Yfir þúsund milljarða halli verður á íslenska lífeyriskerfinu

14547467290-e16ec4fa71-z.jpg
Auglýsing

Hall­inn á ís­lenska líf­eyr­is­kerf­inu verður yfir eitt þús­und millj­arðar króna á næsta ári, þegar byrjað verður að reikna auknar ævi­líkur Íslend­inga inn í stöðu þess. Það þýðir að það vanti rúm­lega eitt þús­und millj­arða króna til þess að kerfið geti staðið undir þeim skuld­bind­ingum sem það hefur heitið sjóðs­fé­lögum sín­um, lands­mönnum öll­um.

Íslenska ríkið „skuld­ar“ líf­eyr­is­sjóð­unum stærstan hluta þess­arrar upp­hæðar vegna ábyrgðar sem það er í vegna líf­eyr­is­sjóðs­greiðslna opin­berra starfs­manna. Ekki hefur verið gripið til neinna beinna aðgerða til að taka á þessum vanda und­an­farin ár, hvorki af hálfu síð­ustu rík­is­stjórn né þeirri sem nú sit­ur. Því eykst vand­inn ár frá ári.

Tvö kerfiLíf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru tvenns­kon­ar. Ann­ars vegar eru þeir sem telj­ast til almenna kerf­is­ins og hins vegar eru þeir sem eru með ábyrgð opin­bera aðila, ríkis eða sveit­ar­fé­laga. Þegar horft er á alla sjóð­ina, bæði opin­bera og almenna, þá voru skuld­bind­ingar þeirra um 2.933 millj­arðar króna í lok síð­asta árs.

Kjarn­inn greindi frá því í gær að skuld­bind­ingar íslenskra líf­eyr­is­sjóða muni aukast um 10-15 pró­sent á næsta ári þegar byrjað verður að reikna með auknum ævi­líkum Íslend­inga við útreikn­inga á skuld­bind­ingum þeirra.

Auglýsing

Miðað við það munu skuld­bind­ing­arnar hækka um 293 til 440 millj­arða króna á einu bretti með þessum breyttu reikn­ings­að­ferð­um.  

Miðað við það munu skuld­bind­ing­arnar hækka um 293 til 440 millj­arða króna á einu bretti með þessum breyttu reikn­ings­að­ferð­um. Líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa út næsta ár til að bregð­ast við þess­ari stöðu. Það munu þeir þurfa að gera með því að hækka eft­ir­launa­ald­ur, hækka iðgjöld sem við borgum til þeirra um hver mán­að­ar­mót og breyta dreif­ingu rétt­inda.

Allt að 1.100 millj­arða mun vantar í sjóð­inaÍ lok síð­asta árs vant­aði 664 millj­arða króna inn í íslensku líf­eyr­is­sjóð­ina til að þeir gætu staðið við þessar skuld­bind­ing­ar. Við breyt­ingu á reikn­ings­að­ferð mun sá halli aukast í 957 til 1.104 millj­arða króna miðað við stöð­una í árs­lok í fyrra.  Það mun, með öðrum orð­um, vanta í besta falli tæp­lega eitt þús­und millj­arða króna til að sjóð­irnir geti borgað út það sem þeir hafa skuld­bundið sig til.

Vandi kerf­anna, hins almenna ann­ars vegar og hins opin­bera hins veg­ar, er mjög mis­jafn. Um síð­ustu ára­mót vant­aði 596 millj­arða króna inn í opin­beru sjóð­ina. Þeir eru um það bil 40 pró­sent af kerf­inu í heild og því má ætla að 117 til 176 millj­arðar króna bæt­ist við þá hít sem ríki og sveit­ar­fé­lög skulda inn í líf­eyr­is­kerfið sem þau bera ábyrgð á. Sam­tals er hall­inn á því kerfi, sem vex ár frá ári, því orðin 713 til 772 millj­arðar króna. Langstærsti hluti þess­arrar skuldar er við B-deild Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins.

Fjöldi Íslendinga sem eru yfir 67 ára aldri mun þrefaldast á næstu 45 árum. Hagstofa Íslands spáir því að árið 2060 verði þeir 97 þúsund. Fjöldi Íslend­inga sem eru yfir 67 ára aldri mun þre­fald­ast á næstu 45 árum. Hag­stofa Íslands spáir því að árið 2060 verði þeir 97 þús­und.

Almenna kerfið er í betri mál­um, þótt það þurfi sann­ar­lega að bregð­ast við þeim breytta veru­leika sem síaukið lang­lífi skap­ar líf­eyr­is­sjóð­un­um. Halli þess var um 68 millj­arðar króna í lok síð­asta árs. Við breyt­ing­una á reikn­ings­að­ferðum á stöðu sjóð­anna munu 176 til 264 millj­arðar króna bæt­ast við skuld­bind­ingar þeirra.

Þessu verður óhjá­kvæmi­lega mætt með því að hækka eft­ir­launa­aldur í allt að 70 ár, með því að hækka iðgjöldin sem við borgum til sjóð­anna um hver mán­að­ar­mót og með ein­hvers­konar skerð­ingu rétt­inda, til dæmis með því að dreifa töku líf­eyris á fleiri ár.

Lögum breytt til í stað þess að taka á vand­anumÞessar aðferðir duga hins vegar ekki opin­bera kerf­inu einar og sér. Þar þarf líka að greiða inn í kerfið til að brúa þann gríð­ar­lega halla sem skap­ast hefur á B-deildum opin­beru sjóð­anna vegna sinnu­leysis stjórn­valda und­an­farin ár. Á árunum fyrir hrun var reyndar byrjað að takast á við hall­ann og frá árinu 1999 fram að hruni voru nokkrir millj­arðar króna greiddir árlega til að minn­ka gat­ið. Því var snar­lega hætt eftir hrun og engin þeirra rík­is­stjórna sem setið hafa síðan þá hefur séð til­efni til að byrja á slíkum greiðslum aft­ur. Á meðan stækkar gatið dag frá degi.

Í stað þess að taka á vanda­mál­inu er hins vegar lagt fram  nýtt laga­frum­varp árlega sem heim­ilar opin­beru sjóð­unum að safna meiri halla.

Vanda­málið liggur þó ekki bara hjá B-deild­un­um, heldur líka hjá A-deildum sjóð­anna. Sá halli sem er á þeim er bein­leiðis ólög­leg­ur. Í stað þess að taka á vanda­mál­inu er hins vegar lagt fram  nýtt laga­frum­varp árlega sem heim­ilar opin­beru sjóð­unum að safna meiri halla.

Nú síð­ast var það lagt fram í sept­em­ber síð­ast­liðnum . Sam­kvæmt lögum mátti ekki reka A-deild Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna sveit­ar­fé­laga og sömu deild innan Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna ríks­ins með meira en 11 pró­sent halla. Sveita­fé­laga­sjóð­ur­inn var rek­inn með 12,5 pró­sent halla og A-deild LSR með 11,7 pró­sent halla árið 2013. Til að takast á við þessa stöðu var svig­rúmið ein­fald­lega hækkað upp í 13 pró­sent með nýju laga­frum­varpi og sá tími sem heim­ilt er að reka sjóð­ina­yfir 10 pró­sent halla lengdur úr sex árum í sjö. Árið í ár er því sjö­unda árið í röð sem A-deild sjóðs­ins er nei­kvæð. Haldi þetta áfram verður sjóð­ur­inn auð­vitað á end­anum tóm­ur.

Sér­eigna­kerfi verður hús­næð­is­sparn­aðurÞað virð­ist samt vera að Íslend­ingar séu ekk­ert mikið að hugsa um þessi mál. Þessi grafal­var­lega staða líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins nær vart inn í hið póli­tíska svið og lít­ill þrýst­ingur virð­ist vera um úrbætur í opin­berri umræðu, nema frá líf­eyr­is­sjóð­unum sjálf­um.

Þess utan virð­ast ekki margir vera að átta sig á hversu mikil kjara­skerð­ing fylgir því að fara á eft­ir­laun. Hún ýtir mörgum undir lág­marks­fram­færslu­við­mið, sem eru í dag um 290 þús­und krónur sam­kvæmt vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu.

Til Íslend­ingar gætu átt í sig og á í ell­inni var sér­eign­ar­líf­eyr­is­sparn­að­ar­kerfi því ýtt úr vör. Þar varð mikil eign­ar­myndun allt þar til að síð­asta rík­is­stjórn ákvaða að heim­ila fólki að taka út sér­eign­ar­sparn­að­inn sinn til að eyða í skamm­tíma­vanda­mál. Þessi leið var líka tekju­öfl­un­ar­leið fyrir rík­ið, sem skatt­leggur útgreiðsl­urn­ar.

­Vegna þess höfðu um 100 millj­arðar króna flætt út úr sér­eign­ar­kerf­inu um síð­ustu ára­mót. eftir sátu rúm­lega 400 millj­arðar króna.

Vegna þess höfðu um 100 millj­arðar króna flætt út úr sér­eign­ar­kerf­inu um síð­ustu ára­mót. eftir sátu rúm­lega 400 millj­arðar króna. Til við­bótar er sitj­andi rík­is­stjórn að bjóða fólki hið ómót­stæði­lega til­boð að láta sér­eign­ar­sparn­að­inn sinn renna í að borga niður hús­næð­is­lán sín, skatt­frjálst. Upp­haf­lega átti þessi leið að vera til fjög­urra ára en mik­ill póli­tískur vilji er til að hún verði fram­lengd.

Ljóst er að ef af því verður mun sú stjórn­valds­á­kvörðun að breyta sér­eign­ar­sparn­aði flestra í hús­næð­is­sparnað ganga mjög nærri sér­eign­ar­kerf­inu. Þá er eins gott að allir geti fengið gott verð fyrir húsin sín þegar þeir eru komnir á eft­ir­laun og geti þá notað ágóðan til að brúa bilið frá líf­eyri og upp að lág­marks­fram­færslu.

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None