Ríkið borgar helmingi minna fyrir meiri þjónustu frá sama aðila og sinnti henni áður

advania2.jpg
Auglýsing

Kostn­aður rík­is­ins vegna rekst­urs og hýs­ingar tölvu­kerf­is­ins Orra lækkar um tæpar 8,7 millj­ónir krónur á mán­uði, eða 94 millj­ónir króna á ári, í kjöl­far nýs samn­ings sem Fjár­sýsla rík­is­ins hefur gert við Advania, sama fyr­ir­tæki og sinnti þjón­ust­unni áður. Í svörum Rík­is­kaupa við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvort ein­hverjar við­bót­ar­kröfur hafi verið gerðar í nýja útboð­inu kemur fram að þjón­ustan muni í raun aukast. Í nýja samn­ingnum eru ákvæði um þjón­ust­þætti sem ekki voru til staðar í þeim eldri.

Því er ríkið að borga tæpar 7,9 millj­ónir króna á mán­uði fyrir þjón­ustu sem það greiddi áður 16,5 millj­ónir króna á mán­uði fyr­ir, og það er að fá meira fyrir pen­ing­inn. Sá sem sinnti þjón­ust­unni áður, og hefur gert frá upp­hafi, er hins vegar sami aðili og samið hefur verið um að sinna henni núna, Advania.

Skil­uðu inn sex til­boðum



Fjár­sýsla rík­is­ins og Advania und­ir­rit­uðu samn­ing um rekstur og hýs­ingu tölvu­kerf­is­ins Orra nýver­ið. Ákveðið var að ganga til samn­inga við Advania í kjöl­far örút­boðs sem fór fram á vegum Rík­is­kaupa. Advania hafði áður séð um rekstur og hýs­ingu Orra og þegið fyrir það 16,5 millj­ónir króna á mán­uði fyrir utan virð­is­auka­skatt.

Þrír aðilar buðu í verk­efn­ið. Sím­inn bauð hæst, um 21 milljón króna. Opin Kerfi buðu 10,3 millj­ónir króna og Advania skil­aði inn sex til­boð­um. Það hæsta var upp á 17 millj­ónir króna en það lægsta upp á 6,4 millj­ónir króna. Eðli­lega fylgdi mis­mikil þjón­ustu hverju til­boði. Því lægra sem til­boðið var því minni þjón­usta fylgdi því.

Auglýsing
  1. jan­úar 2015 bár­ust þeim sem boðið höfðu í verkið skila­boð um að einu til­boði Advania hefði verið tek­ið. Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn um málið til Rík­is­kaupa um málið þar sem þau svör feng­ust að útboðs­ferl­inu væri ekki lokið og að engu til­boði hefði verið form­lega tek­ið.

Þann 29. apríl síð­ast­lið­inn sendi Rík­is­kaup svo tölvu­póst á aðra bjóð­endur þar sem þeim var til­kynnt að til­boð frá Advania, svo­kallað til­boð B, hefði verið end­an­lega sam­þykkt og að bind­andi samn­ingur væri komin á milli aðila.

Rík­is­kaup svör­uðu síðan fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið fyrr í þess­ari viku.

Heild­ar­virði samn­ings­ins 830 millj­ónir króna



Þar kemur fram að til­boð­inu sem tekið var frá Advania, sem veitti líka þjón­ust­una fyrir útboð­ið, hafi verið upp á 7.850.000 krónur án virð­is­auka­skatts á mán­uði. Því nemur samn­ings­lækk­unin 8.650.000 krónum á mán­uði án virð­is­auka­skatts. Á árs­grund­velli þýðir það að kostn­aður rík­is­ins vegna hýs­ingar og rekst­urs Orra fer úr 198 millj­ónum króna í tæpar 104 millj­ónir króna. Kostn­að­ur­inn tæp­lega helm­ing­ast.

Samn­ing­ur­inn er til sex ára með heim­ild til fram­leng­ingar um allt að tvö ár. Heild­ar­virði hans er því allt að 830 millj­ónir króna.

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segja Rík­is­kaup að þó hin nýji samn­ingur og þjón­usta sé mjög sam­bæri­leg við fyrri samn­ing, þá eru nokkur frá­vik sem kunni að skýra lækkun kostn­að­ar. „Ekki er um svo­nefndan alrekstur að ræða eins og áður var, heldur eru samn­ings­þættir skil­greindir sér­stak­lega. Útboðið og nýi samn­ing­ur­inn skil­greinir af meiri nákvæmni þjón­ustu­stig, vél­búnað og þess háttar heldur en eldri samn­ing­ur­inn gerði.

Í örút­boð­inu og í hinum nýja samn­ingi eru ákvæði um þjón­ustu­þætti, sem ekki voru til staðar í fyrri samn­ing. Sér í lagi, þá skal verk­sali nú útvega vara­véla­sal þannig að unnt sé að halda kjarna­starf­semi Orra gang­andi í vara­sal, komi til stór­felldra áfalla í aðal­véla­sal.“

Mun­ur­inn virð­ist því fel­ast í að nákvæm­ari skil­grein­ingu á þeim þáttum sem undir eru í samn­ingnum og því að Advania auki þjón­ustu sína við rík­ið. Samt kostar þjón­ustan nú 94 millj­ónum krónum minna á ári.

Átti að kosta 160 millj­ónir en kost­aði fjóra millj­arða



Tölvu­kerfið Orri er sam­heiti yfir ýmis kerfi rík­is­ins, til dæmis fjár­hags- og mannauðs­kerfi og ýmis stuðn­ings­kerfi sem því fylgja. Alls nota um 190 stofn­anir rík­is­ins kerfið og um 15 þús­und ein­stak­lingar eru með vef­að­gang að því. Um 19 þús­und manns fá reglu­lega launa­greiðslur sem kerfið ann­ast mán­að­ar­lega.

Örút­boðið sem nú er lokið með samn­ingum við Advania náði yfir alla hýs­ingu og dagelgan rekstur á Orra kerf­inu.

Orra kerfið hefur verið mjög umdeilt.  Árið 2001 skrif­aði þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, Geir H. Haar­de, undir samn­ing við Skýrr um kaup á bók­halds­kerfi fyrir um millj­arð króna, þrátt fyrir að fjár­heim­ild til verk­efn­isnis á fjár­lögum væri ein­ungis 160 millj­ónir króna . Kast­ljós greindi frá því haustið 2012 að kostn­aður vegna kerf­is­ins væri þá þegar orðin um fjórir millj­arðar króna og að í drögum að skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um Orra, sem lekið hafði verið til frétta­skýr­ing­ar­þátt­ar­ins, hafi komi fram að ekki hafi verið staðið við gerða samn­inga. Tveir fyrrum yfir­menn hjá Skýrr áttu sæti í stýrinefnd­inni sem hafði yfir­um­sjón með vinnu rík­is­ins við útboð vegna kaupa á fjár­hags­kerfum fyrir rík­ið.

Kerfið hefur einnig legið undir ámæli fyrir stór­kost­lega örygg­is­galla.

Nafni Skýrr var breytt í Advania snemma árs 2012 þegar fyr­ir­tækið var sam­einað Hug­urAx, EJS og nokkrum nor­rænum dótt­ur­fyr­ir­tækj­um. Hýs­ing og rekstur kerf­is­ins hefur því alla tíð verið hjá Advania eða fyr­ir­renn­ara þess félags, sem bjó kerfið einnig til.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None