17 milljónir úr skúffum ráðherra í fyrra

Að meðaltali nam úthlutun á ráðstöfunarfé þeirra ráðherra sem það nýttu í fyrra rúmlega 2,4 milljónum króna. Ráðstöfunarfé, sem jafnan er kallað skúffufé, var ekki nýtt af fjórum ráðherrum á síðasta ári.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á ríkisráðsfundi með forseta Íslands
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á ríkisráðsfundi með forseta Íslands
Auglýsing

Á síðasta ári nam heildarúthlutun á ráðstöfunarfé ráðherra 16.975.000 króna. Hæsta upphæðin kom úr skúffu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, alls 3,6 milljónir króna. Hún veitti líka stærsta einstaka styrkinn, tvær milljónir króna, sem runnu til Stjörnusambandsstöðvarinnar vegna verkefnisins Sóttbarnalög. Af þeim ráðherrum sem nýttu skúffufé í fyrra notaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra minnst, alls 900 þúsund krónur.

Sá ráðherra sem styrkti flest verkefni með skúffufé var Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Hann úthlutaði alls tæpum 2,9 milljónum króna til 15 verkefna. Fjórir ráðherrar úthlutuðu ekki af ráðstöfunarfé sínu í fyrra.

Forsætisráðherra – 1.750.000

Á síðasta ára hlutu sex verkefni styrk frá forsætisráðherra. Styrktarupphæðir námu á bilinu 100 til 600 þúsund krónum og hlaut Jafnréttisstofa hæsta styrkinn. Styrkveitingar forsætisráðherra árið 2020 er í nokkru samræmi við umfang styrkveitinga ársins 2019 en þá hlutu sjö verkefni styrk fyrir alls 1.780.000 krónur. Útlistun á úthlutun á ráðstöfunarfé forsætisráðherra í fyrra má finna í meðfylgjandi töflu.

Auglýsing

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra – 2.880.000

Líkt og áður segir var Sigurður Ingi Jóhannsson sá ráðherra sem veitti flestum verkefnum styrk, alls 15 talsins. Upphæðir styrkjanna nema á bilinu 80 til 300 þúsund og fékk Brautin bindindisfélag ökumanna hæsta styrkinn til þess að endurnýja veltibíl. Einn einstaklingur er meðal styrkþega, Ólafur Kristinn Guðmundsson sem hlaut 250 þúsund króna styrk til þess að fara á heimsráðstefnu um umferðaröryggi.

Dómsmálaráðherra – 900.000

Af þeim ráðherrum sem nýttu skúffufé sitt í fyrra fór Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir með sitt ráðstöfunarfé af mestri sparsemi. Hún veitti fjórum verkefnum styrk fyrir samtals 900 þúsund krónur. Öll eru þessi verkefni á málefnasviði ráðherrans, tvö þeirra tengjast fangelsismálum, eitt útlendingamálum og einn styrkþegi er Sigurhæðir sem er þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi.

Heilbrigðisráðherra – 2.115.000

Alls fengu 14 verkefni styrki frá Svandísi Svavarsdóttur. Hæsta styrktarupphæð heilbrigðisráðherra var 300 þúsund krónur og fengu þrjú verkefni styrk af þeirri fjárhæð; Samtök áhugafólks um spilafíkn, Brákarhlíð hjúkrunarheimili og Kiwanisklúbburinn Katla. Meðal þeirra verkefna sem ráðherrann styrkti á árinu 2020 var opnuauglýsing í Morgunblaðinu frá Félagi íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL).

FÍFL sætti gagnrýni fyrr á þessu ári fyrir opnuauglýsingu sína í Morgunblaðinu en félagið notaði meðal annars nafn Rauða Krossins án samþykkis í auglýsingunni. Þá sagði Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ), að FÍFL hefði blekkt BÍ til þátttöku í auglýsingunni. FÍFL hefur um nokkurra ára skeið birt opnuauglýsingar í Morgunblaðinu þar sem mælt er gegn neyslu fíkniefna. Auglýsingin er nátengd frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta sem fellt var á nýafstöðnu þingi. Í nýjustu auglýsingu félagsins er þó hvorki minnst á ráðherrann né ráðuneytið.

Auglýsing

Mennta- og menningarmálaráðherra – 3.600.000

Sá ráðherra sem veitti stærsta einstaka styrkinn og jafnframt mestu í heild á síðasta ári var Lilja Alfreðsdóttir en hún veitti sjö verkefnum styrk fyrir samtals 3,6 milljónir króna. Stjörnusambandsstöðin hlaut tveggja milljóna króna styrk vegna Sóttbarnalaga. Einn einstaklingur hlaut styrk frá mennta- og menningarmálaráðherra, Sólmundur Ari Björnsson fékk 250 þúsund krónur vegna Tangóhátíðar í september.

Félags og barnamálaráðherra – 3.030.000

Ásmundur Einar Daðason næstmestu fjármagni upp úr sinni skúffu. Alls fengu tólf verkefni styrk fyrir samtals rúmlega þrjár milljónir króna. Þau verkefni sem fengu styrk frá félagsmálaráðherra fengu á bilinu 150 til 500 þúsund krónur. Hæstan styrk hlaut líknarfélagið Alanó klúbburinn vegna endurbóta á húsnæði félagsins.

Umhverfisráðherra – 2.700.000

Alls voru 13 verkefni styrkt af Guðmundi Inga Guðbrandssyni fyrir samtals 2,7 milljónir króna. Enginn ráðherra styrkti eins marga einstaklinga með ráðstöfunarfé sínu en meðal styrkþega eru fimm einstaklingar. Í þeirra hópi er Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra, en hann hlaut 400 þúsund króna styrk vegna fornleifaskráningar á Gerpissvæðinu. Hjörleifur hefur sinnt minjavernd ötullega á síðustu árum og árið 2019 hlaut hann meðal annars minjaverndarviðurkenningu á ársfundi Minjastofnunar Íslands fyrir starf sitt í þágu minjaverndar.

Þeir einstaklingar sem einnig hlutu styrk frá umhverfisráðherra voru Garðar Finnsson sem hlaut 250 þúsund króna styrk vegna verkefnisins fjölnota lofttæmanlegir heyrúllupokar. Veiga Grétarsdóttir hlaut 100 þúsund króna styrk vegna heimildarmyndarinnar Á móti straumnum. Baldur Helgi Snorrason hlaut 100 þúsund króna styrk vegna verkefnis um þróun nýrra flokkunartunna sem ber heitið Borgartunnan og Hugi Hólm Guðbjörnsson hlaut 200 þúsund króna styrk vegna fuglaskoðunarsíðunnar Spottaði fugl.

Annað fuglatengt verkefni hlaut hæsta styrk umhverfisráðherra. Fuglavernd fékk hálfrar milljónar króna styrk vegna verkefnisins Samkeppni um fugl ársins.

Auglýsing

Aðrir ráðherrar – 0

Fjórir ráðherrar úthlutuðu ekki ráðstöfunarfé á árinu 2020. Í svari frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu kom fram að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi ekki nýtt ráðstöfunarfé sitt á árinu 2020. Það sama er uppi á teningnum hjá ráðherrum í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, þeim Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

„Í fjárlögum er liður fyrir ráðstöfunarfé ráðherra að upphæð 3,5 m.kr, en þessi fjárheimild hefur ekki verið nýtt af núverandi ráðherra og fjárheimildin er ónýtt árið 2020. Guðlaugur Þór Þórðarson ákvað á fyrstu dögum sínum í embætti utanríkisráðherra að hann myndi ekki ganga á ráðstöfunarfé ráðherra. Hann hefur því ekki veitt neina styrki af ráðstöfunarfé ráðherra frá því hann tók við sem utanríkisráðherra í ársbyrjun 2017,“ segir í skriflegu svari frá utanríkisráðuneytinu við fyrirspurn Kjarnans um úthlutun á ráðstöfunarfé Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent