Staða Reykjanesbæjar mjög erfið og ráðast þarf í stórtækar aðgerðir

reykjanesbaer1.jpg
Auglýsing

Reykja­nes­bær er skuld­settasta sveit­ar­fé­lag á Íslandi og rekstur þess und­an­farin ár hefur verið afleit­ur. Til að það upp­fylli skil­yrði laga um lög­lega skuld­setn­ingu þarf að skera mikið niður í rekstri sveit­ar­fé­lags­ins, auka tekjur þess, hætta að nota lán­tök­ur, eigna­sölu og tekjur sveita­fé­lags­ins til að nið­ur­greiða kostnað vegna Reykja­nes­hafnar og fast­eigna­fé­lags Reykja­nes­bæj­ar, auka arð­greiðslur til sveita­fé­lags­ins frá HS Veitum úr 450 millj­ónum króna í um 900 millj­ónir króna, end­ur­fjár­magna skuldir og selja eignir til að laga stöð­una. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tveimur skýrsl­um, grein­ingu KPMG á fjár­hags­stöðu Reykja­nes­bæjar, og úttektar Har­aldar L. Har­alds­sonar hag­fræð­ings á rekstri Reykja­nes­bæj­ar, sem kynntar voru á opnum íbúa­fundi í Hljóma­höll­inni í kvöld.

Ráð­ast þarf í stór­tækar aðgerðirSam­kvæmt grein­ingu KPMG  er ljóst að skulda­hlut­fall Reykja­nes­bæjar af rekstar­tekj­um, sem var 271,4 pró­sent í lok síð­asta árs, þarf að lækka veru­lega á næstu árum. Lög­legt hámark er 150 pró­sent og sveit­ar­fé­lagið hefur til árs­ins 2021 að ná því mark­miði.

Til að það náist mun Reykja­nes­bær ráð­ast í aðgerð­ar­á­ætlun sem hefur fengið nafnið „Sókn­in“ og byggir á til­lögum KPMG. Í grófum dráttum er áætl­unin fjór­þætt.

Í fyrsta lagi þarf að auka fram­legð að lág­marki um 900 millj­ónir króna með aðgerðum í rekstri. Það þýðir auknar tekj­ur, til dæmis í gegnum þjón­ustu­gjöld, og lækkun rekstr­ar­kostn­að­ar, til dæmis með upp­sögnum á starfs­fólki.

Auglýsing

Í öðru lagi á að stöðva fjár­flæði frá A hluta sveit­ar­sjóðs yfir til starf­semi sem til­heyrir B hluta. Með öðrum orðum á að hætta að nota tekjur sveita­fé­lags­ins, lán­tökur eða eigna­sölur til að borga fyrir þann hluta sem til­heyrir B hluta sveita­sjóðs. Í þessu felst meðal ann­ars að HS Veitur verði látnar greiða hámarks­arð, um 900 millj­ónir króna á ári.

Í þriðja lagi á að tak­marka fjár­fest­ingar A hluta sveit­ar­fé­lags­ins við 200 millj­ónir króna á ári þar til fjár­hags­mark­miðum verður náð.

Í fjórða lagi á að mæta auk­inni greiðsl­ur­byrði næstu ára með end­ur­fjár­mögnun skulda og skuld­binda og skoða mögu­leika á frek­ari sölu eigna eða sam­ein­ingu  B hluta stofn­ana. Þær B hluta stofn­anir sem eru mest byrði á Reykja­nesbæ eru Reykja­nes­höfn og Fast­eignir Reykja­nes­bæj­ar. Hvorug þeirra getur rekið sig án pen­inga frá A hluta sveita­sjóðs­ins.

KPMG reiknar sig niður á að skulda­hlut­fall Reykja­nes­bæjar verði 188,8 pró­sent árið 2021 ef ekki verði ráð­ist í aðgerð­ar­á­ætl­un­ina „Sókn­ina“. Verði hún farin telur KPMG að skulda­við­miðið geti farið í 140,2 pró­sent árið 2021 og þar með upp­fyllt lög. Tekið er sér­stak­lega fram að ef stór, ný verk­efni koma upp í sveit­ar­fé­lag­inu, til dæmis með auk­inni stór­iðju, myndi það bæta stöð­una enn frek­ar.

Reykjanesbær var rekinn með halla í tólf af þrettán síðastliðnum árum. Reykja­nes­bær var rek­inn með halla í tólf af þrettán síð­ast­liðnum árum.

Reykja­nes­bær rek­inn með halla í tólf af þrettán árumÚt­tekt Har­aldar er af svip­uðu meiði og grein­ing KPMG. Hann rekur að skuldir A hluta Reykja­nes­bæjar hafi auk­ist úr 5.618 millj­ónum króna árið 2002 í 24.674 millj­ónir króna árið 2013, eða um 19 millj­arða króna. Það er hækkun um 339 pró­sent eða rúm­lega fjór­föld­un. Ákvæði laga segja að ekki megi reka sveita­sjóð með halla sam­tals þrjú ár í röð. Reykja­nes­bær var hins vegar rek­inn með halla af reglu­legri starf­semi öll árin á tíma­bil­inu 2003 til 2013, nema eitt, árið 2010. Til að mæta þess­ari stöðu voru eignir seldar og stór lán tek­in. Hlut­fall skulda Reykja­nes­bæjar af rekstr­ar­tekjum var 271 pró­sent í lok árs 2013. Og margar verð­mætar eign­ir, á borð við eign­ar­hlut sveit­ar­fé­lags­ins í HS Orku, seld­ar.

Í skýrslu Har­aldar segri að í við­ræðum við starfs­menn sveit­ar­fé­lags­ins hafi komið fram hjá sumum þeirra að þeir líta á fjár­hags­á­ætlun sem áætlun og mark­mið, fremur en fjár­heim­ild. „Ef þetta er rétt er um alvar­legan mis­skiln­ing að ræða sem ber að leið­rétta,“ segir Har­ald­ur. „Fari stofnun fram úr þeirri fjár­heim­ild, sem kveðið er á um í fjár­hags­á­ætlun stofn­un­ar­innar og sam­þykkt liggur ekki fyrir hjá bæj­ar­stjórn, er um brot á sveit­ar­stjórn­ar­lögum að ræða“.

Staðan krefst harðra aða­halds­að­gerðaÍ úttekt hans er meðal ann­ars lagt til að kröfur aðal­sjóðs á B hluta­stofn­anir sem eru ekki taldar inn­heimt­an­legar verði afskrif­aðar í bókum sveit­ar­fé­lags­ins, kannað verði hvort hægt sé að end­ur­fjár­magna eldri lán með hag­stæð­ari kjörum, hvort hægt sé að greiða upp, og eftir atvikum lækka, leigu­skuld­bind­ing­ar, hvort hægt verði að taka HS Veitur úr úr sam­stæðu­reikn­ingi Reykja­nes­bæj­ar, að rekstur allra B-hluta stofn­ana verði sjálf­bær, að for­stöðu­mönnum verði gert óheim­ilt að fara fram úr fjár­heim­ild­um, að sett verði yfir­vinnu­bann á starfs­fólk Reykja­nes­bæj­ar, að allir samn­ingar um bif­reið­ar­styrki verði end­ur­skoð­að­ir, að við­vera starfs­manna í vakta­vinnu verði stytt, að öll inn­kaup á rekstr­ar­vörum og þjón­ustu verði boðin út, að dregið verði úr kaupum á örygg­is­gæslu og að for­stöðu­mönnum stofn­anna verði „falið að skrá mán­að­ar­lega alla raf­magns­notkun og hit­un­ar­kostn­að“.

Hægt er að lesa skýrsl­urnar í heild sinni hér og hér. Kjarn­inn mun fjalla áfram um þær á morg­un.

 

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None