Sviðin jörð Mexíkó

mexiko.jpg
Auglýsing

Áætl­aður hagn­aður eit­ur­lyfja­hringja í Mexíkó af sölu eit­ur­lyfja í Banda­ríkj­unum nemur allt að 30 millj­örðum banda­ríkja­dala á ári. Það er um 2-3% af vergri lands­fram­leiðslu Mexíkó. Til sam­an­burðar er velta íslenska sjáv­ar­út­vegs­ins rúm­lega 13 millj­arðar banda­ríkja­dala eða um 12% af vergri lands­fram­leiðslu Íslands.

Á fyrri hluta nítj­ándu aldar áskildu Banda­ríkin sér einka­rétt til íhlut­unar í Mið- og Suð­ur­-Am­er­íku. Þetta til­von­andi stór­veldi var með þessu að berja í borðið og segja gömlu evr­ópsku nýlendu­veld­un­um, sér­stak­lega Spán, að halda sig á mott­unni. Þessi stefna er köll­uð Mon­roe-­kenni­setn­ingin og hefur verið horn­steinn banda­rískrar utan­rík­is­stefnu síð­an.

Spænska heims­veldið hopaði en til þess að reka það á brott þurfti frels­is­hetjur á borð við Simón Bolí­v­ar. Mið-Am­er­íka var, og er enn, van­þróað svæði og efna­hagur land­anna byggð­ist mikið til á land­bún­aði eða útflutn­ingi á nátt­úru­auð­lind­um. Óstöð­ug­leiki, hall­ar­bylt­ingar og borg­ara­stríð hafa ein­kennt sögu Mið- og Suð­ur­-Am­er­íku á tutt­ug­ustu öld­inni. Rétt­ar­ríkið hefur ekki náð að festa sig í sessi. Glæpir og spill­ing eru víða algeng, meira að segja í dóms­kerf­inu, á meðal lög­reglu og ann­arra opin­berra emb­ætt­is­manna.

Auglýsing

Bak­garður Banda­ríkj­anna



Á tíma kalda stríðs­ins var annar horn­steinn banda­rískrar utan­rík­i­s­tefnu að stöðva útbreiðslu komm­ún­isma, nefnd Truman-­kenni­setn­ingin. Kúba Kastrós var Banda­ríkja­mönnum þyrnir í augun og Banda­ríkja­menn studdu hverja þá ribb­alda sem ljóst var að myndu stökkva vinstrisinn­uðum bar­áttu­mönnum á flótta í löndum Mið-Am­er­íku. Fleiri en einum banda­rískum for­seta eru eignuð ummælin eft­ir­far­andi um fleiri en einn ein­ræð­is­herra á svæð­inu.

„He may be a son of a bitch, but he's our son of a bitch”


Oft hefur því verið haldið fram að Roos­evelt hafi sagt þetta um Anastasio Somoza García (1896-1956) sem var ein­valdur í Ník­aragva á árunum 1936 til 1956. Eftir að Ník­arag­vabúar höfðu flæmt son hans og arf­taka Anastasio Somoza Debayle (1925-1980) frá völdum 1979 studdu Banda­ríkja­menn skæru­liða gegn hinni svoköll­uðu Sand­inista-­rík­is­stjórn í Ník­arag­va. Íhlutun Banda­ríkj­anna urðu að hneyksl­is­máli í fjöl­miðlum þar vestra, Íran-­Kontra-hneyksl­inu svo­kall­aða. Alþjóða­dóm­stól­inn dæmdi Banda­ríkja­stjórn seka um ólög­lega íhlutun í inn­an­rík­is­málum Ník­aragva árið 1986 en Banda­ríkin virtu dóm­inn að vettugi. Ník­aragva er í dag örugg­asta og frið­samasta land Mið-Am­er­íku.

Rios Montt fyrrverandi hershöfðingi og bandamaður Bandaríkjanna á níunda áratugnum var dreginn fyrir dómstól árið 2012. Rios Montt fyrr­ver­andi hers­höfð­ingi og banda­maður Banda­ríkj­anna á níunda ára­tugnum var dreg­inn fyrir dóm­stól árið 2012.

Á hápunkti borg­ara­stríðs­ins í Gvatemala sem geys­aði í 36 ár, nánar til­tekið 4. des­em­ber 1982, lýsti Ron­ald Reagan yfir ein­dregnum stuðn­ingi við for­seta lands­ins, Efraín Ríos Montt:

„Pres­ident Ríos Montt is a man of great per­sonal integ­rity and commit­ment. ... I know he wants to improve the quality of life for all Guatemal­ans and to promote social just­ice.”


En sagan ber Montt ekki svo góðan dóm. Hann er eitt nafn á löngum lista ein­ræð­is­herra studdir af Banda­ríkj­unum sem voru ekki vandir að með­ul­um. Árið 2012 var Montt fund­inn sekur um þjóð­ar­morð og glæpi gegn mann­kyn­inu.

Íhlut­anir Banda­ríkja­manna í heims­álf­unni eru sveip­aðar hulu og hafa gefið til­efni til mis­jafn­lega langsóttra sam­sær­is­kenn­inga. Um vissa hluti er þó ekki deilt, eins og þá stað­reynd að Banda­ríkja­menn þjálf­uðu her­menn frá Mið og Suð­ur­-Am­er­íku­löndum í her­stöð sinni School of Amer­icas sem áttu eftir að fremja grimmi­lega stríðs­glæpi.

Mik­il­vægur þáttur í því að leggja mat á heil­indi utan­rík­is­stefnu valda­mik­illa landa er að athuga ástand mála í helstu nágranna­ríkjum þeirra, helstu við­skipta­löndum og næsta áhrifa­svæð­is. Það er sér­kenni­leg þver­sögn í orð­ræðu banda­rískrar utan­rík­is­stefnu að ætla að tryggja öryggi í heim­inum – fjar­lægja ógn­ina sem stafar af hryðju­verka­mönnum - og flytja út lýð­ræði og rétt­ar­ríkið og taka þá fyrir fjar­læg og fram­andi lönd í Mið-Aust­ur­lönd­um.

Umdeild landa­mæri



Þegar Mexíkó lýsti fyrst yfir sjálf­stæði árið 1821 teygði það sig yfir það sem nú er Gvatemala í suðri og Kalíforn­íu, Nýju Mexíkó og Texas í norðri. Mexíkó taldi nærri fimm milljón fer­kíló­metra, sam­an­borið við þá tæpu tvo sem Mexíkó nútím­ans er. Eftir stríð Mexíkó og Banda­ríkj­anna 1846-48 afsal­aði Mexíkó sér til­kalli sínu til Texas, Kali­forníu og stórra svæða í öðrum landamæra­ríkjum við Mexíkó sem áður til­heyrðu því. Sögu­lega hefur því lengi verið tog­streita á milli Banda­ríkj­anna og Mexíkó og landamæra­svæði þess verið vett­vangur átaka um land.

Þegar Mexíkó lýsti yfir sjálfstæði 1821 náðu landamæri þeirra frá Gvatemala í suðri og til og með Kaliforníu og Texas í norðri. Þegar Mexíkó lýsti yfir sjálf­stæði 1821 náðu landa­mæri þeirra frá Gvatemala í suðri og til og með Kali­forníu og Texas í norðri.

Landa­mærin á milli Mexíkó og Banda­ríkj­anna eru þau fjöl­förn­ustu í heimi, um 250 millj­ónir manna ferð­ast yfir þau á ári hverju. Í Mexíkó búa rúm­lega 118 millj­ónir manna. Mexíkóska hag­kerfið er tíunda stærsta í heim­inum að teknu til­liti til kaup­mátt­ar. Strax og Frí­versl­un­ar­samn­ingur Norð­ur­-Am­er­íku (NAFTA) var sam­þykktur árið 1994 féll mexíkóski pesóinn um 40%, fólk í land­bún­aði tap­aði vinn­unni en færð­ist í iðn­að­ar­vinnu (maquila­dora). Ásókn banda­rísks fjár­magns í mexíkóskt vinnu­afl og öfugt er ekki nýleg þró­un. En um leið og farið er yfir landa­mærin frá Banda­ríkj­unum til Mexíkó, er maður kom­inn í ann­an, verri og hættu­legri heim.

Við­kvæmt lýð­ræði



Í end­ur­minn­ingum sín­um, sem komu út 2004, við­ur­kenndi Miguel de la Madrid, sem var for­seti Mexíkó 1982-88, að úrslit for­seta­kosn­ing­anna 1988 hefðu verið fals­aðar flokki sínum PRI í vil. PRI stendur fyrir Partido Revolucion­ario Instit­ucional og var stofn­aður 1929, hann hefur hlotið yfir­burða­sigur í flest­öllum kosn­ingum – kosn­ingar voru nán­ast rúss­neskar í Mexíkó. Undir lok 20. aldar hafði flokk­ur­inn setið við völd í Mexíkó í 71 ár og PRI orðið sam­nefni fyrir spill­ingu.

Hernum í Mexíkó er óspart beitt gegn eiturlyfjahringjum þar sem lögreglan dugar ekki til. Hernum í Mexíkó er óspart beitt gegn eit­ur­lyfja­hringjum þar sem lög­reglan dugar ekki til­.

Í for­seta­kosn­ing­unum 2000 laut PRI í lægra hald fyrir Vicente Fox, fram­bjóð­anda PAN-­stjórn­mála­flokks­ins. Í fréttaum­fjöllun um kosn­ing­arnar sagði New York Times PRI vera „klíku spilltra inn­herja sem hefur loks verið steypt úr stóli”. Á seinni hluta tutt­ug­ustu ald­ar­innar ríkti til­tölu­legur stöð­ug­leiki í und­ir­heimum í Mexíkó, spill­ing var umtals­verð en visst sam­komu­lag ríkti á milli eit­ur­lyfja­smyglar­anna og stjórn­mála­mann­anna í PRI og lög­reglu­manna sem þáðu mút­ur. Undir lok 20. aldar stórjókst magn eit­ur­lyfja sem flutt voru í gegnum Mexíko og mexíkósk glæpa­gengi efld­ust sam­hliða því.

Neysla



Um langt skeið hafa eit­ur­lyf átt við­komu í Mexíkó á leið sinni til hins ábata­sama mark­aðar í Banda­ríkj­un­um. Í dag fer um 90% þess kóka­íns sem neytt er í Banda­ríkj­unum í gegnum Mexíkó og tölu­vert magn heróíns, LSD, metam­fetamíns og maríjúana. Svo lengi sem neysla eit­ur­lyfja er ólög­leg í hinu auð­uga norðri verður fram­leiðsla þeirra og sala raun­veru­legur val­kostur fyrir ungt fólk í Mið- og Suð­ur­-Am­er­íku sem stendur frammi fyrir tak­mörk­uðum atvinnu­tæki­fær­um.

Eiturlyfjastríðið í Mexíkó er keyrt áfram af eftispurn í Bandaríkjunum eftir dýrum eiturlyfjum á borð við kókaíni. Eit­ur­lyfja­stríðið í Mexíkó er keyrt áfram af eft­isp­urn í Banda­ríkj­unum eftir dýrum eit­ur­lyfjum á borð við kóka­ín­i.

Áður fyrr var kóka­íni, sem er ábata­samasta eit­ur­lyf­ið, í meira mæli smyglað beint til Flór­ída með litlum flug­vélum frá Kól­umbíu, þar sem eit­ur­lyfja­kóng­ur­inn Pablo Esc­obar réði ríkj­um. Undir lok 20. aldar höfðu banda­rísk yfir­völd séð við Esc­obar og Medellín-eit­ur­lyfja­hring hans. Þá fóru kól­umbískir eit­ur­lyfja­fram­leið­endur að smygla land­leið­ina. Mexíkóskir smygl­arar voru fyrst um sinn milli­liðir en sáu sér fljótt leik á borði, þeir fengu greitt fyrir þjón­ustu sína í eit­ur­lyfjum og með tengsl sín í landamæra­svæði Banda­ríkj­anna gátu þeir komið eit­ur­lyfj­unum fljótt í verð. Brátt hættu þeir að vera milli­lið­ir.

Völdin í eit­ur­lyfja­heim­inum hafa því færst norð­ur, átaka­línan er ekki lengur dregin í frum­skógum Kól­umbíu heldur við landa­mæri Banda­ríkj­anna og Mexíkó. Höf­uð­paur­arnir við fram­leiðslu eit­ur­lyfj­anna hafa horfið í skugg­ann af eit­ur­lyfja­hringjum í Mexíkó sem berj­ast um yfir­ráð að aðgengi að Banda­ríkja­mark­aði.

Eit­ur­lyfja­stríð



Þann 11. des­em­ber 2006 eða tíu dögum eftir að Felix Cald­erón (PRI) tók við for­seta­emb­ætt­inu, sendi hann 6.500 her­menn inn í Michoacán-­ríki í Vest­ur­-­Mexíkó til þess að reyna að ráða nið­ur­lögum La Familia Michoacana-eit­ur­lyfja­hrings­ins. Þremur mán­uðum fyrr átti sér stað atburður í Uru­apan, 300 þús­und manna borg, sem olli straum­hvörf­um. Víga­menn La Familia vörp­uðu fimm afskornum höfðum inn á dans­gólf skemmti­staðar öðrum víti til varn­að­ar. Þessi aðferð, að beita hrotta­legu ofbeldi, pynta, lít­ils­virða og smána fórn­ar­lömbin opin­ber­lega átti héreftir eftir að verða algeng.

La Familia Michoacana er þó ekki öfl­ugur eit­ur­lyfja­hringur og var raunar leystur upp árið 2011. Öfl­ug­ustu eit­ur­lyfja­hringirnir heita Los Zetas og Sina­loa. Sina­loa-hring­ur­inn ræður ríkjum í vest­ur­hluta Mexíkó og Los Zetas í aust­ur­hlut­an­um. Átök þeirra á milli og við önnur glæpa­gengi sem og við yfir­völd hafa harðn­að. Á þjóð­há­tíð­ar­degi Mexíkó, 15. sept­em­ber 2008 var tveimur hand­sprengjum varpað inn í mann­þvögu við aðal­torg Mor­elia í Michoacán­ríki, átta manns dóu og a.m.k. 100 manns særð­ust.

Þegar yfirvöld hafa hendur í hári meðlima eiturlyfjahringa eru gjarnan haldnir fréttamannafundir. Það virðist þó sem að maður komi í manns stað. Þegar yfir­völd hafa hendur í hári með­lima eit­ur­lyfja­hringa eru gjarnan haldnir frétta­manna­fund­ir. Það virð­ist þó sem að maður komi í manns stað.

Árið 2009 sendu helstu leið­togar atvinnu­lífs­ins í Ciu­dad Juarez út neyð­ar­kall til Sam­ein­uðu þjóð­anna og ósk­uðu eftir frið­ar­gæslu­lið­um. Um þetta leyti var Ciu­dad Juarez morð­höf­uð­borg heims­ins og ítök eit­ur­lyfja­hringj­anna orðin það djúp­stæð að þau fjár­kúg­uðu venju­leg fyr­ir­tæki, þ.e. heimt­uðu vernd­ar­skatt. Eit­ur­lyfja­hringirnir í Mexíkó hafa ekki bara tekjur af smygli eit­ur­lyfja, þau stunda einnig fjár­kúgun og mann­rán í miklum mæli enda arð­samt. Jafn­vel fátækum far­and­verka­mönnum sem borgað hafa háar fjár­hæðir til þess að kom­ast norður er rænt og snauðum vanda­mönnum þeirra gert að borga fyrir lausn þeirra.

Óör­yggi



Níu af hverjum tíu glæpum sem framdir eru í Mexíkó eru ekki til­kynntir til yfir­valda, hvað þá rann­sak­að­ir. Árið 2010 voru innan við 5% morða rann­sökuð. Skýrsla Human Rights Watch frá 2011 sem var mjög óvægin bar fyr­i­s­ögn­ina Neither rights nor security. Sam­kvæmt einni heim­ild hefur verið til­kynnt um 29.707 manns­hvörf frá árinu 2006 og þar af væri yfir 12 þús­und manns enn sakn­að. Af þessum tæp­lega þrjá­tíu þús­und málum hefur aðeins verið hafin rann­sókn á 291 málum og enn eng­inn verið sak­felldur fyrir manns­rán á því tíma­bili.
Á kort­inu hér fyrir ofan sjást ríki Mexíkó (32) auk landamæra­ríkja Banda­ríkj­anna við landa­mæri Mexíkó sem eru Kali­forn­ía, Nýja Mexíkó, Arizona og Texas. Þessar tölur standa fyrir fjölda myrtra á hverja 100.000 íbúa á ári fyrir árið 2013 og eru því sam­bæri­legar milli landa. Það sem vekur strax athygli er tvennt. Í fyrsta lagi eru töl­urnar í Banda­ríkj­unum með eina auka­tölu sem ræðst af því að morð­tíðnin nær hvergi tveggja stafa tölu þar. Í öðru lagi það hversu mikil spönnin er á svæð­inu, efsta gildið er í landamæra­rík­inu Chi­hu­ahua í Norð­ur­-­Mexíkó sem liggur að Nýju Mexíkó og Texas. Lægsta gildið er í Yucatan, hinumegin á land­inu, í Suð­ur­-­Mexíkó. Mun­ur­inn verður enn meira áber­andi ef ein­ingin er færð niður á sveit­ar­fé­lags­stig­ið. Mesta morð­tíðnin er í Mið-­Mexíkó, hærri eftir því sem nær dregur landa­mær­un­um. Helsta und­an­tekn­ingin á þessu er Guer­rero sem er á suð-vest­ur­strönd Mexíkó og er með næst hæstu morð­tíðn­ina. Í Guer­rero eru þekktir ferða­manna­staðir á borð við Acapulco. Þekktasta eit­ur­lyfja­fram­leiðslu­svæðið í Mexíkó er nefnt „gullni þrí­hyrn­ing­ur­inn” og er á Sierra Madre-fjall­garð­inum við landa­mæri Chi­hu­ahua, Durango og Sina­loa.

 

Áætlað er að um níu af hverjum tíu skot­vopnum sem notuð eru í eit­ur­lyfja­stríð­inu í Mexíkó komi frá Banda­ríkj­un­um. Mikið fram­boð er af skot­vopnum í Banda­ríkj­unum og reglur um kaup á þeim eru rúm­ar. Van­máttur yfir­valda lýsir sér hvað best í sjálf­skip­uðum varn­ar­sveit­um. Borg­arar treysta ekki einu sinni lög­reglu­mönnum sem hafa orðið upp­vísir að því að starfa fyrir eit­ur­lyfja­gengi.

Verstu ódæðin sem borist hafa til fjöl­miðla eru fjöldamorðin kennd við San Fern­ando-sveit­ar­fé­lagið í Tamaulipas, heima­ríki Los Zeta­s-eit­ur­lyfja­hrings­ins. Árið 2010 fund­ust lík 72 far­and­verka­manna en þeir höfðu verið teknir af lífi með skoti í hnakk­ann og lík­unum því næst hrúg­að. Slík kerf­is­bundin fjöldamorð á almennum borg­urum minna á þjóð­ar­morð. Árið 2011 fund­ust lík 193 far­and­verka­manna, flestir frá Mið-Am­er­íku, í 47 mis­mun­andi fjölda­gröf­um.

Hafi ein­hverjum komið það til hugar að ástandið í Mexíkó jaðri við stríðs­á­stand þá er það ekki úr lausu lofti grip­ið. Molly Molloy bóka­vörður við Rík­is­há­skól­ann í Nýju Mexíkó og sér­fræð­ingur um mál­efni landamæra Mexíkó og Banda­ríkj­anna hefur gagn­rýnt opin­bera töl­fræði um glæpi og mann­fall í Mexíkó og sýnt fram á að heild­ar­fjöldi morða af yfir­lögðu ráði á tíma­bil­inu frá byrjun árs 2007 og út sept­em­ber 2013 sé 135.517 ekki á bil­inu 50 til 80 þús­und eins og oft­ast er greint frá í stórum fjöl­miðlum.

Til sam­an­burðar er áætlað sam­kvæmt opin­berum tölum að um 110 þús­und borg­arar hafi látið lífið í Írak á tíma­bil­inu 2005-2009 (raun­veru­legt mann­fall er mun hærra).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None