Bólusótt í hættu

Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?

Bólusetning
Auglýsing

Það kannast sennilega ekki margir við smitsjúkdóminn bólusótt lengur. Honum var nefnilega útrýmt árið 1979, eftir mjög árangursríka bólusetningaherferð gegn honum. 

Bólusótt var skæður veirusjúkdómur sem smitaðist mjög auðveldlega manna á milli. Veiran (Variola virus) virðist hafa fylgt manninum í margar aldir og nokkrum sinnum komu upp faraldrar m.a. hér á landi, sem eins og annars staðar leiddu til dauða u.þ.b. þriðjungs þeirra sem smituðust.

Bólusótt á reyndar heiðurinn af þróun bóluefna, en þaðan er orðið bóluefni einmitt komið. Það var enski læknirinn Edward Jenner sem uppgötvaði gildi þess að bólusetja fólk með vessa úr kúabólu, náskyldri veiru um aldamótin 1700-1800.

Auglýsing

Það var þó ekki fyrr en á sjöunda áratug síðustu aldar sem Alþjóðarheilbrigðismálastofnunin lagðist í aðgerðir gagngert til að vinna bug á þessari skæðu veiru.

Síðasta skráða tilfellið af bólusóttarsmiti átti sér stað í Sómalíu árið 1977. Árið 1979 dó svo ung bresk kona eftir að hafa komist í snertingu við veiruna á rannsóknarstofu. Eftir það slys var rannsóknarstofum gert að eyða bólusóttarveirum sem höfðu verið notaðar til rannsókna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti síðan yfir útrýmingu veirunnar. 

Það eru þó tvær rannsóknarstofur sem vitað er að bólusóttarveiran lifir enn. Önnur þeirra er staðsett í Bandaríkjunum og hin í Rússlandi. Veiran gengur því ekki manna á milli en henni er haldið við af vísindamönnum sem freista þess að nota hana til rannsókna.

Reyndar er engin tilviljun að rannsóknarstofurnar, sem hvorugar hafa lýst yfir vilja til að eyða veirunni, eru staðsettar í þessum tveimur löndum. Sagan segir að lengi hafi verið unnið að því að koma síðustu bólusóttarveirunum endanlega fyrir kattarnef, en pólitík hafi staðið því fyrir dyrum.

Önnur rannsóknarstofanna komst í fréttirnar um daginn, þegar eldur komst upp í henni. Vegna viðhalds á byggingum rannsóknaseturs veirurannsókna og líftækni í Novosibirsk, í Rússlandi varð sprenging sem olli því að eldur braust út. 

Þó sprengingin hafi átt sér stað fjarri bólusóttar veirunni og eldurinn hafi fljótlega verið slökktur brutust út miklar umræður, t.a.m. á twitter varðandi öryggi heimsbyggðarinnar. Umræðan var raunar tilefnislaus því veiran hefði aldrei lifað af bruna. Til þess að bólusóttarfaraldur brytist út þyrfti annars konar slys t.d. óvarlega meðhöndlun vísindamanna á veirunni. 

Það er ekki þar með sagt að umræðan um öryggi okkar gegn bólusótt sé óþörf. Fréttir sem þessar vekja okkur til umhugsunar á hvort réttlætanlegt sé að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni. Á sínum tíma drap veiran nefnilega þriðjung þeirra sem hún smitaði.

Á sama tíma er saga bólusóttarinnar vitnisburður um frábæran árangur bólusetninga. Við þurfum ekki annað en létta internet leit til að sjá að bólusótt er ein af þeim "lífverum" sem við fögnum útrýmingu á.

Umfjöllunin birtist líka á Hvatinn.is

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tómas A. Tómasson og Kolbrún Baldursdóttir
Aðalsmenn og almenningur á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk