1108 nýjar bjórtegundir á einu ári í Danmörku

h_02109768-1.jpg
Auglýsing

Hvað dettur fólki í hug þegar Dan­mörk er nefnd? Haf­meyj­an, pyls­ur, Tívolí, bjór, hakke­böf og Mar­grét Þór­hild­ur. Þetta er vissu­lega allt á sínum stað og sumt eins og það hefur alltaf ver­ið. Eitt hefur þó gjör­breyst á síð­ustu árum: bjór­inn.

Fyrir ekki mjög mörgum árum þurftu danskir bjórá­huga­menn og ferða­menn að gera upp við sig hvort þeir vildu drekka Carls­berg eða Tuborg. Hof frá Carls­berg eða Grøn frá Tuborg. Í báðum til­vikum pilsner bjórar sem báru höfuð og herðar yfir aðrar teg­undir á mark­aðn­um. Hvort það var Hof eða Grøn sem varð fyrir val­inu var fyrst og fremst smekks­at­riði.

Þeir Hof og Grøn eru enn á mark­aðn­um, sá síð­ar­nefndi mest selda ein­staka bjór­teg­undin í land­inu og margir Danir láta ekk­ert annað en aðra þess­ara teg­unda, inn fyrir sínar var­ir, þegar bjór er ann­ars veg­ar. Carls­berg keypti árið 1970 Tuborg fyr­ir­tækið en neyt­endur skynj­uðu ekki neinar breyt­ingar við eig­enda­skipt­in. Í danska bjór­heim­inum hafa hins­vegar á síð­ustu árum orðið miklar breyt­ing­ar, mjög miklar er víst óhætt að segja.

Auglýsing

Ölgerð­ar­húsin fimm­falt fleiri en um alda­mótin



Árið 2000 voru 18 ölgerð­ar­hús í Dan­mörku. Í einu dönsku dag­blað­anna frá því ári var við­tal við fram­kvæmda­stjóra lít­ils ölgerð­ar­húss þar sem hann sagði að bar­áttan fyrir til­ver­unni væri hörð og hann spáði því að fram­leið­endum myndi fækka á næstu árum.

Þessi maður hafði ekki lög að mæla og hefur ekki, frekar en kannski nokkur ann­ar, látið sér til hugar koma að fimmtán árum síðar yrðu ölgerð­ar­húsin orðin 121 tals­ins. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt, voru orðin 53 árið 2005, 98 árið 2007 og ári síð­ar, 2008, voru þau orðin 120. Fækk­aði tals­vert eftir á árunum eftir hrun en fór aftur að fjölga fyrir tveim árum og eru nú orðin ívið fleiri en 2008 eða 124.

Flest brugg­húsin lítil



Á heima­síðu sam­bands danskra bjór­fram­leið­enda kemur fram að lang­flest ölgerð­ar­húsin eru smá í snið­um. Með fáa starfs­menn og tak­mark­aða fram­leiðslu. Iðu­lega er fram­leiðslan ein­ungis seld á nokkrum stöð­um, oft í nágrenni brugg­húss­ins. Þetta er reyndar það sem skapar sér­stöð­una: að geta gengið inn á krá, eða veit­inga­hús og fengið þar bjór, sem kannski fæst hvergi ann­ars stað­ar. Hrunið kenndi líka mörgum að ráð­leg­ast væri að fær­ast ekki of mikið í fang.

Til að styrkja rekst­ur­inn, og kynna fram­leiðsl­una, aug­lýsa mörg litlu ölgerð­ar­húsin sér­stök bjór­kvöld, fyrir til dæmis starfs­manna­fé­lög eða vina­hópa. Á slíkum kvöld­um, þar sem aðgangs­eyrir er hóf­leg­ur, er fram­leiðslan kynnt og jafn­framt boðið uppá eitt­hvað mat­ar­kyns með. Þátt­tak­endur geta svo auð­vitað keypt bjór og haft með sér heim. Sum brugg­hús­anna selja líka tals­vert til útlanda. Víða um heim er bjórá­huga­fólk sem fylgist grannt með nýj­ungum og pant­ar, kannski bara nokkrar flöskur, á net­inu og fær sendar heim. Þegar flaskan er tóm fer hún svo í flösku­safnið og vekur kannski athygli gesta af því að eng­inn hefur áður séð flösku með miða frá þessum fram­leið­anda.

Miðborg Kaupmannahafnar. Mynd: EPA Mið­borg Kaup­manna­hafn­ar. Mynd: EPA

1108 nýjar teg­undir



Í árs­yf­ir­liti sam­bands bjór­fram­leið­enda kemur fram að á síð­asta ári komu á mark­að­inn í Dan­mörku 1108 nýjar teg­undir af dönskum bjór. Þetta er næsta ótrú­leg tala. Í yfir­lit­inu kemur ekki fram hvað teg­und­irnar sem hurfu af sjón­ar­svið­inu voru margar en þetta sýnir hversu mikil gerjun er á þessum mark­aði. Árið 2004 voru nýjar teg­undir sem komu á mark­að­inn 82 tals­ins og þótti all­nokk­uð.

Þrátt fyrir allan þennan mikla fjölda ölgerð­ar­húsa, og teg­unda, sem litið hafa dags­ins ljós á síð­ustu árum halda þeir Carls­berg og Tuborg sínu striki. Þetta gam­al­gróna fyr­ir­tæki sem stendur traustum fótum í heima­land­inu og er með fjöl­margar verk­smiðjur víða um heim. Á heima­vell­inum hefur ris­inn þó ekki sofið á verð­inum en hefur á síð­ustu árum sett á mark­að­inn fjöl­margar nýjar teg­undir og jafn­vel hafið á ný fram­leiðslu á teg­undum sem horfnar voru af mark­aði eins og til dæmis Gamle Carls­berg sem hætt var að fram­leiða árið 2003 en var svo end­ur­vak­inn, sem svo mætti segja, árið 2012.

Grisk



Þótt nöfnin á bjór­teg­und­unum séu mörg hver ekki sér­lega frum­leg eða lýsi sér­stöku hug­mynda­flugi eru þar þó und­an­tekn­ing­ar. Lítið ölgerð­ar­hús við Hró­arskeldu­fjörð­inn, Horn­beer sem var stofnað árið 2008 setti, skömmu eftir hrun, á mark­að­inn bjór sem nefndur var Grisk (græðgi, gráð­ug­ur). Á flösku­mið­anum var and­lits­mynd af manni sem líkt­ist mjög hinum þýska hrekkjalómi Uglu­spegli og undir mynd­inni stóð SparN­ar.

Þetta fór fyrir brjóstið á for­svars­mönnum SparNord bank­ans sem kröfð­ust lög­banns á notkun mið­ans og orð­anna SparN­ar. Áður en lög­bannskrafan kom til kasta fógeta breytti brugg­húsið mið­anum lít­il­lega. Hvort sem það hafði ein­hver áhrif eða ekki varð lög­banns­málið til þess að vekja athygli á bjórnum og eftir að Hró­arskeldu­bank­inn (Ro­skilde Bank) komst í þrot í hrun­inu fengu margir fyrr­ver­andi starfs­menn þar sendan Grisk bjór frá fyr­ver­andi við­skipta­vinum sem tapað höfðu sparifé sínu þegar bank­inn varð gjald­þrota. Grisk bjór­inn hefur einnig notið vin­sælda utan Dan­merk­ur, til dæmis í Nor­egi.

Fram­tíðin



Eng­inn veit hvað fram­tíðin ber í skauti sér, það gildir um danska bjór­inn líkt og ann­að. Danskir bjór­sér­fræð­ingar telja að litlu ölgerð­ar­húsin muni á næstu árum ná til sín mun stærri hlut af mark­aðn­um. Fyrir tíu árum var mark­aðs­hlut­deild þeirra eitt pró­sent en í dag er hlut­fallið komið upp í sex pró­sent, aukn­ingin lang mest á síð­ast­liðnum tveim árum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None