Ríkið borgar helmingi minna fyrir meiri þjónustu frá sama aðila og sinnti henni áður

advania2.jpg
Auglýsing

Kostn­aður rík­is­ins vegna rekst­urs og hýs­ingar tölvu­kerf­is­ins Orra lækkar um tæpar 8,7 millj­ónir krónur á mán­uði, eða 94 millj­ónir króna á ári, í kjöl­far nýs samn­ings sem Fjár­sýsla rík­is­ins hefur gert við Advania, sama fyr­ir­tæki og sinnti þjón­ust­unni áður. Í svörum Rík­is­kaupa við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvort ein­hverjar við­bót­ar­kröfur hafi verið gerðar í nýja útboð­inu kemur fram að þjón­ustan muni í raun aukast. Í nýja samn­ingnum eru ákvæði um þjón­ust­þætti sem ekki voru til staðar í þeim eldri.

Því er ríkið að borga tæpar 7,9 millj­ónir króna á mán­uði fyrir þjón­ustu sem það greiddi áður 16,5 millj­ónir króna á mán­uði fyr­ir, og það er að fá meira fyrir pen­ing­inn. Sá sem sinnti þjón­ust­unni áður, og hefur gert frá upp­hafi, er hins vegar sami aðili og samið hefur verið um að sinna henni núna, Advania.

Skil­uðu inn sex til­boðumFjár­sýsla rík­is­ins og Advania und­ir­rit­uðu samn­ing um rekstur og hýs­ingu tölvu­kerf­is­ins Orra nýver­ið. Ákveðið var að ganga til samn­inga við Advania í kjöl­far örút­boðs sem fór fram á vegum Rík­is­kaupa. Advania hafði áður séð um rekstur og hýs­ingu Orra og þegið fyrir það 16,5 millj­ónir króna á mán­uði fyrir utan virð­is­auka­skatt.

Þrír aðilar buðu í verk­efn­ið. Sím­inn bauð hæst, um 21 milljón króna. Opin Kerfi buðu 10,3 millj­ónir króna og Advania skil­aði inn sex til­boð­um. Það hæsta var upp á 17 millj­ónir króna en það lægsta upp á 6,4 millj­ónir króna. Eðli­lega fylgdi mis­mikil þjón­ustu hverju til­boði. Því lægra sem til­boðið var því minni þjón­usta fylgdi því.

Auglýsing
  1. jan­úar 2015 bár­ust þeim sem boðið höfðu í verkið skila­boð um að einu til­boði Advania hefði verið tek­ið. Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn um málið til Rík­is­kaupa um málið þar sem þau svör feng­ust að útboðs­ferl­inu væri ekki lokið og að engu til­boði hefði verið form­lega tek­ið.

Þann 29. apríl síð­ast­lið­inn sendi Rík­is­kaup svo tölvu­póst á aðra bjóð­endur þar sem þeim var til­kynnt að til­boð frá Advania, svo­kallað til­boð B, hefði verið end­an­lega sam­þykkt og að bind­andi samn­ingur væri komin á milli aðila.

Rík­is­kaup svör­uðu síðan fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið fyrr í þess­ari viku.

Heild­ar­virði samn­ings­ins 830 millj­ónir krónaÞar kemur fram að til­boð­inu sem tekið var frá Advania, sem veitti líka þjón­ust­una fyrir útboð­ið, hafi verið upp á 7.850.000 krónur án virð­is­auka­skatts á mán­uði. Því nemur samn­ings­lækk­unin 8.650.000 krónum á mán­uði án virð­is­auka­skatts. Á árs­grund­velli þýðir það að kostn­aður rík­is­ins vegna hýs­ingar og rekst­urs Orra fer úr 198 millj­ónum króna í tæpar 104 millj­ónir króna. Kostn­að­ur­inn tæp­lega helm­ing­ast.

Samn­ing­ur­inn er til sex ára með heim­ild til fram­leng­ingar um allt að tvö ár. Heild­ar­virði hans er því allt að 830 millj­ónir króna.

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segja Rík­is­kaup að þó hin nýji samn­ingur og þjón­usta sé mjög sam­bæri­leg við fyrri samn­ing, þá eru nokkur frá­vik sem kunni að skýra lækkun kostn­að­ar. „Ekki er um svo­nefndan alrekstur að ræða eins og áður var, heldur eru samn­ings­þættir skil­greindir sér­stak­lega. Útboðið og nýi samn­ing­ur­inn skil­greinir af meiri nákvæmni þjón­ustu­stig, vél­búnað og þess háttar heldur en eldri samn­ing­ur­inn gerði.

Í örút­boð­inu og í hinum nýja samn­ingi eru ákvæði um þjón­ustu­þætti, sem ekki voru til staðar í fyrri samn­ing. Sér í lagi, þá skal verk­sali nú útvega vara­véla­sal þannig að unnt sé að halda kjarna­starf­semi Orra gang­andi í vara­sal, komi til stór­felldra áfalla í aðal­véla­sal.“

Mun­ur­inn virð­ist því fel­ast í að nákvæm­ari skil­grein­ingu á þeim þáttum sem undir eru í samn­ingnum og því að Advania auki þjón­ustu sína við rík­ið. Samt kostar þjón­ustan nú 94 millj­ónum krónum minna á ári.

Átti að kosta 160 millj­ónir en kost­aði fjóra millj­arðaTölvu­kerfið Orri er sam­heiti yfir ýmis kerfi rík­is­ins, til dæmis fjár­hags- og mannauðs­kerfi og ýmis stuðn­ings­kerfi sem því fylgja. Alls nota um 190 stofn­anir rík­is­ins kerfið og um 15 þús­und ein­stak­lingar eru með vef­að­gang að því. Um 19 þús­und manns fá reglu­lega launa­greiðslur sem kerfið ann­ast mán­að­ar­lega.

Örút­boðið sem nú er lokið með samn­ingum við Advania náði yfir alla hýs­ingu og dagelgan rekstur á Orra kerf­inu.

Orra kerfið hefur verið mjög umdeilt.  Árið 2001 skrif­aði þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, Geir H. Haar­de, undir samn­ing við Skýrr um kaup á bók­halds­kerfi fyrir um millj­arð króna, þrátt fyrir að fjár­heim­ild til verk­efn­isnis á fjár­lögum væri ein­ungis 160 millj­ónir króna . Kast­ljós greindi frá því haustið 2012 að kostn­aður vegna kerf­is­ins væri þá þegar orðin um fjórir millj­arðar króna og að í drögum að skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um Orra, sem lekið hafði verið til frétta­skýr­ing­ar­þátt­ar­ins, hafi komi fram að ekki hafi verið staðið við gerða samn­inga. Tveir fyrrum yfir­menn hjá Skýrr áttu sæti í stýrinefnd­inni sem hafði yfir­um­sjón með vinnu rík­is­ins við útboð vegna kaupa á fjár­hags­kerfum fyrir rík­ið.

Kerfið hefur einnig legið undir ámæli fyrir stór­kost­lega örygg­is­galla.

Nafni Skýrr var breytt í Advania snemma árs 2012 þegar fyr­ir­tækið var sam­einað Hug­urAx, EJS og nokkrum nor­rænum dótt­ur­fyr­ir­tækj­um. Hýs­ing og rekstur kerf­is­ins hefur því alla tíð verið hjá Advania eða fyr­ir­renn­ara þess félags, sem bjó kerfið einnig til.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None