Samhljómur með Obama og Kára Stefánssyni

BARACK-OBAMA.jpg
Auglýsing

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti ætlar á síð­ustu tveimur árum í emb­ætti að beita sér fyrir skatta­breyt­ingum sem ætlað er að auka jöfnuð í banda­rísku sam­fé­lagi. Áform for­set­ans eru meðal ann­ars að leggja á hærri banka­skatta, hækka þak fjár­magnstekju­skatts, loka glu­fum í skatt­kerf­inu sem for­set­inn segir hina efna­meiri hafa getað nýtt sér, og bjóða náms­mönnum og barna­fjöl­skyldum skatta­af­slætti.

Skatt­kerfið og jöfn­uður í sam­fé­lag­inu voru meðal áherslu­at­riða í stefnu­ræðu Obama sem hann flutti í gær­kvöldi, svo­kall­aðri State of the Union ræðu. For­set­inn vill með breyt­ing­unum auka skatta á hina efna­meiri en lækka skatt­byrði á milli­stétt og lág­tekju­fólk. Það er alls óvíst hvort þessu bar­áttu­máli for­set­ans verði veitt braut­ar­gengi, en Repúblikanar eru í meiri­hluta á bæði lög­gjaf­ar­þing­inu og í öld­ung­ar­deild þings­ins.

Auk­inn þungi í umræð­unniÞað má velta fyrir sér orðum Obama í stærra og smærra sam­hengi hlut­anna. Und­an­farin miss­eri hefur auk­inn ójöfn­uður í sam­fé­lag­inu, þar sem hinir ríkir verða rík­ari, verið í sviðs­ljósi hag­fræð­innar og stjórn­mál­anna. Bókin Fjár­magn á 21. öld­inni eftir franska hag­fræð­ing­inn Thomas Piketty vakti mikla athygli á síð­asta ári og þrátt fyrir að hafa hlotið bæði lof og mikla gagn­rýni er óum­deilt að bókin hefur hrist upp í umræð­unni um ójöfnuð svo um mun­ar. Megin kenn­ing Piketty er sú að yfir lengri tíma þá ávaxt­ist fjár­magn hraðar heldur en vöxtur lands­fram­leiðslu. sem leiði óum­flýj­an­lega til sam­þjöpp­unar auðs.

Auglýsing

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, OECD, hefur einnig lagt aukna áherslu á rann­sóknir og stefnu­mál tengd jöfn­uði og mis­skipt­ingu auðs. Í fyrra var birt skýrsla þar sem full­yrt var að ójöfn­uður dragi úr hag­vexti. Ýmis gögn hafa verið lögð fram sem sýna fram á sam­þjöppun auðs og auk­inn ójöfn­uð. Meðal ann­ars var nýlega haft eftir Lawrence Sum­mers, pró­fessor við Harvard háskóla og efna­hags­ráð­gjafa Obama, að ef tekju­skipt­ing í Banda­ríkj­unum í dag væri eins og árið 1979, þá ættu neðstu 80% sam­fé­lags­ins einni billjón meira, eða ell­efu þús­und doll­urum meira á hverja fjöl­skyldu, og rík­asta eina pró­sent fólks ætti einni billjón minna, eða 750 þús­und doll­urum minna hver.

Þá hefur nýút­gefin skýrsla Oxfam sam­tak­anna vakið mikla athygli í lið­inni viku, en þar er litið til auðs rík­ustu ein­stak­linga heims­ins. Sam­tökin segja bil milli hinna ofur­ríku og ann­arra fara vax­andi. Á sama hraða muni þessi fámenni hópur eiga 50% alls auðs fyrir lok næsta árs. Skýrsla Oxfam kemur út í aðdrag­anda Alþjóð­lega efna­hags­þings­ins, World Economic Forum í Dav­os. Þingið hófst í dag, mið­viku­dag.

Kári Stefánsson í viðtali hjá Helga Seljan í þáttunum Ferð til fjár. Kári Stef­áns­son í við­tali hjá Helga Seljan í þátt­unum Ferð til fjár­.

Kári og for­set­inn sam­málaUm­ræðan um jöfn­uð, mis­skipt­ingu auðs, skatt­byrði og rétt­læti er ekki ein­skorðuð við Banda­rík­in. Ummæli Kára Stef­áns­sonar í fyrsta þætt­inum af Ferð til fjár vöktu mikla athygli í síð­ustu viku. Þar sagði Kári íslenska skatt­kerfið órétt­látt og það hygla hinum efna­meiri. Það fælist meðal ann­ars í mis­hárri skatt­lagn­ingu á fjár­magnstekjur og launa­tekj­ur, og leiði til ójöfn­uðar sem íslenskt sam­fé­lag þoli verr en stærri sam­fé­lög.

Heyra má sam­hljóm í mál­flutn­ingi Kára og Banda­ríkja­for­seta. Báðir tala fyrir að hinir efna­meiri beri auk­inn skatt­byrði sem verði á móti lækkuð á tekju- og eigna­lægri hópa sam­fé­lags­ins. Þetta verði meðal ann­ars gert í gegnum hærri fjár­magsntekju­skatt. Ólíkt haf­ast þeir þó að, því á meðan Obama leggur brátt fram frum­varp með til­lögum að skatta­breyt­ing­um, þá sagði Kári í við­tali við Helga Seljan að „kannski, guði sé lof fyrir ykk­ur, þá hef ég afskap­lega lítil áhrif á þetta sam­fé­lag“.

Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 22. jan­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferð til fjár.

ferd-til-fjar_bordi

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None