Topp 10: Bestu Eurovison lögin

logan.jpg
Auglýsing

Eurovi­son söngvakeppnin er handan við horn­ið, en und­an­úr­slitin fara fram 19. og 21. maí og sjálft úrslita­kvöldið er síðan 23. maí í sjálfu höfu­vígi hámenn­ing­ar­tón­list­ar­inn­ar, Vín­ar­borg. Krist­inn Haukur Guðna­son sagn­fræð­ingur kaf­aði ofan í sögu Eurovi­son og tók saman lista yfir tíu bestu lög keppn­innar frá upp­hafi, að hans mati.

  1. L´amour est bleu – Vicky Leandros1967, Lúx­em­borg, 4. sæti

Lúx­em­borg var eitt af sig­ur­sæl­ustu þjóðum Eurovision, með alls fimm sigra, þar til þeir hættu snar­lega þát­töku árið 1994. Þessi smá­þjóð reiddi sig þó yfir­leitt á erlenda og þá sér­stak­lega franska laga­höf­unda og flytj­end­ur.L´amour est bleu er draumkennt popp­lag sem samið var af hinum franska André Popp og flutt af hinni grísku Vicky Leandros, sem var ein­ungis 18 ára þegar hún flutti það í Vín.  Það var þó ekki í flutn­ingi Vicky sem lagið öðl­að­ist frægð. Franski hljóm­sveit­ar­stjórn­and­inn Paul Muriat gaf lagið út án söngs þetta sama ár og sú útgáfa varð mjög vin­sæl um allan heim, þá sér­stak­lega í Asíu. Árið 2011 end­ur­flutti Leandros lag­ið, en þá í teknó-­út­gáfu ásamt þýsku raf­hljóm­sveit­inni Scoot­er.

https://www.youtu­be.com/watch?v=nD4i­b9-laGY

Auglýsing

 

  1. Den vilda - One More Time1996, Sví­þjóð, 3. Sæti

Fyrir keppn­ina í Osló var Den vilda talið eitt sig­ur­strang­leg­asta lagið en tap­aði að lokum fyrir The Voice, einum af mörgum sig­ur­lögum Íra. Síðan hefur lagið fallið í gleymsku. Það var samið af Peter Grön­vall, syni Bennys And­ers­son úr ABBA, og flutt af hljóm­sveit hans One More Time sem hætti skömmu eftir keppn­ina. Lagið er rólegt og draumkennt og sungið af tveimur söng­kon­um. Fær­eyska söng­konan Eivör Páls­dóttir söng lagið með breyttum texta árið 2008 með Frostrósum og hét það þá Dans­aðu vindur. Útgáfa Eivarar var sló heldur betur í gegn hér á landi en þá sem jóla­lag og var loks gefin út sem smá­skífa árið 2013.

https://www.youtu­be.com/watch?v=Evn1biX­eDJ8

 

  1. Wild Dances – Rusl­ana2004, Úkra­ína, 1. Sæti

Wild Dances er ein­hver ein­kenni­leg­asti bræð­ingur sem unnið hefur keppn­ina. Það er tölvu­popp­lag með þjóð­lagaí­vafi, stórum horn­lúðrum og dynj­andi bumbu­slætti. Flytj­and­inn Rusl­ana Lyzhychko og dans­arar hennar voru klædd í leður og loð­feld sem minnti bæði á neð­an­dals­menn og Mad Max. Með þessu fylgdi svo mikið ljósas­how, eld­tungur og eld­ing­ar. Þetta var nokk­urs konar heimsenda­at­riði. Þrátt fyrir miklar vin­sældir og frægð lags­ins var það langt því frá öruggt með sig­ur­inn í Ist­an­búl. Það var í öðru sæti í und­an­úr­slit­unum og háði harða bar­áttu við serbneska lagið Lane Moje og gríska lagið Shake It í úrslit­un­um. Rusl­ana hefur síðan notið mik­illa vin­sælda í Austur Evr­ópu. Hún vinnur mikið að góð­gerð­ar­málum og hefur setið á úkra­ínska þing­inu.

https://www.youtu­be.com/watch?v=10XR67NQcAc

  1. Nel blu dip­into di blue (Volare) – Domen­ico Modugno1958, Ítal­ía, 3. sæti

Árangur lags­ins í Eurovision end­ur­speglar á engan hátt vin­sældir þess og áhrif. Af þeim tíu lögum sem tóku þátt, í bænum Hil­versum í Hollandi, end­aði það í þriðja sæti með innan við helm­ing af stigum sig­ur­lags­ins Dors, mon amourfrá Frakk­landi. Flytj­and­inn og laga­höf­und­ur­inn, Domen­ico Modugno, fór svo með lagið vestur til Amer­íku þar sem það sló alger­lega í gegn. Lagið varð marg­verð­launað og topp­aði vin­sælda­listana sem er óal­gengt fyrir lög sem ekki eru á ensku. Fjöl­margir heims­frægir tón­list­ar­menn hafa tekið upp sínar eigin útgáfur af lag­inu og má þar nefna Louis Arm­strong, David Bowie, The Gipsy Kings og Luci­ano Pavarotti. Frægastu útgáfu lags­ins á þó án nokk­urs vafa Dean Mart­in. Lagið er ball­aða og þykir einmitt mjög hentug fyrir Las Veg­a­s-­söngv­ara eins og Mart­in.

https://www.youtu­be.com/watch?v=70PY­IN­Hf­VjI

 

  1. Hold Me Now – Johnny Logan1987, Írland, 1. Sæti

Írar hafa unnið Eurovision oftar en nokkrir aðr­ir, alls sjö sinn­um. Í raun voru yfir­burðir Íra og Breta ástæðan fyrir því að tungu­mála­notk­unin í keppn­inni var gefin frjáls árið 1998. Síðan þá hefur hvorug þjóðin unn­ið. Johnny Logan hefur unnið keppn­ina þrisvar sinn­um, þar af tvisvar sem flytj­andi. Hápunkt­ur­inn í Eurovision-­sögu Íra er klár­lega Hold Me Now, sem hann flutti í Brus­sel. Hann vann nokkuð örugg­lega og lagið varð vin­sælt í Evr­ópu í kjöl­far­ið. Lagið er kraft­ball­aða sem ein­ungis níundi ára­tug­ur­inn gat fram­kall­að. Hvítu fötin sem Logan klædd­ist voru einnig sér­stak­lega eft­ir­minni­leg. Það er ekki að ástæðu­lausu að hann er kall­aður Herra Eurovision.

https://www.youtu­be.com/watch?v=kSXx7-EceBA

  1. Euphoria – Lor­een2012, Sví­þjóð, 1. sæti

Euphoria þótti lang­sig­ur­strang­leg­asta lagið fyrir keppn­ina í Azer­bai­jan 2012. Lagið vann með rúm­lega 100 stigum meira en rúss­neska lagið Party for Everybody sem lenti í öðru sæti og það var ekki langt frá því að slá stiga­met Alex­and­ers Rybak frá 2009. Það var samið af þraut­reyndu Eurovision laga­höf­und­unum Peter Boström og Thomas G:son (Gustafs­son). G:son hefur samið alls 68 lög í 11 löndum og 10 af þeim hafa kom­ist í loka­keppn­ir. Euphoria er danslag sem ber keim bæði af níunda og tíunda ára­tug sein­ustu ald­ar. Flutn­ing­ur­inn á lag­inu var stór­brot­inn. Flytj­and­inn Lor­een, sem ættuð er frá Marokkó, var ein á svið­inu í víðum fötum og dans­aði dans sem minnti helst á Kung Fu eða Karate æfing­ar. Í aðdrag­anda keppn­innar komst hún í frétt­irnar fyrir að gagn­rýna mann­rétt­inda­brot stjórn­valda í Azer­bai­j­an, keppn­is­höld­urum til mik­illar gremju.

https://www.youtu­be.com/watch?v=P­fo-8z86x80

 

  1. Satellite – Lena2010, Þýska­land, 1. Sæti

Satellite var samið af Julie Frost, marg­verð­launum laga­höf­undi sem m.a. hefur unnið með Madonnu, Beyonce Know­les og Black Eyed Peas. Það var flutt af Lenu Meyer-Landrut sem var nýorðin 19 ára á úrslita­kvöld­inu í Osló. Bæði lagið og sviðs­fram­koman þóttu fersk og öðru­vísi. Hér var ekki um neitt ljósas­how, skær­lit­aða bún­inga og trumbu­slátt að ræða. Bak­radda­söngv­ar­arnir voru faldir og Lena var í lát­lausum svörtum kjól og dans­aði að því virt­ist óæfðan dans. Lagið þurfti ein­fald­lega engar umbúð­ir. Bjag­aður og nokkuð sér­stakur ensku­fram­burður Lenu gaf lag­inu einnig mik­inn sjarma. Fyr­ir­fram var búist við að Þjóð­verjar yrðu meðal efstu þjóða en yfir­burðir þeirra komu þó nokkuð á óvart. Þeir unnu með 76 stiga mun en þetta var aðeins annar sigur Þjóð­verja í keppn­inni.

https://www.youtu­be.com/watch?v=-qnsZgQe1tU

 

  1. Eres tu – Moceda­des1973, Spánn, 2. Sæti

Keppnin 1973 var mjög jöfn og á end­anum stóðu heima­menn í Lúx­em­borg uppi sem sig­ur­veg­arar með lagi sem í dag þykir ekki merki­legt. Í öðru sæti lenti lagið Eres tu sem flutt var af basknesku þjóð­laga­hljóm­sveit­inni Moceda­des. Mögu­lega höml­uðu deilur um höf­unda­rétt lags­ins sigri en lagið þótti líkj­ast júgóslav­neska Eurovision lag­inu Brez besed frá árinu 1966. Lagið varð þó vin­sælt um allan heim og var flutt á ensku sem Touch the Wind. Má t.a.m. heyra lagið í hinni bráð­fyndnu kvik­mynd Tommy Boy. Fjöl­margir tón­list­ar­menn eins og t.d. Bing Crosby og Perry Como hafa spreytt sig á lag­inu. Þó að lagið hafi ekki unnið þykir það almennt vera besta fram­lag Spán­verja í sög­unni.

https://www.youtu­be.com/watch?v=JUQn­lXs­ISvg

 

  1. Love Shine a Light – Katr­ina & The Waves1997, Bret­land, 1. Sæti

Katr­ina & The Waves var hljóm­sveit sem átti einn mega­hitt­ara á níunda ára­tugn­um. Það var lagið Walking on Suns­hine sem kom út árið 1985 og hélt þeim á floti í nokkur ár. Á tíunda ára­tugnum var bandið aftur á móti nán­ast horfið í gleymsk­unnar dá þar til það tók þátt í Eurovision. Love Shina a Light, sem er gospels­legið popp-rokk lag, vann með tölu­verðum yfir­burð­um. Lagið fékk 227 stig og  var 70 stigum á undan gest­gjöf­un­um, Írum, sem hefðu ann­ars unnið sína fimmtu keppni á sex árum. Þetta var jafn­framt stiga­met í keppn­inni sem átti eftir að standa allt til árs­ins 2004 en þá var und­an­úr­slitum bætt inn í og stiga­gjöfin bólgn­aði út. Eurovision var þó skamm­góður vermir fyrir hljóm­sveit­ina því að hún leyst­ist upp skömmu síð­ar.

https://www.youtu­be.com/watch?v=gJWn­M21JUB8

 

  1. Non ho l´etaá – Gigl­i­ola Cinquetti1964, Ítal­ía, 1. sæti

Sigur lags­ins í Kaup­manna­höfn er sá stærsti í Eurovision sög­unni. Non ho l´etaá fékk næstum þrefalt fleiri stig en breska lagið I Love the Little Things sem end­aði í öðru sæti. Hin 16 ára gamla Cinquetti var klöppuð upp eftir flutn­ing­inn sem var óvana­legt. Í kjöl­farið varð lagið vin­sælt um alla Evr­ópu. Það varð sér­stak­lega vin­sælt hér á Íslandi, en þá ekki í flutn­ingi Cinquetti heldur Ellýar Vil­hjálms. Heyr mína bæn er einn af allra stærstu slög­urum íslenskrar tón­list­ar­sögu, tekið upp árið 1965 með texta eftir Ólaf Gauk. Lagið hefur sér­staka þýð­ingu fyrir stuðn­ings­menn K.R.  þar sem það er inn­göngu­lag knatt­spyrnu­liðs­ins.

https://www.youtu­be.com/watch?v=Ut­d9cHBPfRA

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None