Karolina Fund: Fegurð íslenskra árstíða

martin schulz
Auglýsing

Ljós­mynd­ar­inn Martin Schulz er sann­kall­aður Íslands­vin­ur. Hann hefur heim­sótt landið 15 sinnum og myndað íslenska nátt­úru og lands­lag allt árið um kring. Ljós­myndir Mart­ins hafa margoft birst á íslenskum net­miðlum en nú hefur verið sett á fót verk­efni á hóp­fjár­mögn­un­ar­vefnum Karol­ina Fund þar sem unn­endur íslenskrar nátt­úru og lands­lags geta fengið hágæða ljós­mynda­bók með myndum hans frá Íslandi. Bókin verður á íslensku, ensku og þýsku. 

Hóp­fjár­mögn­unin er sam­vinnu­verk­efni á milli Mart­ins, Jóns Heiðar Þor­steins­sonar sem rit­stýrir bók­inni og Aðal­heiðar Orm­ars­dóttur sem sér um umbrot og hönn­un. Um er að ræða sér­út­gáfu sem er aðeins hægt að fá á Karol­ina Fund. 

Auglýsing

Hver er sagan á bak­við bók­ina?

Martin Schulz Fyrir nokkrum árum síðan kynnt­umst við Jón Heiðar í gegnum ferða­vef­inn hans Stuck in Iceland en und­an­farin tvö ár hef ég skrifað nokkrar greinar fyrir vef­inn og birt fjölda mynda þar. Jón Heiðar sagði strax við mig að hann væri hrif­inn af mynd­unum mínum og að hann vildi gefa þær út á fal­legri ljós­mynda­bók. Fyrir nokkrum vikum spurði hann mig svo hvort við ættum að prófa að safna fyrir bók­inni á Karol­ina Fund og ég heill­að­ist alveg af hug­mynd­inni. Ég vona inni­lega að við náum að safna fyrir prentun og útgáfu bók­ar­inn­ar. Mér finnst mjög mik­il­vægt að bókin sé hönnuð og prentuð á Íslandi enda eru mynd­irnar í henni óður til lands­ins sem hefur heillað mig í gegnum árin. Jón Heiðar lagði upp verk­efnið og setti upp fjár­hags­á­ætlun á meðan ég byrj­aði að safna saman mynd­um. Ég fór svo í mína fimmt­ándu ferð til Íslands í lok októ­ber til að hitta Jón Heiðar og Aðal­heiði hönn­uð, sem Jón Heiðar fékk til liðs við okk­ur, til að vinna í bók­inni með þeim. Við höfum skýra sýn á hvernig bókin á að líta út og ég er búinn að velja um 50 myndir fyrir hana þannig að þetta er allt að fæð­ast hjá okk­ur.



Hvar eru ljós­mynd­irnar í bók­inni tekn­ar?

Á ferðum mínum hef ég haft tæki­færi til að kanna Ísland á milli fjalls og fjöru. Ég byrj­aði að koma hingað á sumrin en komst fljótt að því að það er vel þess virði að heim­sækja Ísland allt árið um kring. Ég kom hingað vorið 2010 þegar gosið í Eyja­fjalla­jökli stóð sem hæst og síðan þá hef ég komið hingað á haustin og á vetr­um. Á þessum ferðum mínum hef ég tekið mik­inn fjölda mynda á öllum árs­tíðum út um allt land, bæði á þekktum stöðum en einnig á stöðum sem ekki er hægt að kalla annað en falda fjár­sjóði. Á Íslandi er fullt af nátt­úru­undrum og stór­kost­legum stöðum sem hægt er að koma til þús­und sinnum en það er alltaf hægt að finna ný sjón­ar­horn. Á ferðum mínum hefur ég upp­lifað afl nátt­úr­unnar og marg­breyti­leika Íslands, allt frá eld­gos­um, norð­ur­ljósum og rokk­há­tíð­inni Eistna­flug sem er alveg þræl­mögn­uð. 

Hnausapollur

Er eitt­hvað þema í ljós­myndum þín­um?

Mér finnst ég alltaf svo smár á Íslandi og ég ber gríð­ar­lega virð­ingu fyrir því fólki sem hér nam land og dugn­aði þess. Ég geri mitt besta til þess að mynd­irnar mínar fangi allt þetta. Ég hef myndað landið og feg­urð íslenskra nátt­úruperlna á öllum árs­tíð­um. Þannig fær maður sanna og marg­brotna mynd af þessu stór­kost­lega land­i. 

Öxarárfoss

Áttu þér upp­á­halds ljós­mynd úr þínu safni?

Þetta er erfið spurn­ing! Flestar mynd­irnar mínar minna mig á augna­blikið þegar þær voru teknar og þetta eru allt góðar minn­ing­ar. Ég á mér þó fjóra staði sem eru í sér­stöku upp­á­haldi hjá mér. Fyrst vil ég nefna Jök­ulsár­lón og nágrenni. Ég er svo hrif­inn af þessum stað að ég bað kon­unnar minn­ar, Alice, þar. Búðir á Snæ­fells­nesi er ynd­is­legur staður og þar er kjörið að eyða brúð­kaups­af­mæl­inu sínu við sól­ar­upp­rás eins og við hjónin gerð­um. Staður sem færri kann­ast við er Brú­ar­foss. Að fjölda smárra fossa falli saman í djúp­bláan hyl er svo sann­ar­lega stór­kost­legt. Ég hef varið ófáum morgn­um, kvöldum og nóttum við Kirkju­fell á Snæ­fells­nesi á sér­stökum stað sem er full­kom­inn fyrir mynda­tök­ur. Mynd sem sýnir fjallið umvafið norð­ur­ljósum er sjálf­sagt fal­leg­asta myndin sem ég hef tek­ið. 

Verk­efnið er að finna hér

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None