Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða

Umhverfis- og auðlindaráðherra skrifar um þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hérlendis vegna loftslagsmála.

Auglýsing

Mikil vakn­ing hefur orðið í lofts­lags­mál­um. Loks­ins! Það er ekki síst fyrir til­stilli ungs fólks sem kallar eftir aðgerðum og minnir okkur öll á verk­efnið fram undan og alvar­leika þess. Það er frá­bært að vera í umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu á tímum sem þessum og taka þátt í að koma í verk því sem ég hafði sjálfur lengi kallað eft­ir. Stjórn­völd hafa nú tekið lofts­lags­málin föstum tökum og unnið er að marg­vís­legum aðgerðum vítt og breitt um stjórn­kerf­ið. En hvað erum við þá að ger­a? 

Í fyrsta lagi hefur báðum meg­in­þáttum aðgerða­á­ætl­unar í lofts­lags­málum verið hrint í fram­kvæmd:

Auglýsing
 • Áætlun til fjög­urra ára um viða­mikla kolefn­is­bind­ingu var kynnt í sum­ar. Ráð­ist verður í fjöl­breytt verk­efni um allt land til að binda kolefni úr and­rúms­lofti og end­ur­heimta vot­lendi. Auk ávinn­ings fyrir lofts­lagið stuðla aðgerð­irnar að því að efla líf­ríki og end­ur­heimta jarð­vegs- og gróð­ur­auð­lindir á Íslandi. Aðgerðir eru þegar hafnar og sam­kvæmt áætlun til fjög­urra ára er gert ráð fyrir að árlegt umfang land­græðslu og skóg­ræktar tvö­fald­ist og end­ur­heimt vot­lendis tífald­ist.
 • Umfangs­mikil skref varð­andi orku­skipti í sam­göngum á Íslandi voru kynnt í júní – hrað­hleðslu­stöðvum verður fjölgað veru­lega og blásið til átaks með ferða­þjón­ust­unni til að stuðla að orku­skiptum hjá bíla­leigum og hafa áhrif á eft­ir­markað með raf­bíla hér á landi. Fjár­fest­ing­arnar sem fást með fyrstu styrkaug­lýs­ing­unum gætu numið allt að einum millj­arði króna. Aug­lýst var í sumar eftir fjár­fest­inga­styrkjum vegna þess­ara verk­efna og margir sóttu um.

Í öðru lagi hafa stjórn­völd komið á form­legu sam­starfi við atvinnu­líf­ið, enda áríð­andi að fyr­ir­tækin í land­inu taki virkan þátt í bar­átt­unni gegn lofts­lags­vánni:

 • Stofn­aður hefur verið sam­starfs­vett­vangur stjórn­valda og atvinnu­lífs um lofts­lags­mál og grænar lausnir, þar sem m.a. verður unnið að aðgerðum í sam­ræmi við mark­mið um kolefn­is­hlut­leysi Íslands árið 2040.
 • Stjórn­völd hafa fengið öll stór­iðju­fyr­ir­tæki á Íslandi og Orku­veitu Reykja­víkur til að þróa og rann­saka hvort og hvernig megi draga úr losun frá verk­smiðjum stór­iðju­fyr­ir­tækja með nið­ur­dæl­ingu CO2 í berg­lög. Einnig munu fyr­ir­tækin hvert um sig leita leiða til að verða kolefn­is­hlut­laus.  

Í þriðja lagi hefur marg­vís­legum aðgerðum verið hrint í fram­kvæmd, sem spanna allt milli him­ins og jarð­ar. Nokkrar þeirra eru þess­ar:

 • Lögð hefur verið sú skylda á Stjórn­ar­ráð Íslands, stofn­anir rík­is­ins og fyr­ir­tæki í meiri­hluta­eigu rík­is­ins, auk sveit­ar­fé­laga um allt land, að setja sér lofts­lags­stefnu og mark­mið um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.
 • Fest hefur verið í lög að unnar skuli vís­inda­skýrslur um áhrif lofts­lags­breyt­inga á nátt­úru­far og sam­fé­lag á Íslandi sem m.a. skulu taka mið af skýrslum IPCC.
 • Lofts­lags­ráð hefur verið lög­fest og vinnur nú m.a. til­lögur um gerð aðlög­un­ar­á­ætl­unar vegna lofts­lags­breyt­inga hér á landi.
 • Með urð­un­ar­skatti sem nú hefur verið mælt fyrir á Alþingi er hvatt til end­ur­vinnslu og hún gerð sam­keppn­is­hæf­ari. Urðun minnkar og þar með drögum við úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá urð­uðum úrgangi.
 • Með öðrum grænum skatti, á svokölluð F-gös (kæli­m­iðla), sem einnig hefur verið mælt fyrir á Alþingi, er útfösun þeirra hraðað hér á landi. Aðrar lausnir en F-gösin eru til sem ekki hafa slæm áhrif á lofts­lag­ið. 
 • Mælt hefur verið fyrir laga­breyt­ingu þar sem heim­ilt verður að veita 100% end­ur­greiðslu á VSK vegna kaupa á hleðslu­stöðvum fyrir íbúð­ar­hús­næði, auk þess sem allur virð­is­auka­skattur á vinnu við upp­setn­ingu þeirra verður felldur nið­ur.
 • Mælt hefur verið fyrir laga­breyt­ingu sem felur í sér að útleiga vist­vænna bíla­leigu­bíla verði und­an­þegin virð­is­auka­skatti en það ætti að öllu óbreyttu að leiða til þess að leigu­verð slíkra bíla myndi lækka um 19%.
 • Fyrsta heild­ar­stefna rík­is­ins um almenn­ings­sam­göngur fyrir allt landið hefur verið kynnt og sam­þykkt að veita 800 millj­ónum króna í und­ir­bún­ing Borg­ar­línu. Viða­mikið sam­komu­lag ríkis og sveit­ar­fé­laga sem miðar að því að fjölga val­kostum í ferða­mátum verður auk þess kynnt á næstu dög­um. 
 • Lofts­lags­stefna Stjórn­ar­ráðs­ins hefur tekið gildi og er ætlað að hafa marg­feld­is­á­hrif út í sam­fé­lag­ið, m.a. með kröfum til bíla­leiga og leigu­bíla um vist­hæfar bif­reið­ar, auk þess sem los­un­ar­tölur úr flug­ferðum verða tengdar við mark­mið um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.  
 • Með reglu­gerðum sem settar hafa verið er skylt að gera ráð fyrir hleðslu raf­bíla við allt nýbyggt hús­næði á land­inu.
 • Kolefn­is­gjald hefur verið hækkað í áföngum síðan rík­is­stjórnin tók við, í sam­ræmi við stjórn­ar­sátt­mál­ann og aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­mál­um.
 • Unnið er að sér­stökum við­auka við lands­skipu­lags­stefnu Íslands þar sem lofts­lags­málum verður fléttað inn í skipu­lag – enda eru skipu­lags­mál stórt lofts­lags­mál. 
 • Stofnun Lofts­lags­sjóðs til að styrkja nýsköpun og fræðslu í lofts­lags­málum er á loka­metr­unum í sam­vinnu við Rannís.
 • Unnið er að verk­efnum sem ætlað er að draga úr mat­ar­sóun.
 • Með reglu­gerð­ar­breyt­ingu sem hefur verið kynnt verður notkun svartolíu úti­lokuð í íslenskri land­helgi nema til komi hreinsun á henn­i. 

Í fjórða lagi hefur fjár­magn til rann­sókna, vökt­unar og fræðslu verið stór­auk­ið:

 • Vís­inda- og tækni­ráð hefur sam­þykkt að 150 millj­ónir króna fari í rann­sóknir á lofts­lags­breyt­ingum næst þegar aug­lýst verður eftir umsóknum um styrki í mark­á­ætl­un.
 • Efldar rann­sóknir og vöktun á kolefn­is­bind­ingu eru hluti af kolefn­is­bind­ing­ar­á­ætlun stjórn­valda til næstu fjög­urra ára. 
 • Aukið verður við vöktun vegna lofts­lags­breyt­inga frá og með árinu í ár, m.a. vegna súrn­unar sjáv­ar.
 • Gerður hefur verið samn­ingur um viða­mikla umhverf­is­fræðslu í skólum með áherslu á lofts­lags­breyt­ing­ar.
 • List­inn hér að ofan er ekki tæm­andi og end­ur­skoðun aðgerða­á­ætl­unar í lofts­lags­málum stendur nú yfir. Með núver­andi stjórn­völdum hefur lofts­lags­mál­unum loks verið lyft á þann stall þar sem þau eiga heima. 

Höf­undur er umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar