Sykur og samfélag

nammi.jpg
Auglýsing

Í frum­varpi til laga um virð­is­auka­skatt og vöru­gjöld sem nú liggur fyrir Alþingi er lagt til að felldur verði niður skattur á við­bættan sykur og sætu­efni, svo­nefndur syk­ur­skatt­ur.

Álagn­ing syk­ur­skatts­ins þann 1. mars 2013 var skref í átt­ina að því að við­ur­kenna þann heilsu­fars­skaða sem hlýst af slæmu mat­ara­æði, en matar­æði er stærsti ein­staki áhættu­þáttur heilsu­fars­skaða Íslend­inga sam­kvæmt Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­inni (WHO).

Á sama tíma og íslensk stjórn­völd áforma að létta álögum af sykri hefur WHO gefið út nýjar  leið­bein­ingar (mars 2014) um að enn verði hert á tak­mörk­unum á magni af sykri í mat­vælum úr 10% í 5% af orku­þörf – að stefna beri að helm­ingun á syk­ur­neyslu. Þetta magn sam­svarar 25 g af sykri á dag, eða 6 teskeiðum – en í 0,5 l gos­dós er um tvö­falt það magn.

Auglýsing

Sakir sam­fé­lags­legs kostn­aðar og heilsu­fars­á­hrifa offitu og sjúk­dóma sem tengj­ast matar­æði er ofneysla syk­urs ekki alfarið einka­mál hvers og eins meðan sam­fé­lagið ber kostn­að­inn. Líkt og vegna ofneyslu áfengis og tóbaksneyslu er gjald­taka rétt­læt­an­leg og nauð­syn­leg.

Slæmt matar­æði kostar sam­fé­lagið 5-20 millj­arða á ári



Út frá fyr­ir­liggj­andi tölum má ætla að heild­ar­kostn­aður hins opin­bera hér á landi vegna slæms matar­æðis og offitu nemi milli kr. 5 og 20 ma. á ári:



  • Í skýrslu Háskól­ans á Bif­röst sem gerð var fyrir heil­brigð­is­ráðu­neytið í nóv­em­ber 2008 kemur m.a. fram að þjóð­hags­legur sparn­aður af því að lækka með­al­þyngd lands­manna um 1 BMI-­stig (létt­ast um ca. 3 kg) nemi um kr. 1 ma. á ári, eða kr. 1,5 ma. á verð­lagi dags­ins í dag.


  • Í  meist­ara­prófs­rit­gerð Krist­ínar Þor­björns­dóttur í heilsu­hag­fræði var áætlað að beinn kostn­aður hins opin­bera vegna offitu hafi verið kr. 3 ma. hér á landi árið 2007, eða sem sam­svarar á fimmta millj­arði á verð­lagi dags­ins í dag – og þó lík­lega meiru, því offitu­vand­inn hefur auk­ist veru­lega frá 2007.


  • Sé tekið mið af vand­aðri sænskri rann­sókn sem út kom 2011, gæti kostnð­ur­inn verið enn meiri. Þar nam heild­ar­kostn­aður sænska trygg­inga­kerf­is­ins og heil­brigð­is­kerf­is­ins vegna offitu SEK 15 ma. árið 2003, eða 0,6% af vergri lands­fram­leiðslu, og gert er ráð fyrir 40 – 80% aukn­ingu fram til árs­ins 2020, sem heim­fært á Ísland væri ISK 15 ma. á ári nú – og samt erum við tölu­vert feit­ari en Sví­ar.


  • Loks má nefna tölur WHO, sem mælir glötuð góð æviár vegna ótíma­bærs dauða eða örorku. WHO telst svo til að um 7400 góð æviár glat­ist Íslend­ingum vegna mat­ar­a­ræð­is, eða sem sam­svarar um kr. 38 ma. á ári sé miðað við lands­fram­leiðslu á mann – þótt vissu­lega verði aldrei hægt að kom­ast í veg fyrir allan heilsu­fars­skaða.




Lang­vinn­ir, lífs­stílstengdir sjúk­dómar valda 86% allra dauðs­falla í okkar heims­hluta. Vand­inn er af þeirri stærð­argráðu að hann stendur í vegi fyrir hag­vexti og er að sliga heil­brigð­is­kerfið.

Með neyslu­stýr­ingu má draga úr neyslu óhollra fæðu­teg­unda en auka í stað­inn neyslu ávaxta og græn­met­is. Óhóf­leg neysla syk­urs stuðlar að þeim offitu­far­aldri sem flest lönd búa við í dag. Offita og afleidd syk­ur­sýki er ein helsta und­ir­rót margra lang­vinnra sjúk­dóma. Það er því miki­vægt lýð­heilsu­m­ark­mið að draga úr syk­ur­neyslu þjóð­ar­inn­ar. Góð leið til þess er syk­ur­skattur.

Íslend­ingar borða of mik­inn sykur



Ársneysla Íslend­inga á sykri hefur verið nálægt 50 kílóum á mann á ári í langan tíma. Við­var­andi ofneysla syk­urs veldur sívax­andi þyngd þjóð­ar­inn­ar. Ofneysla syk­urs ryður einnig í burtu holl­ari mat með „tómum kalor­íum“ úr sykrin­um, sem eykur enn á vand­ann.

Í könn­un­inni Hvað borða Íslend­ingar 2010 – 2011 frá emb­ætti Land­lækn­is, kemur fram að 24,4% 18-30 ára karla og 13,4% kvenna drekka sykraða gos­drykki dag­lega, og þessar ungu konur fá 18,9% af orkunni úr við­bættum sykri og karl­arnir fá 16,1%. Ein­göngu þeir sem drekka sykraða gos- og svala­drykki sjaldnar en tvisvar í viku fá að með­al­tali ekki of mik­inn sykur borið saman við 10%-há­mark­ið, og við eigum langt í land með að ná 5% sem WHO mælir nú með.

Í ofaná­lag notar WHO í dag víð­ari skil­grein­ingu á við­bættum sykri en tíðkast hefur á Íslandi, telur m.a. með sykur í hun­angi, sýróp­um, ávaxta­söfum og ávaxta­þykkn­um. Við erum því ekki einu sinni að mæla allan þann sykur sem við erum að inn­byrða og fáum því lægri neyslu­töl­ur.

Ís­lend­ingar eru nú feitasta þjóð Evr­ópu með 74% karla og 61% kvenna í ofþyngd skv. grein­ingu á skýrslu WHO Global Burden of Dise­ase 2013.

Íslend­ingar eru nú feitasta þjóð Evr­ópu með 74% karla og 61% kvenna í ofþyngd skv. grein­ingu á skýrslu WHO Global Burden of Dise­ase 2013. Þetta ástand er mjög hættu­legt. Sam­kvæmt grein í The Lancet þar sem teknar eru saman rann­sóknir á 900.000 manns í Norð­ur­-Am­er­íku og Evr­ópu og þeim fylgt eftir í að með­al­tali 8 ár, er kyrfi­lega sýnt fram á að lík­ams­þyngd­ar­stuð­ull yfir 25 (of­þynd­ar­mörk) teng­ist veru­lega auknum líkum á sjúk­dómum og dauða.

Sykur er glæ­nýtt nær­ing­ar­efni í þró­un­ar­sög­unni



Gegnum 200 þús­und ára þró­un­ar­sögu nútíma­manns­ins hefur sykur vart komið við sögu fyrr en á síð­asta árþús­und­inu í Evr­ópu og litlu fyrr í Aust­ur­lönd­um.  Fyrst á 18. öld varð sykur algengur í Evr­ópu; fyrst sem lúx­usvara en svo á 19. öld sem nauð­synja­vara.

Líf­fræði­lega erum við ekki hönnuð til að þola sykur vel: Frúktós­inn í venju­legum sykri (súkrósa) melt­ist í lifr­inni líkt og alkó­hól, sem tekur tíma og heldur áfram að skila orku löngu eftir að við erum hætt að vera sólgin í syk­ur.

Líf­fræði­lega erum við ekki hönnuð til að þola sykur vel: Frúktós­inn í venju­legum sykri (súkrósa) melt­ist í lifr­inni líkt og alkó­hól, sem tekur tíma og heldur áfram að skila orku löngu eftir að við erum hætt að vera sólgin í syk­ur. Þessi umframorka breyt­ast síðan í fitu – gjarnan kvið­fitu eða fitu­söfnun í lif­ur. Skiptir þá engu hvort um er að ræða hvítan syk­ur, hrá­sykur eða annan syk­ur. Syk­ur­inni­haldi í ávöxtum fylgja hins vegar trefjar og fjöl­mörg nær­ing­ar­efni sem gera mik­inn mun á að borða hann þannig eða drekka hann í formi gos­drykks, svo dæmi sé tek­ið.

Það er ekki nátt­úru­lega fitan í matnum sem orsakar offit­una. Hún þarf að vera til staðar til að veita nauð­syn­leg nær­ing­ar­efni og gefur hæga orku sem ekki örvar insúl­ín­sveiflur eins og hröðu kol­vetn­in. Það er gegnd­ar­laust syk­ur- og sterkjuát sem fyrst og fremst hefur komið okkur í koll.

Skað­semi syk­urs og gervi­sætu



Sykur er tví­sykra sem sam­sett er úr ein­sykr­un­um, glúkósa og frúktósa. Gildir þá einu hvaða nafni syk­ur­inn nefn­ist – hrá­syk­ur, hun­ang, sýróp, safi, þykkni eða ann­að.

Allar frumur lík­am­ans kunna að nota glúkóksa (þrúgu­syk­ur) og við fáum glúkós­ann fyrst og fremst úr öllum korn­vörum og plönt­um. Ekk­ert vanda­mál hér.

Hinn helm­ing­ur­inn af sykrin­um, frúktós­inn (ávaxta­syk­ur­inn) er hins vegar hinn mesti skað­valdur þegar hann er inn­byrtur í miklum mæli, svo sem í sykruðum drykkj­um, sæl­gæti eða mat með við­bættum sykri.

Frúktóksi veldur insúl­ínó­næmi sem eykur hættu á syk­ur­sýki og stuðlar að fitu­söfn­un, marg­vís­legri brenglun í seddu­stjórn­un, og sykur veldur jafn­vel fíkn hjá sumum ein­stak­ling­um. Í sam­an­burði við glúkósa ýti frúktósi (ávaxta­syk­ur) undir hækkun blóð­fitu og eykur nýmyndun fitu, sem leiðir til hærri lík­ams­þyngdar og auk­innar kvið­fitu.

Jafn­vel gervi­sykur getur haft sam­bæri­leg skað­leg áhrif á ofan­greind ferli. Ný rann­sókn sem birt var í Nat­ure um skað­semi sætu­efna sýnir að gervi­sykur (sakkar­ín, súkralósi og asp­artam) hefur áhrif til brenglaðs syk­ur­þols, þ.e. for­stigs syk­ur­sýki. Nið­ur­stöð­urnar eru slá­andi og byggðar til­raunum bæði á dýrum og mönn­um.

Líffræðilega erum við ekki hönnuð til að þola sykur vel: Frúktósinn í venjulegum sykri (súkrósa) meltist í lifrinni líkt og alkóhól, sem tekur tíma og heldur áfram að skila orku löngu eftir að við erum hætt að vera sólgin í sykur. Líf­fræði­lega erum við ekki hönnuð til að þola sykur vel: Frúktós­inn í venju­legum sykri (súkrósa) melt­ist í lifr­inni líkt og alkó­hól, sem tekur tíma og heldur áfram að skila orku löngu eftir að við erum hætt að vera sólgin í syk­ur­.

Banda­ríski inn­kirtla­sér­fræðin­ur­inn og lækn­ir­inn Robert H. Lustig lýsir því hvernig það er sam­bæri­legt álag á lifr­ina að drekka sykrað gos og sama magn af bjór („soda is beer wit­hout the buzz.“).

Fyrir þá sem vilja sökkva sér ofan í fræðin má benda á langanenda á fræði­legan (og langan) fyr­ir­lestur Robert H. Lustig, Sug­ar: The Bitter Truth.

Öllu aðgengi­legra efni fyrir almenn­ing má sjá í nokk­urra mín­útna fræðslu­myndum sem nefn­ast The Skinny on Obesity frá Uni­versity of Cali­fornia San Francisco og fjalla um matar­æði og syk­ur, sem og einkar slá­andi frétta­skýr­ingu frá kanadíska rík­is­sjón­varp­inu CBC, The Secrets of Sugar.

Íslenski syk­ur­skatt­ur­inn



Það þarf ekki að sann­færa mark­aðs­hyggj­andi fólk um þá stað­reynd að verð hefur áhrif á eft­ir­spurn.

Sjálfur frum­kvöð­ull frjáls­hyggj­unnar Adam Smith nefnir sykur sem sjálf­sagðan skatt­stofn þegar hann kemst svo að orði í Auð­legð þjóð­anna: „Sug­ar, rum, and tobacco, are comm­odities which are nowhere necess­aries of life, [but] which are ... objects of almost uni­ver­sal consum­ption, and which are ther­efore extrem­ely proper subjects of taxation.“

Þótt það hafi ekki farið ýkja hátt í umræð­unni er syk­ur­skatt­ur­inn á Íslandi sem nú stendur til að fella niður í raun val­kvæður, þannig að fram­leið­endum og inn­flytj­endum er áfram heim­ilt að greiða vöru­gjöld skv. almennum vöru­flokkum og sleppa því ein­fald­lega að reikna syk­ur­inni­hald­ið. Þetta kerfi umb­unar þeim sem leit­ast við að nota lít­inn sykur í vörur sín­ar, því þannig verður álagn­ingin lægri ef farin er syk­ur­skatts­leið­in.

Inn­lendum fram­leið­endum einnig kleift að sleppa við þá flækju sem útreikn­ingum og skýrslu­skilum fylgja, og kaupa ein­fald­lega aðföng til fram­leiðsl­unn­ar, þ.e. sykur eða sætu­efni með vöru­gjöld­um, sem ekki fæst nið­ur­fellt eða end­ur­greitt.

Nú kann ein­hverjum að virð­ast snúið að ætla að fella niður almenn vöru­gjöld að ætla þá að und­an­skilja syk­ur. Það væri hins vegar ekk­ert eins­dæmi. Það stendur nefni­lega til að við­halda vöru­gjöldum af öku­tækj­um, elds­neyti, áfengi og tóbaki svo fátt eitt sé nefnt.

Vöru­gjöld af sykri eiga full­kom­lega rétt á sér sem for­vörn og tekju­stofn á móti útgjöldum sem hljót­ast af ofneyslu syk­urs.

Neyslu­stýr­ing með sköttum virkar



Ein athygl­is­verð­asta vís­inda­grein síð­ari ára um skatt­lagn­ingu á inni­halds­efni mat­væla birt­ist hjá National Bureau of Economic Res­e­arch í jan­úar 2014.

Í rann­sókn­inni var sannað að áhrif skatt­lagn­ingar á nær­ing­ar­efni mat­væla (ekki aðeins á vör­urnar sjálfar eða vöru­flokk­ana), með því að fram­kvæma nákvæma grein­ingu á inni­halds­efnum ein­stakra teg­unda mat­vara í alls 123 milljón inn­kaupum hjá banda­rískum neyt­end­um. Nið­ur­staðan er að skattur á inni­halds­efni (þ.e. syk­ur­skatt­ur) sé mun áhrifa­meiri en skattur á vöru­flokka (þ.e. vöru­gjöld eða virð­is­auka­skatt­ur), án auk­ins heild­ar­kostn­aðar fyrir neyt­end­ur.

Hér heima hefur komið fram það rök­studda og skýra við­horf Land­lækn­is­emb­ætt­is­ins, að neyslu­stýr­ing með skatt­lagn­ingu sé áhrifa­rík leið til að tak­marka neyslu óhollra vara, bæta heilsu og draga úr útgjöld­um, m.a. sköttum eða vöru­gjöldum á sykraða gos­drykki. Slík verð­hækkun getur haft áhrif þar sem þörfin er brýnust, þ.e. hjá börnum og ung­mennum og öðrum þeim sem drekka mest af gos­drykkj­um.

Óþarft ætti að vera að minna á að neyslu­stýr­ing á skað­væn­legum neyslu­vörum hefur verið lengi við lýði hvað varðar áfengi og tóbak, og virkar enn betur ef hún helst í hendur við öfl­ugt fræðslu- og for­varn­ar­starf.

Staða mála á Norð­ur­löndum



Í Dan­mörku hefur skattur á gos, ís, sæl­gæti og ýmist sæta­brauð verið við lýði síðan 1922, og í núver­andi formi síðan 1998. Rangt er, sem haldið hefur verið fram af sykur­iðn­að­inum hér á landi, að fallið hafi verið frá syk­ur­skatti í Dan­mörku. Hið rétta er, að við fjár­laga­gerð vegna 2013 var samið um að falla frá eða fresta fyr­ir­hug­aðri útvíkkun á syk­ur­skatt­inum ásamt fyr­ir­hug­uðum reglum um skatt á harða fitu sem taka áttu gildi 1. jan­úar 2013. Dönsku lögin taka eftir sem áður til syk­ur­inni­halds í fjöl­mörgum vörum, allt frá sæl­gæti og kexi yfir í kókó­mjólk og -duft:

Í Nor­egi hefur verið í gildi skattur á gos og sæl­gæti síðan 1981, og sér­stakur skattur á súkkulaði og syk­ur­vörur síðan 1922.

Í Nor­egi hefur verið í gildi skattur á gos og sæl­gæti síðan 1981, og sér­stakur skattur á súkkulaði og syk­ur­vörur síðan 1922. Með sam­einaðri reglu­gerð árið 2001 var m.a. skattur á gos­drykki sem inni­halda við­bættan sykur færður á einn stað, og nemur fjár­hæð hans nú um ISK 70 pr lítra. Frá 1. jan­úar 2013 hækk­aði skattur á sykraða drykki, svo hálfs lítra flaska hækk­aði um sem nemur ISK 20. Í dag er gjald­takan í Nor­egi bæði beint á syk­ur­inn sjálfan og á pr. kíló sykraðrar vöru:

Í Finn­landi er þegar við lýði skattur á sykraða drykki, ís og sæl­gæti, en unnið er við að skoða hvers konar gjöld séu best til þess fallin að stýra neyslu á sykruðum vörum almennt.

Í Sví­þjóð var síð­ast lögð fram þings­á­lykt­un­ar­til­laga í októ­ber 2012 um álagn­ingu syk­ur­skatts, en málið er ekki komið lengra á sænska þing­inu.

Sakir sam­fé­lags­legs kostn­aðar og heilsu­far­á­hrifa offitu og sjúk­dóma sem tengj­ast matar­æði er ofneysla syk­urs ekki alfarið einka­mál hvers og eins meðan sam­fé­lagið ber kostn­að­inn. Líkt og vegna ofneyslu áfengis og tóbaksneyslu er gjald­taka rétt­læt­an­leg og nauð­syn­leg.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None