Tap af reglulegri starfsemi útgáfufélags Fréttablaðsins var 326 milljónir í fyrra

Alls hefur regluleg starfsemi Torgs, sem gefur út Fréttablaðið og heldur úti ýmsum öðrum miðlum, skilað um 1,3 milljarða króna tapi á þremur árum. Viðskiptavild samsteypunnar skrapp saman um rúmlega hálfan milljarð króna á árinu 2021.

Helgi Magnússon er aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Helgi Magnússon er aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Auglýsing

Tap af reglu­legri starf­semi fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins Torgs var 325,7 millj­ónir króna í fyrra, sam­kvæmt nýbirtum árs­reikn­ingi félags­ins. Heild­ar­tapið var 252,5 millj­ónir króna en þar munar mestu um að tekju­skattsinn­eign vegna taps árs­ins var bók­færð sem tekjur upp á 73 millj­ónir króna. Upp­safnað skatta­legt tap nýt­ist ekki nema að fyr­ir­tæki skila hagn­að­i. 

Þessi nið­ur­staða er dekkri en sú mynd sem dregin var upp af rekstri Torgs í frétt í Frétta­blað­inu í mars síð­ast­liðn­um, þar sem tap fyr­ir­tæk­is­ins var sagt 240 millj­ónir króna. 

Tekjur Torgs, sem gefur út Frétta­­­blað­ið, sem og vef­miðl­ana dv.is, eyj­an.is, press­an.is, 433.is, hring­braut.is og fretta­bla­did.is og rekur sjón­­­varps­­­stöð­ina Hring­braut, juk­ust um 380 millj­ónir króna og voru um 2,4 millj­arðar króna.

Á árunum 2019 og 2020 var millj­­arðs króna tap af reglu­­legri starf­­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Sam­an­lagt hefur því verið rúm­lega 1,3 millj­arða króna tap af henni á þremur árum. Heild­ar­tap, þegar búið er að taka til­lit til þeirrar tekju­skattsinn­eignar sem skap­að­ist vegna taps­ins á þessum árum, var tæp­lega 1,1 millj­arður króna. 

Ábend­ing gerð um mat á við­skipta­vild

Miklar breyt­ingar urðu á virði eigna Torgs á síð­asta ári. Þær voru tæp­lega 1,3 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót en höfðu verið um 1,8 millj­arðar króna í árs­lok 2020. Þar munar lang­mest um að áður­nefnd tekju­skattsinn­eign var tekju­færð og að við­skipta­vild sam­steypunnar lækk­aði um 545,6 millj­ónir króna í fyrra, í 398,2 millj­ónir króna. 

Í skýr­ingum með árs­reikn­ingnum kemur fram að við­skipta­vild upp á 480 millj­ónir króna hafi verið seld á árinu. Ekki er frekar greint frá því hvað fólst í þeirri fram­kvæmd. 

Auglýsing
Í áritun end­ur­skoð­anda Torgs er ábend­ing um mat á við­skipta­vild félags­ins, án þess þó að end­ur­skoð­and­inn geri fyr­ir­vara við álit sitt. Þar er vísað skýr­ingu í reikn­ingnum sem fjallar um óvissu varð­andi mat á við­skipta­vild. Í þeirri skýr­ingu seg­ir: „Á árinu 2021 var tap á rekstri félags­ins en þó um helm­ingi minna en árið áður. Eftir end­ur­skipu­lagn­ingu rekstr­ar­ins árið 2020 hefur afkoman farið batn­andi. Áætlun árs­ins 2022 gerir ráð fyrir jafn­vægi í rekstri félags­ins og að hagn­aður verði á rekstr­inum vegna þeirra aðgerða sem hefur verið gripið til. Fram­kvæmt var virð­is­rýrn­un­ar­próf á óefn­is­legum eignum félags­ins í árs­lok 2021 og stóð­ust eign­irnar próf­ið. Virð­is­rýrn­un­ar­próf er byggt á áætl­unum sem sýna bæt­ingu á afkomu félags­ins. Í ljósi þess að virð­is­rýrn­un­ar­próf er byggt á áætl­unum um hagnað í fram­tíð­inni sem mögu­lega ganga ekki eftir er óvissa tengd mati á óefn­is­legum eign­um.“

Skuldir Torgs dróg­ust líka umtals­vert saman á síð­asta ári, úr 1,5 millj­arði króna í 913 millj­ónir króna. Þar munar mestu um að skuld við tengdan aðila, eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins, voru lækk­aðar úr 440 millj­ónum króna í 106 millj­ónir króna. 

Helgi Magn­ús­­son á nán­­ast allt fyr­ir­tækið

​​Torg er í eigu tveggja félaga, Hof­­­­garða ehf. og HFB-77 ehf. Eig­andi fyrr­­­­nefnda félags­­­­ins er fjár­­­­­­­fest­ir­inn Helgi Magn­ús­­­­son og hann á 82 pró­­­­sent í því síð­­­­­­­ar­­­­nefnda. Helgi er auk þess stjórn­­­­­­­ar­­­­for­­­­maður Torgs. Aðrir eig­endur þess eru Sig­­­­urður Arn­gríms­­­­son, fyrr­ver­andi aðal­­­­eig­andi Hring­brautar og við­­­­skipta­­­­fé­lagi Helga til margra ára, Jón G. Þór­is­­­­son, fyrr­ver­andi rit­­­­stjóri Frétta­­­­blaðs­ins, og Guð­­­­­­­­mundur Örn Jóhanns­­­­­­­­son, fyrr­ver­andi sjón­­­­­­­­varps­­­­­­­­stjóri Hring­brautar og nú fram­­­­­­­­kvæmda­­­­­­­­stjóri sölu, mark­aðs­­­­­­­­­mála og dag­­­­­­­­­skrár­­­­­­­­­gerðar hjá Torg­i. Hlutur ann­­­arra en Helga er hverf­andi.

Hóp­­­ur­inn keypti Torg í tveimur skrefum á árinu 2019. Kaup­verðið var trún­­­­að­­­­ar­­­­mál en í árs­­­­reikn­ingi HFB-77 ehf. fyrir árið 2019 má sjá að það félag keypti hluta­bréf fyrir 592,5 millj­­­­­­ónir króna á því ári. Torg var og er eina þekkta eign félags­­­­ins.  

Hlutafé í Torgi var svo aukið um 600 millj­­­ónir króna í lok árs 2020 og aftur um 300 millj­­ónir króna um síð­­­ustu ára­­mót. Með nýju hluta­fjár­­­aukn­ing­unni er ljóst að settir hafa verið 1,5 millj­­­arðar króna í kaup á Torgi og hluta­fjár­­­aukn­ingar frá því að Helgi og sam­­­starfs­­­menn hans komu að rekstr­inum fyrir tæp­­lega þremur árum síð­­­an.

Opnað á að hætta prentum á Frétta­blað­inu

Flagg­­­­skipið í útgáfu Torgs er Frétta­­­­blað­ið. Útgáfu­­­­dögum þess var fækkað úr sex í fimm á viku á árinu 2020 þegar hætt var með mán­u­­­­dags­út­­­­­­­gáfu blaðs­ins. Auk þess hefur dreif­ing frí­­­blaðs­ins dreg­ist saman úr 80 í 75 þús­und ein­tök á dag. 

Lestur Frétta­­­­blaðs­ins mæld­ist 30 pró­­­­sent í febr­­úar 2022. Hann hefur dalað jafnt og þétt und­an­farin ár en í apríl 2007 var hann 65,2 pró­­­­sent og hélst yfir 50 pró­­­­sent þangað til í des­em­ber 2015. Síð­­­­sum­­­­­­­ars 2018 fór lest­­­­ur­inn svo undir 40 pró­­­­sent í fyrsta sinn og í jan­úar 2022 fór hann í fyrsta sinn undir 30 pró­­sent. Hann mælist nú 27 pró­sent.

Í ald­­­­­ur­s­hópnum 18 til 49 ára mælist lest­­­­­ur­inn nú 18,1 pró­­­­­sent og er nú tæp­lega  þriðj­ungur þess sem hann var fyrir tólf árum. Aldrei hafa færri undir fimm­tugu lesið Frétta­blað­ið. 

Jón Þór­is­son, for­stjóri Torgs, sagði í við­tali við Frétta­blaðið í byrjun síð­asta mán­aðar að fyr­ir­tækið þyrfti að „horfast í augu við það að á ein­hverjum tíma­­punkti í fram­­tíð­inni mun Frétta­­blað­ið, sem ber ægis­hjálm yfir aðra miðla hér á landi hvað varðar útbreiðslu og lest­­ur, hætta að koma út á prent­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar