Lekamálið: Vinnubrögð Sigríðar Bjarkar ekki í samræmi við reglugerð

sbg.jpg
Auglýsing

Sig­ríður Björk Guð­jóns­dótt­ir, þáver­andi lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesjum, afhenti Gísla Frey Val­dórs­syni, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­manni Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, grein­ar­gerð um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos, í trássi við reglu­gerð um með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga hjá lög­reglu. Sam­kvæmt stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu stjórnar Lög­reglu­stjóra­fé­lags Íslands við Sig­ríði Björk, er það sömu­leiðis almennt verk­lag lög­reglu­stjóra að veita starfs­mönnum ráðu­neyta upp­lýs­ingar án þess að kanna hvort við­kom­andi starfs­maður hafi umboð til slíkrar upp­lýs­inga­öfl­un­ar.

Full­yrðir að hún hafi ekki gert neitt rangtÍ hádeg­is­fréttum RÚV á laug­ar­dag­inn full­yrti Sig­ríður Björk Guð­jóns­dótt­ir, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesjum og núver­andi lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, að hún hefði engin mis­tök gert þegar hún sendi Gísla Frey Val­dórs­syni, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­manni Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra, grein­ar­gerð um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos. Umbeðin grein­ar­gerð var send Gísla Frey 20. nóv­em­ber á síð­asta ári, eða sama dag og fyrstu frétt­irnar birt­ust upp úr minn­is­blaði um Tony Omos sem Gísli Freyr lak til fjöl­miðla. Gísli Freyr var á dög­unum dæmdur í átta mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi vegna lek­ans.

„Aðspurð, í áður­nefndri frétt RÚV, um hvort Gísli Freyr hafi óskað eftir grein­ar­gerð­inni með form­legum hætti, taldi Sig­ríður Björk svo ekki vera.“

Sig­ríður Björk ­sagði að ­grein­ar­gerðin hefði verið send Gísla Frey í góðri trú, þar sem fram hafi komið í sím­tali þeirra á milli að hann væri að hringja og biðja um grein­ar­gerð­ina fyrir inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið. ­Sig­ríður Björk vís­aði máli sínu til stuðn­ings til 14. greinar laga um Stjórn­ar­ráð Íslands, en þar segir orð­rétt: „Ráð­herra getur krafið stjórn­vald, sem heyrir undir yfir­stjórn hans, um hverjar þær upp­lýs­ingar og skýr­ingar sem honum er þörf á til að sinna yfir­stjórn­ar­hlut­verki sín­u.“

Auglýsing

Óskaði ekki eftir grein­ar­gerð­inni með form­legum hættiAðspurð, í áður­nefndri frétt RÚV, um hvort Gísli Freyr hafi óskað eftir grein­ar­gerð­inni með form­legum hætti, taldi Sig­ríður Björk svo ekki vera. „Ég held ekki, ég held að hann hafi bara hringt og beðið um þetta. [...] Það er mjög oft sem fara sím­töl á milli, það er ekk­ert alltaf form­legar fyr­ir­spurnir á milli ráðu­neytis og und­ir­stofn­anna. [...] Ég held að aðstoð­ar­menn hafi bara oft beðið um upp­lýs­ingar í ein­stökum gögn­um,“ sagði Sig­ríður Björk í sam­tali við Frétta­stofu RÚV á laug­ar­dag­inn.

„Lög­reglu­stjórar líta ein­fald­lega svo á að ekki þurfi að efast um umboð starfs­manna ráðu­neytis til sam­skipta við lögreglustjóra.“

Stjórn Lög­reglu­stjóra­fé­lags Íslands sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu í gær vegna máls­ins. Þar segir að í fréttum hafi borið á því sam­skipti þáver­andi lög­reglu­stjóra á Suð­ur­nesjum og fyrr­ver­andi aðstoð­ar­manns inn­an­rík­is­ráð­herra vegna grein­ar­gerð­ar­innar hafi verið gerð tor­tryggi­leg. Þess ber að geta að Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir á sæti í stjórn Lög­reglu­stjóra­fé­lags­ins, en hún kom ekki að gerð frétta­til­kynn­ing­ar­inn­ar.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir: „Sam­skipti lög­reglu­stjóra og ráðu­neytis hafa verið og eru mik­il; bæði form­leg, s.s. með bréf­um, og óform­leg, s.s. með sím­töl­um, og snerta þau sam­skipti alla þætti í starf­semi lög­reglu­emb­ætta, sem undir ráð­herra falla. ­Sam­skipti lög­reglu­stjóra eru við alla starfs­menn ráðu­neytis án til­lits til stöðu þeirra innan ráðu­neyt­is­ins. Það ræðst af efni hvers erindis hver starfs­manna ráðu­neytis er í sam­skiptum við lög­reglu­stjóra. [...] Á þetta bæði við um emb­ætt­is­menn ráðu­neytis og aðstoð­ar­menn ráð­herra. Lög­reglu­stjórar líta ein­fald­lega svo á að ekki þurfi að efast um umboð starfs­manna ráðu­neytis til sam­skipta við lög­reglu­stjóra.“

Full­yrð­ingar og vinnu­brögð sem stang­ast á við reglu­gerðÍ reglu­gerð um með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga hjá lög­reglu segir í 5. grein: „Að svo miklu leyti sem unnt er skulu mis­mun­andi teg­undir varð­veittra per­sónu­upp­lýs­inga aðgreindar í sam­ræmi við nákvæmni þeirra og áreið­an­leika. Upp­lýs­ingum um stað­reyndir skal halda aðgreindum frá gögnum byggðum á áliti eða mati. Einnig skal upp­lýs­ingum vegna stjórn­sýslu haldið aðgreindum frá upp­lýs­ingum vegna lög­reglu­starfa.“

Sam­kvæmt þessu ber lög­reglu að halda upp­lýs­ingum vegna stjórn­sýslu aðgreindum frá upp­lýs­ingum vegna lög­reglu­starfa. Miðað við yfir­lýs­ingar Sig­ríðar Bjarkar kann­aði hún ekki hvort Gísli Freyr, sem óskaði eftir grein­ar­gerð­inni, hefði umboð til að hlut­ast til um lög­reglu­mál.

„Vand­séð er að tryggt hafi ver­ið að farið sé eftir þessarri grein í til­felli grein­ar­gerð­ar­innar sem Sig­ríður Björk lét Gísla Frey í té sam­kvæmt sím­tali, án þess að fyrir lægi form­leg beiðni um upp­lýs­ing­arn­ar, og í hvaða til­gangi ætti að nota þær.“

Ef það er almennt verk­lag lög­reglu­stjóra, eins og fram kemur í til­kynn­ingu Lög­reglu­stjóra­fé­lags Íslands, að deila öllum per­sónu­upp­lýs­ing­um, sem aflað er í þágu lög­reglu­starfa, með hvaða starfs­manni ráðu­neytis sem sýnir þeim áhuga án þess að fyrir liggi form­leg beiðni, skil­grein­ing á þörfum fyrir upp­lýs­ing­ar, til­vísun til laga­greina eða umboð við­kom­andi starfs­manns, er vand­séð hvernig lög­reglu­stjórar geta tryggt eða haft eft­ir­lit með því að skil­yrði 6. greinar áður­nefndrar reglu­gerðar um með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga hjá lög­reglu sé upp­fyllt hverju sinni.

Sam­kvæmt skil­yrðum 6. greinar reglu­gerð­ar­innar verður per­sónu­upp­lýs­ingum ekki miðlað til ann­arra en innan lög­regl­unnar nema sam­kvæmt sam­þykki hins skráða, laga­heim­ild, heim­ild Per­sónu­verndar eða ef miðlun upp­lýs­inga er nauð­syn­leg til að koma í veg fyrir alvar­lega og aðsteðj­andi hættu.

Loks ­segir í 7. grein reglu­gerðar um með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga: „Per­sónu­upp­lýs­ingar sem lög­regla hefur miðlað má ekki nýta í öðrum til­gangi en þeim sem lýst var í beiðni um upp­lýs­ing­ar. Notkun upp­lýs­inga í öðru skyni er háð sam­þykki við­kom­andi lög­reglu­yf­ir­valds.“ Vand­séð er að tryggt hafi ver­ið að farið sé eftir þessarri grein í til­felli grein­ar­gerð­ar­innar sem Sig­ríður Björk lét Gísla Frey í té sam­kvæmt sím­tali, án þess að fyrir lægi form­leg beiðni um upp­lýs­ing­arn­ar, og í hvaða til­gangi ætti að nota þær.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Mamma Klikk
Kjarninn 14. nóvember 2019
Hvernig slátrum við … og hvers vegna?
Davíð Hörgdal Stefánsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið
Þátt­ur norska rík­is­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÆgir Þór Eysteinsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None