Íhaldsflokkurinn að ná hreinum meirihluta - Milliband og Clegg báðir sagðir vera að hætta

h_51922628-1.jpg
Auglýsing

Spár breskra ljós­vaka­miðla benda allar til þess að Íhalds­flokk­ur­inn hafi náð hreinum meiri­hluta í bresku þing­kosn­ing­unum sem fram fóru í gær. Sam­kvæmt spá Sky News nær flokk­ur­inn 326 sætum á breska þing­inu og þar með tveggja sæta meiri­hluta, en alls eru 650 sæti í neðri deild breska þings­ins. Taln­ingu atkvæða í Bret­landi er nán­ast lok­ið.

David Cameron verður því áfram for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands og þarf ekki að reiða sig á sam­starf við aðra flokka, líkt og hann þurfti á síð­asta kjör­tíma­bili. Árangur Íhalds­flokks­ins er mun betri en skoð­ana­kann­anir gerðu ráð fyrir í aðdrag­anda kosn­ing­anna, en sam­kvæmt þeim átti flokk­ur­inn að fá mjög svipað magn þing­sæta og Verka­manna­flokk­ur­inn og vera nokkuð fjarri því að ná hreinum meiri­hluta. Hann er líka betri en útgöngu­spá gær­kvölds­ins benti til, en sam­kvæmt henni átti flokk­ur­inn að ná 316 sæt­um.

Því er um mik­inn kosn­inga­sigur að ræða fyrir Íhalds­flokk­inn og David Camer­on.

AuglýsingAfhroð Frjáls­lyndra demókrata og léleg útkoma Verka­manna­flokks­insFrjáls­lyndir demókrat­ar, sem mynda í dag sam­steypu­stjórn með Íhalds­flokkn­um, biðu sögu­legt afhroð í kosn­ing­un­um. Þeir fá að öllum lík­indum ein­ungis átta þing­sæti en voru með 57 áður. Búist er við því að Nick Clegg, for­maður flokks­ins og núver­andi aðstoð­ar­for­sæt­is­ráð­herra, hætti eftir það afhroð sem flokkur hans beið í kosn­ing­un­um.

Stopp hér. Ed Milliband er líklega á útleið sem formaður Verkamannaflokksins. Stopp hér. Ed Milli­band er lík­lega á útleið sem for­maður Verka­manna­flokks­ins.

Verka­manna­flokk­ur­inn beið líka mik­inn ósigur í kosn­ing­un­um. Flokk­ur­inn var með 258 sæti í neðri deild breska þings­ins fyrir kosn­ing­arnar og miklar vonir voru innan hans um að Ed Milli­band væri að stýra flokknum aftur í valda­stól, mögu­lega í sam­steypu­rík­is­stjórn með annað hvort Frjáls­lyndum demókrötum eða Skoska þjóð­ar­flokkn­um. Kann­anir í aðdrag­anda kosn­ing­anna sýndu að flokk­ur­inn og væri nán­ast hnífjafn Íhalds­flokknum þegar kom að fjölda þing­sæta. En raunin var önn­ur.

Sam­kvæmt spám, nú þegar nán­ast öll atkvæði hafa verið tal­in, fær flokk­ur­inn ein­ungis 235 þing­sæti og tapar því 25 slík­um. Búist er við því að Ed Mili­band, for­maður flokks­ins, segi af sér því emb­ætti á næstu dögum í kjöl­far kosn­inga­ó­sig­urs­ins.

Skoski þjóð­ar­flokk­ur­inn sig­ur­veg­ari kvölds­insStærsta ástæðan fyrir tapi flokks­ins er ein­föld, hún heitir Skoski þjóð­ar­flokk­ur­inn (SNP). Skotland er með 59 þing­sæti á breska þing­inu. Sögu­lega hefur landið verið mjög sterkt vígi fyrir Verka­manna­flokk­inn og á því kjör­tíma­bili sem er að ljúka var hann með 41 sæti. Nú er hann með eitt. Skoski þjóð­ar­flokk­ur­inn vann nefni­lega ótrú­legan kosn­inga­sig­ur, lík­lega einn þann ótrú­leg­asta í breskri kosn­inga­sögu, með því að ná 56 af 59 sætum sem í boði voru í Skotlandi. Hann var með sex sæti á þing­inu á því kjör­tíma­bili sem er að líða. Hinir flokk­arnir þrír, Verka­manna­flok­ur­inn, Íhalds­flokk­ur­inn og Frjáls­lyndir demókratar fá eitt sæti hver í Skotlandi. Á meðal þeirra sem misstu sæti sitt í land­inu eru margir nafn­tog­aðir menn, meðal ann­ars nokkrir núver­andi ráð­herrar Frjáls­lynda demókrata.

h_51922552 (1) Nicola Stur­ge­on, for­maður Skoska þjóð­ar­flokks­ins, og fylg­is­menn hennar höfðu ærna ástæðu til að fagna í gær­kvöldi. Hún mun sjálf ekki setj­ast á breska þing­ið. Alex Salmond, fyrrum for­maður flokks­ins, mun leiða þann hóp. MYND:EPA 

Einna mesta athygli vakti sig­ur M­hairi Black í kjör­dæm­inu Paisley í Skotlandi. Hún er tví­tug að aldri og bauð fram fyrir Skoska þjóð­ar­flokk­inn. Þar var helsti and­stæð­ingur hennar Dou­glas Alex­and­er, þunga­vigt­ar­maður í Verka­manna­flokknum sem talið er að hefði orðið utan­rík­is­ráð­herra Bret­lands ef Verka­manna­flokk­ur­inn hefði kom­ist til valda. Black sigr­aði hann með miklum yfir­burð­um.

Fylgi UKIP eykst en skilar bara tveimur sætumBreski sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn UKIP, sem hefur upp­lifað mikla fylg­is­aukn­ingu und­an­farin ár, fær ein­ungis tvö þing­sæti. Kosn­inga­kerfið í Bret­landi, þar sem öll kjör­dæmi eru ein­menn­ings­kjör­dæmi, kemur í veg fyrir að fylg­is­aukn­ing flokks­ins skili sér í fleiri þing­sæt­um. Hinn umdeildi leið­togi flokks­ins, Nigel Fara­ge, náði ekki kjöri en hann var búinn að heita því að bjóða sig ekki aftur fram ef hann næði ekki inn í þessum kosn­ing­um. Ljóst er þó að mál­staður UKIP, sem vill ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu og herða mjög inn­flytj­enda­lög til að tak­marka þann fjölda sem sest að í Bret­landi, á fylgi að fagna.

En það verður því David Cameron sem fer á fund Elísa­betar Bret­lands­drottn­ingar að loknum þing­kosn­ingum til að óska eftir umboði til að stjórna land­inu næstu fimm árin, líkt og hann hefur gert síð­ustu fimm ár. Það þýðir líka að breska þjóðin mun kjósa um áfram­hald­andi veru lands­ins í Evr­ópu­sam­band­inu árið 2017, en það var eitt af helstu kosn­inga­lof­orðum Camer­ons.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None