Varamaður Framsóknar í hálfan sólarhring

Screen-Shot-2015-01-21-at-11.00.56.png
Auglýsing

Greint var frá því í gær­kvöldi að Gústaf Adolf Níels­son hefði verið skip­aður sem vara­maður í mann­réttinda­ráð Reykja­vík­ur­borgar fyrir hönd Fram­sókn­ar­flokks­ins og flug­vall­ar­vina. Hann er flokks­bund­inn sjálf­stæð­is­maður og hefur vakið athygli fyrir að tala gegn múslimum og hjóna­böndum og ætt­leið­ingum sam­kyn­hneigðra. Rétt rúmir tólf tímar liðu þar til búið var að draga skipan hans til baka. Kjarn­inn fer yfir atburða­rás­ina.

Strax umdeilt og ekki ein­hugur í borg­ar­stjórnGústaf var kjör­inn sem vara­maður Svein­bjargar Birnu Svein­björns­dótt­ur, odd­vita Fram­sókn­ar, í mann­réttinda­ráði borg­ar­innar á fundi borg­ar­stjórnar í gær­kvöldi. Skipan Gúst­afs var strax umdeild þar sem ekki ríkti ein­hugur um hann, eins og venja er þegar skipað er í ráð og nefndir borg­ar­inn­ar. Fimm borg­ar­full­trúar meiri­hlut­ans sátu hjá við afgreiðslu máls­ins, Sóley Tóm­as­dótt­ir, Hall­dór Auðar Svans­son, Skúli Helga­son, Heiða Björg Hilm­is­dóttir og borg­ar­stjór­inn Dagur B. Egg­erts­son. Aðrir borg­ar­full­trúar sam­þykktu skip­un­ina, þar með taldir aðrir borg­ar­full­trúar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík­.

Borg­ar­stjóri sagði í sam­tali við Kjarn­ann í dag að hann hafi setið hjá vegna þess að hann þekkti til Gúst­afs og mál­flutn­ings hans. „Til­nefn­ing í þetta vara­manns­sæti var auð­vitað ein­ungis á ábyrgð Fram­sókn­ar­flokks­ins. Það er nán­ast óskrifuð regla að virða til­nefn­ingar flokka í kosn­ingum í nefndir og ráð,“ sagði Dag­ur. Hann kvaðst mjög feg­inn að nið­ur­staðan hafi orðið sú að draga skipun Gúst­afs til baka.

Auglýsing

Alls konar raddir ættu að heyr­ast í mann­réttinda­ráðiVísir sagði frá mál­inu í gær­kvöldi og ræddi við Guð­finnu Jóhönnu Guð­munds­dóttur borg­ar­full­trúa sem sagði alls­konar raddir eiga að hljóma í mann­réttinda­ráði. „Gústaf hefur verið virkur í þjóð­fé­lags­um­ræð­unni síð­ustu árin. Á grund­velli yfir­lýs­inga í sam­starfs­sátt­mála meiri­hlut­ans um að hlustað sé á alls­konar raddir og þeim skap­aður vett­vangur þá er það mat borg­ar­full­trúa Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina að skipan hans sem vara­manns styðji við þau sjón­ar­mið,“ sagði Guð­finna við Vísi. Þá kom fram í við­tölum við Gústaf að Svein­björg Birna hafi haft sam­band við hann í des­em­ber vegna máls­ins.

Strax í morgun höfðu tveir ráð­herr­ar, Eygló Harð­ar­dóttir félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, og Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra, tjáð sig um málið. Eygló sagði skip­un­ina óásætt­an­lega og ekki í sam­ræmi við gildi flokks­ins. Gunnar Bragi tók undir og skor­aði á Fram­sókn og flug­vall­ar­vini að skipa nýjan vara­mann. Fleiri þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem og bæj­ar­full­trú­ar, tóku í sama streng.

„Mi­s­tök“ dregin til bakaRétt fyrir hádegi kom svo til­kynn­ing frá flokknum þar sem greint var frá því að ákveðið hefði verið að draga til baka skipun Gúst­afs til baka. „Skipun vara­manns í mann­réttinda­ráð Reykja­vík­ur­borgar í gær er ekki í sam­ræmi við stefnu Fram­sókn­ar­flokks­ins og voru því mis­tök af okkar hálf­u,“ stóð í yfir­lýs­ingu. Enn fremur stóð að flokk­ur­inn hafn­aði hvers konar mis­munun og berð­ist fyrir mann­rétt­ind­um. Greta Björg Egils­dóttir mun taka sæti vara­manns í stað Gúst­afs, en ekki verður hægt að ganga frá skipun hennar fyrr en borg­ar­stjórn kemur saman og kýs um málið næst.

Skömmu eftir að til­kynnt var að Gústaf yrði ekki full­trúi Fram­sóknar í borg­inni sagði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra frá því að hann hefði fundað með borg­ar­full­trúum flokks­ins og rætt þau mis­tök sem hafi verið gerð við nefnd­ar­skip­an. Hann hefur ekki tjáð sig frekar um mál­ið.

Svein­björg Birna Svein­björns­dóttir sagði í við­tali við mbl.is eftir ákvörð­un­ina að ekki hefði orðið vinnu­friður um mál­efn­in, „og við vissum ekki af afstöðu til sam­kyn­hneigðra. Það er það sem breytt­ist.“ Hún minnt­ist hins vegar ekki á afstöðu Gúst­afs til múslima.

Borg­ar­full­trúar ann­arra flokka tjáðu sig einnig um þetta atriði.

 

Gústaf sjálfur hefur komið í fjöl­miðla í dag og sagt að tek­ist hafi að hræða líf­tór­una úr odd­vita Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík. „Ég sé það að odd­vit­inn hefur verið tek­inn í hrað­nám­skeið í póli­tískum rétt­trún­að­i,“ sagði hann einnig.

Undir kvöld kom svo önnur til­kynn­ing frá Fram­sókn­ar­flokknum í Reykja­vík þar sem áréttað var að flokk­ur­inn virði trú­frelsi og sé ekki né hafi verið and­stæð­ingar minni­hluta­hópa í land­inu. „Vinna okkar í borg­ar­stjórn hefur helg­ast af bar­áttu fyrir bættum hag borg­ar­búa, skil­virk­ari þjón­ustu og jafn­rétti allra hópa. Við munum halda áfram þeirri vinn­u.“

Hver er Gúst­af?Gústaf er fæddur árið 1953 og er 61 árs gam­all. Hann er sagn­fræð­ingur og hefur meðal ann­ars starfað sem útvarps­maður á Útvarpi Sögu, þar sem hann fjall­aði bæði um mál­efni sam­kyn­hneigðra og útlend­inga. Hann hélt úti bloggi á blogg­svæði Morg­un­blaðs­ins þar sem hann skrif­aði um sömu mál. Gústaf var fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Hann starf­aði einnig fyrir nekt­ar­dans­stað­inn Bóhem um tíma og skrif­aði meðal ann­ars gegn vænd­is­frum­varpi sem þá hafði verið lagt fram á Alþingi.

Árið 2005 bauð hann sig fram í átt­unda sætið á fram­boðs­lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­inni. Í við­tali við Frétta­blaðið í til­efni af því sagð­ist hann vera sjálf­stæð­is­maður af klass­ískum skóla.

Gústaf skrif­aði grein um frum­varp um rétt­ar­stöðu sam­kyn­hneigðra í Morg­un­blaðið árið 2005, þar sem afstaða hans til máls­ins er rak­in. „Það hefur löngum verið þekkt að sumt fólk leggur ást á sitt eigið kyn, en það er ekki þar með sagt að slík hátt­semi sé eðli­leg, heldur þvert á móti. En hin kristnu sam­fé­lög Vest­ur­landa eru frjáls­lynd og umburð­ar­lynd. Þau skilja að sum okkar eru öfug­snúin og afbrigði­leg og láta refsi­laust í dag, enda kær­leiks­boð­skap­ur­inn grunn­tónn í trúnni. En fyrr má nú rota en dauð­rota, það var aldrei mein­ingin að leiða hið afbrigði­lega og ófrjóa til önd­veg­is.“

„Er það ekki hámark sjálfselsk­unnar að leggja ást á sitt eigið kyn, og slík ást getur aldrei borið ávöxt. En úr því að sú nöt­ur­lega stað­reynd blasir við, er rétt­ast að gera þá kröfu á ríkið að börn séu til útdeil­ingar handa hommum og les­b­íum í hjóna­bandi – í jafn­rétt­is­skyni. Þá er auð­vitað eng­inn að huga að þeim sjálf­sögðu mann­rétt­indum barna, að eiga bæði föður og móð­ur, sem öll börn jú eiga, því ekk­ert barn verður til nema fyrir til­verknað sæðis karls og eggs konu. Ég geri ráð fyrir því að umboðs­maður barna hafi ein­hverja rök­studda skoðun á þessu, eða eru sjón­ar­mið hans óþörf í mann­rétt­inda- og jafn­rétt­is­bar­áttu homma og lesbí­a?“

Hann var í hópi 20 trú­fé­laga og 20 ein­stak­linga sem mót­mæltu frum­varp­inu í ályktun árið 2006. Þar var meðal ann­ars ályktað um að hjóna­band væri milli karls og konu, og að standa ætti vörð um hina „upp­runa­legu fjöl­skyldu­mynd og vel­ferð fjöl­skyldna og barna í íslensku sam­fé­lag­i.“ Lög­gjöfin færi þvert gegn krist­inni kenn­ingu um hjóna­bandið og sam­band for­eldra og barns.

Hann hefur lýst yfir ánægju sinni með fram­göngu borg­ar­full­trúa fram­sóknar und­an­farna mán­uði, eins og sjá má hér að neð­an.

 Þá hefur Gústaf verið í við­tölum hjá Harma­geddon á X-inu og meðal ann­ars sagði hann á síð­asta ári að Ísland væri síð­asta kristna víg­ið. „Eru það for­dómar að hafa þessa skoðun að það sé ekki heppi­legt að fylla landið af múslim­um?“ spurði hann meðal ann­ars. Þá er Gústaf með­limur í Peg­ida-­sam­tök­unum á Íslandi, en sam­tökin eru upp­runin í Þýska­landi og berj­ast gegn meintum áhrifum íslam í vest­rænum ríkj­um.
Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None