Mynd: Eva Þorbjörg Schram

,,Hagkvæmasta leiðin til að takast á við loftslagsvána er að búa til markað fyrir mengun‘‘

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir að ef fyrirtæki valdi skaða, og skaðinn sé svo mikill að það getur ekki borgað þeim skaðabætur sem fyrir verða, þá sé ekki þjóðhagslega réttlætanlegt að framleiða viðkomandi vöru. Að hans mati er kolefnisgjald hrein markaðslausn sem borgar sig í baráttunni gegn áhrifum loftslagsbreytinga.

Lofts­lags­ráð­stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna fer fram í dag. António Guterres, aðal­rit­ari SÞ, hvatti alla þjóð­ar­leið­toga til að mæta á ráð­stefn­una með raun­hæfar áætl­anir um hvernig hver og ein þjóð getur aukið við núver­andi aðgerðir sínar til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. 

Á heima­síðu Sam­ein­uðu þjóð­anna kemur fram að ekki er nóg að áætl­anir snú­ist aðeins um mót­væg­is­að­gerðir heldur verða þær einnig að varða leið­ina að fullri umbreyt­ingu hag­kerfa sem sam­rým­ast mark­miðum um sjálf­bæra þró­un. 

For­sagan og vand­inn

Árið 2016 gerðu flestar þjóðir heims með sér sam­komu­lag í lofts­lags­málum sem kennt er við Par­ís, og nefnd­ist því Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið. Sam­komu­lagið fólst í því að hver og ein þjóð setti sér mark­mið um minni losun og aðgerð­ar­á­ætlun um hvernig mark­mið­unum yrði náð.

Margar þjóðir settu sér þó ekki nægi­lega metn­að­ar­full mark­mið miðað við þol­mörk vist­kerfa. Vís­inda­menn eru flestir sam­mála um að þol­mörk þeirra vist­kerfa sem fólk er háð með einum eða öðrum hætti er 1,5 gráðu hækk­un. Ef allar rík­is­stjórnir standa við þau mark­mið sem þau settu sér er áætlað að með­al­hita­stig hækki um 3 gráð­ur. 

Ofan á þetta bæt­ist að þrátt fyrir að mark­miðin hafi ekki verið nægi­lega metn­að­ar­full þá eru flestar þjóðir heims langt frá því að standa við skuld­bind­ingar sín­ar. 

Mark­viss­asta og hag­kvæm­asta leiðin

Þar sem svo erf­ið­lega hefur reynst fyrir margar þjóðir að standa við skuld­bind­ingar sínar er vert að spyrja hver sé mark­viss­asta og hag­kvæm­asta leiðin til að ná því mark­miði að halda hita­stigi innan nauð­syn­legra marka. Sam­kvæmt sér­fræð­ingum Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins og OECD er hækkun kolefn­is­gjalds mark­viss­asta leiðin til að ná slíkum mark­mið­um.

Þrátt fyrir það þá helm­ing­aði núver­andi rík­is­stjórn, undir for­ystu Vinstri­hreyf­ing­ar­innar - græns fram­boðs, fyr­ir­ætl­anir fyrri rík­is­stjórnar um hækkun kolefn­is­gjalds. 

Vegna áherslna Sam­ein­uðu þjóð­anna á umbreyt­ingu hag­kerfa og ráð­legg­inga frá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðnum og OECD um hækkun kolefn­is­gjalds, setti Kjarn­inn sig í sam­band við Þórólf Geir Matth­í­as­son, pró­fess­ors í hag­fræði og spurði um til­gang og verkun kolefn­is­gjalds og mögu­legar efa­semd­araddir frá hægri og vinstri. 

Hver er hug­myndin að baki kolefn­is­gjaldi?

„Fyr­ir­tæki sem fram­leiðir eitt­hvað gagn­legt og verð­mætt en losar meng­andi efni út í umhverf­ið, það fram­leiðir vöru sem það selur ein­hverjum kaup­anda, en í þess­ari fram­leiðslu verður einnig til reyk­ur, sót eða úrgangs­efni. Þannig er mengun í raun­inni fram­leiðsla á hlið­ar­af­urðum sem veldur þriðja aðila, sem er ekki að kaupa vör­una, skaða. Kostn­að­ur­inn við að takast á við afleið­ingar meng­un­ar­inn­ar, hann lendir á þessum „þriðja“ aðila, en ekki á þeim sem býr til meng­un­ina með starf­semi sinn­i. 

Hug­myndin með umhverf­is­gjöldum eins og kolefn­is­gjaldi er sú að láta fram­leið­and­ann borga fyrir þau óþæg­indi sem starf­semi hans veldur „þriðja“ aðila. Þannig er í raun­inni búinn til mark­aður fyrir meng­un, þar sem ekki var til mark­aður áður. Stjórn­völd, eða ein­hver annar aðili, selur meng­ar­anum rétt til að menga og meng­ar­inn borgar í réttu hlut­falli við fjölda „meng­un­ar­ein­inga‘‘ sem hann þarf að kaupa.

Þetta er heila pæl­ing­in. Hún er ekki flók­in, það er sem sagt, þegar að þú fram­leiðir að þá verða til tvær vör­ur, önnur er gagn­leg, ein­hver kaupir hana og borgar þér fullt verð fyrir og það eru engin vand­ræði í sam­bandi við það. En vöru­fram­leið­and­inn fram­leiðir einnig eitt­hvað sem er veldur skaða, eins og t.d. CO2 eða eitt­hvað þess hátt­ar. Á meðan fram­leið­and­inn þarf ekki að borga neitt fyrir að valda vand­ræðum þá mælir hann ekki einu sinni hvað hann fram­leiðir mikla meng­un.

Þá segja menn sem svo, bíddu nú við, af hverju kópí­erum við ekki það sem á sér stað milli aðil­anna sem eru að kaupa og selja fram­leiðslu­vör­una. Segjum að um sé að ræða efna­verk­smiðju sem er að fram­leiða járn, af hverju notum við ekki sömu aðferð við að jafna reikn­inga járn­fram­leið­and­ans og járn­kaup­and­ans ann­ars vegar og járn­fram­leið­and­ans og meng­un­ar­þol­ans hins veg­ar, þó með öfugum for­merkj­um, þannig að meng­un­ar­þol­inn selji í raun­inni meng­ar­anum rétt­inn til að menga? 

Það sem svo er hægt að gera er að láta meng­un­ar­kvót­ann gufa upp, þannig að hann minnki um til dæmis 5% á ári, þannig að þú verðir alltaf annað hvort að kaupa við­bót við kvót­ann sem þú hef­ur, ef þú ert með meng­andi fyr­ir­tæki, eða að þú verður að gera eitt­hvað með fram­leiðslu­ferlið hjá þér sem minnkar los­un­ina.“

Ef fyr­ir­tæki veldur meiri skaða en gagni þá er fram­leiðslan ekki rétt­læt­an­leg



Hvað með þau áhrif sem kolefn­is­skattur gæti haft á fyr­ir­tæki. Sum þeirra gætu lagt upp laupana, ekki satt?

„Það gæti ger­st, það eru alveg dæmi um að það hafi ger­st, en fyr­ir­tækið veldur skaða og ef skað­inn er svo mik­ill að það getur ekki borgað þeim skaða­bætur sem fyrir verða þá er ekki þjóð­hags­lega rétt­læt­an­legt að fram­leiða við­kom­andi vöru. 

Fyr­ir­tækið er að taka vinnu­afl, fjár­muni og nátt­úru­auð­lindir og breyta því í tvær vör­ur, mengun og fram­leiðslu­vör­una sína. Nettó­tekj­urnar af þess­ari starf­semi eru þá ekki nógar til þess að borga þann skaða sem þær valda gagn­vart þriðja aðila. Það er bara alveg eins og að fyr­ir­tæki sem fram­leiðir ein­hverja vöru sem ekki er lengur eft­ir­spurn eftir fer á haus­inn.

En svo laga fyr­ir­tækin sig líka að nýjum veru­leika. Núna hafa álverin til dæmis losað mjög mikið af CO2. Ef það væru sett á frek­ari kolefn­is­gjöld þá myndu þau leggja miklu meira í það að finna út ein­hverja aðferð til þess að losa súr­efnið úr súrál­inu með öðrum hætti en að binda það við kolefni. Það yrði mjög hag­kvæmt fyrir þá að fara í svo­leiðis aðgerð­ir. Álvers­eig­endur eru að vinna í þessu af meir alvöru núna af því þeir þykj­ast sjá að þeir munu þurfa að borga meira fyrir koltví­sýr­ingslosun í fram­tíð­inni.

Tíma­ritið Economist hefur mælt með aðferð við sölu meng­un­ar­réttar sem gengur lengra í að nýta tækni mark­aðsvið­skipta með því sem hefur verið nefnt „cap and tra­de‘‘, sem snýst um að setja þak eða kvóta og láta síðan fyr­ir­tækin versla með meng­un­ar­kvót­ann. Þetta er svipuð hugsun og með kvóta­kerfið í sjáv­ar­út­veg­in­um. Í sjáv­ar­út­veg­inum er þetta þannig að gef­inn er út heild­ar­kvóti og svo eru ein­hverjir sem eiga rétt á að veiða og þeir mega versla með þennan rétt sín á milli. 

Fyr­ir­tæki fóru á haus­inn við kvóta­kerfið eða hættu starf­semi. Sala meng­un­ar­kvóta er hvorki betra né verra en það sem átti sér stað þegar kvót­inn var settur á í sjáv­ar­út­veg­in­um. Þannig að fjár­magns­eig­endur hafa komið á svona kerfum og sóst eftir svona kerfum þannig að það er ekk­ert verið að brjóta lög­mál kap­ít­al­ism­ans með þessu, alls ekki. Þvert á móti er verið að nota lög­mál kap­ít­al­ism­ans í þágu heild­ar­inn­ar. 

Verðið sem fyr­ir­tækin væru til­búin til að kaupa meng­un­ina á væri mjög mis­mun­andi í upp­hafi. Alveg eins og þegar kvót­inn var settur á, þá voru sum fyr­ir­tæki sem að gátu auð­veld­lega keypt kvóta á gang­verði á meðan önnur gátu það ekki, vegna þess að til­kostn­aður þeirra var mis­mun­andi. Það sem hins vegar ger­ist þegar að þau fara síðan að keppa um þessi meng­un­ar­rétt­indi að þá verður ávinn­ingur þeirra af því að menga að hann verður miklu lík­ari yfir alla lín­una. “

Áhrifin af nið­ur­greiðslum minni en af því að hækka kolefn­is­gjaldið

Hefur sýnt sig að kolefn­is­gjald virki eða er hug­myndin bara kenn­ing?

„Það hefur sýnt sig að þetta virk­ar. Mark­viss­asta leiðin er að vera með ein­hvers konar sam­bland af kvóta og mark­aðs­kerfi vegna þess að þá fara menn að vinna beint í því að minnka los­un­ina. 

Menn hafa svo sem verið að beita fleiru en bara kolefn­is­gjöld­um, menn hafa líka verið að beita nið­ur­greiðslum á raf­knúnum far­ar­tækjum eins og til dæmis í Nor­egi. Þar hefur sýnt sig að áhrifin af því að gefa eftir gjöld eða nið­ur­greiða til dæmis raf­magns­bíla, eru miklu minni heldur en af því að hækka kolefn­is­gjald­ið. 

Nið­ur­greiðsla á raf­magns­bílum hefur reynst ágætis stuðn­ingur við selj­endur Tesla bif­reiða í Nor­egi, þó svo ódýr­ari raf­magns­bílar séu alveg jafn umhverf­is­væn­ir.

Ef þú borgar niður kostnað við að aka um á raf­magns­bíl, það sem að þá ger­ist er að þú selur fleiri Tesl­ur og færri N­issan ­Leaf. En það hvort þú ekur um á Teslu eða N­issan ­Leaf hefur alveg sömu áhrif á los­un­ina. En Tesla eig­and­inn fékk miklu fleiri krónur í með­gjöf heldur en sá sem keypti sér­ N­issan ­Leaf.“

Hrein mark­aðs­lausn sem borgar sig

Má ætla að hækkun kolefn­is­gjalds fari ljúf­legar niður hjá fólki sem er vinstra megin í póli­tík­inni, vegna þess að það má líta svo á að kolefn­is­gjald sé skatt­ur?

„Með þess­ari aðferð er settur kvóti og síðan er heim­iluð verslun með kvót­ann. Þá er meng­unin orðin eins og hver önnur vara á mark­aði. Það er mik­il­vægt að átta sig á að kolefn­is­gjöld eða kaup á kolefn­isk­vóta er ekki skatt­heimta heldur er bara verið að flytja til hver það er sem ber kostn­að­inn. 

Ef við lítum á hefð­bundna meng­un, sót og þess hátt­ar, að þá eru það nágrannar hinnar meng­andi starf­semi sem bera kostn­að­inn. Ef þú setur á meng­un­ar­gjald þá lendir sá kostn­aður á þeim sem býr til meng­un­ina. 

Með­ CO2 þá eru það nátt­úru­lega að ein­hverju leiti fram­tíð­ar­kyn­slóðir sem bera kostn­að­inn. Þannig að við erum að stað­setja kostn­að­inn núna og þar fyrir utan að þvinga hag­kerfið inn á þró­un­ar­braut sem er vænt­an­lega ódýr­ari með hlið­sjón af fram­tíð­inni heldur en ef ekk­ert er að gert.“

Hvernig er hægt að sann­færa þá sem eru vinstra megin í póli­tík­inni um mark­aðs­lausn á vand­an­um?

„Ég sé ekki af hverju það ætti að skipta máli hvort kött­ur­inn er svartur eða hvítur ef hann veiðir mýs? Þetta er bara stjórn­tæki.“

Kolefn­is­gjald hefði ekki aðeins áhrif á fyr­ir­tæki. Fólk þyrfti að borga meira fyrir til dæmis bensín og það myndi vænt­an­lega vera erf­ið­ast fyrir tekju­lægri hópa ekki satt?

„Það á nátt­úru­lega við um alla hluti að verð hafa bæði tekju­skipt­ing­ar­á­hrif, áhrif á hvernig þú notar fram­leiðslu­þætti og hvaða vörur eru fram­leiddar og not­að­ar. 

Það er hægt að með­höndla þessi áhrif, tekju­skipt­ing­ar­á­hrifin og áhrifin á vöru­fram­leiðsl­una í tvennu lagi. Setjum sem svo að þú setjir á hátt kolefn­is­gjald og hvetjir þannig til minni los­unar CO2. Þá opn­ast sá mögu­leiki að nota hluta af tekj­unum til að vera með mót­væg­is­að­gerðir til dæmis með því að minnka virð­is­auka­skatt eða eitt­hvað þess háttar á mót­i. 

Það er líka hægt að vera með ann­ars konar mót­væg­is­að­gerð­ir. Til dæmis ef það eru ein­hverjir þjóð­fé­lags­hópar sem menn hafa áhyggjur af að þá er hægt að bæta þeim þetta upp til dæmis með hærri húsa­leigu­bótum ef leigj­endur eru þeir sem eru taldir til­heyra ákveðnum tekju­hóp­um. 

Aðal­at­riðið er að það er hægt að takast á við slíka hluti með sjálf­stæðum hætti þannig að það eru ekki sjálf­stæð rök gegn hug­mynd­inni að þetta kosti eitt­hvað fyrir ein­hvern.“

Rík­is­stjórnin helm­ing­aði hækkun

Kolefn­is­gjald virð­ist enn standa í póli­tíkusum á Íslandi. Til dæmis átti að hækka kolefn­is­gjald um 100% en svo var gjaldið aðeins hækkað um 50%, af hverju er þetta svo að þínu mati?

„Þeir hugsa um næstu 2-4 árin en ekki lengra. Við sáum það þegar Vinstri græn komu inn í rík­is­stjórn að eitt það fyrsta sem þeir gerðu var að lækka þessi gjöld frá hug­myndum Bene­dikts Jóhann­es­son­ar. Hann var með hug­mynd um hækkun á þessum gjöldum þegar hann var í rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokknum og Bjartri fram­tíð. Þessir þrír flokkar voru búnir að sam­þykkja 100% hækk­un.“

Lestu meira:

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiViðtal