Skuldir lífeyrissjóðanna munu aukast um allt að 440 milljarða króna

folk.jpg
Auglýsing

Á næsta ári munu skuld­bind­ingar íslenskra líf­eyr­is­sjóða aukast um 10-15 pró­sent þegar byrjað verður að reikna með auknum ævi­líkum okkar við útreikn­inga á skuld­bind­ingum þeirra. Miðað við skuld­bind­ingar líf­eyr­is­sjóða í lok síð­asta árs, sem voru 2.933 millj­arðar króna, mun þetta þýða að að skuld­bind­ing­arnar muni hækka um 293,3 til 440 millj­arða króna á einu bretti. Til að mæta þessum breyt­ingum þarf að hækka eft­ir­launa­ald­ur, hækka iðgjöld og breyta dreif­ingu rétt­inda. Ákvörðun um þessar breyt­ingar þarf að taka á næsta ári.

Þetta er meðal þess sem kom fram á mál­þingi á vegum Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða um breyttar lífslíkur og áhrif þess á líf­eyr­is­sjóði sem haldið var í gær.

Lifum miklu lengurÍs­lend­ingar eru farnir að lifa miklu lengur en þeir gerðu áður, og er það auð­vitað hið mesta gleði­efni. Þessi aukni líf­tími á sér margar ástæð­ur. Fram­þróun í heil­brigð­is­vís­ind­um, betra matar­æði, meiri hreyf­ing, bætt lífs­gæði og aukin vit­neskja um allt sem skaðar okkur eru allt breytur sem skipta þar miklu máli.

Því fylgja þó óhjá­kvæmi­lega ákveðin sam­fé­lags­leg vanda­mál þegar fólk lifir alltaf lengur og leng­ur. Fjöldi Íslend­inga sem eru yfir 67 ára aldri, sem í dag er lög­bund­inn eft­ir­launa­ald­ur, mun enda þre­fald­ast á næstu 45 árum. Hag­stofa Íslands spáir því að árið 2060 verði þeir 97 þús­und. Álag mun aukast á heil­brigð­is­kerf­ið, á hjúkr­un­ar­heim­ilin og auð­vitað þarf að greiða fólki sem lifir lengur líf­eyri leng­ur.

Auglýsing

Kostar okkur meira að lifa svona lengiÞótt ævi­líkur Íslend­inga, sem og ann­arra þjóða, hafi verið að aukast jafnt og þétt í langan tíma þá hafa trygg­inga­stærð­fræð­ing­arnir sem reikna út skuld­bind­ingar líf­eyr­is­sjóða, það sem þeir þurfa að greiða sjóðs­fé­lögum sínum í líf­eyri, hingað til notað for­tíð­ina sem við­mið. Síð­ast þegar þeir reikn­uðu út ævi­líkur þá var það til að mynda gert fyrir árin 2007 til 2011. Og þær ævi­líkur síðan not­aðar til að ákvarða hvað Íslend­ingar yrðu að með­al­tali gaml­ir. Svarið var að karlar yrðu að með­al­tali 79,5 ára en konur 83,6 ára. Á árunum 1966 til 1970 lifðu karlar að með­al­tali í 70,8 ár en konur í 77,6 ár. Ævi­lík­urnar hafa því auk­ist gríð­ar­lega á skömmum tíma.

Fjöldi Íslendinga sem eru yfir 67 ára aldri mun þrefaldast á næstu 45 árum. Hagstofa Íslands spáir því að árið 2060 verði þeir 97 þúsund. Fjöldi Íslend­inga sem eru yfir 67 ára aldri mun þre­fald­ast á næstu 45 árum. Hag­stofa Íslands spáir því að árið 2060 verði þeir 97 þús­und.

Frá og með næsta ári verður breyt­ing á. Frá þeim tíma munu trygg­inga­stærð­fræð­ing­arnir einnig not­ast við spá um áfram­hald­andi lengri lífaldur þegar þeir reikna út hvað líf­eyr­is­sjóð­irnir skulda okk­ur.

Nið­ur­staðan var kynnt á mánu­dag á mál­þingi á vegum Lands­sam­bands líf­eyr­is­sjóða. Þegar auknar lífslíkur þjóð­ar­innar eru teknar með í reikn­ing­inn þá kemur í ljós að skuld­bind­ingar líf­eyr­is­sjóð­anna muni hækka, á einu bretti, um 10-15 pró­sent.

Skuld­bind­ingar íslenskra líf­eyr­is­sjóða voru í lok síð­asta árs 2.933 millj­arðar króna. Nýju útreikn­ing­arn­ir, sem munu gilda frá og með næsta ári, munu því hækka skuld­bind­ing­arnar strax um 293,3 til 440 millj­arða króna. Eignir í sam­trygg­ing­ar­sjóðum líf­eyr­is­sjóð­anna voru 2.400 millj­arðar króna í lok síð­asta árs. Því eru eign­irnar 826,3 til 973 millj­örðum krónum frá því að standa undir áföllnum skuld­bind­in­um.

Hafa út næsta ár til að bregð­ast viðGunnar Bald­vins­son, stjórn­ar­for­maður Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, segir að þessi nið­ur­staða komi sér í raun ekki á óvart, en að hún kalli á breyt­ing­ar. „Við erum vel með­vituð um þá þróun sem er í gangi og umræður um að breyta um aðferð­ar­fræði hafa verið í gangi. Við höfum því reiknað með að ævi­líkur haldi áfram að hækka. Í stað þess að breyta rétt­indum á þriggja ára fresti þegar nýjar lífslíkur koma þá er til bóta að taka inn þessar breyt­ingar á ævi­lík­um.

Gunnar Baldvinsson, stjórnarformaður Landssamtaka lífeyrissjóða. Gunnar Bald­vins­son, stjórn­ar­for­maður Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða.

Ef við gerum það þá erum við að lofa rétt­indum sem ekki breyt­ast og það verður auð­veld­ara að meta hver rétt­indin verða við starfs­lok. Við þurfum hins vegar tíma til að bregð­ast við þessu. Þetta mun að öllum lík­indum hafa áhrif á eft­ir­launa­ald­ur, iðgjöld og að ein­hverju leyti rétt­ind­i.“

Það er því sem­sagt þrennt sem hægt er að gera: hækka eft­ir­launa­ald­ur, lík­lega í 70 ár, hækka iðgjöld sem við greiðum til líf­eyr­is­sjóð­anna um hver mán­að­ar­mót eða að skerða rétt­indi með ein­hverjum hætti, til dæmis með því að dreifa heild­ar­greiðslum sem hver og einn fær á fleiri ár en nú er gert.

Og þetta er ekki lengur fjar­lægt fram­tíð­ar­vanda­mál. Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa út næsta ár til að bregð­ast við þessum breytta veru­leika. Þetta er að ger­ast núna.

Nágranna­löndin hafa breytt kerfumÞað eru auð­vitað ekki bara Íslend­ingar sem eru að lifa leng­ur. Það er þróun sem á sér stað all­staðar í heim­inum og fleiri ríki hafa þurft að end­ur­skoða líf­eyr­is­kerfi sín vegna þessa. Það var nefni­lega mjög vin­sæl leið til að ná sér í atkvæði í mörgum Evr­ópu­löndum á árunum fyrir ald­ar­mót að lækka eft­ir­launa­ald­ur. Slíkar aðgerðir voru oft rök­studdar með því að þá myndi skap­ast meira pláss fyrir ungt fólk á vinnu­mark­aði. Þessar aðgerðir höfðu nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust ekki þær afleið­ing­ar.

Þvert á móti sátu mörg þess­arra ríkja, sem flest eru með gegn­um­streym­is­-líf­eyr­is­kerfi, eftir með risa­stórar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar sem þau réðu alls ekki við að greiða til fram­tíð­ar. Þess vegna hafa þau farið skarpt í það að breyta kerf­unum aftur til baka og hækka eft­ir­launa­ald­ur, þrátt fyrir litlar póli­tískar vin­sældir slíkra aðgerða. Þetta hefur verið gert í þrettán Evr­ópu­löndum nú þeg­ar: Dan­mörku, Nor­egi, Sví­þjóð, Hollandi, Bret­landi, Þýska­landi, Frakk­landi, Lúx­em­borg, Írlandi, Ítal­íu, Króa­tíu, Möltu og Sló­ven­íu.

Kjarn­inn mun halda áfram að fjalla um líf­eyr­is­kerfi lands­manna næstu daga.

 

 

 

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None