Airbus A320 þota frá þýska flugfélaginu Germanwings, dótturfélagi Lufthansa, hrapaði í frönsku ölpunum í morgun. Nýjustu fréttir frá Lufthansa herma að 150 hafi verið um borð, en áður hafði verið talið að 148 hefðu verið um borð.
Lufthansa og Germanwings hafa staðfest hrapið. „Allir hjá Germanwings og Lufthansa eru í miklu áfalli og leiðir vegna þessara atburða. Hugsanir okkar og bænir eru hjá fjölskyldum og vinum farþega og áhafnarmeðlima,“ segir í tilkynningu frá flugfélögunum.
#BREAKING German, Spanish, 'probably' Turkish victims in plane crash: Hollande
— Agence France-Presse (@AFP) March 24, 2015
Auglýsing
Spænsku konungshjónin voru í opinberri heimsókn í París í morgun en hættu við hana þegar fréttir af slysinu bárust. Varaforsætisráðherra Spánar hefur greint frá því að um 45 farþegar séu taldir hafa verið spænskir. Talið er að fjöldi farþega hafi verið frá Þýskalandi og einhverjir frá Tyrklandi.
Eins og Kjarninn hefur greint frá fylgjast sendiráð Íslands í Berlín og París með því þegar greint verður frá því hvaðan farþegarnir voru.
Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur einnig aflýst allri sinni dagskrá vegna slyssins. Þá hefur utanríkisráðuneytið í Þýskalandi sent samúðarkveðjur vegna slyssins og sett upp neyðarmiðstöð. Þá hafa þrír flugsérfræðingar frá Þýskalandi verið sendir til að aðstoða við rannsókn málsins í Frakklandi. Vélin var á leið frá Barcelona á Spáni til Dusseldorf í Þýskalandi þegar hún missti hæð mjög hratt. Hún hafði rétt náð 38 þúsund feta hæð þegar hún tók að lækka á ný, eins og sjá má í þessu myndbandi Flight Radar 24. Flight Radar greindi frá því að vélin hefði horfið af ratsjám, eins og sjá má hér að neðan.
Flugsérfræðingurinn Anthony Davis sagði við Sky News að vélin hafi lækkað flug á fordæmislausum hraða, um fimm þúsund fet á mínútu, og að eitthvað mjög alvarlegt hafi átt sér stað. Flugmenn sendu út neyðarkall klukkan 9.47 að íslenskum tíma, sögðu "emergency, emergency" en svo heyrðist ekki frá þeim meir.
We get reports about an Germanwings A320 crash. Flight 4U9525 was lost from Flightradar24 at 6800 feet near Digne in southern France. — Flightradar24 (@flightradar24) March 24, 2015
Talsmaður franska innanríkisráðuneytisins, Pierre-Henry Brandet, hefur sagt að brak úr vélinni hafi sést í 2.000 metra hæð. Hann sagði að búist væri við einstaklega langri og erfiðri leit og björgunaraðgerð vegna staðsetningarinnar. Engir vegir liggja nálægt svæðinu og ekki er gert ráð fyrir því að komist verði á staðinn fyrr en síðar í dag.
The Flight information display in the Dusseldorf Airport #4U9525 #A320 #Germanwings #Airbus320 pic.twitter.com/UswdfrzKtA — Dona (@Donaxavier) March 24, 2015
Hér má fylgjast með beinni útsendingu Sky News.