15724295124_b249ed1bdb_z.jpg
Auglýsing

„Kerfið virk­aði, þetta mál sýnir það,“ sagði Tryggvi Gunn­ars­son, Umboðs­maður Alþing­is, alvar­legur í bragði á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, sem lauk nú rétt í þessu. Á fund­inum fór Tryggvi yfir málið og svar­aði spurn­ingum nefnd­ar­manna. Í máli Tryggva kom skýr­lega fram, að málið hefði tekið breytta stefnu eftir að Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, ját­aði það að hafa átt sam­skipti við Stefán Eiríks­son, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóra, um rann­sókn á leka­mál­inu með bréfi 8. jan­úar síð­ast­lið­inn. Með því breytti hún fyrri fram­burði sínum og bað Tryggva beint afsök­unar á því, og ját­aði það skil­merki­lega fyrir honum að það hafi verið mis­tök að sinni hálfu að hafa afskipti af rann­sókn saka­máls, en því lauk með því að póli­tískur aðstoð­ar­maður henn­ar, Gísli Freyr Val­dórs­son, var dæmdur í átta mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir að leka trún­að­ar­upp­lýs­ingum um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos. Með játn­ingu Hönnu Birnu tók málið því aðra stefnu en áður; óum­deilt var eftir þetta að afskipti Hönnu Birnu voru and­stæð lögum og að hún hefði haft óeðli­leg afskipti af rann­sókn máls­ins.

Almenn­ingur á rétt á upp­lýs­ing­unumEinn þeirra sem spurði Tryggva spurn­inga á fund­inum var nefnd­ar­mað­ur­inn Karl Garð­ars­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hann spurði að því, hvers vegna Tryggvi hefði birt opin­ber­lega bréf sitt til Hönnu Birnu, þar sem sam­skiptin við Stefán Eiríks­son voru rak­in, og spurn­inga beint til ráð­herra. „Þarna varstu far­inn að reka málið í fjöl­miðl­um“ sagði Karl, og spurði hvers vegna þetta hefði verið verið gert. Tryggvi svar­aði því til, að það væru upp­lýs­inga­lög í gildi í land­inu sem segðu til um að almenn­ingur hefði rétt á því að vita af þessum sam­skiptum og sjá hvernig þeim væri hátt­að. „Það eru í gildi upp­lýs­inga­lög í þessu landi sem gera ráð fyrir því að þessi sam­skipti fari fram fyrir opnum tjöld­um“ sagði Tryggvi.

Karl Garðarsson beindi spurningum til Tryggva Gunnarssonar, sem hann svaraði skilmerkilega. Karl Garð­ars­son beindi spurn­ingum til Tryggva Gunn­ars­son­ar, sem hann svar­aði skil­merki­lega.

Hver á að rann­saka ráð­herra?Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, velti því upp á fund­inum í morgun hvort það væri ekki einn af „lær­dómum þessa máls­ins“ að það væri óheppi­legt að lög­reglan væri rann­sak­andi í máli þar sem ráð­herra lög­reglu­mála, eða ráðu­neyti lög­reglu­mála, væri and­lag rann­sókn­ar­inn­ar.  „Er þetta ekki von­laus staða fyrir lög­regl­una að vera í?,“ spurði Brynj­ar. Tryggvi sagði núgild­andi lög gera ráð fyrir því að lög­reglan rann­sak­aði mál sem þessi, en sagð­ist ekki vilja segja Alþingi „fyrir verk­um“ við laga­setn­ingu. Hann nefndi að rík­is­sak­sókn­ari hefði rann­sókn­ar­hlut­verk í málum þar sem lög­reglu­menn væru til rann­sókn­ar, en að lögin gerðu ráð fyrir að lög­reglan rann­sak­aði mál sem þessi.

Óhugs­andi staða á Norð­ur­lönd­unumVig­dís Hauks­dótt­ir, þing­kona Fram­sókn­ar­flokks­ins, beindi spurn­ingum til Tryggva um hvernig málið hefði verið til lykta leitt á Norð­ur­lönd­un­um, miðað við gildi lög og reglur þar í land­i.  Tryggvi sagði það reglur og lög á Norð­ur­lönd­un­um, og tók Dan­mörku og Noreg sem dæmi, koma alfarið í veg fyrir að mál eins og leka­mál­ið, og afskipti ráð­herra af rann­sókn þess, gæti komið upp. Sagði hann stjórn­skrá taka fyrir sam­skipti sem þessi auk þess að lag­ara­mm­inn væri skýr; ráð­herra dóms- og lög­reglu­mála mætti ekki hafa afskipti af rann­sókn mála, og ekki af rann­sókn á honum sjálfum eða ráðu­neyti hans. „Málið er for­dæma­laust“ sagði Tryggvi meðal ann­ars, þegar hann fór yfir þessi efn­is­at­riði.

Nefndarmenn fengu skamman tíma til þess að kynna sér álit Umboðsmanns Alþingis, og spurði fyrir vikið oftast nær almennra spurninga um málin. Nefnd­ar­menn fengu skamman tíma til þess að kynna sér álit Umboðs­manns Alþing­is, og spurði fyrir vikið oft­ast nær almennra spurn­inga um mál­in.

Auglýsing

Þarna reynir á siða­reglur og fag­lega stjórn­sýsluTryggvi sagði málið sýna nauð­syn þess að vera með fag­lega stjórn­sýslu sem stæð­ist póli­tískan þrýst­ing og gæti leitt mál til lykta á fag­legum for­send­um. Það hefði sýnt sig í þessu máli, að þessi grund­vall­ar­at­riði í sam­fé­lags­gerð­inni hér á landi hefðu hald­ið. Þá væri það einnig mik­il­vægt að halda í heiðri meg­in­regl­unni um gagn­sæja stjórn­sýslu, frekar en „laun­ung og leynd“. Stjórn­sýslan væri í þeirri stöðu gagn­vart almenn­ingi í land­inu, að hennar fag­legi grunnur þyrfti að vera opinn og þola dags­ljós­ið. Efn­is­at­riði sem Tryggvi hefði nefnt í bréfi til for­sæt­is­ráð­herra, Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, um mik­il­vægi þess að inn­leiða siða­reglur fyrir stjórn­sýsl­una og ráð­herra, og fara eftir þeim, skiptu miklu máli í þessu sam­hengi.

„Ef þetta heldur ekki, þá er bara voð­innn vís,“ sagði Tryggvi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Olína vill verða útvarpsstjóri
Magnús Geir Þórðarson tók nýverið við hlutverki Þjóðleikhússtjóra og því bíður það stjórnar RÚV að ráða nýjan útvarpsstjóra.
Kjarninn 6. desember 2019
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None