt Evr­ópu­búi og er víða notað í Austan og Sunn­an­verðri Afr­íku) kenna sínum bekk. Ástæðan er sú að kenn­ar­arnir gera ráð fyrir því að þessi sjálf­boða­túristi sé betri kenn­ari en þær sjálf­ar, ein­ungis vegna þess að hún er sjálf­boða­liði frá Vest­ur­lönd­um. Ein­falt er að sjá hvernig slík við­horf geta dregið úr hvatn­ingu og því sjálfs­trausti sem þarf til að vinna sig upp úr fátækt.

Margir þeirra sem fara í sjálfboðastörf kenna börnum í fjarlægum löndum án þess að búa yfir neinni sérstakri þekkingu til þess að gera það. Margir þeirra sem fara í sjálf­boða­störf kenna börnum í fjar­lægum löndum án þess að búa yfir neinni sér­stakri þekk­ingu til þess að gera það.

Virð­inga­vert en gæti valdið skaða



Sjálf­boða­liða­starf getur almennt séð verið frá­bær leið til að láta gott af sér leiða og all­flestum þykir virð­ing­ar­vert þegar fólk leggur eitt­hvað á sig til að hjálpa þeim sem minna mega sín. Því miður gerir þó góð­mennskan lítið ein og sér til að hjálpa þeim fátæk­ustu í heim­in­um. Með hana eina að vopni er hætta á að valda skaða. Klass­ískt dæmi er um for­eldra í Kam­bó­díu sem fá borgað fyrir að senda börnin sín mun­að­ar­leys­ingja­heim­ili þar sem hjarta­hlýir ferða­menn og sjálf­boða­liðar dreifa gjöf­um, faðma börnin og borga aðgang, rétt eins og um dýra­garð væri að ræða. Þessi vandi sjálf­boða­túrisma á líka við um þró­un­ar­að­stoð að vissu leyti. T.d. þegar íbúar í „slömm-um” á Ind­landi eyði­leggja vatns­leiðslur í þeim til­gangi að telj­ast nógu fátækir til að eiga rétt á þró­un­ar­fé, eða árveitur í Tansaníu sem hafa meðal ann­ars þurrkað upp vot­lendi, eyði­lagt fiski­stofna og minnkað raf­magns­fram­leiðslu.

Í þró­un­ar­að­stoð er lyk­il­at­riði að vandað sé til verka og það sé á hreinu að allt sé gert í sam­ráði við þau sam­fé­lög sem unnið er í.

Í þró­un­ar­að­stoð er lyk­il­at­riði að vandað sé til verka og það sé á hreinu að allt sé gert í sam­ráði við þau sam­fé­lög sem unnið er í. Dæmi um sóun og skaða þar eru ótal­mörg, en til eru einnig ógrynni af dæmum um hvernig þró­un­ar­að­stoð hefur bætt líf f miður virð­ist sem góð­mennska oga jhvernig veð m phæðirá­tækra til hins betra. Bókin Poor Economics eftir Abhi­jit Banerjee og Esther Duflo ber vitni um það, rétt eins og þró­una­sam­vinna okkar Íslend­inga.

Það sama á lík­lega við um sjálf­boða­túrisma og þró­un­ar­að­stoð - þeir sem vilja bæta heim­inn, þurfa að íhuga vel hvaða áhrif þeir hafa og vinna heima­vinn­una sína. Hér og hér eru nokkur ráð fyrir þá sem hafa áhuga á að fara í sjálf­boða­vinnu og í raun bæta líf fólks. Ef til vill er þó mun meiri hjálp fólgin í því við að ferð­ast til fátækra landa og/eða versla vörur og þjón­ustu af þeim fátæku. Það ýtir undir vöxt atvinnu­vega sem skapa raun­veru­leg verð­mæti - ekk­ert hjálpar löndum meira við að brjót­ast út úr fátækt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None