Karolina Fund: Íslensk alþýðutónlist mætir hinum rafræna heimi

Nú plata Elínar Ey er Karolina Fund-verkefni vikunnar.

Elin ey
Auglýsing

Elín Ey tón­list­ar­kona og tón­skáld var að klára nýja plötu. Á plöt­unni mætir íslensk alþýðu­tón­list hennar hinum raf­ræna heimi. Elín safnar nú ­fyrir útgáfu plöt­unnar á Karol­ina Fund og er langt komin með að ná mark­mið­i sínu. Enn eru heilir þrettán dagar eftir til að ganga úr skugga um að svo verði.

Kjarn­inn tók Elínu tali af þessu til­efni.

Hvaðan kom inn­blást­ur­inn við gerð þess­arar plötu?

Auglýsing

„Inn­blást­ur­inn er búinn að koma úr öllum áttum síð­ustu 7 ár, eða frá því að ég gaf síð­ast eitt­hvað út. Ég er búin að semja mikið efni og ­meira en á eina plötu en hefur alltaf langað til að gera íslenska plötu og lítur allt út fyrir að ég geti látið þann draum ræt­ast.“

Hvers vegna ákvaðst þú að fara með plöt­una í hóp­fjár­mögn­un?

„Ég þekki til margra sem hafa farið þessa leið að gefa út ­plöt­una sína í gegnum Karol­ina Fund eða aðra hóp­fjár­mögn­un. Þetta er frá­bært, ­mikil hjálp fjár­hags­lega og svo er þetta inn­blástur fyrir mig sem tón­list­ar­kon­u, að sjá að fólk hafi trú á mann­i.“

Var platan unn­in ein­göngu af þér eða komu fleiri góðir að þessu verki?

„Það eru margir frá­bærir að koma að þess­ari plötu, Ali­son vin­kona mín og söng­kona í Kimono tekur upp söng og gítar og svo kem­ur ­fjöl­skyldan mín sterk inn eins og venju­lega.“

Hvernig tón­list kem­ur til með að óma af plöt­unni? 

„Tón­listin er íslensk folk-tón­list með elektrónísku ívafi.“

Verk­efnið má finna hér.

Indversk geimflaug á leið til tunglsins
Hið fjögurra tonna geimfar hefur upp á alla nýjustu tækni að bjóða, til að mynda lendingarbúnað, könnunarfar fyrir tunglið, auk rannsóknartækis sem mun fara um sporbraut tunglsins.
Kjarninn 22. júlí 2019
Þingmennirnir sex á Klaustur bar
Siðanefnd Alþingis hefur sent álit sitt um Klausturmálið til forsætisnefndar
Siðanefnd Alþingis hefur klárað álit sitt um Klausturmálið svokallaða og sent forsætisnefnd. Þeir sex þingmenn sem náðust á upptöku hafa fengið álitið til umfjöllunar og hafa frest fram í lok þessarar viku til að skila andsvörum.
Kjarninn 22. júlí 2019
Halldór Auðar Svansson
„Hinn svokallaði flati strúktúr verður að byggjast á einhvers konar strúktúr“
Fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir að tilgangur með strúktúr innan flokks eigi meðal annars að vera sá að gefa fólki lágmarksvinnufrið. Annars vinni þeir frekustu hverju sinni og frekju sé mætt með enn meiri frekju þar til allt sýður upp úr.
Kjarninn 22. júlí 2019
Andri Snær Magnason
Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga
Andri Snær Magnason, ásamt hópi vísindamanna, mun afhjúpa minningarskjöld um Okjökul í ágúst. Skjöldurinn er hugsaður sem áminning og ákall um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en Okjökull var afskráður sem jökull árið 2014.
Kjarninn 22. júlí 2019
Hægrisinnaðir franskir þingmenn vilja sniðganga Gretu Thunberg
Heimsókn Gretu Thunberg í franska þingið hefur vakið deilur á meðal þingmanna þar í landi. Hægrisinnaðir þingmenn vilja að ávarp hennar verði sniðgengið.
Kjarninn 22. júlí 2019
Tæpar fjórar milljónir söfnuðust í Málfrelsissjóðinn
Forsvarskonur Málfrelsissjóðsins segjast vera í skýjunum með árangurinn en söfnuninni lauk í gær.
Kjarninn 22. júlí 2019
Aldrei fundist eins margar blautþurrkur við strendur landsins
Samkvæmt talningu Umhverfisstofnunar hefur fjöldi svokallaðra blautklúta aukist frá talningu síðustu ára.
Kjarninn 22. júlí 2019
Sjómannasamband Íslands mótmælir harðlega breytingum á lögum um áhafnir skipa
Sambandið hefur sent inn umsögn um breytingar á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Það telur að mönnun fiskiskipa og annarra skipa eigi alltaf að taka mið af öryggi skips og áhafnar.
Kjarninn 22. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None