Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða

Umhverfis- og auðlindaráðherra skrifar um þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hérlendis vegna loftslagsmála.

Auglýsing

Mikil vakn­ing hefur orðið í lofts­lags­mál­um. Loks­ins! Það er ekki síst fyrir til­stilli ungs fólks sem kallar eftir aðgerðum og minnir okkur öll á verk­efnið fram undan og alvar­leika þess. Það er frá­bært að vera í umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu á tímum sem þessum og taka þátt í að koma í verk því sem ég hafði sjálfur lengi kallað eft­ir. Stjórn­völd hafa nú tekið lofts­lags­málin föstum tökum og unnið er að marg­vís­legum aðgerðum vítt og breitt um stjórn­kerf­ið. En hvað erum við þá að ger­a? 

Í fyrsta lagi hefur báðum meg­in­þáttum aðgerða­á­ætl­unar í lofts­lags­málum verið hrint í fram­kvæmd:

Auglýsing
 • Áætlun til fjög­urra ára um viða­mikla kolefn­is­bind­ingu var kynnt í sum­ar. Ráð­ist verður í fjöl­breytt verk­efni um allt land til að binda kolefni úr and­rúms­lofti og end­ur­heimta vot­lendi. Auk ávinn­ings fyrir lofts­lagið stuðla aðgerð­irnar að því að efla líf­ríki og end­ur­heimta jarð­vegs- og gróð­ur­auð­lindir á Íslandi. Aðgerðir eru þegar hafnar og sam­kvæmt áætlun til fjög­urra ára er gert ráð fyrir að árlegt umfang land­græðslu og skóg­ræktar tvö­fald­ist og end­ur­heimt vot­lendis tífald­ist.
 • Umfangs­mikil skref varð­andi orku­skipti í sam­göngum á Íslandi voru kynnt í júní – hrað­hleðslu­stöðvum verður fjölgað veru­lega og blásið til átaks með ferða­þjón­ust­unni til að stuðla að orku­skiptum hjá bíla­leigum og hafa áhrif á eft­ir­markað með raf­bíla hér á landi. Fjár­fest­ing­arnar sem fást með fyrstu styrkaug­lýs­ing­unum gætu numið allt að einum millj­arði króna. Aug­lýst var í sumar eftir fjár­fest­inga­styrkjum vegna þess­ara verk­efna og margir sóttu um.

Í öðru lagi hafa stjórn­völd komið á form­legu sam­starfi við atvinnu­líf­ið, enda áríð­andi að fyr­ir­tækin í land­inu taki virkan þátt í bar­átt­unni gegn lofts­lags­vánni:

 • Stofn­aður hefur verið sam­starfs­vett­vangur stjórn­valda og atvinnu­lífs um lofts­lags­mál og grænar lausnir, þar sem m.a. verður unnið að aðgerðum í sam­ræmi við mark­mið um kolefn­is­hlut­leysi Íslands árið 2040.
 • Stjórn­völd hafa fengið öll stór­iðju­fyr­ir­tæki á Íslandi og Orku­veitu Reykja­víkur til að þróa og rann­saka hvort og hvernig megi draga úr losun frá verk­smiðjum stór­iðju­fyr­ir­tækja með nið­ur­dæl­ingu CO2 í berg­lög. Einnig munu fyr­ir­tækin hvert um sig leita leiða til að verða kolefn­is­hlut­laus.  

Í þriðja lagi hefur marg­vís­legum aðgerðum verið hrint í fram­kvæmd, sem spanna allt milli him­ins og jarð­ar. Nokkrar þeirra eru þess­ar:

 • Lögð hefur verið sú skylda á Stjórn­ar­ráð Íslands, stofn­anir rík­is­ins og fyr­ir­tæki í meiri­hluta­eigu rík­is­ins, auk sveit­ar­fé­laga um allt land, að setja sér lofts­lags­stefnu og mark­mið um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.
 • Fest hefur verið í lög að unnar skuli vís­inda­skýrslur um áhrif lofts­lags­breyt­inga á nátt­úru­far og sam­fé­lag á Íslandi sem m.a. skulu taka mið af skýrslum IPCC.
 • Lofts­lags­ráð hefur verið lög­fest og vinnur nú m.a. til­lögur um gerð aðlög­un­ar­á­ætl­unar vegna lofts­lags­breyt­inga hér á landi.
 • Með urð­un­ar­skatti sem nú hefur verið mælt fyrir á Alþingi er hvatt til end­ur­vinnslu og hún gerð sam­keppn­is­hæf­ari. Urðun minnkar og þar með drögum við úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá urð­uðum úrgangi.
 • Með öðrum grænum skatti, á svokölluð F-gös (kæli­m­iðla), sem einnig hefur verið mælt fyrir á Alþingi, er útfösun þeirra hraðað hér á landi. Aðrar lausnir en F-gösin eru til sem ekki hafa slæm áhrif á lofts­lag­ið. 
 • Mælt hefur verið fyrir laga­breyt­ingu þar sem heim­ilt verður að veita 100% end­ur­greiðslu á VSK vegna kaupa á hleðslu­stöðvum fyrir íbúð­ar­hús­næði, auk þess sem allur virð­is­auka­skattur á vinnu við upp­setn­ingu þeirra verður felldur nið­ur.
 • Mælt hefur verið fyrir laga­breyt­ingu sem felur í sér að útleiga vist­vænna bíla­leigu­bíla verði und­an­þegin virð­is­auka­skatti en það ætti að öllu óbreyttu að leiða til þess að leigu­verð slíkra bíla myndi lækka um 19%.
 • Fyrsta heild­ar­stefna rík­is­ins um almenn­ings­sam­göngur fyrir allt landið hefur verið kynnt og sam­þykkt að veita 800 millj­ónum króna í und­ir­bún­ing Borg­ar­línu. Viða­mikið sam­komu­lag ríkis og sveit­ar­fé­laga sem miðar að því að fjölga val­kostum í ferða­mátum verður auk þess kynnt á næstu dög­um. 
 • Lofts­lags­stefna Stjórn­ar­ráðs­ins hefur tekið gildi og er ætlað að hafa marg­feld­is­á­hrif út í sam­fé­lag­ið, m.a. með kröfum til bíla­leiga og leigu­bíla um vist­hæfar bif­reið­ar, auk þess sem los­un­ar­tölur úr flug­ferðum verða tengdar við mark­mið um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.  
 • Með reglu­gerðum sem settar hafa verið er skylt að gera ráð fyrir hleðslu raf­bíla við allt nýbyggt hús­næði á land­inu.
 • Kolefn­is­gjald hefur verið hækkað í áföngum síðan rík­is­stjórnin tók við, í sam­ræmi við stjórn­ar­sátt­mál­ann og aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­mál­um.
 • Unnið er að sér­stökum við­auka við lands­skipu­lags­stefnu Íslands þar sem lofts­lags­málum verður fléttað inn í skipu­lag – enda eru skipu­lags­mál stórt lofts­lags­mál. 
 • Stofnun Lofts­lags­sjóðs til að styrkja nýsköpun og fræðslu í lofts­lags­málum er á loka­metr­unum í sam­vinnu við Rannís.
 • Unnið er að verk­efnum sem ætlað er að draga úr mat­ar­sóun.
 • Með reglu­gerð­ar­breyt­ingu sem hefur verið kynnt verður notkun svartolíu úti­lokuð í íslenskri land­helgi nema til komi hreinsun á henn­i. 

Í fjórða lagi hefur fjár­magn til rann­sókna, vökt­unar og fræðslu verið stór­auk­ið:

 • Vís­inda- og tækni­ráð hefur sam­þykkt að 150 millj­ónir króna fari í rann­sóknir á lofts­lags­breyt­ingum næst þegar aug­lýst verður eftir umsóknum um styrki í mark­á­ætl­un.
 • Efldar rann­sóknir og vöktun á kolefn­is­bind­ingu eru hluti af kolefn­is­bind­ing­ar­á­ætlun stjórn­valda til næstu fjög­urra ára. 
 • Aukið verður við vöktun vegna lofts­lags­breyt­inga frá og með árinu í ár, m.a. vegna súrn­unar sjáv­ar.
 • Gerður hefur verið samn­ingur um viða­mikla umhverf­is­fræðslu í skólum með áherslu á lofts­lags­breyt­ing­ar.
 • List­inn hér að ofan er ekki tæm­andi og end­ur­skoðun aðgerða­á­ætl­unar í lofts­lags­málum stendur nú yfir. Með núver­andi stjórn­völdum hefur lofts­lags­mál­unum loks verið lyft á þann stall þar sem þau eiga heima. 

Höf­undur er umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar