Fatboy Slim á Sónar Reykjavík 2017
Breski plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Norman Cook, sem flestir þekkja sem Fatboy Slim, kom fram á Sónar Reykjavík í gærkvöldi.

Íslenska söngkonan Glowie var fyrsta atriði hátíðarinnar á fimmtudag. Glowie hefur notið nokkurrar hylli, komist nokkrum sinnum í efsta sæti vinsældarlista og verið tilnefnd til verðlauna fyrir tónlist sína.
Mynd: Birgir Þór

Mynd: Birgir Þór

Íslenska tölvupönkbandið Hatari kom skemmtilega á óvart með samrýmdri framkomu sem rímaði furðu vel við hráa tónlist og ljóðaslamm. „Rammstein mætir HAM“ heyrðist á göngum Hörpu að tónleikunum loknum.
Mynd: Birgir Þór

Bandaríska hip-hop hljómsveitin De La Soul hitaði upp fyrir Fatboy Slim í stærsta sal hátíðarinnar á laugardag. Bandið er þekkt fyrir stemningu á tónleikum sínum þar sem áhorfendur eru látnir taka virkan þátt í stuðinu. Enginn var svikinn um það.
Mynd: Birgir Þór

David Jude Jolicoeur, einn þeirra þriggja sem skipa De La Soul, stjórnaði austari helmingi salsins á meðan Kelvin Mercer stjórnaði hinum helmingnum. Einhverjir stærstu kórar sem sungið hafa í Hörpu kepptust svo um að yfirgnæfa hvorn annan.
Mynd: Birgir Þór

Norman Cook er löngu orðinn heimsþekktur undir listamannsnafninu Fatboy Slim. Hann var síðasta atriðið í stærsta sal hátíðarinnar í gærkvöldi.
Mynd: Birgir Þór

Þeir áhorfendur sem lögðu á sig að troða sér fremst skemmtu sér konunglega á tónleikum Fatboy Slim
Mynd: Birgir Þór

Fatboy Slim var í góðu stuði á tónleikunum, hoppaði og hljóp um sviðið með heyrnatólin um hálsinn og ók sér á DJ-borðinu í takt við tónlistina.
Mynd: Birgir Þór

Það var sannkölluð rave-stemning í bílastæðahúsi Hörpu en þar var eitt svið hátíðarinnar. Búið var að girða af hluta bílakjallarans og stilla þar upp ljósum í kringum dansgólf.
Mynd: Birgir Þór

Kanadíski plötusnúðurinn B.Traits lék þunga – en taktfasta – tekknótóna í bílakjallaranum á laugardagskvöldinu.
Mynd: Birgir Þór

Mynd: Birgir Þór