Lekamálið: Vinnubrögð Sigríðar Bjarkar ekki í samræmi við reglugerð

sbg.jpg
Auglýsing

Sig­ríður Björk Guð­jóns­dótt­ir, þáver­andi lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesjum, afhenti Gísla Frey Val­dórs­syni, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­manni Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, grein­ar­gerð um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos, í trássi við reglu­gerð um með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga hjá lög­reglu. Sam­kvæmt stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu stjórnar Lög­reglu­stjóra­fé­lags Íslands við Sig­ríði Björk, er það sömu­leiðis almennt verk­lag lög­reglu­stjóra að veita starfs­mönnum ráðu­neyta upp­lýs­ingar án þess að kanna hvort við­kom­andi starfs­maður hafi umboð til slíkrar upp­lýs­inga­öfl­un­ar.

Full­yrðir að hún hafi ekki gert neitt rangtÍ hádeg­is­fréttum RÚV á laug­ar­dag­inn full­yrti Sig­ríður Björk Guð­jóns­dótt­ir, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesjum og núver­andi lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, að hún hefði engin mis­tök gert þegar hún sendi Gísla Frey Val­dórs­syni, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­manni Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra, grein­ar­gerð um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos. Umbeðin grein­ar­gerð var send Gísla Frey 20. nóv­em­ber á síð­asta ári, eða sama dag og fyrstu frétt­irnar birt­ust upp úr minn­is­blaði um Tony Omos sem Gísli Freyr lak til fjöl­miðla. Gísli Freyr var á dög­unum dæmdur í átta mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi vegna lek­ans.

„Aðspurð, í áður­nefndri frétt RÚV, um hvort Gísli Freyr hafi óskað eftir grein­ar­gerð­inni með form­legum hætti, taldi Sig­ríður Björk svo ekki vera.“

Sig­ríður Björk ­sagði að ­grein­ar­gerðin hefði verið send Gísla Frey í góðri trú, þar sem fram hafi komið í sím­tali þeirra á milli að hann væri að hringja og biðja um grein­ar­gerð­ina fyrir inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið. ­Sig­ríður Björk vís­aði máli sínu til stuðn­ings til 14. greinar laga um Stjórn­ar­ráð Íslands, en þar segir orð­rétt: „Ráð­herra getur krafið stjórn­vald, sem heyrir undir yfir­stjórn hans, um hverjar þær upp­lýs­ingar og skýr­ingar sem honum er þörf á til að sinna yfir­stjórn­ar­hlut­verki sín­u.“

Auglýsing

Óskaði ekki eftir grein­ar­gerð­inni með form­legum hættiAðspurð, í áður­nefndri frétt RÚV, um hvort Gísli Freyr hafi óskað eftir grein­ar­gerð­inni með form­legum hætti, taldi Sig­ríður Björk svo ekki vera. „Ég held ekki, ég held að hann hafi bara hringt og beðið um þetta. [...] Það er mjög oft sem fara sím­töl á milli, það er ekk­ert alltaf form­legar fyr­ir­spurnir á milli ráðu­neytis og und­ir­stofn­anna. [...] Ég held að aðstoð­ar­menn hafi bara oft beðið um upp­lýs­ingar í ein­stökum gögn­um,“ sagði Sig­ríður Björk í sam­tali við Frétta­stofu RÚV á laug­ar­dag­inn.

„Lög­reglu­stjórar líta ein­fald­lega svo á að ekki þurfi að efast um umboð starfs­manna ráðu­neytis til sam­skipta við lögreglustjóra.“

Stjórn Lög­reglu­stjóra­fé­lags Íslands sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu í gær vegna máls­ins. Þar segir að í fréttum hafi borið á því sam­skipti þáver­andi lög­reglu­stjóra á Suð­ur­nesjum og fyrr­ver­andi aðstoð­ar­manns inn­an­rík­is­ráð­herra vegna grein­ar­gerð­ar­innar hafi verið gerð tor­tryggi­leg. Þess ber að geta að Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir á sæti í stjórn Lög­reglu­stjóra­fé­lags­ins, en hún kom ekki að gerð frétta­til­kynn­ing­ar­inn­ar.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir: „Sam­skipti lög­reglu­stjóra og ráðu­neytis hafa verið og eru mik­il; bæði form­leg, s.s. með bréf­um, og óform­leg, s.s. með sím­töl­um, og snerta þau sam­skipti alla þætti í starf­semi lög­reglu­emb­ætta, sem undir ráð­herra falla. ­Sam­skipti lög­reglu­stjóra eru við alla starfs­menn ráðu­neytis án til­lits til stöðu þeirra innan ráðu­neyt­is­ins. Það ræðst af efni hvers erindis hver starfs­manna ráðu­neytis er í sam­skiptum við lög­reglu­stjóra. [...] Á þetta bæði við um emb­ætt­is­menn ráðu­neytis og aðstoð­ar­menn ráð­herra. Lög­reglu­stjórar líta ein­fald­lega svo á að ekki þurfi að efast um umboð starfs­manna ráðu­neytis til sam­skipta við lög­reglu­stjóra.“

Full­yrð­ingar og vinnu­brögð sem stang­ast á við reglu­gerðÍ reglu­gerð um með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga hjá lög­reglu segir í 5. grein: „Að svo miklu leyti sem unnt er skulu mis­mun­andi teg­undir varð­veittra per­sónu­upp­lýs­inga aðgreindar í sam­ræmi við nákvæmni þeirra og áreið­an­leika. Upp­lýs­ingum um stað­reyndir skal halda aðgreindum frá gögnum byggðum á áliti eða mati. Einnig skal upp­lýs­ingum vegna stjórn­sýslu haldið aðgreindum frá upp­lýs­ingum vegna lög­reglu­starfa.“

Sam­kvæmt þessu ber lög­reglu að halda upp­lýs­ingum vegna stjórn­sýslu aðgreindum frá upp­lýs­ingum vegna lög­reglu­starfa. Miðað við yfir­lýs­ingar Sig­ríðar Bjarkar kann­aði hún ekki hvort Gísli Freyr, sem óskaði eftir grein­ar­gerð­inni, hefði umboð til að hlut­ast til um lög­reglu­mál.

„Vand­séð er að tryggt hafi ver­ið að farið sé eftir þessarri grein í til­felli grein­ar­gerð­ar­innar sem Sig­ríður Björk lét Gísla Frey í té sam­kvæmt sím­tali, án þess að fyrir lægi form­leg beiðni um upp­lýs­ing­arn­ar, og í hvaða til­gangi ætti að nota þær.“

Ef það er almennt verk­lag lög­reglu­stjóra, eins og fram kemur í til­kynn­ingu Lög­reglu­stjóra­fé­lags Íslands, að deila öllum per­sónu­upp­lýs­ing­um, sem aflað er í þágu lög­reglu­starfa, með hvaða starfs­manni ráðu­neytis sem sýnir þeim áhuga án þess að fyrir liggi form­leg beiðni, skil­grein­ing á þörfum fyrir upp­lýs­ing­ar, til­vísun til laga­greina eða umboð við­kom­andi starfs­manns, er vand­séð hvernig lög­reglu­stjórar geta tryggt eða haft eft­ir­lit með því að skil­yrði 6. greinar áður­nefndrar reglu­gerðar um með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga hjá lög­reglu sé upp­fyllt hverju sinni.

Sam­kvæmt skil­yrðum 6. greinar reglu­gerð­ar­innar verður per­sónu­upp­lýs­ingum ekki miðlað til ann­arra en innan lög­regl­unnar nema sam­kvæmt sam­þykki hins skráða, laga­heim­ild, heim­ild Per­sónu­verndar eða ef miðlun upp­lýs­inga er nauð­syn­leg til að koma í veg fyrir alvar­lega og aðsteðj­andi hættu.

Loks ­segir í 7. grein reglu­gerðar um með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga: „Per­sónu­upp­lýs­ingar sem lög­regla hefur miðlað má ekki nýta í öðrum til­gangi en þeim sem lýst var í beiðni um upp­lýs­ing­ar. Notkun upp­lýs­inga í öðru skyni er háð sam­þykki við­kom­andi lög­reglu­yf­ir­valds.“ Vand­séð er að tryggt hafi ver­ið að farið sé eftir þessarri grein í til­felli grein­ar­gerð­ar­innar sem Sig­ríður Björk lét Gísla Frey í té sam­kvæmt sím­tali, án þess að fyrir lægi form­leg beiðni um upp­lýs­ing­arn­ar, og í hvaða til­gangi ætti að nota þær.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÆgir Þór Eysteinsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None