bogioghelgi.png
Auglýsing

Fréttir fjöl­miðla af gengi krón­unnar eru tíð­ar, enda hefur gengi íslensku krón­unnar og geng­is­sveiflur mikil áhrif á efna­hags­horfur í land­inu. Í síð­asta þætti af Ferð til fjár fylgd­umst við með Helga Seljan stöðva upp­lestur Boga Ágústs­sonar í miðjum frétta­tíma, til þess að fá ítar­legri skýr­ingar á hvað Bogi væri eig­in­lega að meina með þessu öllu sam­an.

„Gengi krón­unnar hefur ekki verið hærra frá því í maí í fyrra. Krónan hefur styrkst jafnt og þétt frá síð­ari hluta nóv­em­ber­mán­að­ar. Geng­is­vísi­tala erlendra mynta hefur ekki verið lægri í 9 mán­uði sem þýðir að krónan hefur ekki verið sterk­ari frá því í maí. Víst er að fjöldi ferða­manna hefur haft áhrif á styrk­ingu krón­unnar en fleira kemur til,” las Bogi í frétta­tím­an­um.

Það er ekki nema von að Helgi klóri sér í hausnum yfir öllum þessum hækk­un­um, lækk­un­um, styrk­ingum og veik­ingum. „Fyr­ir­gefðu Bogi, hvað er geng­is­vísi­tala,“ er spurn­ing sem fleiri en Helgi hafa velt fyrir sér.

Auglýsing

Eins og Bogi útskýrði, þá er geng­is­vísi­talan vísi­tala sem að mælir verð­gildi íslensku krón­unnar gagn­vart öðrum mynt­um. Vísi­talan er sam­sett úr þeim myntum sem Ísland á í mestum við­skiptum með og vegur evran þar þyngst eða tæp­lega 40%. Hækkun geng­is­vísi­töl­unn­ar, til dæmis úr geng­inu 205 í 206, þýðir að krónan er að lækka. Þá er verð erlendu gjald­miðl­anna gagn­vart íslensku krón­unni að hækka, þ.e. við þurfum þá að nota fleiri krónur til að kaupa aðra gjald­miðla og inn­flutn­ingur verður dýr­ari. Þetta ferli er oft kallað veik­ing krón­unn­ar. Ef geng­is­vísi­talan aftur á móti lækkar þá er verð erlendu gjald­miðl­anna að lækka og krónan að hækka eða styrkj­ast.

Hækkun geng­is­vísi­töl­unn­ar: Erlendu gjald­miðl­arnir eru að hækka í verði, fleiri krónur þarf til að kaupa sama magn og áður. Krónan er að veikj­ast eða lækka. Inn­flutn­ingur verður dýr­ari í verði og verð á inn­fluttum varn­ingi hækkar í verði.

Lækkun geng­is­vísi­töl­unn­ar: Erlendu gjald­miðl­arnir eru að lækka í verði, færri krónur þarf en áður til þess að kaupa gjald­eyri. Krónan er að styrkj­ast eða hækka. Inn­fluttar vörur verða ódýr­ari og vöru­verð lækk­ar.

„Þetta er ein­falt,“ sagði Bogi við Helga. „Hærri geng­is­vísi­tala þýðir lægri króna, lægri geng­is­vísi­tala þýðir hærri króna.“

Styrk­ing gagn­vart evru en veik­ing á móti dollar

Breyt­ing geng­is­vísi­töl­unnar frá byrjun des­em­ber­mán­aðar |Create infograp­hics

Á mynd­inni hér að ofan má sjá hvernig geng­is­vísi­talan hefur sveifl­ast frá byrjun des­em­ber 2014 til föstu­dags­ins 16. jan­úar 2015. Gengi vísi­töl­unnar var á föstu­dag­inn síð­asta um 208,6 sam­an­borið við 206,2 í byrjun des­em­ber­mán­að­ar. Vísi­talan hefur því hækkað frá byrjun des­em­ber og krónan veikst, en eins og línu­ritið ber með sér hafa sveifl­urnar verið í báðar átt­ir.

Eins og fyrr segir þá breyt­ist geng­is­vísi­talan eftir gengi ein­stakra gjald­miðla. Seðla­bank­inn heldur um skrán­ingu gjald­miðla og í dag er gjald­eyr­is­vísi­talan sam­sett úr 14 gjald­miðl­um. Mest vægi hefur gengi evr­unn­ar, eða 38,4%, og því næst gengi Banda­ríkja­dals, eða 12,4%. Aðrir gjald­miðlar sem vega þungt eru breska pundið (9,7%), danska krónan (9,7%) og norska krón­an(9,4%).

Gengi evru gagn­vart krónu frá byrjun des­em­ber 2014 |Create infograp­hicsGengi evr­unnar gagn­vart krón­unni er á svip­uðum stað og það var í byrjun des­em­ber, en hefur farið lækk­andi að und­an­förnu eins og sést og línu­rit­inu. Það þýðir að hver evra kostar færri krón­ur, og krónan því styrkst gagn­vart evru. Gengi evr­unnar er í dag um 153 krón­ur.

Gengi Banda­ríkja­doll­ars gagn­vart krón­unni frá byrjun des­em­ber |Create infograp­hics

Aðra sögu er að segja af Banda­ríkja­doll­ar, en krónan hefur veikst gagn­vart dollar að und­an­förnu. Í byrjun des­em­ber kost­aði hver dollar minna en 125 krónu en kostar í dag um 133 krón­ur. Veik­ing krón­unnar gagn­vart dollar nemur um 6% frá miðjum des­em­ber. Verð varn­ings sem fluttur er inn frá Banda­ríkj­unum mun því að óbreyttu hækka í verði.

Doll­ar­inn að styrkj­ast gagn­vart öðrum myntum

Þessar mis­mun­andi breyt­ingar á gengi gjald­miðl­anna skýr­ast að miklu leyti af styrk­ingu doll­ars­ins gagn­vart evr­unni. Seðla­banki Íslands hefur beitt sér fyrir því að halda gengi krón­unnar stöð­ugu á móti evru og á síð­ustu miss­erum hefur doll­ar­inn sótt í sig veðrið og styrkst veru­lega gagn­vart öðrum mynt­um, einkum evru. Þessi styrk­ing doll­ars gagn­vart öðrum myntum heims­ins er meðal ann­ars skýrð með bættum efna­hags­horfum vest­an­hafs.

Að lok­um, þá er er athygl­is­vert að skoða sam­an­burð á breyt­ingum geng­is­vísi­töl­unnar milli ára. Eins og Íslend­ingum er vel kunn­ugt, þá hefur krónan oft sveifl­ast eins og lauf í vindi. Á síð­ustu miss­erum hefur hún þó verið til­tölu­lega stöðug, ekki síst í sam­an­burði við fyrri ár, eins og myndin hér að neðan sýn­ir.

Geng­is­sveiflur krón­unnar       2009 til 2014 |Create infograp­hics

Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 22. jan­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferð til fjár.

ferd-til-fjar_bordi

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None