Djúp spor í baráttu við ást, áföll og fyrirgefningu

Karolina fund verkefni vikunnar er leikverkið Djúp spor.

Jenný Lára og Jóel.
Jenný Lára og Jóel.
Auglýsing

Djúp spor er nýtt heim­ild­ar­verk um bar­átt­una við ást­ina, áföll og fyr­ir­gefn­ing­una. Verkið er unnið upp úr við­tölum við ein­stak­linga sem þekkja afleið­ingar ölv­un­arakst­urs af eigin raun. Verkið er unnið og leikið af Jennýju Láru Arn­órs­dóttur og Jóel Sæmunds­syn­i. 

Byggir það á raun­veru­legum atburð­um, en Jenný Lára hefur áður unnið verkið Elska með þess­ari aðferð. Elska var unnið upp úr við­tölum varð­andi hug­myndir fólks um ást­ina og sam­bönd. Það var sýnt víða á Norð­ur­landi, í Reykja­vík og á Act Alone leik­list­ar­há­tíð­inni og hlaut góðar við­tök­ur. Leik­stjóri er Bjart­mar Þórð­ar­son en hann hefur komið víða við sem leik­stjóri, drama­t­úrg og leik­ari, nú síð­ast með eigin verki, Gripa­hús­inu, í Tjarn­ar­bíói, sem var frum­sýnt í gær, og í 90(210) Garðabæ í Kassa Þjóð­leik­húss­ins. Jóel hefur aðal­lega verið að vinna við sjón­varps­þætti og kvik­myndir und­an­farið og lík­leg­ast kann­ast ein­hverjir við hann úr sjón­varps­þátt­unum Ófærð þar sem hann fór með hlut­verk Þórs.

Hver er bak­grunnur leik­hóps­ins Artik?

Leik­hóp­ur­inn Artik var stofn­aður af þeim Jennýju Láru Arn­órs­dóttur og Unn­ari Geir Unn­ars­syni árið 2012. Þá voru þau bæði til­tölu­lega nýút­skrifuð frá leik­list­ar­skól­anum KADA í London og lang­aði bæði til að flytja heim til Íslands. Þau voru á rölt­inum í miðbæ London þegar talið barst að því hvernig best væri að bera sig að þegar heim kæmi. Þar sem þau lærðu leik­list erlendis kann­að­ist lítið af bransa­fólki við þau þannig að þau vissu að ekki yrði auð­velt að fá starf við leik­húsin strax. Þau höfðu ekki heldur nein sam­bönd í kvik­mynda­iðn­að­in­um. 

Auglýsing

Þeim var því ljóst að eina leiðin væri að stofna sjálf­stæðan leik­hóp þar sem þau myndu skipt­ast á að leika og leik­stýra og fá svo aðra lista­menn til sam­vinnu. Þau hopp­uðu því næst inn í næsta Tesco, keyptu Pros­ecco og skál­uðu á Trafalgar Squ­are. Nokkrum vikum síðar fluttu þau bæði til Íslands og fljót­lega hófust æfingar á Hinum full­komna jafn­ingja eftir Felix Berg­son, þar sem Unnar lék og Jenný leik­stýrði. Verkið var svo frum­sýnd seinna um haustið á Norð­ur­pólnum og ferð­að­ist síðan á Act Alone ein­leikja­há­tíð­ina á Suð­ur­eyri sem og á alþjóð­lega hinsegin leik­list­ar­há­tíð í Dublin. 

Þá var komið að Unn­ari að leik­stýra og Jennýju að leika. Leik­verkið Blink eftir Phil Porter varð fyrir val­inu. Þriðji leik­ar­in, Haf­steinn Þór Auð­uns­son bætt­ist í hóp­inn en Sús­anna Svav­ars­dóttir þýddi verkið á íslensku. Kall­að­ist það Blik á okkar ylhýra. Og nú er komið að næsta verki, Djúpum spor­um. Í þetta sinn var ákveðið að búa til sýn­ingu alveg frá grunni, skrifa hand­ritið sjálf. Stuttu seinna var Unnar ráð­inn í stöðu for­stöðu­manns Menn­ing­ar­mið­stöðvar Fljóts­dals­hér­aðs og sá sér því ekki fært að taka þátt í upp­setn­ing­unni. En í hóp­inn bætt­ust þá þeir Jóel Sæmunds­son leik­ari og Bjart­mar Þórð­ar­son leik­stjóri.

Af hverju bar­áttan við ást, áföll og fyr­ir­gefn­ing?

Í verk­inu  eru báðar hliðar máls­ins skoð­að­ar. Við kynn­umst bæði ger­and­anum og aðstand­anda fórn­ar­lambs­ins. Í Djúpum sporum kynn­umst við Selmu og Alex sem hafa ekki hist í fimm ár. Þegar þau hitt­ast fyrir til­vilun standa þau frammi fyrir því að þurfa að gera upp drauga for­tíð­ar, ákveða hvort þau séu til­búin til að axla ábyrgð á gjörðum sínum og fyr­ir­gefa. Smám saman rað­ast saman sú atburð­ar­rás sem varð til þess að þau slitu sam­bandi og er ástæða þess að þau eiga erfitt með að halda áfram með líf sitt. 

Eitt af því þung­bærasta sem við förum í gegnum í líf­inu er þegar þegar ein­hver svíkur okkur eða gerir á okkar hlut, einkum ef það er mann­eskja sem við elsk­um. Þörfin fyrir að fyr­ir­gefa er næstum óbæri­leg – en spurn­ing hvort það er bara hægt. Stundum tekst það og stundum ekki. Það fara lang­flestir í gegnum slíkan til­finn­inga­rús­sí­bana ein­hvern­tím­ann á lífs­leið­inni. Þess vegna ættu allir að geta sam­samað sig verk­inu. Jafn­vel þótt aðstæður séu nokkuð rosa­legar í verk­inu skiljum við öll slíka til­finn­inga­á­rekstra. Fyr­ir­gefn­ing er mjög sterkt afl og við erum stöðugt að taka afstöðu til henn­ar, ekki síst í hvers kyn bata­ferl­u­m. 

Alvar­legar afleið­ingar ölv­un­arakst­urs geta verið all-rosa­legar og bata­ferlið sem fylgir er langt og strangt. Í raun­inni lýkur því aldrei. Það er alveg sama frá hvaða sjón­ar­horni þú skoðar það. Það er svo fjarri íslenskri þjóð­ar­sál að taka líf ann­arrar mann­eskju. Við erum ein frið­sælasta þjóð heims, með engan her og lög­regly sem er sjaldn­ast vopn­uð. Það var mjög sterk reynsla að skoða hvaða áhrif það hefur á mann­eskju að taka líf? Getur hún lifað með því? Fyr­ir­gefur hún sjálfri sér? Og hvað með aðstand­endur fórn­ar­lambs­ins? Hvaða áhrif hefur þetta á líf þeirra? Geta þau nokkurn tíman fyr­ir­gef­ið? Hvernig er bata­ferlið? Okkur lang­aði til að skoða hvernig áföll móta okkur og hafa áhrif á allt okkar líf. Hvernig ákvarð­anir teknar af hugs­un­ar- eða kæru­leysi geta umturnað lífi okk­ar; hvernig við tök­umst á við slíkt. Og það hefur verið ansi magnað að skoða hvað manns­sálin er ótrú­lega öfl­ugt fyrirbæri.

Hvar munu sýn­ingar á leik­verk­inu Djúp spor fara fram?

Fum­sýn­ing á Djúpum sporum verður í Tjarn­ar­bíói 31. mars næst­kom­andi, en leik­hóp­ur­inn fékk sam­starfs­samn­ing við leik­húsið með sýn­ing­una. Einnig stendur yfir söfnun á Karol­ina Fund þar sem hægt er að tryggja sér miða með því að styrkja sýn­ing­una fyr­ir­fram og þar með hjálpa hópnum við að búa sem best um sýn­ing­una.

Verk­efnið er að finna hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None