Íhaldsflokkurinn að ná hreinum meirihluta - Milliband og Clegg báðir sagðir vera að hætta

h_51922628-1.jpg
Auglýsing

Spár breskra ljós­vaka­miðla benda allar til þess að Íhalds­flokk­ur­inn hafi náð hreinum meiri­hluta í bresku þing­kosn­ing­unum sem fram fóru í gær. Sam­kvæmt spá Sky News nær flokk­ur­inn 326 sætum á breska þing­inu og þar með tveggja sæta meiri­hluta, en alls eru 650 sæti í neðri deild breska þings­ins. Taln­ingu atkvæða í Bret­landi er nán­ast lok­ið.

David Cameron verður því áfram for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands og þarf ekki að reiða sig á sam­starf við aðra flokka, líkt og hann þurfti á síð­asta kjör­tíma­bili. Árangur Íhalds­flokks­ins er mun betri en skoð­ana­kann­anir gerðu ráð fyrir í aðdrag­anda kosn­ing­anna, en sam­kvæmt þeim átti flokk­ur­inn að fá mjög svipað magn þing­sæta og Verka­manna­flokk­ur­inn og vera nokkuð fjarri því að ná hreinum meiri­hluta. Hann er líka betri en útgöngu­spá gær­kvölds­ins benti til, en sam­kvæmt henni átti flokk­ur­inn að ná 316 sæt­um.

Því er um mik­inn kosn­inga­sigur að ræða fyrir Íhalds­flokk­inn og David Camer­on.

AuglýsingAfhroð Frjáls­lyndra demókrata og léleg útkoma Verka­manna­flokks­insFrjáls­lyndir demókrat­ar, sem mynda í dag sam­steypu­stjórn með Íhalds­flokkn­um, biðu sögu­legt afhroð í kosn­ing­un­um. Þeir fá að öllum lík­indum ein­ungis átta þing­sæti en voru með 57 áður. Búist er við því að Nick Clegg, for­maður flokks­ins og núver­andi aðstoð­ar­for­sæt­is­ráð­herra, hætti eftir það afhroð sem flokkur hans beið í kosn­ing­un­um.

Stopp hér. Ed Milliband er líklega á útleið sem formaður Verkamannaflokksins. Stopp hér. Ed Milli­band er lík­lega á útleið sem for­maður Verka­manna­flokks­ins.

Verka­manna­flokk­ur­inn beið líka mik­inn ósigur í kosn­ing­un­um. Flokk­ur­inn var með 258 sæti í neðri deild breska þings­ins fyrir kosn­ing­arnar og miklar vonir voru innan hans um að Ed Milli­band væri að stýra flokknum aftur í valda­stól, mögu­lega í sam­steypu­rík­is­stjórn með annað hvort Frjáls­lyndum demókrötum eða Skoska þjóð­ar­flokkn­um. Kann­anir í aðdrag­anda kosn­ing­anna sýndu að flokk­ur­inn og væri nán­ast hnífjafn Íhalds­flokknum þegar kom að fjölda þing­sæta. En raunin var önn­ur.

Sam­kvæmt spám, nú þegar nán­ast öll atkvæði hafa verið tal­in, fær flokk­ur­inn ein­ungis 235 þing­sæti og tapar því 25 slík­um. Búist er við því að Ed Mili­band, for­maður flokks­ins, segi af sér því emb­ætti á næstu dögum í kjöl­far kosn­inga­ó­sig­urs­ins.

Skoski þjóð­ar­flokk­ur­inn sig­ur­veg­ari kvölds­insStærsta ástæðan fyrir tapi flokks­ins er ein­föld, hún heitir Skoski þjóð­ar­flokk­ur­inn (SNP). Skotland er með 59 þing­sæti á breska þing­inu. Sögu­lega hefur landið verið mjög sterkt vígi fyrir Verka­manna­flokk­inn og á því kjör­tíma­bili sem er að ljúka var hann með 41 sæti. Nú er hann með eitt. Skoski þjóð­ar­flokk­ur­inn vann nefni­lega ótrú­legan kosn­inga­sig­ur, lík­lega einn þann ótrú­leg­asta í breskri kosn­inga­sögu, með því að ná 56 af 59 sætum sem í boði voru í Skotlandi. Hann var með sex sæti á þing­inu á því kjör­tíma­bili sem er að líða. Hinir flokk­arnir þrír, Verka­manna­flok­ur­inn, Íhalds­flokk­ur­inn og Frjáls­lyndir demókratar fá eitt sæti hver í Skotlandi. Á meðal þeirra sem misstu sæti sitt í land­inu eru margir nafn­tog­aðir menn, meðal ann­ars nokkrir núver­andi ráð­herrar Frjáls­lynda demókrata.

h_51922552 (1) Nicola Stur­ge­on, for­maður Skoska þjóð­ar­flokks­ins, og fylg­is­menn hennar höfðu ærna ástæðu til að fagna í gær­kvöldi. Hún mun sjálf ekki setj­ast á breska þing­ið. Alex Salmond, fyrrum for­maður flokks­ins, mun leiða þann hóp. MYND:EPA 

Einna mesta athygli vakti sig­ur M­hairi Black í kjör­dæm­inu Paisley í Skotlandi. Hún er tví­tug að aldri og bauð fram fyrir Skoska þjóð­ar­flokk­inn. Þar var helsti and­stæð­ingur hennar Dou­glas Alex­and­er, þunga­vigt­ar­maður í Verka­manna­flokknum sem talið er að hefði orðið utan­rík­is­ráð­herra Bret­lands ef Verka­manna­flokk­ur­inn hefði kom­ist til valda. Black sigr­aði hann með miklum yfir­burð­um.

Fylgi UKIP eykst en skilar bara tveimur sætumBreski sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn UKIP, sem hefur upp­lifað mikla fylg­is­aukn­ingu und­an­farin ár, fær ein­ungis tvö þing­sæti. Kosn­inga­kerfið í Bret­landi, þar sem öll kjör­dæmi eru ein­menn­ings­kjör­dæmi, kemur í veg fyrir að fylg­is­aukn­ing flokks­ins skili sér í fleiri þing­sæt­um. Hinn umdeildi leið­togi flokks­ins, Nigel Fara­ge, náði ekki kjöri en hann var búinn að heita því að bjóða sig ekki aftur fram ef hann næði ekki inn í þessum kosn­ing­um. Ljóst er þó að mál­staður UKIP, sem vill ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu og herða mjög inn­flytj­enda­lög til að tak­marka þann fjölda sem sest að í Bret­landi, á fylgi að fagna.

En það verður því David Cameron sem fer á fund Elísa­betar Bret­lands­drottn­ingar að loknum þing­kosn­ingum til að óska eftir umboði til að stjórna land­inu næstu fimm árin, líkt og hann hefur gert síð­ustu fimm ár. Það þýðir líka að breska þjóðin mun kjósa um áfram­hald­andi veru lands­ins í Evr­ópu­sam­band­inu árið 2017, en það var eitt af helstu kosn­inga­lof­orðum Camer­ons.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None