Yfirsjón ráðuneytis heimilaði afnám kaupskyldu Búmanna

b--menn.jpg
Auglýsing

Það var yfir­sjón hjá félags­mála­ráðu­neyt­inu þegar það stað­festi breyt­ingar á sam­þykktum hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lags­ins Búmenn árið 2006 og ráðu­neytið hefur enga heim­ild í lögum til að veita slíkum sam­þykktum aukið gildi. Ráð­herr­ann sem sat í ráðu­neyt­inu man ekk­ert eftir því að hafa stað­fest breyt­ing­arnar þrátt fyrir að bréf hafi verið sent til Búmanna fyrir hans hönd þar sem ráðu­neytið stað­festir þær. Á grunni þess­arrar stað­fest­ingar hafa Búmenn neitað að við­ur­kenna kaup­skyldu sína gagn­vart búsettu­rétt­ar­höfum í félag­inu. Þ.e. félagið hefur ekki viljað við­ur­kenna að því beri að kaupa þann hlut sem búsettu­rétt­ar­haf­arn­ir, sem flestir eru á efri árum, greiddu inn í félag­ið, til baka þegar þeir vilja kom­ast út úr því aft­ur.

Og margir vilja nú kom­ast út, enda hafa vondar fjár­fest­ingar á árunum fyrir hrun gert það að verkum að Búmenn eru tækni­lega gjald­þrota og í greiðslu­stöðv­un.

Afdrifa­rík "stemn­ing"



Hug­myndin að baki Búmönn­um, sem voru stofn­aðir árið 1998, var sú að búa til hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lag sem byggði íbúðir fyrir 50 ára og eldri. Íbú­arnir áttu sjálfir að greiða 10-30 pró­sent af bygg­ing­ar­kostn­að­inum en Búmenn að taka lán hjá Íbúða­lána­sjóði til 50 ára fyrir því sem vant­aði upp á til greiða greiða verk­tak­anum sem byggir hús­næð­ið. Félagið sendir síðan íbúum mán­að­ar­legan greiðslu­seðil vegna þeirra gjalda sem falla mán­að­ar­lega á híbýli þeirra. Á meðal þess sem er inni­falið í þeirri greiðslu eru afborg­anir lána, fast­eigna­gjöld, trygg­ing­ar, við­halds­sjóð­ur, hús­sjóður og þjón­ustu­gjald. Rekst­ur­inn er ekki ágóða­starf­semi. Það er því eng­inn að taka arð út úr félag­inu.

Árið 2003 voru sett ný lög um hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lög. Í þeim var opnað fyrir þann mögu­leika að búsetu­rétt­hafar gætu sagt upp búsetu­rétti sínum með sex mán­aða fyr­ir­vara. Ef ekki tæk­ist að selja búsetu­rétt­inn átti rétt­haf­inn rétt á því að fá hann greiddan frá hús­næði­sam­vinnu­fé­lag­inu tólf mán­uðum eftir að þeir sex mán­uðir voru liðn­ir. Virði rétt­ar­ins upp­færð­ist á þessum tíma í takt við vísi­tölu neyslu­verðs.

Auglýsing

Í sam­tali við Kjarn­ann í sept­em­ber 2013 sagði Dan­íel Haf­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Búmanna, að „stemn­ing“ hefði mynd­ast á meðal félaga innan Búmanna um að breyta þessu fyr­ir­komu­lagi. Fólki hafi fund­ist vísi­tala neyslu­verðs ekki hafa mælt nægi­lega vel hækkun á hús­næð­is­verði.

Magnús Stef­áns­son man ekk­ert eftir stað­fest­ingu



Á aðal­fundi Búmanna árið 2006 var því sam­þykkt að breyta sam­þykktum félags­ins á þann veg að kaup­skylda þess yrði afnumin og að heim­ilt yrði að selja búsetu­rétt á mark­aðs­verði. Þetta þýddi í raun að Búmönnum bar ekki lengur nokkur skylda til að kaupa búsetu­rétt af þeim félags­mönnum sem vildu losna úr íbúðum sín­um. Þess í stað þurftu félags­menn­irnir sjálfir að selja búsetu­rétt­inn á frjálsum mark­aði, og á mark­aðs­verði, eða gera aðrar ráð­staf­anir gengi það ekki eft­ir.

Til að ganga úr skugga um að Búmönnum væri stætt á þess­ari breyt­ingu var sent inn erindi til félags­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Þann 29. ágúst 2006 svar­aði það með bréfi stílað á Dan­íel Haf­steins­son, fram­kvæmda­stjóra Búmanna. Í bréf­inu, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, er honum til­kynnt að ráðu­neytið stað­festi sam­þykktar breyt­ingar á sam­þykktum Búmanna sem feli í sér að „af­nema kaup­skyldu félags­ins og að heim­ilt sé að selja búsettu­rétt á svo­nefndu mark­aðs­verð­i“.

Bréfið sem sent var til Búmanna vegna staðfestingar ráðuneytisins. Líkt og sést á myndinni var það sent fyrir hönd ráðherra. Magnús Stefánsson, þáverandi félagsmálaráðherra, man hins vegar ekkert eftir málinu. Bréfið sem sent var til Búmanna vegna stað­fest­ingar ráðu­neyt­is­ins. Líkt og sést á mynd­inni var það sent fyrir hönd ráð­herra. Magnús Stef­áns­son, þáver­andi félags­mála­ráð­herra, man hins vegar ekk­ert eftir mál­in­u.

Undir bréfið skrifar þáver­andi skrif­stofu­stjóri í félags­mála­ráðu­neyt­inu „fyrir hönd ráð­herra“.  Kjarn­inn hafði sam­band við Magnús Stef­áns­son, þáver­andi félags­mála­ráð­herra ,vegna máls­ins og spurði hann hvort að Magnús hefði sam­þykkt að stað­festa umræddar breyt­ing­ar. Magnús sagð­ist ekk­ert muna eftir mál­inu. Hann gat því ekki sagt af eða á um hvort stað­fest­ing ráðu­neyt­is­ins hefði verið gefin með hans sam­þykki eða ekki.

Vondar fjár­fest­ingar skila félag­inu í greiðslu­stöðvun



Eftir hrun hafa Búmenn glímt við mikla greiðslu­erf­ið­leika heim­ild félags­ins til greiðslu­stöðv­unar var sam­þykkt af hér­aðs­dómi Reykja­víkur í maí síð­ast­liðn­um. Í lok árs 2014 var eigið fé félags­ins enda orðið nei­kvætt um 540 millj­ónir króna. Vand­ræði Búmanna eru fyrst og síð­ast til komin vegna fram­kvæmda sem félagið ákvað að ráð­ast í á Suð­ur­nesjum og í Hvera­gerði fyrir hrun. Þær íbúð­ir, en alls eru 38 pró­sent eigna Búmanna á þessum tveimur svæð­um, hafa selst illa og tekjur því alls ekki verið í sam­ræmi við það sem þarf til svo hægt sé að þjón­usta lánin sem tekin voru til að byggja þær. Enda hefur hús­næð­is­mark­að­ur­inn á þessum svæð­um, sér­stak­lega á Suð­ur­nesjum, verið afleitur eftir hrun.

Í glæru­kynn­ingu sem sýnd var á kröfu­hafa­fundi í lok maí sagði meðal ann­ars: „Fjár­hags­vandi Búmanna er umtals­verður og fyr­ir­sjá­an­legt að félagið mun ekki geta staðið við skuld­bind­ingar sínar að óbreytt­u[...] Ljóst er að félagið mun ekki geta staðið af sér fjár­hags­vand­ann nema til komi breytt upp­gjörs­fyr­ir­komu­lag gagn­vart búsetu­rétt­ar­höfum ann­ars vegar og afskrift hluta af veð­skuldum frá ÍLS hins veg­ar“.

Á manna­máli þýðir þetta að kaup­skyldu Búmanna á hlut þeirra sem búa í húsum félags­ins en vilja það ekki leng­ur, verði afnumin.

Til að leysa þennan vanda þarf, að mati for­svars­manna Búmanna, tvennt að ger­ast. Ann­ars vegar að flytja eignir með lak­ari nyt­ingu, sem minnst var á hér að ofan, yfir í leigu­fé­lag gegn því að Íbúða­lána­sjóður létti á greiðslu­byrði vegna þeirra. Hins vegar er það sem kallað er „breytt upp­gjörs­fyr­ir­komu­lag búsetu­réttar með inn­lausn­ar­skyld­u“. Á manna­máli þýðir þetta að kaup­skyldu Búmanna á hlut þeirra sem búa í húsum félags­ins en vilja það ekki leng­ur, verði afnum­in.

Búsetu­rétt­hafar telja sig blekkta



Þetta hefur lagst ákaf­lega illa í búsetu­rétt­hafa, þ.e. að afnema eigi kaup­skyld­una. Gunnar Krist­ins­son, for­maður vinnu­hóps á vegum búsetu­rétt­hafa, sagði í fréttum RÚV í maí að verið væri að blekkja búsetu­rétt­hafa. „Vegna þess að það eru margar sögur um það að fólki finn­ist stjórn Búmanna og starfs­menn hafa blekkt búsetu­hafa. Bæði þá sem hafa verið að kaupa sig inn í íbúðir á síð­asta ári þar sem þeir hafa fengið upp­lýs­ingar um að það sé allt í góðu lagi með ástandið á Búmönn­um. Og síðan þetta fólk sem hefur gert þessa samn­inga við Búmenn um þessa kaup­skyldu sem orðið hefur til þess að fólkið kom inn í þetta kerf­i.“

Þessi bar­áttu milli búsetu­hafa og for­svars­manna Búmanna um hvort félagið sé skylt til að end­ur­greiða búsetu­rétt­ar­gjald þegar íbúi vill flytja út úr hús­næði á vegum þess. Kjarn­inn greindi frá því í sept­em­ber 2013 að Guð­laug Gunn­ars­dóttir hefði sagt upp samn­ingi sínum við Búmenn í byrjun þess árs og vildi fá end­ur­greitt. Búmenn höfn­uðu upp­sögn hennar og í bréfi frá fram­kvæmda­stjóra félags­ins kom fram að litið væri á samn­ing Guð­laugar væri óupp­segj­an­leg­ur. Kaup­skylda væri ein­fald­lega ekki fyrir hendi og vísað var í sam­þykkt­irnar sem stjórn félags­ins hafði sam­þykkt 2006, og félags­mála­ráðu­neytið stað­festi.

Annað hljóð í ráðu­neytið



Bú­setu­rétt­ar­haf­arnir hafa ekki viljað una þess­ari afstöðu og hafa leitað skýr­inga hjá félags- og hús­næð­is­ráðu­neyt­inu. Í sumar barst síðan Gunn­ari Krist­ins­syni, for­manni vinnu­hóps búsetu­rétt­ar­hafa, bréf frá lög­fræð­ingi ráðu­neyt­is­ins þar sem segir meðal ann­ars að það sé ekki mælt fyrir um það í hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lög að ráðu­neytið skuli stað­festa breyt­ingar á sam­þykktum hús­næð­is­sam­vinnu­fé­laga sem til­kynntar eru ráðu­neyt­inu. „Það er því mat ráðu­neyt­is­ins að það hafi ekki heim­ild að lögum til að fjalla um breyt­ingar á sam­þykktum hús­næð­is­sam­vinnu­fé­laga. Verður þannig að líta svo á að um yfir­sjón hafi verið að ræða af hálfu ráðu­neyt­is­ins að stað­festa breyt­ingar á sam­þykktum Búmanna hsf.“.

IMG_1513

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None