Besta platan með Portishead – Dummy

Gefin út af Go! Beat þann 22. ágúst 1994, ýmist 10 lög á 44 mínútum og 29 sekúndum eða 11 lög á 49 mínútum og 17 sekúndum.

portisheaddd.jpeg
Auglýsing

Hug­myndin um bestu plöt­una hverju sinni bygg­ist ein­göngu á skoðun minni og þekk­ingu. Skoð­unin er oft­ast mjög sterk en þekk­ingin getur verið alla­vega. Þannig hika ég ekki við að til­nefna bestu plöt­una og þá skiptir engu hvort ég þekki allar útgáfur við­kom­andi mjög vel eða bara þessa einu – já eða eitt­hvað þar á milli.

Ég er þess vegna alltaf til í rök­ræður og upp­fræðslu frá les­endum sem annað hvort vita betur eða telja sig vita bet­ur. Aðal­málið er að hlusta á og ræða hljóm­plötur sem heild, bestu plöt­una í hvert skipti.

Hljóm­sveitin Portis­head var stofnuð árið 1991 í Bristol-­sýslu á Englandi. Portis­head hefur gefið út 3 breið­skífur á ferl­in­um:

Auglýsing

Dummy (1994)

Portis­head (1997)

Third (2008)

Portis­head hefur aldrei full­kom­lega skil­greint með­limi hljóm­sveit­ar­innar en í dag­legu tali eru þau yfir­leitt nefnd þrjú til sög­unn­ar, Geoff Bar­row sem raf­tón­list­ar­gúru, Beth Gibbons sem söng­kona og Adrian Utley sem gít­ar­leik­ari. Þetta er ekki alveg svona ein­falt eins og kemur í ljós síð­ar. En byrjum á þeirri stað­reynd að þegar bandið var stofnað var Bar­row 19 ára, Gibbons 26 ára og Utley 34 ára. Í dag eru þau því 47, 54 og 62 ára. 

Rokk­ar­inn sem féll

Ég var rokk­hundur og þoldi ekki hip hop. Það var vissu­lega ansi skil­yrt því á þessum tíma varstu á öðrum hvorum vagn­in­um. Og ég var á rokkvagn­in­um. Eða við skulum frekar segja að ég hafi verið á hljóð­færa­vagn­in­um. Mjög lengi framan af var ég hald­inn þeirri rang­hug­mynd að tón­list þyrfti að vera flutt af mann­eskjum sem spil­uðu á hljóð­færi og/eða sungu. Tölvur og tón­list voru ekki í sama meng­inu. Þegar ég reyni að greina þetta svona eftir á held ég að í þessu hafi falist að tón­list­ar­flutn­ingi skyldi alltaf fylgja mögu­leik­inn á að mis­takast verk­ið, eða í það minnsta að fram­kvæmdin væri mis­jöfn. 

Tón­list­ar­flutn­ingur átti að lit­ast af spenn­unni sem mynd­að­ist í hvert skipti, óviss­unni um hvernig allt yrði. Hvers vegna ætti ég að mæta á tón­leika hjá ein­hverjum sem ýtir bara á takka til að setja það í gang sem hljóm­aði nákvæm­lega eins í gær og fyrra­dag? Þá get ég alveg eins setið heima og hlustað á plöt­una. Ég er auð­vitað fall­inn frá þessu í dag. Í það minnsta 98%. Ég á ennþá erfitt með að hlusta á tón­list­ar­fólk sem ýtir bara á play, bætir engu við það sem á upp­tök­unni er og kallar það lif­andi flutn­ing. Auð­vitað eru tölvur ekki verri hljóð­færi en önn­ur, skárra væri það nú, en svona var ég og það langt inn á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar, átti mjög erfitt með allar rappplötur ver­aldar og lét elektróníska lista­menn fara mjög í taug­arnar á mér. Ég var í hinu lið­inu!

Það eru fleiri plötur en Dummy sem áttu þátt í að snúa mér frá þess­ari villu en hún vó lík­lega þyngst. Þetta var nefni­lega allt svo skrýt­ið. Þetta hljóm­aði eins og lif­andi trommu­leik­ur. En samt eins og ein­hvers konar for­rit­un. Og ofan á það alls­konar trommu­heila­hljóð sem samt voru ekki alveg á eðli­legum stöðum og hljóm­uðu oft und­ar­lega. Jú, fullt af gít­ar, það hjálp­aði til. En hann var stundum mjög nið­ur­klipptur og raf­rænn og tölvu­lykt af öllu sam­an. Sem sagt, frá­bær hljóð­færa­leikur um allt en samt hljóm­aði allt pínu eins og hip hop. Afar rólegt hip hop. Og til við­bótar þessi ótrú­legi söngur sem hljómar eins og ekk­ert ann­að, full­kom­inn en samt svo gall­að­ur. Já, að því er virð­ist yfir­nátt­úru­legur á köfl­um. Hvað var þetta? Hvernig gerir maður svona?

Afslöppuð ríði­tón­list

Enda þótt stefnan sem Portis­head er kennd við – stefnan sem hóf sig til flugs frá Bristol á þessum tíma með þess­bæjar lista­fólki á borð við Massive Attack, Tricky og auð­vitað Portis­head og kölluð er trip hop – sé í hugum fólks yfir­leitt afslöppuð ríði­tón­list hafa með­limir Portis­head margoft lýst því hvernig þeir sjá hana sem mun agressí­vari tón­list en svo. Já, þeir segi ég, því Gibbons hefur jú aðeins veitt örfá við­töl á ferl­inum sem eykur enn á hið mistíska við­mót hennar og per­sónu. Hvort þessi franska upp­lifun varð til þess að fæla hana frá slíku skal ekki full­yrt, en það er þó ekki ólík­legt:En sem sagt. Svo virð­ist vera að Bar­row og Utley sjái Portis­head sem meira hávaða­band en við hin viljum meina. Bar­row hefur oftar en ekki nefnt Nir­vana til útskýr­ing­ar, ekki að hann sjái þessar tvær sveitir sem svip­aðar heldur öllu heldur að Nir­vana hafi verið band sem hik­aði ekki við að fara frá lægstu lægðum og upp í hæstu hæð­ir, frá vöggu­vísum í algert brjál­æði. Og þegar maður hugsar þetta svona er kannski eitt­hvað til þessu því vissu­lega ger­ist svo­leiðis reglu­lega hjá Portis­head. En beri maður saman Glory Box og Smells Like Teen Spi­rit fellur kenn­ingin vit­an­lega um sig sjálfa.Maður skyldi víst aldrei skil­greina list sína sjálf­ur.

Trip hop í boði Thatcher

Dummy er fyrsta plata Portis­head og varð til sam­hliða band­inu. Geoff Bar­row og Beth Gibbons höfðu hist á fundi fyrir atvinnu­lausa frum­kvöðla í boði Marg­aret Thatcher og hafið sam­starf um leið. Bar­row var þá strax orð­inn upp­gjafa rokk­ari sem hafði fiktað hell­ing í tækjum og tól­um, orð­inn fær sampl­ari og ágætis hljóð­færa­leik­ari. Gibbons átti hand­fylli af lögum sem sum hver end­uðu einmitt á Dummy og hafði skýra stefnu í þá átt að vilja vinna fyrir sér sem tón­list­ar- og söng­kona. 

Eftir fikt og til­raunir réð­ust þau í að setja saman fyrsta lag­ið, It Could Be Sweet og ein­hvers staðar í ferl­inu skildu þau dyrnar eftir opnar fram á gang. Í öðru her­bergi hljóð­vers­ins hafði hinn starfs­leiði leigugít­ar­leik­ari Adrian Utley nýlokið við að taka upp ein­hvern skyldu­djass og heyrði lagið óma. Hann sveif á Bar­row án fyr­ir­vara og með þeim tókst vin­skapur sem stendur enn í dag. Utley vildi vita allt um staf­ræna hljóð­vinnslu og á móti kynnti hann Bar­row fyrir allra­handa furðu­hljóð­færum á borð við þeremín og cimbalom sem svo aftur lita umrædda plötu gríð­ar­lega sterkum lit­u­m. 

Dummy undir nálinni.

Þannig má glöggt sjá að Bar­row er ekki bara for­rit­ari heldur allra handa snill­ing­ur, Gibbons er ekki aðeins söng­kona heldur ofboðs­legur laga­smiður og Utley er ekki bara gít­ar­leik­ari heldur glúr­inn pæl­ari og fyr­ir­taks útsetj­ari. Í þessu sam­hengi varð platan til í subbu­legum hljóð­verum og æfinga­hús­næð­um. Með­limir segj­ast helst muna eftir slæmum skyndi­bita og gríð­ar­lega óhóf­legum sígar­ett­ureyk­ing­um.

Á þessu stigi máls­ins er fjöldi með­lima álita­mál. Þegar litið er á upp­lýs­ing­arnar á innra umslagi plöt­unnar er nokkuð ljóst að Utley hefur ekki talist full­gildur með­limur heldur eru það þau tvö hin sem eru í for­grunni. Sumar raddir segja að Utley hafi verið gerður full­gildur með­limur stuttu eftir útgáf­una en aðrar segja að það hafi aldrei verið rætt. Svona var þetta bara á þessum tíma­punkti og svo þró­að­ist þetta þangað sem við erum í dag. Á þessu stigi máls­ins er líka álita­mál hvort Portis­head hafi verið hljóm­sveit eða eitt­hvað ann­að. Eitt af því fyrsta sem þau tóku sér fyrir hendur var til að mynda stutt­mynda­gerð og úr varð strop­virkið To Kill a Dead Man.Bar­row er ekki ánægður með þetta und­ar­lega verk þegar hann hugsar til baka og seg­ist helst halda að þau hafi búið mynd­ina til í þeim til­gangi að skreyta hana með tón­list. Í öllu falli er hin áleitna for­síðu­mynd Dummy fengin úr mynd­inni, mynd af Gibbons í hlut­verki sín­u. 

Yfir vínyl á hjóla­bretti

Við upp­tökur plöt­unnar brutu þau allar reglur sem þekkj­ast við hljóð­upp­tök­ur. Stærsta lúða­pæl­ingin sneri nú senni­lega að trommu­upp­tök­un­um. Þannig var hinn ofur­mann­legi trymb­ill Clive Drea­mer lát­inn spila trommutakta inn á 16 rása teip sem þaðan voru gróf­mixaðir og press­aðir á vín­yl­plöt­ur. Þessar plötur voru síðan dregnar eftir gólf­inu og ein­hver seg­ist muna eftir því að hafa rennt sér yfir þær á hjóla­brett­i. 

Eftir það var vín­yll­inn spil­aður á plötu­spil­ara og þá oftar en ekki í gegnum lélegan æfingagít­armagn­ara, með risp­um, braki, suði og öllu saman og þaðan aftur inn á teip. Eftir það voru trommutakt­arnir klipptir niður og sampl­aðir og síðan púslað saman í það sem við heyrum á plöt­unni í dag. 

Gæti þarna verið komin skýr­ingin á því hvernig ég, mað­ur­inn á rokkvagn­in­um, gat fellt mig við það sem þó var í meg­in­at­riðum raf­tón­list? Vissu­lega allt saman á end­anum unnið í tölvu, nið­ur­klippt og lúpp­að, en verður þó ekki meira alvöru og lif­andi en þetta. Svip­aða sögu má segja um aðra hljóð­vinnslu á plöt­unni. Hún er vís­vit­andi látin hljóma „illa“ til þess að hljóma áhuga­verð. Rödd Gibbons er gott dæmi. Þess­ari engla­rödd er í eft­ir­vinnslu ýtt upp að eyr­anu á hlust­and­an­um, svo óskap­lega að heyra má smjatt og más, jafn­vel nasa­blástur í smá­at­rið­um.

Verð­laun eru fyrir aum­ingja

Dummy sló í gegn um leið og hún kom út. Allir virt­ust sam­mála um að hún væri ein mik­il­væg­asta plata sam­tím­ans og það ferskarsta sem heyrst hafði lengi. Hún fór hátt á vin­sæld­ar­lista bæði í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum og allt virt­ist ger­ast af sjálfu sér. Á eftir fylgdu tón­leik­ar, þó ekki í neinum stór­kost­legum mæli og reyndar hefur Portis­head ekki spilað nema rúm­lega 200 tón­leika á öllum ferl­in­um. Til sam­an­burðar spil­aði Oasis á 241 tón­leikum árin 1994 og 1995. 1995 vann sveitin hin stór­merki­legu Merc­ury-verð­laun sem veitt eru fyrir bestu plötu sem gefin er út ár hvert á Bret­landseyj­u­m. 

Bar­row lét hafa eftir sér að verð­launin væru skrípa­leikur líkt og öll önnur keppni í tón­list. Vissu­lega ekki ótrú­leg ummæli frá hroka­fullum tví­tugum manni sem nýlega hefur slegið í gegn en þar virð­ist hann þó hafa verið heill í skoðun sinni. Og þau senni­lega öll því bandið hefur sama og ekk­ert gert bein­línis til að við­halda vin­sældum sínum í gegnum tíð­ina. Bestu lögin á Dummy eru Myster­ons, Roads og Glory Box. Og Sour Times. Og Numb. Og Wand­er­ing Stars. Jahérna, þessi plata er ótrú­leg. Já og It’s a Fire, lagið sem er bara á sumum útgáfum plöt­unn­ar, til að mynda ekki á vín­yl­út­gáf­unni minni. Í dag tog­ast salan á plöt­unni í átt að 4 millj­ónum og hún mallar alltaf ár frá ári.

Thatcher = Tinder

Árið 1997 kom önnur platan út og var sam­nefnd hljóm­sveit­inni. Hún er frá­bær en á und­ar­legan hátt er lítið meira um það að segja. Ég man eftir að hafa keypt hana þegar hún kom út, fund­ist hún afskap­lega fín og síðan sett diskinn upp í hillu við hlið­ina á Dummy og senni­lega 10 smá­skífum sem ég hafði safnað af henn­i. 

Í stór­kost­legum róleg­heitum varð ein plata til í við­bót, Third sem kom út 11 árum síð­ar, árið 2008. Sú plata er líka frá­bær og gaman að heyra hvernig bandið hafði þroskast, þarna hljóm­aði margt sem ég hafði ekki áður heyrt. Þessar tvær síð­ari fara stundum á fón­inn hjá mér sem og tón­leika­platan Ros­eland NYC Live sem reyndar ratar oftar í sjón­varp­ið. Beth Gibbons að spila á raf­magns­gítar og syngja, það er eitt­hvað rosa­legt við það. Ég varð ást­fang­inn fyrir 10 árum af kon­unni minni meðan við horfð­um, kon­unni sem ég á tvö börn með og ætla að gift­ast á næsta ári. Og hún af mér. Takk Thatcher.Ég hvet ykkur öll til að hlusta á þetta meist­ara­verk í heild. Hér er mín skoðun en ég skal glaður rök­ræða hana: Dummy er besta platan með Portis­head.

Laga­listi:

01 – Myster­ons

02 – Sour Times

03 – Strangers

04 – It Could Be Sweet

05 – Wand­er­ing Star

06 – It's a Fire

07 – Numb

08 – Roads

09 – Pedestal

10 – Biscuit

11 – Glory BoxErt þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra við kynningu fjárlagafrumvarpsins í dag.
Fjárlög gera ráð fyrir 264 milljarða króna halla árið 2021
Samanlagður halli á rekstri ríkissjóðs á árunum 2020 og 2021 mun nema yfir 530 milljörðum króna. Ríkisstjórnin segist ætla að beita ríkisfjármálunum af fullum þunga og safna skuldum, frekar en að grípa til niðurskurðar eða skattahækkana.
Kjarninn 1. október 2020
Útflutningur dregst verulega saman á milli ára. Þar skiptir mestu máli að ferðaþjónusta er nær lömuð sem stendur. Kórónuveiran gerir það að verkum að fáir heimsækja Ísland.
Hagstofan spáir mesta samdrætti í heila öld – 30 prósent samdráttur í útflutningi
Hagstofa Íslands spáir því að hagkerfið taki við sér á næsta ári og að þá verði hagvöxtur upp á 3,9 prósent. Verbólguhorfur hafa versnað og nú er gert ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali yfir markmiði út næsta ár.
Kjarninn 1. október 2020
Þriðja bylgjan: „Þetta verður há tala, það er alveg ljóst“
Fleiri liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 en á sama tímapunkti í fyrstu bylgju faraldursins. Thor Aspelund líftölfræðingur segir allt eins líklegt að þriðja bylgjan vari í fimm vikur til viðbótar og jafnvel að önnur taki svo við í desember.
Kjarninn 1. október 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn hafa verið mismunandi sýnilegir vegna COVID-19. Svandís Svavarsdóttir nýtur nú meira trausts en áður, Katrín Jakobsdóttir stendur í stað en traust til Lilju Alfreðsdóttur hefur helmingast á rúmu ári.
Katrín nýtur mest trausts en traust til Lilju helmingast milli ára
Þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins raða sér í þrjú efstu sætin yfir þá ráðherra sem landsmenn treysta síst. Þeim fækkar sem segjast treysta Lilju Alfreðsdóttur mest en fjölgar sem nefna Svandísi Svavarsdóttur eða Sigurð Inga Jóhannsson.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiFólk