15724295124_b249ed1bdb_z.jpg
Auglýsing

„Kerfið virk­aði, þetta mál sýnir það,“ sagði Tryggvi Gunn­ars­son, Umboðs­maður Alþing­is, alvar­legur í bragði á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, sem lauk nú rétt í þessu. Á fund­inum fór Tryggvi yfir málið og svar­aði spurn­ingum nefnd­ar­manna. Í máli Tryggva kom skýr­lega fram, að málið hefði tekið breytta stefnu eftir að Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, ját­aði það að hafa átt sam­skipti við Stefán Eiríks­son, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóra, um rann­sókn á leka­mál­inu með bréfi 8. jan­úar síð­ast­lið­inn. Með því breytti hún fyrri fram­burði sínum og bað Tryggva beint afsök­unar á því, og ját­aði það skil­merki­lega fyrir honum að það hafi verið mis­tök að sinni hálfu að hafa afskipti af rann­sókn saka­máls, en því lauk með því að póli­tískur aðstoð­ar­maður henn­ar, Gísli Freyr Val­dórs­son, var dæmdur í átta mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir að leka trún­að­ar­upp­lýs­ingum um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos. Með játn­ingu Hönnu Birnu tók málið því aðra stefnu en áður; óum­deilt var eftir þetta að afskipti Hönnu Birnu voru and­stæð lögum og að hún hefði haft óeðli­leg afskipti af rann­sókn máls­ins.

Almenn­ingur á rétt á upp­lýs­ing­unumEinn þeirra sem spurði Tryggva spurn­inga á fund­inum var nefnd­ar­mað­ur­inn Karl Garð­ars­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hann spurði að því, hvers vegna Tryggvi hefði birt opin­ber­lega bréf sitt til Hönnu Birnu, þar sem sam­skiptin við Stefán Eiríks­son voru rak­in, og spurn­inga beint til ráð­herra. „Þarna varstu far­inn að reka málið í fjöl­miðl­um“ sagði Karl, og spurði hvers vegna þetta hefði verið verið gert. Tryggvi svar­aði því til, að það væru upp­lýs­inga­lög í gildi í land­inu sem segðu til um að almenn­ingur hefði rétt á því að vita af þessum sam­skiptum og sjá hvernig þeim væri hátt­að. „Það eru í gildi upp­lýs­inga­lög í þessu landi sem gera ráð fyrir því að þessi sam­skipti fari fram fyrir opnum tjöld­um“ sagði Tryggvi.

Karl Garðarsson beindi spurningum til Tryggva Gunnarssonar, sem hann svaraði skilmerkilega. Karl Garð­ars­son beindi spurn­ingum til Tryggva Gunn­ars­son­ar, sem hann svar­aði skil­merki­lega.

Hver á að rann­saka ráð­herra?Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, velti því upp á fund­inum í morgun hvort það væri ekki einn af „lær­dómum þessa máls­ins“ að það væri óheppi­legt að lög­reglan væri rann­sak­andi í máli þar sem ráð­herra lög­reglu­mála, eða ráðu­neyti lög­reglu­mála, væri and­lag rann­sókn­ar­inn­ar.  „Er þetta ekki von­laus staða fyrir lög­regl­una að vera í?,“ spurði Brynj­ar. Tryggvi sagði núgild­andi lög gera ráð fyrir því að lög­reglan rann­sak­aði mál sem þessi, en sagð­ist ekki vilja segja Alþingi „fyrir verk­um“ við laga­setn­ingu. Hann nefndi að rík­is­sak­sókn­ari hefði rann­sókn­ar­hlut­verk í málum þar sem lög­reglu­menn væru til rann­sókn­ar, en að lögin gerðu ráð fyrir að lög­reglan rann­sak­aði mál sem þessi.

Óhugs­andi staða á Norð­ur­lönd­unumVig­dís Hauks­dótt­ir, þing­kona Fram­sókn­ar­flokks­ins, beindi spurn­ingum til Tryggva um hvernig málið hefði verið til lykta leitt á Norð­ur­lönd­un­um, miðað við gildi lög og reglur þar í land­i.  Tryggvi sagði það reglur og lög á Norð­ur­lönd­un­um, og tók Dan­mörku og Noreg sem dæmi, koma alfarið í veg fyrir að mál eins og leka­mál­ið, og afskipti ráð­herra af rann­sókn þess, gæti komið upp. Sagði hann stjórn­skrá taka fyrir sam­skipti sem þessi auk þess að lag­ara­mm­inn væri skýr; ráð­herra dóms- og lög­reglu­mála mætti ekki hafa afskipti af rann­sókn mála, og ekki af rann­sókn á honum sjálfum eða ráðu­neyti hans. „Málið er for­dæma­laust“ sagði Tryggvi meðal ann­ars, þegar hann fór yfir þessi efn­is­at­riði.

Nefndarmenn fengu skamman tíma til þess að kynna sér álit Umboðsmanns Alþingis, og spurði fyrir vikið oftast nær almennra spurninga um málin. Nefnd­ar­menn fengu skamman tíma til þess að kynna sér álit Umboðs­manns Alþing­is, og spurði fyrir vikið oft­ast nær almennra spurn­inga um mál­in.

Auglýsing

Þarna reynir á siða­reglur og fag­lega stjórn­sýsluTryggvi sagði málið sýna nauð­syn þess að vera með fag­lega stjórn­sýslu sem stæð­ist póli­tískan þrýst­ing og gæti leitt mál til lykta á fag­legum for­send­um. Það hefði sýnt sig í þessu máli, að þessi grund­vall­ar­at­riði í sam­fé­lags­gerð­inni hér á landi hefðu hald­ið. Þá væri það einnig mik­il­vægt að halda í heiðri meg­in­regl­unni um gagn­sæja stjórn­sýslu, frekar en „laun­ung og leynd“. Stjórn­sýslan væri í þeirri stöðu gagn­vart almenn­ingi í land­inu, að hennar fag­legi grunnur þyrfti að vera opinn og þola dags­ljós­ið. Efn­is­at­riði sem Tryggvi hefði nefnt í bréfi til for­sæt­is­ráð­herra, Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, um mik­il­vægi þess að inn­leiða siða­reglur fyrir stjórn­sýsl­una og ráð­herra, og fara eftir þeim, skiptu miklu máli í þessu sam­hengi.

„Ef þetta heldur ekki, þá er bara voð­innn vís,“ sagði Tryggvi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hæfur til að meta hæfni þar til annað kemur í ljós
Eiríkur Tómasson, formaður dómnefndar um hæfni dómara, telur sig hæfan samkvæmt stjórnsýslulögum til að meta hæfni umsækjenda um embætti við Landsrétt, en árið 2017 var hann umsagnaraðili eins þeirra sem nú sækist eftir embættinu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Allir ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi milli mánaða
Píratar bæta verulega við sig milli mánaða í könnunum Gallup en Vinstri græn tapa umtalsverðu. Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Frá Beirút, þar sem gríðarlega öflug sprenging olli manntjóni og gríðarlegum skemmdum síðdegis í gær.
Rauði krossinn hefur neyðarsöfnun fyrir Beirút
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna sprenginganna sem urðu í Beirút höfuðborg Líbanons í gær. Forseti Íslands sendi forseta Líbanons samúðarkveðju sína og þjóðarinnar í dag.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Ásta Logadóttir, Jóhann Björn Jóhannsson, Kristinn Alexandersson og Ólafur Hjálmarsson
Ísland í dag – Nærri tveimur áratugum síðar
Kjarninn 5. ágúst 2020
Áhyggjur og kvíði „eðlilegar tilfinningar við óeðlilegar aðstæður“
Á upplýsingafundi almannavarna í dag fór Agnes Árnadóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar, yfir það hvað fólk gæti gert til að takast á við kvíða. Sóttvarnalæknir sagði kúrfuna í þessari bylgju vera svipaða þeirri síðustu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
190 þúsund símtæki með smitrakningarappið virkt
Á upplýsingafundi almannavarna biðlaði Alma D. Möller landlæknir til Íslendinga um að halda áfram að nota smitrakningarappið Rakning C-19.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None