Tóbakssala virðist búa til allan hagnað ÁTVR

Lettvin.jpg
Auglýsing

Hart er tek­ist á um þessar mundir hversu vel rekstur Áfeng­is- og tóbaks­versl­unar rík­is­ins (ÁTVR)  gangi raun­veru­lega. Aðilar sem vilja að fram­lagt frum­varp um að afnema ein­okun rík­is­ins á smá­sölu áfengis fengu fyr­ir­tækið Clever Data til að vinna skýrslu fyrir sig um rekst­ur­inn.

Nið­ur­stöður  voru þær að ekki væri eig­in­legur hagn­aður af starf­semi ÁTVR á föstu verð­lagi árs­ins 2014. Ein helsta ástæða þess sé sú að langtum meiri rekstr­ar­hagn­aður væri af sölu tóbaks en sölu áfeng­is, enda sé tóbak­inu ein­ungis dreift í heild­sölu á meðan að áfengið er selt í versl­unum sem ÁTVR á og rekur út um allt land.

ÁTVR sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu í gær þar sem fyr­ir­tækið hafnar alfarið nið­ur­stöðum Clever Data. Þar stendur m.a.: "Nið­ur­stöður hennar eru vanga­veltur sem eiga sér litla stoð í raun­veru­leik­anum og ÁTVR hafnar þeim alfar­ið. ÁTVR hefur aldrei verið rekin með tapi frá því að áfeng­is­gjöld og tóbaks­gjöld voru aðskilin frá rekstr­ar­tekj­u­m versl­un­ar­inn­ar. "

Auglýsing

Það er í sjálfu sér rétt. ÁTVR skilar hagn­aði. En þegar rýnt er í árs­reikn­ing fyr­ir­tæk­is­ins virð­ist vera sem að þorri þess hagn­aðar sé til­komin vegna sölu á tóbaki, ekki áfengi.

Tekjur af tóbaki 9,1 millj­arður árið 2013

Tekjur af tóbaks­sölu á árinu 2013 ­námu 9,1 millj­arði króna, sem eru um þriðj­ungur allra tekna ÁTVR það árið. Sala tóbaks útheimtir hins vegar mun minna umstang en áfeng­is­salan, sem fer fram í 48 versl­unum víðs­vegar um land­ið. Þegar Kjarn­inn leit­aði eftir upp­lýs­ingum um hver beinn kostn­aður af tóbaks­sölu væri vildu stjórn­endur ÁTVR vildu ekki upp­lýsa ekki um hann.

Í frétta­til­kynn­ing­unni sem send var út í gær er snert á þessu máli. Þar segir að ÁTVR sé lögum sam­kvæmt rekin sem ein heild og smá­sala áfengis og heild­sala tóbaks sé ekki aðgreind í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins né bók­haldi. "Ljóst er að aðgreindur rekstur hefði í för með sér veru­lega óhag­kvæmni, enda eru veiga­miklir rekstr­ar­liðir sam­eig­in­legir báðum þáttum starf­sem­inn­ar. Nægir hér til dæmis að nefna hús­næð­is­kostn­að, kostnað við með­höndlun vöru í vöru­húsi, rekstur tölvu­kerfa, vöruinn­kaup,  vöru­dreif­ingu og launa­kostn­að. Í bók­haldi ÁTVR er ekki sund­ur­greint hvernig slíkur kostn­aður deilist á milli áfeng­is- og tóbaks­hlut­ans og því eru engin gögn til um kostn­að­ar­skipt­ingu. Kostn­aður vegna vöru­notk­unar áfengis ann­ars vegar og tóbaks hins vegar er hins vegar aðgreindur í rekstr­inum og sund­ur­lið­aður í árs­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins."

Í svari ÁTVR er því ekki, frekar en þegar Kjarn­inn leit­aði eftir upp­lýs­ingum um það, sagt hver kostn­aður tóbaks­sölu fyr­ir­tæk­is­ins er.

Tóbaks­salan þriðj­ungur af tekjum

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um umsvif ÁTVR í áfeng­is­sölu á Íslandi sum­arið 2014, þar sem fyr­ir­tækið er með ein­ok­un­ar­stöðu. Sú umfjöllun byggði á birtum árs­reikn­ingum fyr­ir­tæk­is­ins.

Í fyrra­haust var lag­t fram frum­varp á Alþingi sem mun heim­ila sölu á áfengi í versl­un­um. Verði það að lögum mun slíkt frum­varp hafa gíf­ur­leg áhrif á ÁTVR, enda 2/3 hluti veltu fyr­ir­tæk­is­ins til­kom­inn vegna áfeng­is­sölu. Þorri þeirra tekna myndi hvort eð er fara í rík­is­sjóð ef áfengið yrði selt ann­ars stað­ar, í formi áfeng­is­gjalds og virð­is­auka­skatts. Ljóst er að stærsti hluti kostn­aðar ÁTVR er líka vegna áfeng­is­söl­unn­ar, enda eru starf­ræktar 48 versl­anir um land allt í þeim til­gangi að selja það með til­heyr­andi starfs­manna­kostn­aði.

Hinn þriðj­ungur tekna ÁTVR, 9,1 millj­arður króna, kemur hins vegar úr tóbaks­sölu. Hún útheimtir ekki jafn mikið umstang og áfeng­is­sal­an. Þvert á móti er öll tóbaks­dreif­ing ÁTVR nú orðin mið­læg, þ.e. hún fer fram á einum og saman staðn­um, Útgarði, dreif­ing­ar­mið­stöð fyr­ir­tæk­is­ins í Reykja­vík. Í árs­reikn­ingi ÁTVR segir að „mikið hag­ræði fylgir breyt­ing­unni þar sem birgða­hald og vöru­með­höndlun minnkar og dreif­ing­ar­kostn­aður lækk­ar. Sam­hliða hefur verið lögð áhersla á raf­rænar pant­anir til hags­bóta fyrir alla aðila“.

Kostn­að­ur­inn ekki gef­inn upp

Í árs­skýrslu ÁTVR kemur ekk­ert fram um hver kostn­aður fyr­ir­tæk­is­ins af tóbaks­söl­unni sé. Kjarn­inn leit­aði því eftir upp­lýs­ingum um hver sá kostn­aður væri. Í svari Sig­rúnar Óskar Sig­urð­ar­dótt­ur, aðstoð­ar­for­stjóra ÁTVR, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans í ágúst 2014 sagð­i að „Kostn­aður vegna tóbaks­sölu er ekki færður sér­stak­lega í bók­haldi ÁTVR nema vöru­notkun tóbaks sem nam 7,7 millj­örð­um. Tóbaks­gjaldið er skil­greint sem hluti af kostn­að­ar­verði seldra vara í bók­haldi ÁTVR og fært undir vöru­notk­un“.

Uppi­staðan í vöru­notkun tóbaks er tóbaks­gjald sem rennur mán­að­ar­lega til rík­is­ins, alls 5,5 millj­arðar króna á árinu 2013. Þegar vöru­gjald tóbaks er dregið frá tekjum fyr­ir­tæk­is­ins vegna þess sitja 1,4 millj­arðar króna eft­ir, sem er hærri upp­hæð en ÁTVR greiddi rík­inu í arð í fyrra. Því má ætla að þorri þess hagn­aðar sem ÁTVR sýnir árlega sé vegna sölu á tóbaki, ekki vegna áfeng­is, þ.e. að sala áfengis sé ekki arð­bær.

ÁTVR upp­lýsir því ekki beint hver kostn­aður vegna tóbaks­söl­unnar er. Í árs­skýrslu fyr­ir­tæk­is­ins sést hins vegar að 5,5 millj­arðar króna af „vöru­notk­un“ eru vegna tóbaks­gjalds og því eru 2,2 millj­arðar króna vegna ann­ars kostn­að­ar.

Uppi­staðan í tóbaks­sölu ÁTVR er reyk­tó­bak, og aðal­lega sígar­ett­ur. Rúm­lega 93 pró­sent af tóbaks­söl­unni eru vegna þess.

Fjór­földun á veltu vegna „Rudda“

En ÁTVR fram­leiðir líka tóbak, nef­tó­bak, og hefur gert árum sam­an. Árið 1996 var fín­kornað munn- og nef­tó­bak bannað með lögum á Íslandi. Það þýðir að nef­tó­bakið sem ÁTVR fram­leiðir hefur verið í nán­ast ein­ok­un­ar­stöðu á mark­aðnum síðan lögin voru sett.

Sam­hliða hefur neysla á munn­tó­baki auk­ist tölu­vert og þeir sem neyta þess kaupa ann­að­hvort smygl­varn­ing á svörtum mark­aði, þar sem er mikið fram­boð, eða nota nef­tó­bakið sem ÁTVR fram­leið­ir, hinn svo­kall­aða „Rudda“, sem munn­tó­bak. Þessi aukna neysla hefur skilað auknum tekjum í vasa hins opin­bera svo um mun­ar, bæði vegna hækk­unar á tóbaks­gjaldi og stór­auk­innar eft­ir­spurn­ar. Tóbaks­gjald á nef­tó­bak hækk­aði til að mynda um 100 pró­sent 1. jan­úar 2013.

Frétta­skýr­ingin byggir á annarri slíkri sem birt­ist fyrst í app-­út­gáfu Kjarn­ans í ágúst 2014. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar