Mynd: EPA

„Þetta er borgin mín, ég mun ekki leyfa Rússum að yfirtaka hana“

„Ég ákvað að vera um kyrrt í Kænugarði til að verja borgina mína, hvað sem það kostar,“ segir Anatolii Shara, blaðamaður og hugbúnaðarverkfræðingur. Hann segir baráttuvilja Úkraínumanna óbilandi og er hann sannfærður að Úkraína muni standast stríðið gegn Rússum.

Ég hef það ágætt,“ segir örlítið hik­andi Anatolii Shara, úkra­ínskur blaða­maður og hug­bún­að­ar­verk­fræð­ing­ur, sem búsettur er í Kænu­garði, höf­uð­borg Úkra­ínu.

Níu dagar eru síðan Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti fyr­ir­skip­aði inn­rás í Úkra­ínu. Rússar hafa tekið yfir héruð í norð­ur-, aust­ur- og suð­ur­hluta lands­ins sem eiga landa­mæri að Rúss­landi og Hvíta-Rúss­landi, eða sem liggja að Krím­skaga. Þá hafa fregnir borist af því síð­ustu daga að her­sveitir Rússa vinni hörðum höndum að því að umkringja Kænu­garð.

Skelf­ing og ofsa­hræðsla hefur gripið um sig í borg­inni síð­ustu daga að sögn Anatolii, sem hefur séð fólk þeys­ast um götur borg­ar­innar í geðs­hrær­ingu. „Við heyrum nær stöðugar spreng­ingar og him­in­inn lýs­ist upp í sprengju­haf­inu. Það eru einnig spreng­ingar á götum úti og eyði­legg­ingin er gríð­ar­leg,“ segir Anatolii í sam­tali við Kjarn­ann.

Anatolii vakn­aði við fyrstu spreng­ing­arnar aðfara­nótt fimmtu­dags þegar inn­rás Rússa hófst. „Fólk átti erfitt með að trúa því sem var að ger­ast en fyrstu við­brögð margra voru að flýja og straum­ur­inn varð mjög fljótt í vest­ur.“

En Anatolii hyggst vera um kyrrt í borg­inni. Hann er hug­bún­að­ar­verk­fræð­ingur að mennt og starfar sem slíkur í dag en er einnig reynslu­mik­ill blaða­maður og starf­aði meðal ann­ars sem her­blaða­maður á árunum 2014-2016 þegar fjand­skapur Rússa og Úkra­ínu­manna jókst með inn­limun Krím­skaga.

Anatolii Shara, blaðamaður og hugbúnaðarverkfræðingur, er búsettur í Kænugarði og er reiðubúinn að grípa til vopna ef á þarf að halda.
Aðsend mynd

Í við­bragðs­stöðu í her­bún­ingi með „kalas­hnikov“

Anatolii nýtti sér tengslin við her­inn eftir að inn­rásin hófst í síð­ustu viku og hik­aði ekki við að ganga til liðs við varn­ar­sveit í borg­inni og fékk úthlutað her­bún­ing og „Kalas­hnikov,“ það er AK-47 riffli. „Þetta er mjög með­vituð ákvörð­un. Margir vina minna hafa flúið til vest­urs en ein­hver verður að vera eftir og verja land­ið. Það eru margir í Kænu­garði og öðrum borgum og bæjum sem eru upp­fullir af bar­áttu­vilja. Ég er full­viss um að við munum stand­ast þetta stríð,“ segir Anatolii.

Þó að hann hafi starfað sem blaða­maður en ekki óbreyttur her­maður í hernum hefur hann sinnt ákveð­inni her­þjálfun og er hann þakk­látur fyrir þá þjálfun nú og telur að hún muni koma að gagni. „Ég mun berj­ast við Rúss­ana með öllum mögu­legum leið­um. Þeir komu hingað til að drepa mig, ég verð að bregð­ast við með sama hætt­i.“

Ensku bolabítarnir Sardel'ka og Beauty, eða „Pylsa“ og „Fegurð“ eru öruggar ásamt eiginkonu Anatolii og tengdaforeldrum í sumarhúsi um 30 kílómetrum fyrir utan borgina.

Anatolii er einn í íbúð sinni í Kænu­garði en eig­in­kona hans fór ásamt for­eldrum, sem eru á níræð­is­aldri, og tveimur hundum fjöl­skyld­unnar í sum­ar­hús sem er í um 30 kíló­metra fjar­lægð frá borg­inni. Anatolii reynir eins og hann getur að vera í stöð­ugu sam­bandi við fjöl­skyld­una. Hann seg­ist einnig ekki geta hætt að hugsa um hundana, tvo enska bola­bíta, að til­hugs­unin um að yfir­gefa þá sé óhugs­andi.

„Þau eru stressuð og hrædd við spreng­ing­arnar og loft­árás­irn­ar. Rúss­arnir gera hvað sem þeir geta til að ógna og hræða fólk með þessum hætti, sál­fræði­legum hern­aði. Skila­boðin eru að við verðum að flýja, ann­ars verðum við drep­in,“ segir Anatolii

En hann ætlar að vera um kyrrt í Kænu­garði. „Þetta er borgin mín, ég mun ekki leyfa Rússum að yfir­taka hana.“

Anatolii segir að þeir íbúar sem eru eftir í Kænu­garði séu að venj­ast stöð­unni smám sam­an, eins ein­kenni­legt og það kunni að hljóma að loft­árásir og spreng­ingar séu eitt­hvað sem geti van­ist. „Lífið í Kænu­garði er í raun bæri­legt eins og er. En við verðum að fara gæti­lega. Við höfum ennþá mat og inter­net, en það gæti breyst. Rússum hefur ekki tek­ist að kom­ast til Kænu­garðs, þeir eru að reyna að brjóta niður bar­áttu­vilja okkar en það mun ekki takast.“

Studdi ekki Zel­en­skí í fyrstu en hyllir hann nú sem hetju

Fram­ganga Volodomírs Zel­en­skí, for­seta Úkra­ínu, hefur vakið athygli eftir að inn­rásin hófst. Hann hefur sýnt óbilandi föð­ur­lands­ást og ætlar að vera um kyrrt, rétt eins og Anatolii, sem var þó ekki par hrif­inn af Zel­en­skí þegar hann sótt­ist eftir for­seta­emb­ætti fyrir þremur árum og kaus hann ekki. „En í dag er hann hetjan mín,“ segir Anatolii, og segir hann stuðn­ing úkra­ínsku þjóð­ar­innar við for­set­ann yfir­gnæf­andi. „Við trúum því að hann muni leiða okkur í gegnum þetta stríð.“

Að mati Anatolii sést mis­mun­andi sýn ríkj­ann á stríðið einna helst í afstöðu þjóð­ar­leið­tog­anna gagn­vart þjóð sinni og nefnir í því sam­hengi sinnu­leysi rúss­neskra stjórn­valda í garð eigin her­manna. „Rúss­neskir her­menn sem hafa látið lífið í átök­unum liggja bara á göt­un­um. Það er eng­inn sem fjar­lægir lík­in. Það er eng­inn sem hugsar um særða her­menn.“

Anatolii er sann­færður um að Úkra­ína muni hafa betur gegn Pútín og her­sveitum hans. „Með hverjum deg­inum sem líður fer her­kænsku­legt frum­kvæði Pútíns minnkandi, á sama tíma og Úkra­ína fær aukna hern­að­ar­að­stoð úr vestri og sjálf­boða­liða frá öllum heims­horn­um.“ Anatolii segir bar­áttu­vilja úkra­ínsku her­mann­anna mik­inn á meðan hann sé vart til staðar hjá rúss­neska hern­um.

„Ég vona því inni­lega að við stönd­umst þetta stríð og að Rúss­land tapi, þrátt fyrir þann mikla mann­afla sem ríkið býr yfir. Pútín mun reyna að kúga úkra­ínsk stjórn­völd með því að ráð­ast á borgir og inn­viði. Það sýnir hversu hug­laust Rúss­land Pútíns er, Rússar eru ekk­ert nema hrott­ar.“

Alþjóða­sam­fé­lagið sýni stuðn­ing með flug­banni

Aðspurður um við­brögð alþjóða­sam­fé­lags­ins við inn­rásinni segir Anatolii þau hafa verið ágæt en betur megi ef duga skal. Skila­boðin séu í raun ein­föld: „Við viljum að loft­helg­inni í Úkra­ínu verði lok­að.“

Rúmlega milljón Úkraínumanna hefur nú flúið heimaland sitt vegna innrásar Rússa og talið er að allt að fjórar milljónir muni yfirgefa landið áður en yfir lýkur.
Mynd: EPA

Það virð­ist hins vegar ekki ætla að verða nið­ur­stað­an, að minnsta kosti ekki enn um sinn. Utan­rík­is­ráð­herrar Atl­ants­hafs­banda­lags­ins ákváðu á neyð­ar­fundi í gær að koma ekki á flug­banni yfir Úkra­ínu. Ákvörð­unin var tekin á þeim for­sendum að slíkt myndi auka hætt­una á að stríðið breidd­ist út til fleiri ríkja, nokkuð sem Pútín hefur hótað síð­ustu daga.

Ákvörð­unin lá hins vegar ekki fyrir þegar blaða­maður ræddi við Anatolii. „Við viljum að Evr­ópa og Banda­ríkin geri sitt besta til að loka loft­helg­inn­i,“ sagði hann, rétt áður en sam­bandið rofn­aði. Örfáum mín­útum síðar bár­ust blaða­manni skila­boð. „Það var loft­árás, þess vegna rofn­aði sam­band­ið.“ Ljóst er að ekk­ert mun aftra Anatolii að halda kyrru fyrir í Kænu­garði og er hann til­bú­inn að verja borg sína, sama hvenær kallið kem­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiViðtal