Könnun PwC: Forstjórar á Norðurlöndum líklegri til að segja upp fólki

corporate_commercial.jpg
Auglýsing

For­stjórar á Norð­ur­lönd­un­um, þar á meðal Íslandi, eru miklu lík­legri til að segja upp starfs­fólki á árinu 2015 en for­stjórar á flestum öðrum stöðum í heim­in­um. Alls segj­ast fjórir af hverjum tíu for­stjórum á Norð­ur­löndum að það sé senni­legt að þeir fækki starfs­fólki sínu á árinu á meðan að heims­með­al­tal þeirra for­stjóra sem búast við að reka fólk á árinu 2015 er 21 pró­sent. Ein­ungis 36 pró­sent Norð­ur­landa­for­stjór­anna segja að það sé lík­legt að þeir fjölgi starfs­fólki á árinu á meðan að heims­með­al­talið fyrir jákvætt svar við þeirri spurn­ingu er 50 pró­sent.

Þetta kemur fram í nýrri alþjóð­legri stjórn­enda­rann­sókn PwC sem kynnt var á árlegri ráð­stefnu sam­tak­anna World Economic For­um, sem haldin er í Davos í Sviss, í dag.  Hægt er að fylgj­ast með kynn­ing­unni í beinni útsend­ingu frá klukkan 18:45 hér.

Á Davos ráð­stefn­unni hitt­ast þjóð­ar­leið­tog­ar, áhrifa­mestu seðla­banka­stjórar heims, fjöldi emb­ætt­is­manna og for­stjórar margra af stærstu fyr­ir­tækjum heims auk ann­arra áhrifa­manna til að ræða ástandið í efna­hags­málum heims­ins.

Auglýsing

PwC hefur árum saman fram­kvæmt alþjóð­lega stjórn­enda­könnun þar sem for­stjórar fyr­ir­tækja all­staðar að úr heim­inum svara spurn­inga­listum og eru teknir í við­töl til að meta hvað þeir telji að sé framundan í efna­hags­málum heims­ins. Sú nýjasta er númer 18 í röð­inni. Alls voru tekin 1.322 við­töl við for­stjóra frá 77 löndum fyrir stjórn­enda­könn­un­ina. 93 pró­sent þeirra sem rætt var við eru karlar en ein­ungis sjö pró­sent kon­ur. Alls voru tíu við­töl tekin við íslenska for­stjóra.

Minni bjart­sýni en í fyrraFor­stjórar heims­ins eru ekki jafn bjart­sýnir á vöxt í alþjóð­lega hag­kerf­inu og þeir voru í lok árs 2013. Þá töldu 44 pró­sent þeirra að það yrði alþjóð­legur vöxtur á árinu sem var framundan en nú segj­ast ein­ungis 37 pró­sent þeirra telja að bjart sé framundan árið 2015.

­For­stjórar heims­ins eru ekki jafn bjart­sýnir á vöxt í alþjóð­lega hag­kerf­inu og þeir voru í lok árs 2013. Þá töldu 44 pró­sent þeirra að það yrði alþjóð­legur vöxtur á árinu sem var framundan en nú segj­ast ein­ungis 37 pró­sent þeirra telja að bjart sé framundan árið 2015.

Tölu­verður munur er á sýn for­stjóra á árið 2015 eftir heims­hlut­um. Þannig eru for­stjórar í Asíu, Mið­aust­ur­löndum og Norð­ur­-Am­er­íku bjart­sýn­astir en for­stjórar frá löndum í Mið- og Austur Evr­ópu svart­sýn­ast­ir. Ein­ungis 16 pró­sent þeirra telja að það verði vöxtur í efna­hagi heims­byggð­ar­innar á árinu sem er ný gengið í garð.

Þegar nið­ur­stöður könn­un­ar­innar eru brotnar niður á lönd kemur í ljós að for­stjórar á í nýmark­aðs­ríkjum á borð við Ind­land (59 pró­sent jákvæð­ir), Kína (46 pró­sent jákvæð­ir) og Mexíkó (42 pró­sent jákvæð­ir) eru mun bjart­sýnni á að hag­kerfi heims­ins muni blómstra á árinu en for­stjórar í löndum þar sem mark­aðir eru þró­aðri. Í Banda­ríkj­unum eru til dæmis ein­ungis 29 pró­sent for­stjóra bjart­sýnir á árið 2015 og í Þýska­landi er það hlut­fall 33 pró­sent.

Líkt og alltaf eru for­stjór­arnir bjart­sýnni á að fyr­ir­tækin sem þeir stýra muni hagn­ast vel á árinu sem var að ganga í garð en þegar spurt er um afkomu hag­kerf­is­ins í heild. Alls segj­ast 39 pró­sent þeirra búast við því að fyr­ir­tækin þeirra skili hagn­aði á árinu 2015. Það er nán­ast sama hlut­fall og í fyrra og aðeins hærra en í könn­un­inni fyrir árið 2013.

Alþjóðlegur forstjóri PwC, Dennis Nally, kynnti niðurstöður úr stjórnendakönnuninni á Davos ráðstefnunni í dag. Alþjóð­legur for­stjóri PwC, Dennis Nally, kynnti nið­ur­stöður úr stjórn­enda­könn­un­inni á Davos ráð­stefn­unni í dag.

Banda­ríkin mik­il­væg­ari en KínaÞað vekur athygli að í könn­un­inni í ár svara fleiri  for­stjórar því til að Banda­ríkja­mark­aður verði þeim mik­il­væg­ari næsta árið en Kína­mark­að­ur. Alls svör­uðu 38 pró­sent for­stjór­anna því til að Banda­ríkin væru á meðal þriggja mik­il­væg­ustu mark­aða þeirra á árinu 2015 á meðan að 34 pró­sent sögðu Kína. Það er í fyrsta sinn síðan að PwC hóf að spyrja um mik­il­væg­ustu mark­að­ina í huga for­stjór­anna fyrir fimm árum sem Kína trónir ekki á toppn­um.

Alls settu 19 pró­sent aðspurðra Þýska­land í efstu þrjú sætin yfir mik­il­væg­ustu mark­að­ina og ell­efu pró­sent nefndu Bret­land.

For­stjórar hjá fyr­ir­tækjum á Norð­ur­lönd­unum voru mun svart­sýnni á gott gengi á árinu 2015 en for­stjórar heims­ins voru að með­al­tali. Alls sögð­ust 26 pró­sent þeirra mjög bjart­sýnir á vöxt á árinu, sem er þrettán pró­sent lægra en heims­með­al­talið. Norð­ur­landa­for­stjór­arnir eru hins vegar bjart­sýnni en aðrir þegar horft er til langs­tíma. Um 54 pró­sent þeirra sögð­ust horfa björtum augum á næstu fimm ár í heims­bú­skapnum á meðan að heims­með­al­talið í lang­tíma­bjart­sýni var 49 pró­sent.

84 pró­sent for­stjóra á Norð­ur­lönd­unum sáu fyrir sér að gripið yrði til sparn­að­ar­að­gerða hjá þeim á árinu 2015, sem er langt yfir heims­með­al­tal­inu, 71 pró­sent. Fjórir af hverjum tíu sögð­ust búast við því að fækka fólki á árinu  og ein­ungis 36 pró­sent sögð­ust lík­legir til að fjölga starfs­fólki. Í heim­inum öllum var hlut­fall þeirra f0r­stjóra sem bjugg­ust við því að þurfa að fækka fólki 21 pró­sent og helm­ingur þeirra bjóst við því að ráða.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None