17 milljónir úr skúffum ráðherra í fyrra

Að meðaltali nam úthlutun á ráðstöfunarfé þeirra ráðherra sem það nýttu í fyrra rúmlega 2,4 milljónum króna. Ráðstöfunarfé, sem jafnan er kallað skúffufé, var ekki nýtt af fjórum ráðherrum á síðasta ári.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á ríkisráðsfundi með forseta Íslands
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á ríkisráðsfundi með forseta Íslands
Auglýsing

Á síð­asta ári nam heild­ar­út­hlutun á ráð­stöf­un­arfé ráð­herra 16.975.000 króna. Hæsta upp­hæðin kom úr skúffu Lilju Alfreðs­dóttur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, alls 3,6 millj­ónir króna. Hún veitti líka stærsta ein­staka styrk­inn, tvær millj­ónir króna, sem runnu til Stjörnu­sam­bands­stöðv­ar­innar vegna verk­efn­is­ins Sótt­barna­lög. Af þeim ráð­herrum sem nýttu skúffufé í fyrra not­aði Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra minnst, alls 900 þús­und krón­ur.

Sá ráð­herra sem styrkti flest verk­efni með skúffufé var Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra. Hann úthlut­aði alls tæpum 2,9 millj­ónum króna til 15 verk­efna. Fjórir ráð­herrar úthlut­uðu ekki af ráð­stöf­un­arfé sínu í fyrra.

For­sæt­is­ráð­herra – 1.750.000

Á síð­asta ára hlutu sex verk­efni styrk frá for­sæt­is­ráð­herra. Styrkt­ar­upp­hæðir námu á bil­inu 100 til 600 þús­und krónum og hlaut Jafn­rétt­is­stofa hæsta styrk­inn. Styrk­veit­ingar for­sæt­is­ráð­herra árið 2020 er í nokkru sam­ræmi við umfang styrk­veit­inga árs­ins 2019 en þá hlutu sjö verk­efni styrk fyrir alls 1.780.000 krón­ur. Útlistun á úthlutun á ráð­stöf­un­arfé for­sæt­is­ráð­herra í fyrra má finna í með­fylgj­andi töflu.

Auglýsing

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra – 2.880.000

Líkt og áður segir var Sig­urður Ingi Jóhanns­son sá ráð­herra sem veitti flestum verk­efnum styrk, alls 15 tals­ins. Upp­hæðir styrkj­anna nema á bil­inu 80 til 300 þús­und og fékk Brautin bind­ind­is­fé­lag öku­manna hæsta styrk­inn til þess að end­ur­nýja velti­bíl. Einn ein­stak­lingur er meðal styrk­þega, Ólafur Krist­inn Guð­munds­son sem hlaut 250 þús­und króna styrk til þess að fara á heims­ráð­stefnu um umferð­ar­ör­yggi.

Dóms­mála­ráð­herra – 900.000

Af þeim ráð­herrum sem nýttu skúffufé sitt í fyrra fór Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir með sitt ráð­stöf­un­arfé af mestri spar­semi. Hún veitti fjórum verk­efnum styrk fyrir sam­tals 900 þús­und krón­ur. Öll eru þessi verk­efni á mál­efna­sviði ráð­herr­ans, tvö þeirra tengj­ast fang­els­is­mál­um, eitt útlend­inga­málum og einn styrk­þegi er Sig­ur­hæðir sem er þjón­usta við þolendur kyn­bund­ins ofbeldis á Suð­ur­landi.

Heil­brigð­is­ráð­herra – 2.115.000

Alls fengu 14 verk­efni styrki frá Svandísi Svav­ars­dótt­ur. Hæsta styrkt­ar­upp­hæð heil­brigð­is­ráð­herra var 300 þús­und krónur og fengu þrjú verk­efni styrk af þeirri fjár­hæð; Sam­tök áhuga­fólks um spilafíkn, Brák­ar­hlíð hjúkr­un­ar­heim­ili og Kiwanis­klúbb­ur­inn Katla. Meðal þeirra verk­efna sem ráð­herr­ann styrkti á árinu 2020 var opnu­aug­lýs­ing í Morg­un­blað­inu frá Félagi íslenskra fíkni­efna­lög­reglu­manna (FÍFL).

FÍFL sætti gagn­rýni fyrr á þessu ári fyrir opnu­aug­lýs­ingu sína í Morg­un­blað­inu en félagið not­aði meðal ann­ars nafn Rauða Kross­ins án sam­þykkis í aug­lýs­ing­unni. Þá sagði Sig­ríður Dögg Auð­uns­dótt­ir, for­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands (BÍ), að FÍFL hefði blekkt BÍ til þátt­töku í aug­lýs­ing­unni. FÍFL hefur um nokk­urra ára skeið birt opnu­aug­lýs­ingar í Morg­un­blað­inu þar sem mælt er gegn neyslu fíkni­efna. Aug­lýs­ingin er nátengd frum­varpi heil­brigð­is­ráð­herra um afglæpa­væð­ingu neyslu­skammta sem fellt var á nýaf­stöðnu þingi. Í nýj­ustu aug­lýs­ingu félags­ins er þó hvorki minnst á ráð­herr­ann né ráðu­neyt­ið.

Auglýsing

Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra – 3.600.000

Sá ráð­herra sem veitti stærsta ein­staka styrk­inn og jafn­framt mestu í heild á síð­asta ári var Lilja Alfreðs­dóttir en hún veitti sjö verk­efnum styrk fyrir sam­tals 3,6 millj­ónir króna. Stjörnu­sam­bands­stöðin hlaut tveggja millj­óna króna styrk vegna Sótt­barna­laga. Einn ein­stak­lingur hlaut styrk frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, Sól­mundur Ari Björns­son fékk 250 þús­und krónur vegna Tangóhá­tíðar í sept­em­ber.

Félags og barna­mála­ráð­herra – 3.030.000

Ásmundur Einar Daða­son næst­mestu fjár­magni upp úr sinni skúffu. Alls fengu tólf verk­efni styrk fyrir sam­tals rúm­lega þrjár millj­ónir króna. Þau verk­efni sem fengu styrk frá félags­mála­ráð­herra fengu á bil­inu 150 til 500 þús­und krón­ur. Hæstan styrk hlaut líkn­ar­fé­lagið Alanó klúbb­ur­inn vegna end­ur­bóta á hús­næði félags­ins.

Umhverf­is­ráð­herra – 2.700.000

Alls voru 13 verk­efni styrkt af Guð­mundi Inga Guð­brands­syni fyrir sam­tals 2,7 millj­ónir króna. Eng­inn ráð­herra styrkti eins marga ein­stak­linga með ráð­stöf­un­arfé sínu en meðal styrk­þega eru fimm ein­stak­ling­ar. Í þeirra hópi er Hjör­leifur Gutt­orms­son, fyrr­ver­andi iðn­að­ar­ráð­herra, en hann hlaut 400 þús­und króna styrk vegna forn­leifa­skrán­ingar á Gerp­is­svæð­inu. Hjör­leifur hefur sinnt minja­vernd ötul­lega á síð­ustu árum og árið 2019 hlaut hann meðal ann­ars minja­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu á árs­fundi Minja­stofn­unar Íslands fyrir starf sitt í þágu minja­vernd­ar.

Þeir ein­stak­lingar sem einnig hlutu styrk frá umhverf­is­ráð­herra voru Garðar Finns­son sem hlaut 250 þús­und króna styrk vegna verk­efn­is­ins fjöl­nota loft­tæm­an­legir heyrúllu­pok­ar. Veiga Grét­ars­dóttir hlaut 100 þús­und króna styrk vegna heim­ild­ar­mynd­ar­innar Á móti straumn­um. Baldur Helgi Snorra­son hlaut 100 þús­und króna styrk vegna verk­efnis um þróun nýrra flokk­un­ar­tunna sem ber heitið Borg­ar­tunnan og Hugi Hólm Guð­björns­son hlaut 200 þús­und króna styrk vegna fugla­skoð­un­ar­síð­unnar Spott­aði fugl.

Annað fugla­tengt verk­efni hlaut hæsta styrk umhverf­is­ráð­herra. Fugla­vernd fékk hálfrar millj­ónar króna styrk vegna verk­efn­is­ins Sam­keppni um fugl árs­ins.

Auglýsing

Aðrir ráð­herrar – 0

Fjórir ráð­herrar úthlut­uðu ekki ráð­stöf­un­arfé á árinu 2020. Í svari frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu kom fram að Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hafi ekki nýtt ráð­stöf­un­arfé sitt á árinu 2020. Það sama er uppi á ten­ingnum hjá ráð­herrum í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, þeim Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dóttur ferða­mála- iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra og Krist­jáni Þór Júl­í­us­syni sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra.

„Í fjár­lögum er liður fyrir ráð­stöf­un­arfé ráð­herra að upp­hæð 3,5 m.kr, en þessi fjár­heim­ild hefur ekki verið nýtt af núver­andi ráð­herra og fjár­heim­ildin er ónýtt árið 2020. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son ákvað á fyrstu dögum sínum í emb­ætti utan­rík­is­ráð­herra að hann myndi ekki ganga á ráð­stöf­un­arfé ráð­herra. Hann hefur því ekki veitt neina styrki af ráð­stöf­un­arfé ráð­herra frá því hann tók við sem utan­rík­is­ráð­herra í árs­byrjun 2017,“ segir í skrif­legu svari frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um úthlutun á ráð­stöf­un­arfé Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent