Samhljómur með Obama og Kára Stefánssyni

BARACK-OBAMA.jpg
Auglýsing

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti ætlar á síð­ustu tveimur árum í emb­ætti að beita sér fyrir skatta­breyt­ingum sem ætlað er að auka jöfnuð í banda­rísku sam­fé­lagi. Áform for­set­ans eru meðal ann­ars að leggja á hærri banka­skatta, hækka þak fjár­magnstekju­skatts, loka glu­fum í skatt­kerf­inu sem for­set­inn segir hina efna­meiri hafa getað nýtt sér, og bjóða náms­mönnum og barna­fjöl­skyldum skatta­af­slætti.

Skatt­kerfið og jöfn­uður í sam­fé­lag­inu voru meðal áherslu­at­riða í stefnu­ræðu Obama sem hann flutti í gær­kvöldi, svo­kall­aðri State of the Union ræðu. For­set­inn vill með breyt­ing­unum auka skatta á hina efna­meiri en lækka skatt­byrði á milli­stétt og lág­tekju­fólk. Það er alls óvíst hvort þessu bar­áttu­máli for­set­ans verði veitt braut­ar­gengi, en Repúblikanar eru í meiri­hluta á bæði lög­gjaf­ar­þing­inu og í öld­ung­ar­deild þings­ins.

Auk­inn þungi í umræð­unniÞað má velta fyrir sér orðum Obama í stærra og smærra sam­hengi hlut­anna. Und­an­farin miss­eri hefur auk­inn ójöfn­uður í sam­fé­lag­inu, þar sem hinir ríkir verða rík­ari, verið í sviðs­ljósi hag­fræð­innar og stjórn­mál­anna. Bókin Fjár­magn á 21. öld­inni eftir franska hag­fræð­ing­inn Thomas Piketty vakti mikla athygli á síð­asta ári og þrátt fyrir að hafa hlotið bæði lof og mikla gagn­rýni er óum­deilt að bókin hefur hrist upp í umræð­unni um ójöfnuð svo um mun­ar. Megin kenn­ing Piketty er sú að yfir lengri tíma þá ávaxt­ist fjár­magn hraðar heldur en vöxtur lands­fram­leiðslu. sem leiði óum­flýj­an­lega til sam­þjöpp­unar auðs.

Auglýsing

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, OECD, hefur einnig lagt aukna áherslu á rann­sóknir og stefnu­mál tengd jöfn­uði og mis­skipt­ingu auðs. Í fyrra var birt skýrsla þar sem full­yrt var að ójöfn­uður dragi úr hag­vexti. Ýmis gögn hafa verið lögð fram sem sýna fram á sam­þjöppun auðs og auk­inn ójöfn­uð. Meðal ann­ars var nýlega haft eftir Lawrence Sum­mers, pró­fessor við Harvard háskóla og efna­hags­ráð­gjafa Obama, að ef tekju­skipt­ing í Banda­ríkj­unum í dag væri eins og árið 1979, þá ættu neðstu 80% sam­fé­lags­ins einni billjón meira, eða ell­efu þús­und doll­urum meira á hverja fjöl­skyldu, og rík­asta eina pró­sent fólks ætti einni billjón minna, eða 750 þús­und doll­urum minna hver.

Þá hefur nýút­gefin skýrsla Oxfam sam­tak­anna vakið mikla athygli í lið­inni viku, en þar er litið til auðs rík­ustu ein­stak­linga heims­ins. Sam­tökin segja bil milli hinna ofur­ríku og ann­arra fara vax­andi. Á sama hraða muni þessi fámenni hópur eiga 50% alls auðs fyrir lok næsta árs. Skýrsla Oxfam kemur út í aðdrag­anda Alþjóð­lega efna­hags­þings­ins, World Economic Forum í Dav­os. Þingið hófst í dag, mið­viku­dag.

Kári Stefánsson í viðtali hjá Helga Seljan í þáttunum Ferð til fjár. Kári Stef­áns­son í við­tali hjá Helga Seljan í þátt­unum Ferð til fjár­.

Kári og for­set­inn sam­málaUm­ræðan um jöfn­uð, mis­skipt­ingu auðs, skatt­byrði og rétt­læti er ekki ein­skorðuð við Banda­rík­in. Ummæli Kára Stef­áns­sonar í fyrsta þætt­inum af Ferð til fjár vöktu mikla athygli í síð­ustu viku. Þar sagði Kári íslenska skatt­kerfið órétt­látt og það hygla hinum efna­meiri. Það fælist meðal ann­ars í mis­hárri skatt­lagn­ingu á fjár­magnstekjur og launa­tekj­ur, og leiði til ójöfn­uðar sem íslenskt sam­fé­lag þoli verr en stærri sam­fé­lög.

Heyra má sam­hljóm í mál­flutn­ingi Kára og Banda­ríkja­for­seta. Báðir tala fyrir að hinir efna­meiri beri auk­inn skatt­byrði sem verði á móti lækkuð á tekju- og eigna­lægri hópa sam­fé­lags­ins. Þetta verði meðal ann­ars gert í gegnum hærri fjár­magsntekju­skatt. Ólíkt haf­ast þeir þó að, því á meðan Obama leggur brátt fram frum­varp með til­lögum að skatta­breyt­ing­um, þá sagði Kári í við­tali við Helga Seljan að „kannski, guði sé lof fyrir ykk­ur, þá hef ég afskap­lega lítil áhrif á þetta sam­fé­lag“.

Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 22. jan­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferð til fjár.

ferd-til-fjar_bordi

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – The Societal Impact of a Pandemic
Kjarninn 1. apríl 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Comparative Sociology is Sociology
Kjarninn 1. apríl 2020
„Stjórnvöld í Bretlandi hafa brugðist almenningi“
Misjöfn viðbrögð eru hjá stjórnvöldum ríkja heimsins við faraldrinum sem nú geisar. Í Bretlandi hamstrar fólk nauðsynjavörur og nokkuð hefur þótt skorta á upplýsingagjöf til almennings þar í landi.
Kjarninn 31. mars 2020
Freyr Eyjólfsson
COVID-19 dregur úr loftmengun í heiminum
Kjarninn 31. mars 2020
Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Enginn losnað úr öndunarvél enn sem komið er
Sóttvarnalæknir furðar sig á þeim fjölda beiðna um undanþágur frá sóttkví og samkomubanni sem berast. Ekki sé hægt að veita mörgum undanþágu einfaldlega af því að þá eykst hættan á því að smitum fjölgi hratt.
Kjarninn 31. mars 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig niður úr forstjórastólnum tímabundið í nóvember 2019 en settist aftur í hann nýverið.
Samherji fær að sleppa við yfirtökuskyldu á Eimskip
Samherji þarf ekki að taka yfir Eimskip þrátt fyrir að hafa skapað yfirtökuskyldu. Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að að vegna COVID-19 eigi að veita undanþágu frá yfirtökuskyldunni.
Kjarninn 31. mars 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var til svara á upplýsingafundinum í dag.
„Það er vond hugmynd“ að ferðast um páskana – „Ekki gera það“
Það þarf að sýna „þolgæði“ og „biðlund“ til að ljúka faraldrinum. Alls ekki er ráðlegt að Íslendingar leggist í ferðalög um páskana. Það skapar óteljandi vandamál sem hægt er að komast hjá með því að vera heima.
Kjarninn 31. mars 2020
Kristbjörn Árnason
Mannlegir kingsarar vikunnar.
Leslistinn 31. mars 2020
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None