Kemur ekki til greina að greiða út arð úr Bláa lóninu á þessu ári
Forstjóri Bláa lónsins segir að um 65 prósent af arðgreiðslu fyrirtækisins í fyrra hafi skilað sér aftur óbeint til samfélagsins. Það væri óábyrgt og ekki í samræmi við siðferði ef þau fyrirtæki sem nýti sér úrræði stjórnvalda myndu fara að borga sér arð.
30. mars 2020