Borgirnar hitna: Misskipting innbyggð í skipulagið

Öfgakenndar hitabylgjur eiga eftir að verða enn tíðari. Borgir heims verða verst úti. Og innan þeirra eru það fátækustu íbúarnir sem eru fórnarlömbin.

Steinsteypan gerir það að verkum að í borgum er hiti hærri en í næsta nágrenni þeirra.
Steinsteypan gerir það að verkum að í borgum er hiti hærri en í næsta nágrenni þeirra.
Auglýsing

Rann­sóknir hafa afhjúpað umhverf­is­lega mis­skipt­ingu sem felst í því að íbúar í ákveðnum hverfum borga Banda­ríkj­anna búa við steikj­andi hita þar sem víð­áttu­mikil svæði eru hulin mal­biki á meðan íbúar ann­arra hverfa njóta grænna opinna svæða og stórra einka­garða með grósku­miklum trjá­gróðri. Vís­inda­menn hafa reiknað út að ein­faldar lausnir á borð við fleiri tré og hvít hús­þök hefðu getað komið í veg fyrir fjórð­ung þeirra dauðs­falla sem orðið hafa í hita­bylgjum í Los Ang­eles að und­an­förnu. Önnur ein­föld aðgerð sem bent hefur verið á er að setja fleiri gang­brautir í borg­inni svo að fólk eigi greiða leið yfir umferð­ar­þungar götur og í skugga.

Auglýsing

Öfga­kenndar hita­bylgjur eru orðnar vanda­mál víða um heim, allt frá Los Ang­eles til Lagos. Langvar­andi hita­bylgjur ógna heilsu fólks og geta verið lífs­hættu­leg­ar. Sér­stak­lega er fólki í borgum hætta búin af slíkum bylgjum þar sem mal­bik, stein­steypa og aðrir sléttir og dökkir yfir­borðs­fletir draga í sig og losa hita. Þetta gerir það að verkum að þétt­býl svæði verða mun heit­ari en dreif­býlli og ákveðin hverfi borga heit­ari en úthverfi ein­býl­is­húsa.

Ýmsir sér­fræð­ing­ar, s.s. veð­ur­fræð­ing­ar, loft­lags­fræð­ingar og skipu­lags­fræð­ingar eru því að vinna að rann­sóknum til að reyna að finna þau hverfi borga sem eru hvað við­kvæmust fyrir breyttu lofts­lagi. Rann­sóknir hafa þegar sýnt að hita­bylgj­urnar kosta fleiri svarta Banda­ríkja­menn lífið en hvíta og einnig hefur verið sýnt fram á að tekju­lægra fólk verður frekar fórn­ar­lömb hit­ans en þeir tekju­hærri.

Átak­an­legar nið­ur­stöður

Skipu­lag borga Banda­ríkj­anna hefur að mati rann­sak­enda gert það að verkum að fátæku fólki af öðrum lit­ar­hætti en hvítum er meiri hætta búin af öfga­kenndum hita­bylgjum en öðrum borg­ar­bú­um.

„Þessar nið­ur­stöður eru átak­an­leg­ar,“ segir lofts­lags­fræð­ing­ur­inn Angel Hsu í við­tali við vís­inda­tíma­ritið Nat­ure. „Við þurfum að spyrja okkur hvers vegna sé svona komið – við verðum að reyna að kom­ast að því hvers vegna þetta mynstur í borg­ar­skipu­lagi er svona almennt.“

Hitabylgjan í norðvesturhluta Bandaríkjanna í júní var fordæmalaus. Mynd: NOAH

Þetta mis­rétti má heim­færa á borgir margra ann­arra landa en yfir­völd í sumum þeirra eru þegar farin að taka til­lit til hættu á hita­bylgjum í skipu­lags­málum sín­um. Þannig hefur verið gripið til þess ráðs að planta fleiri trjám og mála þök húsa hvít í stað dökkra lita. En mis­rétt­ið, sem bitnað hefur á við­kvæm­ustu íbú­un­um, hefur gegn­sýrt allt skipu­lag í ára­tugi og það þarf meira til en máln­ing­arpensla og græðlinga til að bæta það upp.

Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin telur að á árunum 1998-2017 hafi yfir 166 þús­und manns dáið í hita­bylgjum á heims­vísu. Hita­bylgjur eru því meðal lífs­hættu­leg­ustu nátt­úru­ham­fara sem fyr­ir­finn­ast. Hins vegar eru dauðs­föll af völdum þeirra van­metin þar sem dán­ar­or­sak­irnar eru oft­ast hjarta- eða heila­á­föll og þess hvergi getið að við­kom­andi hafi orðið fyrir miklum hita.

„Öfga­fullir hitar eru senni­lega ein van­metn­asta dán­ar­or­sök sem fyr­ir­finn­st,“ segir Olga Wil­helmi, land­fræð­ingur í Colorado sem rann­sak­aði sjúkra­skrár á einu bráða­sjúkra­húsi í Hou­ston á ára­bil­inu 2004 til 2013. Hún komst að því að dauðs­föll vegna hita­bylgja væri veru­lega van­tal­in.

Ban­vænar bylgjur

Þeir sem eru útsett­astir fyrir veik­indum og dauða vegna hita eru börn, eldra fólk og fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. En heil­brigt, ungt fólk getur einnig dáið í hita­bylgj­um. Hættan er mest þegar þær drag­ast á lang­inn og hita­munur á degi og nóttu verður lít­ill.

Ban­væn­ustu hita­bylgj­urnar eru þær sem verða óvænt í borgum á svæðum þar sem lofts­lagið er almennt temprað. Að minnsta kosti 14 þús­und manns lét­ust í skæðri hita­bylgju í Frakk­landi árið 2003. Yfir 700 lét­ust í hita­bylgju í Chicago árið 1995. Gríð­ar­legir hitar hafa verið í norð­vest­ur­hluta Banda­ríkj­anna og suð­vest­ur­hluta Kanada síð­ustu vikur og þótt dán­ar­tölur vegna bylgj­unnar hafi enn ekki verið teknar saman er talið ljóst að hund­ruð manna hafi dáið í hit­an­um.

Börn að kæla sig í gosbrunni í Washington. Mynd: EPA

Lofts­lag í borgum getur orðið allt annað en í næsta nágrenni þeirra vegna bygg­ing­anna, gatn­anna og ann­arra ónátt­úru­lega yfir­borðs­flata. Þá eykur útblástur öku­tækja enn á þær aðstæður sem gera það að verkum að skap­ast getur sér­stakt veð­ur­far sem kall­ast „hita­eyj­ur“. Þess vegna er með­al­hiti í mið­borgum borga í Banda­ríkj­un­um, svo dæmi sé tek­ið, nokkrum gráðum hærra en á dreif­býlli svæðum í kring.

En svo geta skap­ast öfga­fullar aðstæð­ur, þar sem hit­inn rýkur upp úr öllu valdi í borg­un­um. Og þá eru það við­kvæm­ustu íbúar þeirra, hinir fátæk­ustu og þeir sem þar með hafa skertan aðgang og minni að góðu hús­næði, heil­brigð­is­þjón­ustu og þar fram eftir göt­un­um, sem finna mest fyrir því.

Auglýsing

Í Katar, svo dæmi sé tek­ið, lát­ast margir far­and­verka­menn sem þangað koma til að vinna í bygg­ing­ar­geir­an­um, árlega úr því sem kall­ast hitaslag (heat stroke). Ein rann­sókn sýndi að á árunum 2009-2017 lét­ust yfir 1.300 verka­menn frá Nepal í land­inu og nið­ur­stöð­urnar sýndu að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að minnsta kosti 200 dauðs­fall­anna hefðu þeir verið í varn­ar­bún­aði til að skýla sér fyrir sól­inni og hit­an­um. Svipuð rann­sókn í Bang­kok á Taílandi sýndi fram á að fátæk­ustu íbúar borg­ar­innar yrðu fyrir mestum áhrifum þegar hita­bylgjur ríða yfir.

Spár gera ráð fyrir að lofts­lag muni halda áfram að breyt­ast á næstu árum og ástandið í borg­unum því enn eftir að versna. Ekki aðeins er því spáð að með­al­hiti haldi áfram að hækka heldur að hita­bylgjur eigi eftir að verða sífellt algeng­ari, hit­inn enn meiri og þær vara leng­ur.

Rauða línan

Í rann­sóknum á áhrifum hita­bylgja í banda­rískum borgum hefur komið í ljós að kyn­þáttur er stærsta breyt­an. Það er engin til­viljun að svartir íbúar lands­ins séu útsett­astir fyrir hit­an­um. Borg­irnar eru í grunn­inn hann­aðar með það í huga að halda þeim á ákveðnum stöð­um. Þótt árin hafi liðið frá því að slík stefna var opin­ber­lega aflögð hefur mis­skipt­ingin hald­ist. Það eru frekar svartir sem búa í verri og þétt­býlli hverf­unum en hvítir og það eru frekar fátækir en ríkir sem þurfa að búa við þær aðstæð­ur.

Eftir að þræla­hald var afnumið með lögum í Banda­ríkj­unum árið 1865 breytti það ekki lífi svartra til góðs á einni nóttu. Sú stefna var áfram tekin í skipu­lags­málum að halda svörtu fólki kerf­is­bundið frá því að búa í ákveðnum hverf­um. Í aðgerðum stjórn­valda í krepp­unni miklu á fjórða ára­tugnum var skipu­lag 239 borga rýnt með það í huga að flokka hverfi þeirra eftir „áhættu“ fyrir fjár­festa sem áttu að byggja hús­næði og banka sem áttu að veita fólki lán til kaupa á því. Hverfi svartra og ann­arra minni­hluta­hópa fengu gegn­um­gang­andi rauðan lit á sig. Þessi „rauða lína“, (red lin­ing) eins og aðgerðin hefur verið köll­uð, varð til þess að upp­bygg­ing í hverf­unum varð mun minni en í öðr­um. Ekki var hugað eins að gerð almenn­ings­garða, skóla og ann­arra sam­fé­lags­legra stofn­ana í hverfum minni­hluta­hópanna.

Kælt sig í hitanum í Washington. Mynd: EPA

Þessi kort eru enn til, enda athæfið stundað af stjórn­völdum langt fram á síð­ustu öld, og þau eru í dag nýtt til að meta mis­mun­andi hættu vegna t.d. hita­bylgja á borg­ar­búa. „Það er enn hægt að sjá hversu litlu var til kostað til upp­bygg­ingar á þessum svæðum sem rauða línan var dregin um,“ segir Jasmin Barco, sér­fræð­ingur hjá félags­sam­tök­unum Ground­work. „Það er brjál­æð­is­legt að sjá þetta.“

Að með­al­tali er hita­stig á 108 svæðum sem höfn­uðu innan „rauðu lín­unn­ar“ 2,6 gráðum hærra en á svæðum sömu borga sem voru utan henn­ar. Skýr­ing­arnar má rekja til stórra steyptra yfir­borðs­flata og skort á gróðri sam­an­borið við önnur hverfi. Fleira hefur svo komið til síðar meir, löngu eftir krepp­una miklu. Borg­ar­yf­ir­völd hafa mörg hver verið mun gjarn­ari á að leggja hrað­brautir og önnur stór umferð­ar­mann­virki í námunda eða jafn­vel í gegnum hverfi svartra en hvítra. Þá hafa þau einnig í gegnum tíð­ina stað­sett iðn­að­ar­hverfi, með stórum stein­steyptum bygg­ing­um, í nágrenni „rauðu“ hverf­anna. „Það er ljóst að hér er á ferð­inni kerf­is­bundið skipu­lags­ferli sem hefur ýtt ákveðnum sam­fé­lögum út á jað­ar­inn í margar kyn­slóð­ir,“ hefur Nat­ure eftir Vivek Shandas sem er borg­ar­vist­fræð­ingur við háskóla í Oregon.

Hann er ásamt stórum hópi ann­arra að kort­leggja hita­mis­mun innan nokk­urra borga Banda­ríkj­anna og á sér þann draum að geta birt „hita­kort“, byggt á þeim gögn­um, fyrir allt land­ið. Með það kort að vopni gætu skipu­lags­yf­ir­völd mótað stefnu og unnið gegn því að ákveðin hverfi verði fyrir mestu hita­öfg­un­um.

Við­vör­un­ar­kerfi bjargar manns­lífum

Eftir að hund­ruð manna létu lífið í hita­bylgju í ind­versku borg­inni Ahmeda­bad árið 2010 ákváðu borg­ar­yf­ir­völd að setja upp aðvör­un­ar­kerfi sem varar borg­ar­búa við því er hit­inn fer upp fyrir 40 gráð­ur. Talið er að frá því að kerfið var tekið upp hafi tek­ist að bjarga tæp­lega 2.000 manns­lífum á ári að með­al­tali.

Yfir­völd í öðrum borgum eru einnig að reyna að bregð­ast við. Í París er nú skólum breytt í „svala staði“ í miklum hitum og þar getur fólk leitað skjóls. Þetta er fyrst og fremst gert í fátæk­ari hverfum borg­ar­inn­ar. Nokkrar borgir í Banda­ríkj­unum eru farnar að nið­ur­greiða raf­magns­kostnað í ákveðnum hverfum þegar hita­bylgjur ganga yfir og fólk þarf að hafa loft­kæl­ing­una á löngum stund­um.

Í New York hafa sprottið upp verk­efni sem miða að því að fólki líti við hjá ein­stæðum nágrönnum sínum því sýnt hefur verið fram á að fólk sem býr eitt er hætt­ara við að deyja í hita­bylgjum en aðr­ir.

Græn svæði í borgum lyfta ekki aðeins geði fólks líkt og rann­sóknir hafa sýnt. Trén veita bók­staf­lega skjól þegar hit­inn rís upp úr öllu valdi. Og þau verða enn mik­il­væg­ari í hinni heit­ari fram­tíð sem er í vænd­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent