Samhljómur með Obama og Kára Stefánssyni

BARACK-OBAMA.jpg
Auglýsing

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti ætlar á síð­ustu tveimur árum í emb­ætti að beita sér fyrir skatta­breyt­ingum sem ætlað er að auka jöfnuð í banda­rísku sam­fé­lagi. Áform for­set­ans eru meðal ann­ars að leggja á hærri banka­skatta, hækka þak fjár­magnstekju­skatts, loka glu­fum í skatt­kerf­inu sem for­set­inn segir hina efna­meiri hafa getað nýtt sér, og bjóða náms­mönnum og barna­fjöl­skyldum skatta­af­slætti.

Skatt­kerfið og jöfn­uður í sam­fé­lag­inu voru meðal áherslu­at­riða í stefnu­ræðu Obama sem hann flutti í gær­kvöldi, svo­kall­aðri State of the Union ræðu. For­set­inn vill með breyt­ing­unum auka skatta á hina efna­meiri en lækka skatt­byrði á milli­stétt og lág­tekju­fólk. Það er alls óvíst hvort þessu bar­áttu­máli for­set­ans verði veitt braut­ar­gengi, en Repúblikanar eru í meiri­hluta á bæði lög­gjaf­ar­þing­inu og í öld­ung­ar­deild þings­ins.

Auk­inn þungi í umræð­unni



Það má velta fyrir sér orðum Obama í stærra og smærra sam­hengi hlut­anna. Und­an­farin miss­eri hefur auk­inn ójöfn­uður í sam­fé­lag­inu, þar sem hinir ríkir verða rík­ari, verið í sviðs­ljósi hag­fræð­innar og stjórn­mál­anna. Bókin Fjár­magn á 21. öld­inni eftir franska hag­fræð­ing­inn Thomas Piketty vakti mikla athygli á síð­asta ári og þrátt fyrir að hafa hlotið bæði lof og mikla gagn­rýni er óum­deilt að bókin hefur hrist upp í umræð­unni um ójöfnuð svo um mun­ar. Megin kenn­ing Piketty er sú að yfir lengri tíma þá ávaxt­ist fjár­magn hraðar heldur en vöxtur lands­fram­leiðslu. sem leiði óum­flýj­an­lega til sam­þjöpp­unar auðs.

Auglýsing

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, OECD, hefur einnig lagt aukna áherslu á rann­sóknir og stefnu­mál tengd jöfn­uði og mis­skipt­ingu auðs. Í fyrra var birt skýrsla þar sem full­yrt var að ójöfn­uður dragi úr hag­vexti. Ýmis gögn hafa verið lögð fram sem sýna fram á sam­þjöppun auðs og auk­inn ójöfn­uð. Meðal ann­ars var nýlega haft eftir Lawrence Sum­mers, pró­fessor við Harvard háskóla og efna­hags­ráð­gjafa Obama, að ef tekju­skipt­ing í Banda­ríkj­unum í dag væri eins og árið 1979, þá ættu neðstu 80% sam­fé­lags­ins einni billjón meira, eða ell­efu þús­und doll­urum meira á hverja fjöl­skyldu, og rík­asta eina pró­sent fólks ætti einni billjón minna, eða 750 þús­und doll­urum minna hver.

Þá hefur nýút­gefin skýrsla Oxfam sam­tak­anna vakið mikla athygli í lið­inni viku, en þar er litið til auðs rík­ustu ein­stak­linga heims­ins. Sam­tökin segja bil milli hinna ofur­ríku og ann­arra fara vax­andi. Á sama hraða muni þessi fámenni hópur eiga 50% alls auðs fyrir lok næsta árs. Skýrsla Oxfam kemur út í aðdrag­anda Alþjóð­lega efna­hags­þings­ins, World Economic Forum í Dav­os. Þingið hófst í dag, mið­viku­dag.

Kári Stefánsson í viðtali hjá Helga Seljan í þáttunum Ferð til fjár. Kári Stef­áns­son í við­tali hjá Helga Seljan í þátt­unum Ferð til fjár­.

Kári og for­set­inn sam­mála



Um­ræðan um jöfn­uð, mis­skipt­ingu auðs, skatt­byrði og rétt­læti er ekki ein­skorðuð við Banda­rík­in. Ummæli Kára Stef­áns­sonar í fyrsta þætt­inum af Ferð til fjár vöktu mikla athygli í síð­ustu viku. Þar sagði Kári íslenska skatt­kerfið órétt­látt og það hygla hinum efna­meiri. Það fælist meðal ann­ars í mis­hárri skatt­lagn­ingu á fjár­magnstekjur og launa­tekj­ur, og leiði til ójöfn­uðar sem íslenskt sam­fé­lag þoli verr en stærri sam­fé­lög.

Heyra má sam­hljóm í mál­flutn­ingi Kára og Banda­ríkja­for­seta. Báðir tala fyrir að hinir efna­meiri beri auk­inn skatt­byrði sem verði á móti lækkuð á tekju- og eigna­lægri hópa sam­fé­lags­ins. Þetta verði meðal ann­ars gert í gegnum hærri fjár­magsntekju­skatt. Ólíkt haf­ast þeir þó að, því á meðan Obama leggur brátt fram frum­varp með til­lögum að skatta­breyt­ing­um, þá sagði Kári í við­tali við Helga Seljan að „kannski, guði sé lof fyrir ykk­ur, þá hef ég afskap­lega lítil áhrif á þetta sam­fé­lag“.

Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 22. jan­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferð til fjár.

ferd-til-fjar_bordi

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None