Kemur ekki til greina að greiða út arð úr Bláa lóninu á þessu ári

Forstjóri Bláa lónsins segir að um 65 prósent af arðgreiðslu fyrirtækisins í fyrra hafi skilað sér aftur óbeint til samfélagsins. Það væri óábyrgt og ekki í samræmi við siðferði ef þau fyrirtæki sem nýti sér úrræði stjórnvalda myndu fara að borga sér arð.

Grímur Sæmundsen
Auglýsing

„Það er ekki verið að fara að greiða arð út úr Bláa lón­inu á þessu ári. Það segir sig nú bara alveg sjálft og væri algjör­lega óábyrg­t.“ Þetta sagði Grímur Sæmund­sen, for­stjóri og stærsti eig­andi Bláa lóns­ins, í við­tali við Morg­un­út­varp RÚV í morgun

Hann sagði það alveg sjálf­sagt að setja kröfur á þau fyr­ir­tæki sem nýttu sér þær leiðir stjórn­valda sem settar hafa verið fram til að kom­ast í gegnum yfir­stand­andi stöðu, og munu kosta skatt­greið­endur tugi ef ekki hund­ruð millj­arða króna, að þau greiddu sér ekki út arð. „Það væri óeðli­legt að gera það ekki. Það væri algjör­lega óábyrgt og ekki í sam­ræmi við sið­ferði ef menn væru að nýta brú­ar­lán og gjald­daga­frest­anir og annað en færu svo að borga sér arð. Það er frá­leitt hugsun í mínum huga.“

Hann sagði að hluta­bóta­úr­ræð­ið, sem Bláa lónið hefur þegar nýtt sér fyrir 400 starfs­menn, yrði eina úrræðið sem fyr­ir­tækið myndi nýta sér af þeim leiðum sem stjórn­völd hafa kynnt. 

„Þetta er ótrú­lega for­dæma­laus staða sem við stöndum frammi fyr­ir. Fyr­ir­tækið er tekju­laust. Það verður tekju­laust út apríl og það verður senni­lega tekju­lítið eða -laust í maí, að minnsta kosti. Það er auð­vitað ástæða þess að við gripum til þessa aðgerða.“ 

Grímur sagði að sú sviðs­mynd sem Bláa lónið væri að vinna með væri í takti við dekkri sviðs­mynd Seðla­bank­ans. Miðað við hana væri fyr­ir­liggj­andi að tekjur Bláa lóns­ins yrðu 50 pró­sent lægri í ár en gert var ráð fyr­ir, en fyr­ir­tækið var með 17,5 millj­arða króna í tekjur í fyrra. Sam­kvæmt þeirri sviðs­mynd munu tekj­urnar drag­ast saman um hátt í níu millj­arða króna í ár. „Það er mjög mik­il­vægt að hafa í huga að það sem við erum að gera núna er að við erum að búa í hag­inn fyrir að vera starfs­hæf út þetta ár.“ Í því felist að sinna við­haldi og við­skipta­þró­un­ar­verk­efnum og halda áfram staf­rænni þróun í fyr­ir­tæk­inu. Og vakta sölu- og mark­aðs­mál. 

Auglýsing
Það væri gert til að sýna rekstr­ar­lega- og sam­fé­lags­lega ábyrgð til að reyna að vernda þau 600 störf sem eftir væru í fyr­ir­tæk­inu, en auk þeirra 400 sem settir voru á hluta­bóta­leið­ina eru 200 manns enn starf­andi í fullu starfi hjá Bláa lón­inu. 164 manns var sagt upp. 

Um 65 pró­sent af arð­greiðsl­unni fór til sam­fé­lags­ins

Rekstur Bláa lóns­ins hefur gengið afar vel síð­­­ustu ár. Á aðal­­­fundi Bláa lóns­ins í fyrra var sam­­­þykkt að greiða út um 30 millj­­­ónir evra, þá alls tæp­­­lega 4,3 millj­­­arða króna, í arð­greiðslu vegna frammi­­­stöðu árs­ins 2018. Það var næstum því tvö­­­falt hærri greiðsla en var greidd út árið 2018 í arð, þegar slík greiðsla nam 16 millj­­­ónum evra, eða tæp­­­lega 2,3 millj­­­arðar króna á núvirð­i. 

Mikil umræða hefur verið um það und­an­farið hvort að það sé eðli­legt að fyr­ir­tæki með mjög sterka eig­in­fjár­stöðu, sem hafa greitt sér háar arð­greiðslur á und­an­förnum árum, séu að nýta sér leiðir stjórn­valda strax. Grímur sagði að það væri eðli­legt að þess­ara spurn­inga væri spurt. Hann sagði að hluta­bóta­leiðin væri góð leið og að ef ekki hefði verið gripið til hennar hefðu  ein­fald­lega verið meiri upp­sagnir hjá Bláa lón­inu. „Kjarn­inn er þessi að við erum að reyna að verja þessi 600 störf.“ Þorri þeirra 400 sem samið hafa um að fara á hluta­bóta­leið­ina fara í 25 pró­sent starfs­hlut­fall, sem er það lægsta sem atvinnu­rek­andi má setja starfs­mann í sam­kvæmt skil­yrðum henn­ar. 

Grímur sagði að arð­greiðslan sem greidd hafi verið út í fyrra hefði verið vegna rekstr­ar­árs­ins 2018, sem hafi verið frá­bært rekstr­ar­ár. Af þeim rúmu fjórum millj­örðum króna  sem greiddir voru í arð hafi um einn millj­arður króna farið í fjár­magnstekju­skatt til rík­is­sjóðs og af því var greitt í arð til hlut­hafa þá hafi óbeint um helm­ingur af þeirri upp­hæð til almenn­ings í gegnum líf­eyr­is­sjóð­ina, sem eiga tæpan helm­ing í fyr­ir­tæk­inu. „Það má segja að 65 pró­sent af þess­ari arð­greiðslu hafi farið til sam­fé­lags­ins.“

Erfið staða á helstu mörk­uðum

Um 98 pró­sent við­skipta­vina Bláa lóns­ins eru erlendir ferða­menn. Grímur sagði það ljóst að erf­iðir tímar séu framund­an, jafn­vel þótt að Íslandi gangi mjög vel að takast á við útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19. Erlendu mark­að­irnir sem við­skipta­vin­irnir kæmu frá væru í miklum vand­ræð­um. Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hefði til að mynda greint frá fram­lengdu sam­komu­banni þar í landi í gær og frá Bret­landi bær­ust þau skila­boð að íbúar þar ættu að búa sig undir að bar­áttan yrði sex mán­aða ferli.

Auglýsing
Grímur benti á að gengi íslensku krón­unnar hefði nú veikst um 10-15 pró­sent án þess að verð­bólga hefði fylgt í kjöl­far­ið. Það væri algjör­lega ný staða og sagði hann að hún sýndi hversu miklu ferða­þjón­ustan hefði breytt fyrir íslenskt efna­hags­líf. Í fram­tíð­inni væri að hægt að nýta krón­una sem tæki til að auka sam­keppn­is­hæfi. Þá ætti líka að vera hægt að nýta góða frammi­stöðu Ísland við bar­átt­una við útbreiðslu kór­ónu veiruna í mark­aðs­setn­ing­unni. Það verði ein­fald­lega óhætt að koma.

Var metið á 50 millj­arða 

Stærsti eig­andi félags­­­ins er Hvatn­ing slhf. með eign­­­ar­hlut upp á 39,1 pró­­­sent. Eig­andi þess er Kólfur ehf., eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag að stærstu leyti í eigu Gríms og Eðvard Júl­í­us­­­son­­­ar. Kólfur keypti tæp­­­lega helm­ing í Hvatn­ingu af Horni II, fram­taks­­­sjóði í stýr­ingu Lands­bréfa, árið 2018. 

Næst stærsti eig­and­inn er Blá­varmi slhf., félag í eigu 14 íslenskra líf­eyr­is­­­­sjóða, sem keypti 30 pró­­­­sent hlut HS Orku í Bláa lón­inu á tæp­­­­lega fimm­­­­földu bók­­­­færðu virði hlut­­­­ar­ins í maí síð­­­ast­liðn­­­um, eða á 15 millj­­­arða króna. 

Salan á hlutnum í Bláa Lón­inu fór fram eftir að Jarð­varmi slhf., félag í eigu sömu líf­eyr­is­­­­sjóða, hafði eign­­­­ast allt hlutafé í HS Orku skömmu áður. Miðað við þessi við­­­skipti þá var Bláa lónið metið í heild sinni á 50 millj­­­arða króna. 

­Þriðji stærsti eig­and­inn með 8,7 pró­­­sent hlut er Keila ehf., en stærsti eig­andi þess er áður­­­­­nefnd Hvatn­ing. 

Fjórðu og fimmtu stærstu hlut­haf­­­arnir er félögin Hof­­­garðar ehf. og Saffron ehf. með sitt hvorn 6,2 pró­­­sent eign­­­ar­hlut. Hof­­­garðar er eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag í eigu Helga Magn­ús­­­son­­­ar, aðal­­eig­anda fjöl­miðla­­fyr­ir­tæk­is­ins Torgs, en Helgi er einnig stjórn­­­ar­­for­­maður Bláa lóns­ins.

Saffron er í eigu Sig­­­urðar Arn­gríms­­­son­­­ar, sem á líka hluti í Torg­i. 

Bog­­­mað­­­ur­inn ehf., félag í eigu Ágústu John­­­son er einnig á meðal stærstu eig­enda með 2,4 pró­­­sent eign­­­ar­hlut. Ágústa er eig­in­­­kona Guð­laugs Þórs Þórð­­­ar­­­sonar utan­­­­­rík­­­is­ráð­herra. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent