Vaxandi hiti færist í innflytjendaumræðuna á Bretlandseyjum

h_51590062-1.jpg
Auglýsing

Fjöl­miðlar í Bret­landi fjöll­uðu nýverið um per­úskan flótta­manna sem flúði heima­land sitt í kjöl­far eyði­legg­ingar jarð­skjálfta. Hann smyglaði sér á skipi til Bret­lands í leit að betra lífi, kom til lands­ins ólög­lega og fékk húsa­skjól hjá hinni góð­hjört­uðu Brown fjöl­skyld­unni sem fann hann umkomu­lausan á lest­ar­stöð í London. Hann er dásamaður fyrir vald sitt á enskri tungu og áhuga hans og ástríðu fyrir bresku mar­melaði.

Hert afstaða gegn auknum straumi inn­flytj­endaHér er að sjálf­sögðu um að ræða frá­sögn af bíó­mynd­inni um breska bangs­ann Padd­ington en ekki dæmi úr raun­veru­leik­an­um. Í vik­unni bár­ust þó raun­veru­legar fréttir af því að breska inn­an­rík­is­ráðu­neytið hafi hafnað ferða­manna­á­ritun simbabveskra hjóna sem hugð­ust sækja jarða­för barna­bars síns sem lést í bílslysi í East­bo­urne í lok síð­asta árs. Þrátt fyrir boð Stephen Lloyd, þing­manns Frjáls­lyndra demókrata, um að gang­ast í per­sónu­lega ábyrgð fyrir því að hjónin skili sér aftur til Simbabve hefur ráð­herra inn­flytj­enda­mála staðið fast á að neita þeimum áritun þar sem þau upp­fylla ekki ströng skil­yrði um eignir og fyrri ferða­lög. Taldar voru of miklar líkur á að hjónin íleng­ist ólög­lega í Bret­landi og þeim því end­an­lega neitað um ferða­manna­á­rit­un­ina.

Hug­myndir hafa verið viðr­aðar um mögu­leik­ann á að vísa rík­is­borg­urum ESB ríkja úr landi ef þeir hafa ekki fundið vinnu hálfu ári eftir kom­una til landsins.

Hiti hefur verið að fær­ast í umræð­una um inn­flytj­enda­mál í Bret­landi síð­ustu miss­eri og margir stjórn­mála­menn farnir að taka harða afstöðu gegn auknum straumi inn­flytj­enda til lands­ins. Þetta teng­ist að sama skapi hinni eilífu umræðu um veru Bret­lands í Evr­ópu­sam­band­inu (ES­B). Skiptar skoð­anir eru meðal almenn­ings um hvort heppi­legra sé að segja sig frá sam­starf­inu eða ekki.

Auglýsing

Tug­þús­undir Breta á bótum víðs­vegar um Evr­ópuPhilip Hamm­ond utan­rík­is­ráð­herra Bret­lands sagði í vik­unni að landið værið galopið fyrir mis­notkun á frjálsum flutn­ingi fólks innan ESB (auk ann­ara landa evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins, EES) og mik­il­vægt væri að koma í veg fyrir bóta­túrisma Evr­ópu­búa innan Bret­lands og ann­ara landa sam­starfs­ins. Hug­myndir hafa verið viðr­aðar um mögu­leik­ann á að vísa rík­is­borg­urum ESB ríkja úr landi ef þeir hafa ekki fundið vinnu hálfu ári eftir kom­una til lands­ins. Ráð­herr­ann hefur talað um að Bret­land sé ber­skjaldað fyrir mis­notkun af hálfu þeirra sem falla undir frjálsa för innan EES. Að mati ráð­herr­ans er Bret­land í allt annarri stöðu en til að mynda Þýska­land eða Sví­þjóð, suð­ur­hluti Eng­lands sé nú þegar einn þétt­byggð­asti hluti Evr­ópu og nátt­úru­leg fjölks­fjölgun eigi sér stað þar burt séð frá fjölda inn­flytj­enda.

Philip Hammond utanríkisráðherra Bretlands. Philip Hamm­ond utan­rík­is­ráð­herra Bret­lands.

Á sama tíma hefur dag­blaðið Guar­dian birt úttekt á þeim fjölda Breta sem þiggja bætur í öðrum löndum innan ESB. Kald­hæðnin er sú að sam­kvæmt úttekt­inn­i er heild­ar­upp­hæð bóta sem Bretar þiggja í rík­ari löndum sam­bands­ins hærri en sú sem greidd er til bóta­þega frá þeim löndum hér í Bret­landi. Sam­tals um 30 þús­und Bretar eru á atvinnu­leys­is­bótum víðs­vegar um Evr­ópu. Líkt og úttekt blaðs­ins sýnir þá eru um 23 þús­und Bretar á bótum í Finn­landi, Sví­þjóð, Dan­mörku, Belg­íu, Lúx­em­borg, Þýska­landi, Aust­ur­ríki, Frakk­landi og Írlandi á móti um 8.700 borg­urum þess­ara landa sem eru á bótum í Bret­landi. Þá má líka hafa í huga að bætur sem þessar í rík­ari löndum ESB oft á tíðum mun hærri en hér í Bret­landi. Rétt er þó að taka fram að ef horft er til Pól­lands, sem oft er í aðal­hlut­verki í umræðum sem þessum, kemur fram að um 15 þús­und Pól­verjar nýta sér mögu­leik­ann á bótum í Bret­landi á móti tveimur Bretum í Pól­landi. Úttekt sem þessi dregur því fram örlítið flókn­ari mynd en stjórn­mála­menn reyna að mála dags dag­lega.

Inn­flytj­endur og minni­hluta­hópar skot­mörkMeðan orð­ræða stjórn­mála­manna hefur færst í átt­ina að því að skapa, oft á tíð­um, ímynduð vanda­mál úr inn­flytj­endum sem koma til lands­ins vegna náms og vinnu hefur andúð á ýmsum minni­hluta­hópum auk­ist. Minni­hluta­hópar og inn­flytj­endur upp­lifa for­dóma í auknum mæli og kemur það skýrt fram í könnun fyr­ir­tæk­is­ins You­Gov fyrir sam­tökin „Campaign Aga­inst Ant­i-­Semit­ism“ um gyð­inga­andúð í land­inu. Þar kemur fram að for­dómar gegn gyð­ingum eru að aukast og staðalí­myndir um t.d. áhuga á auð­söfnun þeirra lifa góðu lífi. Þar fara kjós­endur breska sjálf­stæð­is­flokks­ins UKIP fremstir í flokki og taka 39 pró­sent þeirra undir þá staðalí­mynd. Þetta má svo setja í sam­hengi við umræð­una um hryðju­verka­árás­irnar í París þar sem eitt af skot­mörk­unum var kos­her stór­mark­aður í suð­ur­hluta borg­ar­inn­ar. Ther­esa May, inn­an­rík­is­ráð­herra, lof­aði í fram­haldi af þessum umræðum að lög­gæsla verði aukin við bæna­hús og skóla gyð­inga.

Frans Timmermans vara­for­seti fram­kvæmda­stjórnar ESB viðr­aði einnig áhyggjur sínar af mál­inu í vik­unni og setti þróun mála í sam­hengi við fram­tíð Evr­ópu­sam­starfs­ins. Hann tók skýrt fram að í Evr­ópu eigi að vera pláss fyrir alla óháð upp­runa og kyn­þætti, en það sé eitt af grunn­gildum sam­bands­ins.

Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Frans Timmermans, vara­for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins.

Á sama tíma sköp­uð­ust heitar umræður um bréf sem Eric Pickles, ráð­herra sveita­stjórn­ar- og trú­mála, skrif­aði á dög­unum bréf til trú­ar­leið­toga múslima í Bret­landi. Þar hvatti hann til þess að múslimar tæk­ust á við öfga­menn innan sinna raða og að lagði hann enn­fremur áherslu á að kenna þurfi ungu fólki hvað það þýðir að vera Breti. Í fram­haldi svör­uðu full­trúar einna stærstu sam­taka múslima í Bret­landi „Muslim Council of Brita­in“ bréf­inu og gagn­rýndu full­trúa rík­is­stjórn­ar­innar fyrir mál­flutn­ing sem eigi meira líkt með mál­flutn­ingi hægri öfga­afla. Full­trúar sam­tak­anna voru því ekki par sáttir við íhlutun ráð­herr­ans og reitti bréfið marga trú­ar­leið­toga innan raða múslima til reiði.

Inn­flytj­enda- og trú­mál í brennid­epli fyrir kosn­ingarDa­vid Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra, nýtti því tæki­færið á mánu­dag í heim­sókn til slátt­ur­véla­verk­smiðju í Ipswich og sló á gagn­rýni sam­tak­anna og þvertók fyrir það að sam­hljómur væri með rík­is­stjórn­inni og hægri öfga­öflum í land­inu. For­sæt­is­ráð­herr­ann impraði jafn­framt á mik­il­vægi þess að ala ekki á sundr­ungu í sam­fé­lag­inu. Af þessu má því reikna með að inn­flytj­enda- og trú­mál verði áfram í brennid­epli fjöl­miðla í Bret­landi fram að þing­kosn­ingum í maí á þessu ári. Hvort Padd­ington Brown verði hand­samaður og sendur úr landi fyrir ólög­lega veru sína og tak­mark­aða getu til að halda sér uppi fjár­hags­lega skal þó ósagt lát­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None