Þingmaður vill skýringar á hálfkáki nefndar vegna eignarhalds á 365

10054199375_1e1e3cfcab_z.jpg
Auglýsing

Willum Þór Þórs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, vill fá að vita hvers vegna fjöl­miðla­nefnd ætl­aði ekki að kalla eftir frek­ari upp­lýs­ingum um eign­ar­hald 365 miðla eftir sam­ein­ingu fyr­ir­tæk­is­ins við fjar­skipta­fyr­ir­tækið Tal. Þetta kemur fram í fyr­ir­spurn sem Willum Þór hefur beint til mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra á Alþingi um hlut­verk fjöl­miðla­nefndar og end­ur­skoðun laga um fjöl­miðla.

Kjarn­inn greindi frá því í des­em­ber 2014 að fjöl­miðla­nefnd ætl­aði ekki að kalla eftir frek­ari upp­lýs­ingum um eign­ar­hald 365 miðla eftir sam­ein­ingu fyr­ir­tæk­is­ins við Tal þrátt fyrir að end­an­legir eig­endur 18,6 pró­sent hlutar væru ekki sýni­legir á eig­enda­lista fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins. Í kjöl­farið af umfjöllun Kjarn­ans ákvað fjöl­miðla­nefnd að óska eftir frek­ari upp­lýs­ingum um eign­ar­haldið en nefndin hefur ekki gefið skýr­ingar hvað olli þeim sinna­skipt­um.

Fjöl­miðla­nefnd hafa ekki borist upp­lýs­ingar um end­an­legt eign­ar­hald tveggja stórra fjöl­miðla­fyr­ir­tækja, 365 miðla og DV ehf.. Þetta kom fram í svari Elfu Ýrar Gylfa­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra fjöl­miðla­nefnd­ar, við fyr­ir­spurn á Pressu­kvöldi Blaða­manna­fé­lags Íslands og Félags frétta­manna um svipt­ingar á fjöl­miðla­mark­aði í gær­kvöldi. Elfa Ýr sagði hins vegar að upp­lýs­ing­arnar væru að ber­ast og yrðu birtar á heima­síðu nefnd­ar­innar þegar þær væru komnar í hús.

Auglýsing

Full­nægj­andi svör hafa ekki boristLjóst er að eign­ar­hald á fjöl­miðlum og þær svipt­ingar sem hafa orðið á fjöl­miðla­mark­aði hafa náð athygli þing­heims. Willum Þór Þórs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, lagði í gær fram fyr­ir­spurn á Alþingi um störf og hlut­verk fjöl­miðla­nefndar og end­ur­skoðun laga um fjöl­miðla til Ill­uga Gunn­ars­son­ar, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. Hún er í tíu lið­um.

Willum Þór vill meðal ann­ars fá að vita hvers vegna fjöl­miðla­nefnd taldi ekki ástæðu til að kalla eftir upp­lýs­ingum frá 365 miðlum um breyt­ingar á eign­ar­haldi þess fyr­ir­tækis um leið og breyt­ingar lágu fyrir og hvers vegna nefnd­inni hafi síðar snú­ist hugur og kallað eftir frek­ari upp­lýs­ing­um.

365

Þann 16. des­em­ber greindi Kjarn­inn frá því að fjöl­miðla­nefnd yrði ekki upp­lýst um hverjir end­an­legir eig­endur 18,6 pró­sent hlutar í fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu 365 miðlum væru og að hún myndi  ekki fara fram á frek­ari upp­lýs­ingar um þá. Í kjöl­farið af umfjöllun Kjarn­ans snérist hugur fjöl­miðla­nefndar og hún ákvað að óska eftir frek­ari upp­lýs­ingum um eign­ar­hald­ið. Frestur var gef­inn til 5. jan­úar 2015 til að skila inn réttum upp­lýs­ingum og varð fyr­ir­tækið við því. Upp­lýs­ing­arnar voru hins vegar ekki full­nægj­andi og fjöl­miðla­nefnd hefur farið fram á frek­ari upp­lýs­ing­ar.

Kjarn­inn greindi frá því 29. des­em­ber að Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LS­R), Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna og Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn séu á meðal ell­efu líf­eyr­is­sjóða sem eru nú óbeinir eig­endur að hlut í fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu 365 miðlum í gegnum Auði 1 fag­fjár­fest­inga­sjóð. Alls eru eig­endur sjóðs­ins 26 tals­ins.

Einn þeirra, AC eign­ar­hald hf., á meira en tíu pró­sent hlut í sjóðn­um. Það er félag í eigu margra stærstu hlut­hafa og stjórn­enda Virð­ing­ar, fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu sem stýrir Auði 1 sjóðn­um. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Auðar 1 fyrir árið 2013 sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

Nýjar upp­lýs­ingar um eign­ar­hald DVÁ pressu­kvöldi sem haldið var í gær­kvöldi á vegum Blaða­manna­fé­lags Íslands og Félags frétta­manna, um svipt­ingar á fjöl­miðla­mark­aði, var Elfa Ýr Gylfa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­miðla­nefnd­ar, á meðal frum­mæl­enda. Aðspurð sagði hún að réttar upp­lýs­ingar um eign­ar­hald 365 miðla hefðu enn ekki borist. Þegar þær hefðu gert það yrðu þær upp­lýs­ingar birtar á heima­síðu nefnd­ar­inn­ar.

Ein spurn­ing­anna sem Willum Þór vill fá svör við er hvort að fjöl­miðla­nefnd hafi kallað eftir upp­lýs­ingum um við­skipti og breyt­ingar á eign­ar­haldi DV og greint mögu­leg áhrif á rit­stjórn­ar­legt frelsi fjöl­mið­ils­ins?

Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi DV, á pressukvöldinu í gær. Björn Ingi Hrafns­son, útgef­andi DV, á pressu­kvöld­inu í gær.

Breyt­ing­arnar sem hann spyr um snú­ast um kaup sem Björn Ingi Hrafns­son leiddi á um 70 pró­sent hlut í DV ­sem gengu í gegn í des­em­ber. Upp­lýs­ingar um eign­ar­hald DV hafa hins vegar ekki verið upp­færðar á heima­síðu fjöl­miðla­nefndar síðan að yfir­takan gekk í gegn. Björn Ingi var líka á meðal frum­mæl­enda á pressu­kvöld­inu í gær. Í máli hans kom fram að aðrir í eig­enda­hópnum væru meðal ann­ars lög­mað­ur­inn Sig­urður G. Guð­jóns­son (tíu pró­sent hlut­ur), Jón Óttar Ragn­ars­son (ell­efu pró­sent hlut­ur) og Steinn Kári Ragn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri DV (tíu pró­sent hlut­ur). Auk þess sagði Björn Ingi að til stæði að selja 30 pró­sent hlut til við­bótar á næstu mán­uð­um. Áður hafði Björn Ingi stað­fest að stór hluti kaup­verðs­ins á DV hefði verið fjár­magn­aður með láni frá selj­endum hlut­ar­ins. Sá hópur er leiddur af Þor­steini Guðn­a­syni og tók yfir DV í haust eftir harð­vítug átök við Reyni Trausta­son, fyrrum rit­stjóra DV og minni­hluta­eig­anda, og hóp sem honum teng­ist.

Átökin end­uðu með að Þor­steinn og við­skipta­fé­lagar hans tóku yfir DV og sögðu Reyni upp störf­um. Þeir seldu síðan Birni Inga sinn hlut.

Vill upp­lýs­ingar um afskipti hjá 365Í fyr­ir­spurn Will­ums Þórs er einnig að finna spurn­ingar um við­brögð fjöl­miðla­nefndar við því þegar Kristín Þor­steins­dótt­ir, þá útgef­andi 365 miðla sem starfar í umboði eig­enda mið­ils­ins, hafði afskipti af frétta­flutn­ingi á Vísi.is sem þáver­andi rit­stjórar 365 miðla sögðu að hafi brotið í bága við rit­stjórn­ar­reglur mið­ils­ins og lög um fjöl­miðla. Willum Þór spyr um hvort fjöl­miðla­nefnd hafi óskað eftir upp­lýs­ingum um málið og ef ekki, af hverju ekki?

Ólafur Stephensen, fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins, skrifaði leiðara sem opinberaði óeðlileg afskipti eigenda að fréttaflutningi. Ólafur Steph­en­sen, fyrrum rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, skrif­aði leið­ara sem opin­ber­aði óeðli­leg afskipti eig­enda að frétta­flutn­ing­i.

Annar rit­stjór­inn, Ólafur Steph­en­sen, sagði í bréfi sem hann skrif­aði til starfs­manna 365 miðla þegar hann hætti störfum að þrengt hefði verið að rit­stjórn­ar­legu sjálf­stæði sínu. Ólafur hafði skömmu áður  ritað leið­ara í Frétta­blað­ið þar sem sagði meðal ann­ars: „Það eru ýmsar aðferðir til að hola hið rit­stjórn­ar­lega sjálf­stæði að inn­an. Ein getur verið að gera sífelldar athuga­semdir við frétta­flutn­ing sem teng­ist eig­end­unum og vona að það síist inn hjá stjórn­endum rit­stjórn­ar­innar að það sé betra að sleppa slíkri umfjöllun en að styggja eig­end­urna. Önnur getur verið að gera ekki beinar athuga­semdir við umfjöllun sem snýr að eig­end­un­um, heldur skrúfa upp þrýst­ing­inn vegna ann­arra mála sem snúa að rit­stjórn­inni þannig að stjórn­end­urnir skilji sam­heng­ið. Það getur þurft sterk bein til að þola slíkan þrýst­ing. Sú þriðja getur svo verið að ráða til stjórn­un­ar­starfa á rit­stjórnum fólk sem er nægi­lega náið og hand­gengið eig­end­unum til að láta prinsipp um rit­stjórn­ar­legt sjálf­stæði ekki þvæl­ast fyrir sér“.

 

Fyr­ir­spurn Will­ums Þórs í heild sinni:1.    Hvers vegna taldi fjöl­miðla­nefnd ekki ástæðu til að kalla eftir upp­lýs­ingum frá 365 miðlum um breyt­ingar á eign­ar­haldi um leið og breyt­ing­arnar lágu fyrir og hvers vegna sner­ist nefnd­inni síðar meir hugur og kall­aði eftir upp­lýs­ing­um?

2.     Hversu oft kall­aði fjöl­miðla­nefnd árin 2011–2014 eftir upp­lýs­ingum og gögnum um starf­semi fjöl­miðla og eftir hvaða upp­lýs­ingum var þá kall­að?

3.     Hvernig vinnur nefndin að því að sinna starfs­skyldum sín­um, sem skv. 10. gr. laga um fjöl­miðla, nr. 38/2011, eru að efla fjöl­miðla­læsi, fjöl­breytni og fjöl­ræði í fjöl­miðlum og að standa vörð um tján­ing­ar­frelsið?

4.     Hvernig túlkar nefndin rétt almenn­ings til upp­lýs­inga og hvernig sinnir nefndin varð­stöðu sinni um þann rétt?

5.     ­Starfar fjöl­miðla­nefnd að því að kort­leggja fjöl­miðla­mark­að­inn, fylgj­ast með stöðu og þróun og safna upp­lýs­ingum þar að lút­andi? Safnar fjöl­miðla­nefnd og vinnur úr upp­lýs­ingum um ald­urs­dreif­ingu, kynja­hlut­föll, mennt­un­ar­dreif­ingu og mennt­un­ar­stig not­enda fjöl­miðl­anna, eða öðrum við­eig­andi upp­lýs­ing­um?

6.     Óskaði nefndin eftir upp­lýs­ingum um meint afskipti útgef­anda 365 miðla, starf­andi í umboði eig­enda, af frétta­flutn­ingi á fjöl­miðla­veit­unni Vísi sem rit­stjórar töldu brjóta í bága við rit­stjórn­ar­reglur mið­ils­ins og lög um fjöl­miðla? Ef ekki, hvers vegna ekki? Ef upp­lýs­inga var óskað hjá fjöl­miðla­veit­unni, hvers vegna heyrð­ist ekk­ert opin­ber­lega frá nefnd­inni um mál­ið?

7.     Hefur fjöl­miðla­nefnd kallað eftir upp­lýs­ingum um við­skipti og breyt­ingar á eign­ar­haldi DV og greint mögu­leg áhrif á rit­stjórn­ar­legt frelsi fjöl­mið­ils­ins?

8.     Hvernig tryggir fjöl­miðla­nefnd jafn­ræði og gagn­sæi gagn­vart aðilum sem leita réttar síns hjá nefnd­inni vegna ágrein­ings við Blaða­mann­fé­lag Íslands þar sem félagið á full­trúa í nefnd­inni?

9.     Hversu margar kvart­anir hafa borist fjöl­miðla­nefnd skv. 11. gr. laga um fjöl­miðla og hversu margar hafa verið afgreiddar með áliti?

10.     Hver er staðan á end­ur­skoðun á lögum um fjöl­miðla sem er kveðið er á um í lög­unum að skuli fara fram innan þriggja ára frá setn­ingu þeirra? Stendur til að fara í þá vinnu ef hún er ekki þegar haf­in?

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None