Bólusótt í hættu

Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?

Bólusetning
Auglýsing

Það kannast sennilega ekki margir við smitsjúkdóminn bólusótt lengur. Honum var nefnilega útrýmt árið 1979, eftir mjög árangursríka bólusetningaherferð gegn honum. 

Bólusótt var skæður veirusjúkdómur sem smitaðist mjög auðveldlega manna á milli. Veiran (Variola virus) virðist hafa fylgt manninum í margar aldir og nokkrum sinnum komu upp faraldrar m.a. hér á landi, sem eins og annars staðar leiddu til dauða u.þ.b. þriðjungs þeirra sem smituðust.

Bólusótt á reyndar heiðurinn af þróun bóluefna, en þaðan er orðið bóluefni einmitt komið. Það var enski læknirinn Edward Jenner sem uppgötvaði gildi þess að bólusetja fólk með vessa úr kúabólu, náskyldri veiru um aldamótin 1700-1800.

Auglýsing

Það var þó ekki fyrr en á sjöunda áratug síðustu aldar sem Alþjóðarheilbrigðismálastofnunin lagðist í aðgerðir gagngert til að vinna bug á þessari skæðu veiru.

Síðasta skráða tilfellið af bólusóttarsmiti átti sér stað í Sómalíu árið 1977. Árið 1979 dó svo ung bresk kona eftir að hafa komist í snertingu við veiruna á rannsóknarstofu. Eftir það slys var rannsóknarstofum gert að eyða bólusóttarveirum sem höfðu verið notaðar til rannsókna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti síðan yfir útrýmingu veirunnar. 

Það eru þó tvær rannsóknarstofur sem vitað er að bólusóttarveiran lifir enn. Önnur þeirra er staðsett í Bandaríkjunum og hin í Rússlandi. Veiran gengur því ekki manna á milli en henni er haldið við af vísindamönnum sem freista þess að nota hana til rannsókna.

Reyndar er engin tilviljun að rannsóknarstofurnar, sem hvorugar hafa lýst yfir vilja til að eyða veirunni, eru staðsettar í þessum tveimur löndum. Sagan segir að lengi hafi verið unnið að því að koma síðustu bólusóttarveirunum endanlega fyrir kattarnef, en pólitík hafi staðið því fyrir dyrum.

Önnur rannsóknarstofanna komst í fréttirnar um daginn, þegar eldur komst upp í henni. Vegna viðhalds á byggingum rannsóknaseturs veirurannsókna og líftækni í Novosibirsk, í Rússlandi varð sprenging sem olli því að eldur braust út. 

Þó sprengingin hafi átt sér stað fjarri bólusóttar veirunni og eldurinn hafi fljótlega verið slökktur brutust út miklar umræður, t.a.m. á twitter varðandi öryggi heimsbyggðarinnar. Umræðan var raunar tilefnislaus því veiran hefði aldrei lifað af bruna. Til þess að bólusóttarfaraldur brytist út þyrfti annars konar slys t.d. óvarlega meðhöndlun vísindamanna á veirunni. 

Það er ekki þar með sagt að umræðan um öryggi okkar gegn bólusótt sé óþörf. Fréttir sem þessar vekja okkur til umhugsunar á hvort réttlætanlegt sé að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni. Á sínum tíma drap veiran nefnilega þriðjung þeirra sem hún smitaði.

Á sama tíma er saga bólusóttarinnar vitnisburður um frábæran árangur bólusetninga. Við þurfum ekki annað en létta internet leit til að sjá að bólusótt er ein af þeim "lífverum" sem við fögnum útrýmingu á.

Umfjöllunin birtist líka á Hvatinn.is

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk